Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Qupperneq 18

Skessuhorn - 17.12.2003, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 ^&iissunu^ Sturla tók fyrstu skóflustunguna Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra og 1. þing- maður Norðvesturkjördæm- is, tók í gær fyrstu skóflustunguna að Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Fyrirhugað er að skólinn taki til starfa næsta haust. Viðstaddir at- höfnina voru fulltrúar sveit- arfélaganna á Snæfellsnesi sem standa að rekstri skól- ans, auk fulltrúa frá mennta- málaráðuneyti, byggingar- nefnd skólans og skóla- nefnd. Auk þess voru fjöl- margir væntanlegir nem- endur mættir við athöfnina. Að lokinni skóflustungu var verktökum við jarðvinnuna ekkert að vanbúnaði og hófust strax handa, en þeim áfanga er ætlað að verða lok- ið eftir mánuð. Bylting í lagningu lokræsa Bútæknisvið Rala á Hvann- eyri hefur gert frumathuganir á vinnslu með nýju tæki til að grafa fyrir og leggja niður lok- ræsi til framræslu nú í desem- berbyrjun. Fyrirtækið Bújöfur- Búvélar á Selfossi hafði frum- kvæði að því að flytja tækið inn. Lagður var niður 80 mm sver barki í um 100 m langt ræsi í gamalgróið tún. Tækið grefur upp rás sem er allt að meters djúp og um 18 cm breið. Þá fylgir tækinu búnaður til að stjórna lagnadýpt af nákvæmni með notkun lasergeisla. Þó að lokræsi séu vel þekkt hér á landi sem og erlendis er hér um að ræða áhugaverðar endur- bætur á tækni við gerð þeirra. I því sambandi þyrfti því að huga að hentugri gerð fylliefnis að ræsunum, ennfremur fljótvirk- um búnaði til að leggja efnið að rörunum. Grétar Einarsson hjá Bú- tæknideild sagði í samtali við Skessuhorn að uppi væru hug- myndir um að koma á fót skipulegum athugunum, helst næsta vor og kanna betur tæknilega útfærslu á þessari að- ferð, virkni framræslunnar, kostnað og ávinning. Augljós á- vinningur af því að auka notk- un lokræsa er að bæta nýtingu áburðar, minni vélaumferð og betri nýting tækja. Líklegt er einnig að viðhald framræslunn- ar verði mun ódýrari til lengri tíma litið. Ennfremur má hafa í huga að ásýnd landsins verður með nokkuð öðrum hætti en við framræslu með opnum skurðum. Gera má ráð fyrir að þessi tækni nýtist vel, bæði í hefð- bundinni ræktun sem og á ýms- um útivistarsvæðum þar sem gerðar eru miklar kröfur s.s. á golf- og fótboltavöllum. Það voru áhugasamir menn semfylgdust meS nýja framræslutækinu grafa sig niður í harðfrosið tún á Hvanneyri Stærsti sementsfarmur ffá upphafi Sementsflutningaskipið M/V Cemstar frá Gibraltar lestaði sement við Faxabryggju á Akra- nesi nú í vikunni. Skipið sem er sérútbúið til sementsflutninga er um 88 metra langt, 12,5 metrar á breidd og lestar rúm 3000 tonn. Um er að ræða stærsta sementsskip sem lestað hefur verið af sementi frá Sem- entsverksmiðjunni hf. Skipið kom til landsins snemma morguns s.l. laugardag með um 3000 tonn af sementi frá norsku sementsverksmiðj- unni Norcem A/S í Brevik. Sldpið lagðist að á Reyðarfirði og landaði sementinu í nýja sem- entsbirgðastöð sem þar hefur verið reist. Sementsbirgðastöðin sembyggðerafNorcemA/S og Sementsverksmiðjunni hf. hefur 8.000 tonna burðargetu og er nú tilbúin til notkunar. Frá Reyðarfirði sigldi skipið suður með landinu til Akraness. Þar stendur nú yfir lestun á 3000 tonnum af portlandsem- enti. Skipið mun síðan sigla til Akureyrar og áfram til Reyðar- íjarðar og mun landa um 1500 tonnum af sementi á hvorum stað. A Akureyri verður portland- sementið selt til almennra nota, en sementið sem sent verður austur á Reyðarfjörð verður einkum notað til jarðganga- gerðar og annarra verka er tengjast framkvæmdum vegna byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Gunnar Sigurðsson, deildar- stjóri framleiðslu og viðhalds- deilda Sementsverksmiðjunn- ar, sagði að gert væri ráð fyrir talsverðri framleiðsluaukningu á sementi á næsta ári. Fram- leiðsla sements verður 84.000 tonn á þessu ári en áætlanir gera ráð fyrir 90 - 95.000 tonn- um á því næsta. Framleiðslu- aukningin er að mestu tengd ffamkvæmdum við Kárahnjúka- virkjun. M/V Cemstar við bryggju í Reyðarfirði. Skipið mun líklega lesta sement nokkrum sinnum á næsta ári og flytja austur á firði.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.