Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 úui:sauiiu>. Þorgrímur á Erpstöðum leysir frá skjóðunni Mjólkar kindur nágrannans og bregður sér í gervi Eiríks rauða Þorgrímur E. Guðbjarts- son er fæddur sumarið 1969. Hann er bóndi á Erpstöðum í Dalasýslu og býr þar ásamt konu sinni Helgu Elínborgu Guðmundsdóttur og bömum þeirra, þeim Guðbjörtu Lóu, Gunnlaugu Birtu og tví- burunum Einari Birni og Guðmundi Kára. Þrátt fýrir ekki hærri aldur, en raun ber vitni, hefur Þor- grímur komið víða við og lát- ið til sín taka á mörgum svið- um eins og kemur í ljós hér á eftir. Hann ætlaði sér alla tíð að verða bóndi í Dölunum og það várð reyndar raunin, en í millitíðinni sankaði hann að sér margvíslegri starfsreynslu sem hann nýtir sér reyndar á ýmsan hátt í dag. Þorgrímur býr hefðbundnu búi, en með óhefðbundnum útúrdúrum því á milli mjalta bregður hann sér í gervi Eiríks rauða á Eiríksstöðum og býr til osta úr mjólk úr kindum nágrann- anna svo fátt eitt sé nefnt. Alinn upp í heimavist „Eg er að hálfu leyti alinn upp á Fellsströndinni. Foreldr- ar mínir fluttu að Kvennahóli á Fellsströnd árið 1977 þegar ég var átta ára. Við fluttum í sam- félag sem þá var hnignandi og ég rétt náði í restina á gömlu búskaparlagi, því þarna voru 1 - 6 kýr á bæjum og 100 - 200 kindur. Segja má að þarna hafi í raun verið smábúskapur á bæjunum. Það segir sína sögu að meðalaldurinn lækkaði all- verulega þegar við fluttum þangað á sínum tíma. Það breytti því ekki að mér líkaði vel á Fellsströndinni og ég ætl- aði alltaf að verða bóndi þar, en nú er jörðin orðin biskupssetur eins og menn þekkja. Eg gekk í barnaskóla á Laug- um og var þar í heimavist. Þarna átti maður alveg sitt heimili í níu ár og græddi heil- mikið á því, sérstaklega fyrir jólin. Alla síðustu vikuna fyrir jólafrí var verið að undirbúa litlu jólahátíð á Laugum, þar sem foreldrum var boðið að koma og allir kepptust við að gera vel og vanda sig. Þar sýndum við helgileiki og sung- um hástöfum og settum leikrit á svið. Síðan var að sjálfsögðu jólamessa en reyndar var messa í skólanum einu sinni í mánuði. Það voru eiginlega engin jól ef þetta gekk ekki allt eftir, en síðan þegar við komum heim í frí þá hófst jólaundirbúningur- inn þar þannig að það má segja að við höfum fengið tvöfaldan skammt af jólastemningunni,“ segir Þorgrímur. Til Nýja-Sjálands Strax að loknum grunnskóla fór Þorgrímur til náms að Hvanneyri, en vann á sumrum á fymsum stöðum í Dölunum. „Eg byrjaði að vinna í kaupfé- laginu í Saurbænum þegar ég var fimmtán ára og vann síðan í Fóðuriðjunni í Olafsdal og í sláturhúsinu. Haustið 1987 söðlaði ég hins vegar um og fór sem skiptinemi til Nýja-Sjá- lands og hafði bæði gott og gaman af. Eg setti málið þannig niður fyrir mér að fyrst ég ætlaði út á annað borð þá væri skynsamlegast að nota tækifærið og fara á einhvern stað sem maður færi kannski ekki á síðar og kynnast sérstök- um aðstæðum. Eg ákvað því að fara til Astralíu, en vegna þess að ég er kannski svolítið sér- stakur karakter þá fannst engin fjölskylda í Astralíu sem ég passaði við. Aftur á móti fannst ein fjölskylda á Nýja-Sjálandi og eftir nokkra umhugsun á- kvað ég að slá til og sé ekki eft- ir því. Eg var þarna á sveitabæ, þar sem voru 220 kýr og kiwi- akrar á 8 hekturum. Svolítið öðruvísi búskaparhættir en í Dölunum. Eg gekk þarna í skóla og tók þátt í öllu sem til féll. Þetta var mikið ævintýri og góður skóli. Sömu sögu er líka að segja af dvölinni á Hvanneyri en þetta hvoru tveggja hafði mjög mótandi á- hrif á mig. Svín og bækur Þegar ég kom heim ífá Nýja- Sjálandi fór ég að vinna við eitt og annað, svínahirðingu og bók- band meðal annars. Eg tolldi hins vegar aldrei í Reykjavík því ef það kom rigning og gróð- urilmur var ég farinn í sveitina um leið. Veturna 1989 og 1990 var ég á Hnjóti í Orlygshöfn, gerðist þar vinnumaður hjá heiðurshjónunum Agli og Ragn- heiði. Þar var ekki ósvipað um- horfs og á Fellsströndinni. Fólk- ið barðist í bökkum til að halda uppi byggðinni vitandi það að enginn kæmi í staðinn. Mér líkaði vel á Hnjóti og við Egill náðum vel saman. Hann var mikill grúskari eins og byggðasafnið og flugminjasafhið hans bera vitni um. Ég var þarna fram á vor og síðan öðru hverju eftir það ef á þurftí að halda. Mér fannst alltaf eins og ég væri að fara heim þegar ég fór þarna vestur og notaði flest tækifæri til þess.“ Jörð fyrir námslán Eins og sagði í upphafi heíúr Þorgrímur komið víða við og prófað hin ólíklegustu störf. „Ég held að á fjögurra ára tímabili hafi ég prófað um elleíú störf vegna þess að ég vildi hvergi fastráða mig. Ég vildi hafa frelsi tíl að skjótast í sveitina þegar mér hentaði. Eg bar meðal ann- ars út póst í Reykjavík og starfaði við heimilishjálp og sitthvað fleira. Þegar við Helga byrjuð- um að vera saman ákváðum við að fara vestur í Dali og þá byrj- aði eiginlega nýr kafli. Hún fór að vinna á Fellsenda, þar sem hún hafði verið áður en ég fór sem vinnumaður tíl Trausta og Láru á A. Hjá þeim var einnig mjög gott að vera og þar fékk ég að prófa mig áffam sem bóndi. Af þeim hef ég lært margt, m.a. hvernig er hægt að redda málun- um tímabundið þegar ekki eru aðstæður til að kalla á vélvirkja eða kaupa varahlut strax. Um haustið ætluðum við suður aftur því Helga ætlaði í skóla en þá bauðst henni kennsla á Laugum. Ég fylgdi henni þangað og vann við eitt og annað fram að ára- mótum, en fór síðan í Mjólkur- stöðina í Búðardal. Þar fór ég á námssamning og útskrifaðist sem mjólkurfræðingur 1997. Ég ætlaði samt sem áður alltaf að verða bóndi en taldi að ég gæti unnið sem mjólkurffæðingur og safúað peningum til að kaupa jörð. Síðan gerðist það reyndar að ég keypti jörðina áður en ég var búinn að læra. Ég safúaði bara námslánum í staðinn og notaði í útborgun. Aður en við keyptum hér á Erpstöðum bjuggum við á Laugum og í Búðardal og keyptum þar gamalt hús sem við gerðum upp að hluta. Við eignuðumst stelpum- ar á þessum árum áður en við fóram til Danmerkur, en þar vorum við í eitt ár saman en ég hálfu ári lengur tíl að ljúka nám- inu. Við keyptum Erpstaðina á meðan ég var úti og Helga flutti heim árið 1997 í maí óg tók við búinu. Eg kom svo heim í sum- arfrí og gerði það sem gera þurfti á búinu, lagaði girðingar, sinnti heyskapnum o.fl. en fór síðan aftur út til að sinna nám- inu. Helga var hér með bú og böm um haustið og naut aðstoð- ar nágranna og ættingja. Landvimiingar Þegar ég kom heim ffá Dan- mörku byrjaði ég strax að vinna í Mjólkurstöðinni með búskapn- um og var þar til haustsins 1998. Þá áttum við von á fleiri bömum og staðan var orðin þannig að Helga komst ekki lengur fyrir í básnum með kúnum. Síðan hef ég bara verið hér heima í bú- skapnum og ekki unnið útíffá neitt að gagni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.