Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 25
jntsauBu... MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 25 ✓ Osvífin vinnubrögð Alþingismanna Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness samþykkti eftirfarandi ályktun á fnndi sínum 16. des. 2003 Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness fordæmir harðlega þau ósvífnu vinnubrögð alþingismanna sem þjóðin hefur orðið vitni að nú á aðventu. Þeg- ar formenn stjórnmála- flokkanna sameinuðust, undir forystu forsætisráð- herra, í að færa sjálfum sér einhverjar myndarlegustu jólagjafir sem sögur fara af. Og með því að skikka full- trúa flokkanna í forsætis- nefnd þingsins til að leggja þetta dólgslega mál fram hafa þeir gert þá samseka. Auðvitað verða það skatt- greiðendur sem verða að borga þessar sjálftökur. A sama tíma heykist þetta fólk á því að knýja ríkisstjórnina til að efna að fullu loforð sitt við öryrkja, sem heilbrigðisráðherra gaf þeim fyrr á þessu ári. Ríkisstjórn og alþingis- menn lyfta ekki hendi til að knýja fjármálaráðherra til að standa við yfirlýs- ingu, sem hann gaf ASÍ 13. des. 2001, þegar ASÍ tók forystu í a’ viðhalda stöð- ugleika í efnahagsmálum á meðan ríkisstjórnin svaf á verðinum. Og þeir horfa aðgerðarlausir á sjúkra- stofnanir verða að skera stórlega niður sína þjón- ustu og segja upp starfs- fólki í hundraðavís og þannig mætti áfram telja. Það er dapurleg staða fyrir almenning að horfa upp á þessar ósvífnu sjálftökur á sama tíma og verkalýðshreyfingin er búin að leggja fram mjög hófsama kröfugerð vegna komandi kjarasamninga. Við þessu er ekki hægt að bregðast á annan hátt en að afturkalla framlagðar kröfugerðir og taka þær til endurskoðunar. Sveinn Hálfdánarson. Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness tekur því heils- hugar undir þá hugmynd að allar kröfugerðir sem félagið er aðili að verði endurskoðaðar með það að markmiði að lífeyrisrétt- indi okkar fólks verði sam- ræmd við lífeyrisréttindi í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Og að þeirri kröfu verði fylgt eftir af fullum þunga. Við erum komin í jólaskap... ... og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemninguna. n SPARISJÓÐUR ÓLAFSVÍKUR - bakhjarl í byggð .e www.spo.is J Starfsfólk Landsbanka íslands hf. óskar viðskiptavinum sínum og Vestlendingum öllu gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Jólakveðjur, starfsfólk útibúa Landsbankans á Vesturlandi Landsbankinn www.or.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.