Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 25
jntsauBu...
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003
25
✓
Osvífin vinnubrögð
Alþingismanna
Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness samþykkti
eftirfarandi ályktun á fnndi sínum 16. des. 2003
Stjórn Verkalýðsfélags
Borgarness fordæmir
harðlega þau ósvífnu
vinnubrögð alþingismanna
sem þjóðin hefur orðið
vitni að nú á aðventu. Þeg-
ar formenn stjórnmála-
flokkanna sameinuðust,
undir forystu forsætisráð-
herra, í að færa sjálfum sér
einhverjar myndarlegustu
jólagjafir sem sögur fara af.
Og með því að skikka full-
trúa flokkanna í forsætis-
nefnd þingsins til að leggja
þetta dólgslega mál fram
hafa þeir gert þá samseka.
Auðvitað verða það skatt-
greiðendur sem verða að
borga þessar sjálftökur.
A sama tíma heykist
þetta fólk á því að knýja
ríkisstjórnina til að efna að
fullu loforð sitt við öryrkja,
sem heilbrigðisráðherra
gaf þeim fyrr á þessu ári.
Ríkisstjórn og alþingis-
menn lyfta ekki hendi til
að knýja fjármálaráðherra
til að standa við yfirlýs-
ingu, sem hann gaf ASÍ 13.
des. 2001, þegar ASÍ tók
forystu í a’ viðhalda stöð-
ugleika í efnahagsmálum á
meðan ríkisstjórnin svaf á
verðinum. Og þeir horfa
aðgerðarlausir á sjúkra-
stofnanir verða að skera
stórlega niður sína þjón-
ustu og segja upp starfs-
fólki í hundraðavís og
þannig mætti áfram telja.
Það er dapurleg staða
fyrir almenning að horfa
upp á þessar ósvífnu
sjálftökur á sama tíma og
verkalýðshreyfingin er
búin að leggja fram mjög
hófsama kröfugerð vegna
komandi kjarasamninga.
Við þessu er ekki hægt að
bregðast á annan hátt en
að afturkalla framlagðar
kröfugerðir og taka þær til
endurskoðunar.
Sveinn Hálfdánarson.
Stjórn Verkalýðsfélags
Borgarness tekur því heils-
hugar undir þá hugmynd
að allar kröfugerðir sem
félagið er aðili að verði
endurskoðaðar með það að
markmiði að lífeyrisrétt-
indi okkar fólks verði sam-
ræmd við lífeyrisréttindi í
A-deild Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins. Og
að þeirri kröfu verði fylgt
eftir af fullum þunga.
Við erum komin
í jólaskap...
... og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur.
Verið velkomin í jólastemninguna.
n
SPARISJÓÐUR ÓLAFSVÍKUR
- bakhjarl í byggð
.e www.spo.is J
Starfsfólk Landsbanka íslands hf.
óskar viðskiptavinum sínum og Vestlendingum öllu
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Jólakveðjur,
starfsfólk útibúa Landsbankans á Vesturlandi
Landsbankinn
www.or.is