Skessuhorn - 17.12.2003, Page 26
26
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003
jiaaainuiw.
£sso
Til sölu á Akranesi
Gleðileg jól.
Lítíð eitt um jólakortin
Margir hlakka til að setjast
niður á aðfangadagskvöld, vel-
mettir eftir jólamáltíðina og
sælir yfir jólagjöfum og lesa
jólakortin frá vinum og ætt-
ingjum. Kortin eru jafn mis-
jöfn og þau eru mörg og oft
hægt að greina hversu upptek-
inn sendandinn hefur verið í
desember. Sum eru heima-
gerð, bera með sér að mikil
natni hefur verið lögð í verkið
en önnur ekki nema einföld
undirskrift. Oll bera jólakortin
þó með sér minningar um liðn-
ar samverustundir og óskir um
góða framtíð. Að senda jóla-
kort er þó ekki svo gamall sið-
ur og ekki nema rétt öld frá því
að Islendingar hófu jólakorta-
sendingar.
Kort í stað bréfa
Fyrsta jólakortið varð til fyr-
ir hálfgerða slysni. I desember,
árið 1843, áttaði mikilsmetinn
Lundúnabúi, sig á að hann
hafði gleymt að skrifa bréf með
jólakveðjum til vina og ætt-
ingja. Honum hraus hugur við
því að þurfa að skrifa öll þessi
bréf á svona stuttum tíma og
þess vegna bað hann vin sinn,
listamanninn John Callot
Horsley, að hanna fyrir sig kort
með staðlaðri kveðju. Innan
fárra daga var fyrsta jólakort
sögunnar tilbúið. Það voru að-
eins prentuð 1000 stk. Það var
afar látlaust í útliti, með mynd
af fólki við gleðskap og alveg
án trúarlegs ívafs. Kveðjan var
einföld „Gleðileg jól og gæfu-
ríkt nýtt ár“. Horsley var einn
af uppáhalds listamönnum
Viktoríu drottningar og varð
hún yfir sig hrifin af kortinu.
Að hennar áeggjan lagði hann
fyrir sig að gera fleiri kort og
keypti drottningin hundruð
þeirra til að senda fjölskyldu
sinni og vinum.
íslensk jólakort
Fyrstu jólakortin komu á
markað á Islandi kringum 1890
og voru dönsk eða þýsk.
Nokkru eftir aldamót var byrj-
að að gefa út íslensk jóla- og
nýárskort. I fyrstu prýddu
kortin einkum myndir af lands-
lagi eða einstökum kaupstöð-
um en einnig komu teiknuð
kort að á framhlið þeirra eru
oft ljóð eða sálmar. Oft má
finna mismunandi sálm í sömu
umgjörð. Nýárskortin voru
aldrei eins vinsæl og jólakort
og hefur sá siður að senda sér-
stakar nýárskveðjur nánast
aflagst með árunum. A gömlu
nýárskortunum má einnig
finna tilvitnanir í skáldskap,
líkt og á jólakortum en þó var
léttleikinn frekar í fyrirrúmi og
kortin voru yfirleitt full að
gleði og góðum óskum.
Gleðileg jól
Það er ýmislegt sem bendir
til þess að sá siður að senda
jólakort eigi undir högg að
sækja. Tölvupóstur og SMS
jólakveðjur verða nú sífellt al-
gengari og eflaust mun fram-
tíðin bjóða uppá enn fleiri
tæknilausnir, rétt eins og þegar
hin stöðluðu kort leystu bréfin
af hólmi. Hvað það verður veit
nú enginn, vandi er um slíkt að
spá en vonandi helst sá siður
sem lengst að við sendum hvert
öðru hlýjar kveðjur á jólahátíð-
inni. Það er því við hæfi að
enda þetta yfirlit með góðum
jólakveðjum til Vestlendinga
allra, megi þið eiga gleðileg jól,
gott og farsælt komandi ár.
Árið er liðið; — dropi’ í íithaf alda
er að falla meðan klukkan slœr.
Yngisár, sem brijzl ntí beint lil valda,
berðu’ oss alla spölkorn sólu nœr.
Jak. Thor.
kort til sögunnar. Á Byggða-
safni Akraness og nærsveita má
finna nokkuð af gömlu jóla-
kortum og hægt að sjá hvernig
þau hafa þróast. Það er nokkuð
einkennandi fyrir íslensk jóla-
Til sölu er fasteignin Breiðagata 1a.
Fasteignamatsnúmer er 210-2496
Húsið er upphaflega 96 m2 byggt árið 1957
en er með 192 m2 steyptri viðbyggingu frá 1982.
Byggingin stendur á lóð við hafnarsvæðið.
Ýmsir möguleikar eru á rekstri í þessari byggingu
tengt hafnasvæðinu.
Þeim sem hafa áhuga á að skoða fasteignina er
bent á að hafa samband við
Kristján Sveinsson í síma 6603286.
Óskað er eftir tilboðum og skulu þau berast
Guðmundi Tryggva Sigurðssyni
hjá Olíufélaginu ehf. Sími 560 3300.
I