Skessuhorn - 17.12.2003, Side 28
28
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003
^ntssunu..
Þorgjörg Alexandersdóttir, formaður sóknarnefndar, við nýja orgelið.
Orgelvígsla á Ingjaldshóli
Síðastliðinn sunnudagnr
var mikill hátíðisdagur í
hundrað ára sögu kirkjunn-
ar að Ingjaldshóli, en þar
var tekið í notkun nýtt
pípuorgel sem sérstaklega var smíðað
inn í kirkjuna og um leið var helgaður
Hökull sem Hildigunnur Smáradóttir
textíllistamaður gaf kirkjunni fyrr á ár-
inu.
Aðdragandinn að kaupum og smíði
orgelsins, sem vígt var á sunnudag, er sá
að eftir andlát Jóhönnu Vigíusdóttur
sem var organisti kirkjunnar um áratuga
skeið stofnaði Kvenfélag Hellissands
sjóð í minningu hennar. Auk þess að
sinna organistastarfinu var Jóhanna í
sóknarnefnd um árabil, starfrækti
sunnudagaskóla, var safnaðarfulltrúi og
sat á kirkjuþingi.
Aðalsafnaðarfundur Ingjaldshóls-
kirkju, árið 2002, samþykkti að ráðast í
kaup á nýju orgeli fyrir kirkjuna og leit-
aði eftir samstarfi við orgelsjóð Jó-
hönnu. Kvenfélagið hafði lagt framlög í
sjóðinn á hverju ári, en auk þess hafa
honum borist fjölmargar gjafir. frá
velunnurum. Sérstaklega má geta þess
að Gísli Ketilsson ffá Hellissandi sem
lést þann 4. sept. sl. arfleiddi kirkjuna að
sínum eignum og sagði Þorbjörg Alex-
andersdóttir, sóknarnefhdarformaður, í
ávarpi sínu við athöfnina á sunnudag að
það hefði orðið til að hægt var að Ijúka
þessu mikilvæga verki en Gísli hafði
áður lagt fram myndarlegt framlag í org-
elsjóðinn.
Það var Björgvin Tómasson, orgel-
smiður, sem var fenginn til að hanna og
smíða orgel sem hentaði kirkjunni á
Ingjaldshóli. Orgelhúsið er smíðað úr
eik. Orgelið er sjöradda með einu
hljómborði og petalrödd. Hljóðfærið er
allt ákaflega vandað að allri gerð og kost-
aði upp sett tæpar sjö milljónir króna.
Sóknarpresturinn á Ingjaldshóli, sera
Ragnheiður Karítas Pétursdóttir þjónaði
fyrir altari við guðsþjónustuna á sunnu-
dag ásamt þeim séra Oskari Hafsteini
Oskarssyni og sera Guðjóni Skarphéð-
inssyni. Organisti kirkjunnar er Kay
Wyggs og lék hún á nýja orgelið við at-
höfhina. Kór kirkjunnar söng og Ing-
veldur Yr Jónsdóttir söng, en hún er
einmitt sonardóttir Jóhönnu Vigfúsdótt-
ur. Þá lék Martin Markvöll á trompet.
Undir bláum sólarsali
Út er komið fyrra
bindi bókarinnar
„Undir bláum sólarsali
- Úr sögu Breiðuvíkur-
hrepps og Neshrepps
utan ennis“ Bókin er
síðari hluti heimilda-
verks um sögu hrepp-
anna tveggja undir titl-
inum Jökla hin nýja.
Bókin var tilbúin í
handriti við andlát
Olafs Elímundarsonar
sagnfræðings í janúar á
þessu ári og er gefið út
af Háskólaútgáfunni.
Þessi hluti verksins
fjallar um mannlífið al-
mennt í hreppunum
tveimur og byggir á
fjölda mörgum heim-
ildum en þó einkum
Landnámu, Eyr-
byggjasögu og öðrum
fornritum. I bókinni er
mikdll fróðleikur sam-
an dreginn um líf íslenskrar alþýðu í
fátækt og bjargarskorti öld fram af öld
JOKLA HIN NYJA II
Úr sögu Breiðuvíkurhrepps og Neshrepps utan Ennis
----------_4------------------
UNDIR BLÁUM SÓLARSALI
FYRRA BINDI
ÓLAFUR ELÍMUNDARSON
Sagnfræðingur
við aðstæður sem nútímamönnum er
því nær um megn að skilja.
Akurnesingar og nágrannar athugið!
Gáma sorpmóttökustöð
verður opin sem hér
segir yfir hátíðirnar:
Laugard. 20. des. 13-17
Þorláksmessa 8-12 og 13-18:30
Aðfangadagur 8-12
Laugard. 27. des. 13-17
Gamlársdagur 8-12
! Föstud. 2. jan. 8-12 o°- 13-17
i Laugard. 3. jan. 13-17
Qleðilegyjál
GÁMA
Sorpmóttökustöð
Höfðaseli
sími 431 5555
gama@akranes.is
fax 431 5556
ory/ie&/war,
ey //()/'//' () ro//e/u/t/iya/'
Vörurnar og verðið
er jafngott í heimabyggð
Verhalý ðsféíag
Borgarness
Oskum Vestlendingum
gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári.
Þökkum ánægjuleg
samskipti á árinu.
STILLHOLTI 23- AKRANESI -SÍMI 430 2500