Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Page 42

Skessuhorn - 17.12.2003, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 ^niuisunu^ Námsferð til Sandö í Svíþjóð Við vorum tveir félagarnir, Bjarni K. Þorsteinsson slökkvi- liðsstjóri og Elaukur Valsson varaslökkviliðsstjóri hjá Bruna- vörnum Borgarness og nágrenn- is, sem áttum þess kost að fara í viku námsferð til SANDÖ- RÁDDNINGS VERKET SKULE í Svíþjóð, í boði Bruna- málastofnunar, dagana 5. til 12. október síðastliðinn. Að undangengnum þriggja daga undirbúningi hjá Bruna- málastofnun ríkisins og Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins var það góður hópur, skipaður 28 hlutastarfandi og atvinnu- slökkviliðsmönnum, víðsvegar af landinu sem lagði upp í ferð til Svíþjóðar. Ferðin sjálf hófst klukkan íimm að morgni þann 5. okt. sl. við slökkvistöðina í Skógarhlíð, en þaðan var haldið með góðum kveðjum og óskum okkur öllum til handa sem leið lá í strætisvagni SHS suður á Keflavíkurflugvöll, en þaðan flaug síðan hópurinn til Kastr- upflugvallar í Danmörku. Þar þurftum við að bíða í um tvo tíma eftír tengiflugi til Arlanda- flugvallar í Stokkhólmi og enn var beðið efrir flugi þegar til Stokkhólms var komið, núna til bæjar sem Sundsvall heitir og er í um 100 km. fjarlægð Ifá skól- anum í Sandö. En á leiðarenda komumst við loks í rútu frá skól- anum þegar komið var undir miðnætti sunnudaginn 5. októ- ber. Menn voru því fljótir að koma sér í rúmið á heimavist- inni, sem jafnaðist á við fimm stjörnu hótel, efrir að hafa þeg- ið kærkomna hressingu og svifu fljótt inn í draumalandið fullir efrirvæntingar vegna þess sem í vændum var næstu vikuna. Mánudaginn, þann sjötta, hófst kennslan á slaginu kl. 8.oo. og var þá verið í bóklegum fræð- um fram til hádegis og strax eft- ir hádegismat var farið í verkleg- ar æfingar. Menn mættu í eld- galla á slökkvistöð skólans, þar sem hópnum var skipt niður í á- hafnir á slökkvibíla skólans sem þar voru staðsettir. Sjö manna á- höfh var á hverjum bíl, sem var þannig skipuð að einn var bíl- stjóri, annar stjórnandi í útkalli, tveir voru reykkafarar og einn stjórnandi reykkafara og síðan sáu tveir um slöngur, vatn og annað sem til þurfri á útkallsstað. AIls eru 22 slökkvibílar á stöð- inni ásamt 12 kerram með þeim ótrúlegasta og fjölbreyttasta búnaði til slökkvistarfa og við- bragða við eiturefna og umferð- arslysum og öðru því sem getur komið til okkar kasta í störfum slökkviliða. Þetta var eitthvað sem sumir okkar höfðu aldrei augum litið og hvað þá látið sig dreyma um að eignast. Svona liðu svo dagarnir hver af öðram. Menn höfðu nóg fyrir stafni allan daginn, ýmist var ít- arleg bókleg fræðsla, lausn á margvíslegum verkefnum inni í skólastofu, eða verið í mjög þöl- breyttum og krefjandi útköllum sem kennarar skólans höfðu sett upp og undirbúið. Má þar nefna til dæmis eldsvoða á elliheimili, í fjölbýlishúsi, bílaverkstæði, ein- býlishúsi, eiturefnaslys og fræðsla af ýmsum toga um eitur- efni. Til dæmis þar sem tankbíll hafði oltið og leki komið að farminum, meðhöndlun hans og upphreinsun, auk ýmiss konar annarra slysa og óhappa sem leysa þurfti úr. Svo vel voru verkefnin upp sett að stundum læddist sá grunur að manni að um raunverulegt útkall væri að ræða og reyndi þá bæði á líkam- lega og andlega getu okkar. A eyjunni er æfingasvæði sem er engu líkt. Þarna era, eins og áður er sagt, fjöldi húsa sem eru hönnuð til æfinga. I þeim er kveiktur eldur í þar til gerðum eldhólfum, þannig að við æfing- ar er notast við sem raunvera- legastar aðstæður, þ.e. hita og reyk. Við þessar aðstæður var reynt á mannskapinn til hins ýtrasta. Og gaman er að geta þess að við æfingarnar er notast við lifandi fólk..!!. Já nú kann einhver að verða hissa og tor- trygginn. Þannig er að ellilífeyr- isþegar, sem búa í nágrenni við skólann í Sandö, hafa smávegis vasapening frá skólanum skatt- frjálst fyrir að taka þátt í æfing- um hjá skólanum og með þeim sem era við nám í skólanum. Það var með ólíkindum að sjá hvað gamla fólkið hafði gaman af því að taka þátt í þessu. Það klikkaði aldeilis ekki í því sem átti að gera, lék sitt hlutverk alveg til fyrirmyndar, hvort heldur sem uin eldsvoða var að ræða eða umferðarslys, ég tala nú ekki um elliglöp, blindu eða skerta hreyfigetu og máttum við gera svo vel og bera nokkra vistmenn á elliheimili á æfingasvæðinu ofan af þriðju hæð og út undir bert loft. A efrir var síðan farið yfir það sem betur máttí fara, þannig að menn lærðu af mis- tökum sínum og annarra. Helst var að gamla fólkið kvartaði yfir því hve við íslendingarnir vær- um harðhentir og hentu gaman að því að um arfleifð frá víking- um væri að ræða. Eitt var sérsaklega kynnt fyrir okkur, en það er notkun á froðu til slökkvistarfa. Svíar nota, í miklum mæli, froðu við slökkvi- störf og sérstaklega ef um mjög stórar byggingar er að ræða. Þá er það oft eina ráðið að fylla við- komandi hús með léttfroðu til að hefta frekari útbreiðslu elds og er með ólíkindum að sjá 2.000. rúmmetra hús fyllt á tíu til fimmtán mínútum af léttffoðu, en skemmdir af hennar völdum eru nánast engar ef miðað er við notkun á vatni til slökkvistarfa. Föstudagskvöldið, þann tí- unda, bauð skólinn okkur til út- skriftarveislu á nálægu hóteli þar sem við félagarnir áttum mjög skemmtilegt kvöld saman með sænskum vinum okkar og í lokin var hverjum og einum afhent skjal tíl staðfestingar á því að hafa stundað nám við skólann í Sandö. Laugardaginn, þann ellefta, var farið í rútu snemma morguns frá skólanum í ferð til Sundsvall, þar sem slökkvilið bæjarins var heimsótt og tíkt í búðir á leið- inni til baka. Þegar heim til Sandö var komið um kvöldið settust menn niður í rólegheit- um og röbbuðu saman yfir bjór- glasi og treystu vináttuböndin áður en farið var í rúmið því snemma þurfti að fara á fætur. Að morgni, þess tólfta, klukkan sex eftír morgunmat var farið með rútunni ffá skólanum áleið- is til tlugvallarins í Sundsvall en þaðan flugum við svo til Ar- landaflugvallar í Stokkhólmi og síðan beint til Keflavíkur. Þar með var á enda alveg gríðarlega ffóðleg og skemmtileg ferð, sem var því miður alltof stutt, en við munum þó alveg öragglega búa að um alla framtíð. Eitt er það sem mér fannst mjög athyglisvert, en það er að Svíar líta hlutina svolítíð öðram augum en við Islendingar. Þeir setja öryggi íbúanna í fyrsta, annað og þriðja sætið eins og bílaframleiðsla þeirra er fyrir löngu orðin þekkt fyrir. Hugsun þeirra er sú að vegna þess að það hefur kostað samfélagið visst mikið, að þeirra matí, að koma viðkomandi til manns að teknu tilliri til menntunar og annarrar þjónustu sem samfélagið hefur látið viðkomandi einstaklingi í té í uppvexti hans, þá meta þeir mannauðinn mjög mikils. Þess vegna má ekkert, að þeirra matí, skorta á að öryggi íbúanna sé sem best verður á kosið, enda bera slökkviliðin hjá þeim þess greinileg merki hvað tækjakost og menntun þeirra sem þau skipa áhrærir. Af þessu viðhorfi Svíanna mættu íslenskir póli- tíkusar og sveitarstjórnarmenn læra það að hlú sem best að þess- um málaflokki, hver á sínu svæði. Það er sárgrætilegt að enn í dag má finna yfir fjörutíu ára gamla Bedford slökkviliðs- bíla hjá sumum slökkviliðum hér á landi, aflóga garma sem fyrir löngu hefðu átt að enda ævi sína í brotajárni. Off era þeir eina tætíð sem viðkomandi slökkvilið hefur yfir að ráða og þarf að treysta á við störf sín og oftar en ekki era þeir í lamasessi og örð- ugt er orðið um öflun varahluta í þessi fornaldar... "KUML". Effir á að hyggja, efrir dvölina í Sandö og miðað við þau verk- efni sem við þurftum að leysa úr þar, er það okkur félögunum al- veg deginum ljósara að við eram skelfilega vanbúnir til að fást við stóran eldsvoða hér á okkar svæði. I þeim efhum skortir okk- ur verulega á um úrbætur í tækjakosti. Okkur vantar til dæmis tilfinnanlega annan öfl- ugan dælubíl í minni kantinum, þó með öflugum háþrýstídælu- búnaði, sem kæmi til með að nýtast okkur við eldsvoða í stærri húsum og ekki síst í sumarbú- staðahverfum hér á okkar svæði þar sem vegir era alveg undan- tekningarlaust mjóir og burðar- litlir. Einnig vanhagar okkur um margs konar annan búnað til okkar starfa sem of langt mál yrði að telja upp hér. Viljum við félagarnir færa bæði Brunamálastofhun og Borgarbyggð okkar bestu þakkir fyrir að gefa okkur kost á að fara í þessa námsferð til Sandö. Mik- ill fróðleikur á vonandi efrir að skila sér tíl annarra liðsmanna í slökkviliðinu hér í Borgarnesi þegar frá líður og vonandi verð- ur einnig til þess að efla og styrkja frekari uppbyggingu á þjónustu þeirri sem við innum af hendi við samborgarann í dag og verði líka til þess að efla bæði tæki og búnað slökkviliðsins okkar hér í Borgarnesi. Þar verða allir sem einn að leggjast á eitt, jafnt sveitarstjórnarmenn sem og aðrir er málið varðar. Með bestu kveðjum, Bjami og Haukur.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.