Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Síða 46

Skessuhorn - 17.12.2003, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Ingj aldshólskirkj a eitthundrað ára I lok nítjándu aldar og á fyrstu árum þeirrar tuttugustu var allmikil uppbygging í Nes- hreppi utan Ennis. Ymislegt var þar að gerast sem til fram- fara horfði. Það sem ber þar hæst er stærst í sniðum og sýnir mesta nýbreytni og framsýni og varð varanlegast er steinsteypta kirkjan á Ingj- aldshóli. Sunnudaginn 5. október 2003 var efnt til hátíðahalda á Ingjaldshóli og Hellissandi til að minnast þess að eitthundrað ár voru liðin frá því að kirkjan á Ingjaldshóli var vígð. Ibúar í Neshreppi utan Enn- is og þá um leið söfnuður Ingj- aldshólskirkju voru um 600 manns um aldamótin 1900. Flestir voru íbúarnir í sjávar- byggðunum á Hellissandi og í Rifi. Fátækt þurrabúðafólk. Þeir sem töldust bændur og höfðu ábúð á þeim fáu jörðum sem í hreppnum voru, voru leiguliðar hjá Landsjóði. Allir höfðu megin framfæri sitt frá sjónum. Það var gróandi í íslensku þjóðlífi á þessum árum. Með ljóðum sínum hvöttu skáldin þjóðina til að beita sér fýrir framförum og sjálfstæði. Al- þýða manna lærði Ijóðin og þau voru sungin. Á Alþingi var tekist á um leiðir í sjálfstæðis- baráttunni. Það kom fram fjöldi fólks til liðs við frum- herjana, bæði beint og óbeint. Félög voru stofnuð og sam- takamætti beitt til að efla land og lýð. Um allt Iand komu fram ein- staklingar sem tóku að sér for- ustu fýrir í framfaramálum. A mörgum stöðum voru það prestar, einnig bændur og kaupmenn. Héruð og staðir voru mismetin. Ekki var talið að sjávarbyggðirnar hefðu upp á mikið að bjóða til þess er til framfara horfði. Umsagnir þeirra er sóttu Hellissand heim á þessum árum og eru flestar á einn veg: Ekki mætti reikna með því að Sandarar væru þeirrar gerðar að þeir tækju sig fram um gagnlega hluti. Það er samt víst að í landlegum þegar menn hittust í baðstofukytrun- um og í skjóli við veggi þurra- búðanna voru framfaramálin rædd, ákvarðanir teknar og for- ustumenn valdir. Undir Jöklinum í Neshreppi utan Ennis var það maður sem sótti sjóinn og var farsæll for- maður á áraskipi í áratugi sem valdist til forystunnar. Hann hét Lárus Skúlason. Lárus hafði forystu fyrir flestum framfaramálum í hreppnum frá því um 1880 og nokkuð fram á tuttugustu öldina. Hann stóð fýrir að stofna barnaskóla á Hellissandi sem var fýrsti sam- felldi skólinn á Snæfellsnesi og réð kennara að skólanum. Kennararnir tóku að sér að vera oddvitar sveitarstjórnar- innar og vera samstarfsmenn í baráttu Lárusar fýrir því sem byggja þurfti upp og betur mátti fara í byggðinni. Einn af þessum kennurum var Hall- grímur Jónsson sem réðst að skólanum haustið 1897. Það er næstum eins og hann hafi verið ráðinn til skólans til að sinna á- kveðnu aukaverkefni, smíði nýrrar kirkju á Ingjaldshóli. „A fýrsta fundi sóknarnefnd- ar, eftir komu Hallgríms, er hann kosinn í sóknarnefnd. Fundargerð þess fundar er á þessa leið: „Ár 1898, 2. hvítasunnud. 30. maí, var almennur safnað- arfundur settur og haldinn að Ingjaldshóli að aflokinni guð- þjónustugjörð. 1. Voru endurkosnir í sókn- arnefndina þeir Andrés Krist- jánsson á Ingjaldshóli, Jens Sigurðsson í Rifi, en kosinn í fýrsta sinn Hallgrímur Jónsson skólakennari. Allir kosnir með öllum 14 atkvæðum. 2. Safnaðarfullrúi var kosinn í einu hljóði Lárus hreppstjóri Skúlason. Ján Sveinsson arkitekt. 3. Sóknarprestinum var falið að gjöra nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að steinkirkja verði byggð svo fljótt sem unnt er, útvega teikningu, áætlun um kostnað o.s. frv. Borin var upp tillaga um að reisa timbur- kirkju, en sú tillaga var felld í einu hljóði.“ Hún er ekki orðmörg sam- þykktin um byggingu kirkj- unnar á Ingjaldshóli. En það er séð fýrir öllu. Fyrst löglega kosin sóknarnefnd og safnaðar- fulltrúi til að halda utan um verkefnið sem til stóð að vinna. Síðan stuttorð samþykkt um byggingu steinkirkju og sókn- arpresti falið að gera þar um nauðsynlegar ráðstafanir. Einnig svo trygging fýrir því að ekki kæmu upp raddir um að byggja kirkju úr öðru efni. Lögð fram tillaga um að reisa timburkirkju. Sú tillaga felld. Framhaldið var með líkum hætti. Allt virðist ganga eftir markaðri braut. Næstu tvö ár er verið að undirbúa, ræða um stærð og staðsetningu og geng- ið frá öllu til að hefja verkið. Jón Sveinsson sá hinn sami og byggði Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík teiknaði kirkjuna. Yfirsmiður var Albert Jónsson, steinsmiður. Samið var við Al- bert á sóknarnefndarfundi 29. júní 1902. Hann tók þá að sér að sjá alveg um kirkjubygging- una, og einnig að sjá um pönt- un á öllu efni- og eins og bók- að er - framkvæma bygginguna svo fljótt og haganlega sem auðið er, þannig að hún verði að öllu leyti fullgerð fýrir nýár 1904 að forfallalausu. Á þess- um sama fundi er því hafnað að leita eftir því að fá kirkjuna flutta og reisa hana á Hell- issandi. Albert byrjar á byggingunni snemma í mars 1903. Líklegast hefur efni í steypuna verið flutt á byggingarstað í mars og apr- íl. Skip kemur með sement 1. maí og öðru innfluttu efni til byggingarinnar er skipað á land á Hellissandi um það leyti. Greidd voru vinnulaun til 15 manna. Launin voru greidd vikulega í peningum sem var algjör nýjung og óþekkt hér fýrr en eftir 1940. Hér gætir ef til vill áhrifa frá vesturfara. Einn sóknarnefndarmanna Jens Sigurðsson var nýfluttur heim eftir dvöl í Kanada, en þar mun hann hafa kynnst launagreiðslum með þessum hætti. Kirkjusmíðin tók sjö mánuði sem var þremur mánuðum skemmri tími en áætlað var og samið hafði verið um við yfir- smiðinn. Raunverulegur bygg- ingartími var þó aðeins fimm mánuðir þar sem aðkeypt byggingarefni kom ekki fyrr en í maí. Þegar smíðinni lauk lagði Hallgrimur Jónsson, sem var fjárhaldsmaður verksins fram sundurliðaðan kostnaðar- reikning að upphæð kr. 6.155,57 - Sú upphæð er tæp- ar tvær miljónir króna á nú- virði. Það sem nú hefur verið sagt er samkvæmt skráðum heim- ildum. Þær heimildir um bygg- inguna, þótt góðar séu, eru samt aðeins punktar um sam- þykktir og áfanga í þessu mikla verki. Það sem vitað er um að- dragandan, er að kirkjan á staðnum var farin að láta á sjá, enda byggð 1782. Einnig það Lárns Skúlastm safitaðarfulhníi. að söfnuðurinn var fjárhags- lega vel stæður, hafði fengið meðlag við yfirtöku kirkjunnar frá landsjóði árið 1888 kr. 3.000.- og átti í sjóði kr.5.235.- við upphaf framkvæmdanna. Ekkert er vitað um það hvernig staðið var að ákvarð- anatöku um að reisa ekki kirkj- una á grunni gömlu kirkjunnar sem stóð í suðvesturhorni kirkjugarðsins. Þar höfðu áður staðið um aldir þriðju stærstu kirkjur landsins. Sú ákvörðun sýnir mikla áræðni og fram- Albert Jánsson yfirsmiður. sýni. Þess er getið hér fýrr að sam- þykktin um byggingu stein- kirkju á Ingjaldshóli er vel gerð og safnaðarfundurinn greini- lega vel undirbúinn. Það gæti bent til þess að einhversstaðar hafi verið andstaða gegn þess- ari tilhögun og ekki ótrúlegt að svo hafi verið. Að ákveða það og koma því í höfn að byggð var kirkja úr þessu óreynda og næstum óþekkta framtíðar byggingarefni á Ingjaldshóli árið 1903 sýnir að það fólk sem að því stóð trúði því að framundan væru nýir og betri tímar. Sement, timbur og marg- háttað efni til verksins var flutt inn frá Danmörku og allt pant- að haustið 1902. Góða yfirsýn hefur þurft til að tryggja að allt efni yrði til staðar. Auk innfluttu vörunnar var aðalefnisöflunin sandur og grjót til steypugerðarinnar, þrjátíu til fjörutíu rúmmetrar,

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.