Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 2004
3
^uiiaainui..
Verkalýðsfélagið í
stríði við Akranesbæ
vegna orlofsbóta
Rekstur Safitiahúss Borgarfjarðar
í endurskoðun
Rekstur Safnahúss Borgarfjaríar hefur verið eifiðtir. SíðasUðið sumar var rekið þar kaffihús en notkun á því mun hafa
verið afar lítil.
Svo gæti farið að Verkalýðs-
félag Akraness höfði mál gegn
Akranesbæ vegna ógreiddra
orlofsbóta og desemberupp-
bótar til þeirra sem tekið hafa
þátt í atvinnuátaksverkefnum
á vegum bæjarins. Að sögn
Vilhjálms Birgissonar for-
manns Verkalýðsfélags Akra-
ness hafa þessir starfsmenn
fengið orlofsbætur og desem-
beruppbót líkt og aðrir starf-
menn bæjarins, þar til í ár. Að
sögn Vilhjálms telja stjórn-
endur Akranesbæjar að þeim
beri ekki að greiða orlofsupp-
bót og desemberuppbót nema
til fastráðinna starfsmanna.
„Við erum á öðru máli og
munum ganga eins langt og
þörf er til að tryggja rétt þess-
ara félagsmanna. I launastefnu
bæjarins segir að Akranesbær
vilji vera í fararbroddi og við
teljum að það sé ekki ti) mik-
Vilhjálmur Birgisson.
illar fýrirmyndar fyrir bæinn
að ráðast á þá sem síst mega
við því, þá sem eru á lægstu
laununum. I sumum tilfellum
er þarna um að ræða um og
yfir fimmtíu þúsund króna
greiðslu sem verið er að svíkja
þetta fólk um og flesta munar
um minna,“ segir Vilhjálmur.
Axel Kristinsson sem verið
hefur forstöðumaður Safna-
húss Borgarfjarðar síðastliðin
ár hefur látið af störfum og
einnig hefur Jóna Guðbjörg
Torfadóttir sem séð hefur um
skjala - og listasafn hússins
sagt starfi sínu lausu. Að sögn
Guðrúnar Völu Elísdóttur
formanns stjórnar Safnahúss-
ins verður ekki ráðið í stöð-
urnar í bili. Ljóst er að rekstur
hússins hefur verið erfiður og
því er ætlunin að nota tæki-
færið til að kanna hvort æski-
legt sé að gera breytingar á
starfseminni.
Þökkum hlýhug, árnaðaróskir og heimsóknir í tilefni
100 ára afmælis Kaupfélags Borgfirðinga
Verið velkomin á sögusýningu sem haldin er í Hyrnutorgi í Borgarnesi, þar sem 100 ára saga KB er rakín í málí og myndurn