Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. TANUAR 2004 Tit minnis Gleðigjafann Ingimar leikur á harmoniku á Dússabar á föstu- dagskvöldið. Við minnum einnig á ýmislegt fleira sem hægt er að finna á A döfinni bls. 13. (D®<2) Má búast við því að næsti menningai'- samningur verði gerður við Hafnarfjörð? MPEvna Nei ætli það. Við verðum | vonandi næst I Segir Helga J Halldórsdóttir formaður Sam- taka Sveitarfé- laga á Vestur- landi. Sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi eru afar óhressir með að skömmu fj/rir jól var gerður menningarsamn- ingur milli ríkisins og Akureyrar en Vestlendingar hafa beðið efiir slíkum samningi í á þriðja ár. Fráfarandi menntamálaráðherra.Tómas Ingi 01- rich, er frá Akureyri en nýskiþaður ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir er Hafnfirðingur. Ve5t\rhorfnr Búast má við rigningu og slyddu á norðanverðu Snæfellsnesi fram á sunnudag en þá á að byrja að snjóa. Annarsstaðar áVesturlandi er búist við úrkomulausum dög- um utan þess að það rigni lítið eitt á laugardag. Hiti verður um og yfir frostmark. Hlýjast á fimmtudag. Spnrniwj viKtAnnar Síðast var spurt á vef Skessu- horns: Hefur árið 2003 verið þér gott? „ Já, afskaplega" sögðu 29,9%, „Já, allt í lagi“, svöruðu 38,7% þátt- takenda. 9,5% sögðu „Nei, ekkert svo“, „Nei, þetta er búið að vera öm- urlegt", sögðu 5,8% og „Æ, ég veit ekki, mér er alveg sama", svöruðu 16,1%. I þessari viku er sþurt? Ertu hlynntur þvi að fækka sveitar- félögum á Vesturlandi úr 17 i 3 - 5? Takið afstöðu á skessuhorn.is Vestlendimjar viKannar Er Guðsteinn Einarsson kaupfélags- stjóri í Borg- arnesi en fáir hafa þurft að standa í jafn harðri baráttu vegna tveggja bókstafi, í þessu til- felli K og B. Samstarf HB og Granda Efsamningar takast um kaup Granda og HB fjölskyldunnar á HB er taliö lík- legt að fiskimölsbrœðslan aukist á Akranesi. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hófust viðræður um kaup á eigum Brims í HB nú í vikunni. Grandi og HB fjölskyldan hafa gert ineð sér samkomulag og ganga saman í þessar viðræður. Sturlaugur Sturlaugsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri HB sagðist í sam- tali við Skessuhorn ekkert geta greint frá gangi mála en við- ræður væru á byrjunarstigi. Skrifað var undir yfirlýsingu um að ekki verði greint frá neinum þáttum samninganna á meðan viðræður standi yfir. „Þú verður bara að gerast spá- maður eins og allir hinar,“ sagði Sturlaugur. An þess að sett séu upp nein spámannsklæði þá er Ijóst að Grandi hefur lengi litið hýru auga til HB. Fyrirtækið keppti á sínum tíma við Eimskipafé- lagið um kaup á HB en varð að láta í minni pokann. Af þeim sem hafa lýst yfir skoðunum sínum við Skessuhorn eru þeir mun fleiri sem telja að samstarf við Granda sé góður kostur fýr- ir Akurnesinga og verði til að efla enn frekar fiskvinnslu á Akranesi. Talið er að fýrsta sltrefið í þá átt verði að físki- mjölsverksmiðja Granda á Grandagarði, sem nú er rekin á undanþágu, verði lögð niður og uppsjávarafli bræddur á Akra- nesi. Enn er þó alltof snemmt að segja nokkuð til um þessa hluti. Þó svo að viðræður séu komnar áleiðis er óljóst hvort aðilar nái saman um verð. Magnús Gunnarsson stjórnar- formaður Eimskipafélagsins hefur lýst því yfir að HB verði eldd selt nema fýrir það verð sem Eimskip telur vera ásættan- legt. Það ríkir því enn óvissa á Akranesi um framtíð HB. Ríkið minnkar þátttöku í minkaveiðum Á síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar á nýliðnu ári var samþykkt áskorun þess efn- is að skora á Alþingi og opin- berar stofnanir að endurskoða sín vinnubrögð varðandi sam- skipti við sveitarfélög þar sem um er að ræða sameiginlega málafloltka þessara aðila. Tilefnið var bréf frá Um- hverfisstofnun frá því snemma í desember þar sem tilkynnt er að endurgreiðsla vegna minka- og refaveiði verði skert úr 50% í 30%. Sveitarfélög bera kosm- að af eyðingu refa og minka en fá endurgreiðslu hluta kostn- aðar frá ríkinu. „Hlutur rílds- ins var skertur með einhliða á- kvörðun og það í árslok. Það gefur auga leið að það er ó- mögulegt fýrir okkur að gera fjárhagsáætlanir þegar við get- um ekki treyst á að það fjár- Páll S Brynjarsson. magn sem ríkinu er ætlað að greiða skili sér og ákvarðanir sem þessar teknar fýrirvara- laust,“ segir Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar. Páll segir að fýrir sveitarfé- lag eins og Borgarbyggð sé refa og minkaveiði nokkuð stór kostnaðarliður. Megi reikna með að hlutur ríkisins minnki með fýrrnefndri ákvörðun um sem nemur hálfri milljón króna. Skólameistari ráðinn Menntamálaráðherra hefur skipað Guðbjörgu Aðalbergs- dóttur í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga til fimm ára frá 1. janúar 2004 að telja. Guðbjörg hefur starfað við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá árinu 1994 og hefur gegnt starfi áfangastjóra frá 1998. Átta umsóknir bárust um emb- ættið sem sendar voru skóla- nefnd Fjölbrautaskóla Snæfell- inga til umsagnar og tillögu- gerðar skv. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra einróma með því að Guðbjörgu yrði veitt embættið. Theodór Þórðarson nýskipaður yf- irlögregluþjónn í Borgarnesi. Theodór ráðinn Theodór Þórðarson lög- regluvarðstjóri í Borgarnesi hefur verið skipaður yfirlög- regluþjónn við embætti Sýslumannsins í Borgarnesi. Theodór hefur gegnt þessu embætti í tæpt ár eftir að Þórður Sigurðsson lét af embætti síðastliðið vor en tekur formlega við því frá áramótum. Þrettán umsækj- endur voru um stöðuna. Dómsmálaráðherra skipar í embættið að fengnu áliti Sýslumanns. Merki KB Borgamesi. Deiltum skamm- stöfim Eins og fram hefur komið í fréttum brugðust stjórn- endur KB í Borgarnesi illa við þegar sameinaður banki Kaupþings og Búnaðar- banka hóf að markaðssetja sig undir nafninu KB banki. Kaupfélagsmenn telja sig eiga einkarétt á nafninu þar sem skammstöfunin hefur verið notuð þar í heila öld. Bankamenn ætla hinsvegar að halda sínu striki og KB skal bankinn heita. Guðsteinn Einarsson sagði að lögfræðingar Kaup- félagsins væru enn að fara yfir málin en ekki lægi fýrir hvort farið yrði í mál vegna meints stulds á vörumerki enda væri slíkur málarekstur tímafrekur og kostnaðar- samur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.