Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 11
anliSSUnu^ MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 2004 11 Við áramót Predikun flutt í Lúkasarguðspjall 13. 6-9 En hann sagði þessa I dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í vín- garði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við vín- garðsmanninn. „ I þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að spilla jörðinni?“ En hann svar- aði honum: „Herra, lát það standa enn þetta ár, þar til ég hef grafið utn það og borið að áburð. Má vera að það beri á- vöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp.“ Enn erum við stödd við ára- I mót. Árið 2003 er að kveðja og árið 2004 er skammt undan. Þannig líður tíminn og árið er að hverfa í aldanna skaut, og það kernur ekki til baka. Þetta er mikið umhugsunar- efni, tíminn, en margrætt. I Og hvernig dagar og ár fara með okkur. Með aldrinum líður tíminn hraðar. Frá því árið 2000 rann upp eru nú lið- in fjögur ár. Mér þykir þessi tími hafa verið fljótur að líða. En íjögur ár eru jafn langur tími og ég eyddi í mennta- skóla. Það fannst mér þá drjúgur tími. -Þannig er það vitund okkar um tímann sem breytist - líkt og annað í okkur sjálfum þegar aldurinn færist yfir. Og við sjáum börnin sem bíða í spenn- ingi og óþreyju eftir einhverju skemmtilegu, líkt og jólunum sjálfum - biðin verður eins og heil eilífð, tíminn virðist standa í stað, eða rétt mjakast áfram, óendanlega hægt. Þannig er vitund barnsins I sem bíður í væntingu eftir því sem gefur lífinu svip, hátíðinni miklu sem endurnærir og gleð- r. Guðspjall gamlársdags er I dæmisaga um fíkjutré. Það hefur ekki borið ávöxt sem því ber og víngarðsmaðurinn fær þau fyrirmæli að fella það. En víngarðsmaðurinn biður því vægðar. Gef því eitt ár enn - ég mun grafa um það og gefa því áburð. Vera má að það beri ávöxt síðan. Þetta er saga sem lætur nú ekki mikið yfir sér En hún ber með sér fyrirheiti um náð og miskunn Guðs. Jesús er víngarðsmaðurinn og umhyggja hans gagnvart trénu, sem ekki hefur staðið sig er á- vísun á að enn höfum við tíma, enn eitt ár til að bera ávöxt eða bæta þann ávöxt sem við höf- um borið. Enn höfum við tíma, því Guð er góður. Borgarneskirkju á gamlársdag 2003 Við áramót, hugsum við til þess tíma sem er að kveðja. Við íhugum liðið ár. Endurlifum sorgir þess og gleði. Og við horfum fram og spyrjum hvað felist í þeim óræðu, óljósu og nýju dögum sem við okkur blasa á nýbyrjuðu ári. I endurliti megum við hugsa: Hvernig höfum við notað tím- ann frá síðustu áramótum - stundirnar og dagana sem Guð gaf ? Þannig safnast lífið sam- an frá einu ári til annars. Stundum finnst okkur sem við vitkumst og lærum af reynsl- unni. En stundum er eins og við höfum ekki aðeins staðið í stað, heldur hrapað aftur á bak; sóað stundunum í fánýti, brugðist væntingum okkar og annarra - þeim sem eru okkur kærir eða skilið þá eftir bjargar- lausa sem hafa treyst á hjálp og stuðning Og kannski höfum við notað tímann til að meiða, særa, skemma - dreifa vondum orðum, eða halda að okkur höndum þar sem góðra verka var þörf. Þetta eru spurningar sem við þurfum að geyma með okkur, hvert og eitt og líta í eigin barm, minnug orða dæmisög- unnar um fíkjutréð, sem ekki bar ávöxt. Og framundan er nýtt ár. Hvað ber það í skauti sér, hvað boðar nýárs blessuð sól ? Við íslendingar erum auðugt hátæknisamfélag. Rík þjóð, vel menntuð og vel búin til allra verka. Og hvað gerum við svo með allan þennan auð ? Hvernig hlúum við að börn- urn okkar, hinni uppvaxandi kynslóð, sem sýnist óörugg, stundum hrædd - ýmist of- dekruð eða skelfd í leit að trausti og trúnaði, því enginn hefur tíma. Hvað fá öryrkjar, aldraðir og atvinnulausir af öllu þessu ríkidæmi, sem virðist vera að færast yfir á æ færri hendur, en þjóðin hefur skapað og á með réttu. Milljónatugir, eða hundruð milljóna lenda í vösurn brask- ara sem hafa auga fyrir heppi- legum fjárfestingum, í einni svipan, rneðan daglaunamaður- inn puðar til að eiga fyrir brýn- ustu nauðsynjum og sér varla út úr striti sínu. Og samt er alltaf talað um nauðsyn þess að auka hagvöxt. En minna um það að jafna lífs- kjörin. Það er blettur á okkar samfélagi hversu margir eru nauðþurftamenn, og þurfa að leita ölmusu. Höfum við gleymt því að lengst af vorum við fátæk þjóð. Fátæktin merkti okkar samfélag og ekki eru nema liðlega hundrað ár síðan svaramenn hjónaefna, fólks sem hugðist ganga í hjónaband, þurftu að votta með undirskrift sinni að hvor- ugt hjónaefna hefði nokkru sinni þegið sveitarstyrk - því ef sú var raunin fékk fólkið ekki að eigast. Fátæktin brenni- merkti þannig suma. Sem bet- ur fer er grimmd af þessu tagi horfin úr okkar samfélagi, en við horfumst engu að síður í augu við þá staðreynd, að á hinu góða Islandi verða hinir ríku ríkari og hinir fátæku snauðari. Allt hagvaxtartal stjórmála- manna, sér í lagi um áramót, hefur í sér einhvern holan hljóm. Til hvers á að auka hag- vöxt ? Hver á að njóta hans. Og hvað látum við þjóðin ríka af hendi rakna til snauðra þjóða í þriðja heiminum. Islendingar eru aðilar að al- þjóðasamkomulagi sem kveður á um að ríku þjóðirnar skuli láta að minnsta kosti 0,7 pró- sent af þjóðarframleiðslu renna til þróunaraðstoðar í þriðja heiminum. Okkar framlag er nú tæp 0,2 prósent, og mörg- um virðist alveg sama. I kosningunum síðastliðið vor heyrðist nánast ekkert ann- að en hagvaxtarsöngurinn og tal um bætt lífskjör. Það hefði kannski verið vit í því að stofna stjórnmálaflokk sein hefði haft það á stefnuskrá sinni að auka ekki hagvöxt, heldur jafna lífs- kjör, minnka bil milli ríkra og fátækra og gera það sem er skyldugt og rétt gagnvart fá- tækum og arðrændum þjóðum þriðja heimsins. I starfi mínu fyrir Lútherska heimssambandið hef ég á liðn- um árum farið víða og séð margt - kúgað fólk í Palestínu, rænt landi sínu og lífsmögu- leikum af grimmum árásarher Israelsmanna. Orsnautt fólk í Suður-Ameríku; fátækt og um- komuleysi í Asíu. En þetta fólk á alltaf von, það á líka stolt og reish og það kann að gefa af því litla sem það á - sem er ekk- ert miðað við það sem við eig- um. Þessi reynsla er manni ávalt hörð og þörf áminning, lexía. Að vera með hinum fátæku og undirokuðu og skynja kraftinn og vonina sem skín í gegn um örbirgðina, þrátt fyrir allt. Með þessu fólki ber fíkjutréð ríkan ávöxt. Og á meðan auðugi heimur- inn hundsar þarfir hinna fá- tæku - sjáum við dæmi um ó- Þorbjörn Hlynur Arnason trúlega ruglað verðmætamat. Hvalurinn Keyko sem andaðst nú í haust og var sjálfsagt fáum harmdauði - kostaði nú sitt. Að flytja skepnuna hingað, annast hana og allt í kring um það, kostaði heilar fimmtán hundruð milljónir, eitthvað hefði nú verið hægt að gera fyr- ir fátækt fólk fyrir þá fjármuni. Með dæmisögunni um fíkju- tréð erum við minnt á að við eigum að vera samverkamenn í sköpun Guðs, bera ávöxt sem aðrir fá að njóta, því Guð hefur gefið okkur þennan heim. Hvað er maðurinn þess að þú minnist hans - spyr skáldið í 8. davíðssáhni - er hann þakkar að allt er lagt að fótum okkar og við fáum að hafa þennan heim að Iáni. Við njótum ávaxtanna, okk- ur gert að gæta að því sem Guð hefur skapað, spilla því ekki, heldur varðveita og efla og flytja á vit nýrrar kynslóðar svo að hún geti horft á stjömurnar og himintunglin, jörðina, him- inn og höf og undrast og glaðst og þakkað gjafir Guðs. Þannig tengjast kynslóðirnar og renna fram, hver af annarri. Sú kyn- slóð er kveður leggur nesti í hendur nýrrar kynslóðar. Við- horf, menningu, verkkunnáttu. Og aðstæðurnar breytast. Að- búnaður og kjör fyrri kynslóða var lakari en þær aðstæður sem nýja kynslóðin á Islandi vex upp við. Og kannski má segja, að þá hafi þurft meiri þraut- segju, ríkara úthald, þolinmæði og seglu til að komast af og búa sér og sínum þokkalegan stað í veröldinni. En samt er eins og við viljum alltaf meira og meira. Oldin tuttugasta var um margt hag- stæður tími; tími mikilla fram- fara - en samt er það svo að þetta var líka tími rányrkju og mengunar. Það er eins og við mennirnir kunnum okkur ekki hóf. Við höfum gleymt því sem kristindómurinn kennir, og reyndar fleiri trúarbrögð, að við erum kölluð til þess að vera samverkamenn í sköpun guðs, að gegna þar ráðsmennsku. Við eigum ekki að ráðast á auð- lindir og óspillta náttúru og éta upp í græðgi okkar fyrir stund- arhag. Við höfum þetta allt að láni, frá Guði föður og skapara allra hluta og einnig frá kom- andi kynslóðum; verum minnug þess að þær eiga sama rétt og við. Og nú er byrjað að byggja Kárahnjúkavirkjun og og ál- bræðslu mikla á Austfjörðum. Mikið hefur verið tekist á um þessi mál, og skyldi engan undra. En ef þessi áform ganga frarn, svo sem horfir, þá erum við að taka gríðarlega áhættu. Allt f nafni þess að auka hag- vöxt og bæta lífskjör. Svo margt er óljóst í þessu dæmi öllu að full ástæða er til að hafa þungar áhyggjur, af því að þetta sé allt saman feigðar- flan. Eigum við ekki aðrar leiðir færar til að styrkja byggðir og bæta hag fólks á Austfjörðum, en að eyðileggja ómetanleg náttúruverðmæti og Ieggja út í þungaiðnað er bætir á þá mengun sem fyrir er ? Við eruni ein ríkasta þjóð í heimi; við þurfum kannski ekki meira, og getum notað það sem við þegar eigum fyrir alla, með því að jaína lífskjör og sporna við þeirri óheillaþróun að hinir ríku verði efhameiri og hinir fátæku snauðari. Við eigum ekki að ráða í sköpun Guðs eins og skamm- sýnir vargar sem engu eira, heldur Iíkt og skáldið í Davíðs- sálminum segir, með sæmd og heiðri. Þá einkunn viljum við hljóta frá komandi kynslóðum, sem erfa þessa jörð. Við áramót megum við margt þakka. Og biðja um líf og lán á nýju ári. Dveljum ekki við hið umliðna, segir spá- maðurin Jesaja. Lítum von- glöð frarn á leið og leitum þeirra vega sem Drottinn gjör- ir í eyðimörkinni. Hugum að vatnslindunum sem hann lætur spretta frarn. Þökkum að hann skapar nýtt úr engu, að jafnvel það sem mennirnir skemma og eyðileggja getur hann endur- nýjað og bætt með lífgefandi náð sinni. Hann dvelur ekki við misgjörðirnar. Berum því góðan ávöxt, fyrir lífgefandi náð hans og miskunn. Þvf getum við átt áffarn líf í fyrir góðan Guð sem gefur allt. Enn séð nýjan dag og skynj- að í hinuin komandi tíma að við erum Guðs og af Guði - börn hans í brothættum heimi - sem er oft á tíðum ein enda- laus mótsögn, en samt, að í myrkri og andstreymi eigum við hann að sem er Drottinn yfir lífí og dauða og vakir )tfir barni sínu þótt dagurinn sé dimmur. Guði sé lofjjrir nýtt ár sem hann gefur. Þorbjöm Hlynur Amason, prófastur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.