Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 2004 jilL33Unu,_ Sá yðar er syndlaus er... Nú er svo komið að allir I sveitarstjórnarmenn L-listans í Dalabyggð eru búnir að tjá sig hér í Skessuhorni, nema undir- rituð, og má ég varla láta minn hlut eítir liggja. Eg er náttúrlega græninginn | i sveitarstjórninni, enda hafa engir fjölmiðlamenn séð á- stæðu til að hafa samband við mig, svo ég verð bara að bjarga mér sjálf. Vil ég gjarnan láta koma fram, hvernig málið lítur út ffá mínum sjónarhóli, síðan ég tók I sætið í vo'r. Bryndís og Þorsteinn era ný- I búin að senda inn grein og tala eins og þeirra hlið á málum sé hin eina rétta, en svo einfalt er það nú bara ekki. Mér virðist sem þau séu þar með dottin í sömu gryfjuna sem þau ásaka Guðrúnu Jónu um, að vera í. Mér hefur, svo ekki sé meira sagt, þótt ákaflega ómaklega að henni sótt. Ég tel hana mjög færa, sem sveitarstjórnarmann, og ég trúi ekki, að aðrir sveitarstjórnar- menn geti neitað því að svo sé. Hún hefur komið vel undirbú- in á fundi, og spurt mjög ýtar- lega út í málefnin til að hafa allt á hreinu, þótt sumum virðist þykja það óþarfa vesen og tímaeyðsla. Mér finnst líka að hún sé stundum ranglega ásök- uð um að vera neikvæð gagn- vart málum, ef hún vill ræða þau betur og skoða frá fleiri hliðum. Væri ekki nær að kalla það vönduð vinnubrögð? Hún lætur skoðun sína í ljósi og stendur við hana, en vill ekki flana út í neitt, að óathuguðu I máli. Oddvitaskiptin í vor voru illa I undirbúin og í raun komið aft- an að sitjandi oddvita. Þannig I mál þurfa undirbúning og finnst mér óverjandi af þeim Bryndísi og Þorsteini að koma ona seint fram með þessa hugmynd sína. Það olli óróa og uppnámi, I sem hefði þurft rýmri tíma til j að jafna. Meðal annars var „Hið fræga dæmi“ um fundinn, sem þau | nefna, afleiðing þess. Ég reikna með að fleiri hefðu stungið við | fótum, í hennar sporam. Þau kváðust gera þetta til að „lægja öldurnar í samfélaginu", I sem var náttúrlega góðra gjalda vert, en það hefur ekki gengið eftir, langt í ffá. En samningar I náðust á síðustu stundu. Við Guðrún Jóna samþykktum að | styðja Þorstein í oddvitasæti gegn því m.a. að þau styddu Guðrúnu Jónu sem formann byggðaráðs og varaoddvita. Nú | hafa þau aftur á móti gengið á bak orða sinna og svipt hana öllum embættum og nefhdar- störfum, á vegum sveitarstjórn- ar og bera því við, að ástæðan sé rannsókn sú, er fram fer á heilsugæslunni. Það er náttúrulega bara BULL. Störf hennar í sveitar- stjórn koma þessari rannsókn ekkert við. Svo sagði mér maður, sem er lögffæðingur að mennt, fyrr- verandi bæjarstjórnarmaður og sat þar að auki á þingi fýrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagði að þessi mál óskyld og því engin afsökun fýrir svona fram- ferði. Enda er málið enn á rannsóknarstigi og engin kæra verið lögð fram. Svona vinnu- brögð eiga sér fá eða engin for- dæmi. Þau ættu að gæta orða sinna er þau tala um siðferðis- brest Guðrúnar Jónu. Það era stór orð að standa við. Hvað hitaveituna varðar, þá var Guðrún Jóna alltaf hörð á því, að hana yrði að selja. Það vita allir. Enda fékk hún á sig marga ósanngjarna og upp- logna skelli útaf því máli. Það kemur t.d. úr hörðustu átt að ýja að því að „kannske hafi það verið stefna hennar frá upp- hafi“, að selja ekki. Þau Bryndís og Þorsteinn vita mjög vel, að það er ekki rétt. Það vora aðrir, sem börðust gegn fýrirhugaðri sölu. Það sem hún var ósátt við, var sú ákvörðun, að svíkja samninga þá, er gerðir höfðu verið við O.V Bæði var það að henni fannst það ekki heiðar- legt, heldur væri ekki fast í hendi með sölu til Rarik. Og þessi 10 milljóna króna hækk- un, sem fékkst; meiri hlutinn af henni er gufaður upp, vegna þess, hve lengi þessi breyting velktist í kerfinu, en það var ekki fýrr en nú í þessum mán- uði að það mál var útkljáð. Hvað viðkemur slátrun í haust, þá var hún ekki á móti henni, eins og sumir virðast á- líta, heldur hafði hún áhyggjur af hvort bændum væra tryggð- ar greiðslur fýrir innleggið. Það var það, sem hún vildi hafa á hreinu. Henni var ljóst, að ef það brygðist, þá væri verr farið en heima setið. Vegna þeirrar athugasemdar, að Framsóknarfélag Dalasýslu, sé ekki aðili að L-listanum, vil ég benda á, að það studdi fram- boð listans eindregið. Það var að vísu stjórn Framsóknarfé- lagsins, sem sendi frá sér stuðn- ingsyfirlýsinguna, og vildu þeir með því fordæma þessi vinnu- brögð. Eins er með ályktunina frá öðrum stuðningsmönnum Guðrúnar Jónu, það er gefið í skyn að allt þetta fólk viti ekk- ert um hvað það er að tala. Þau gleyma því að það er betra að fylgjast með störfum hennar heldur en sumra ann- arra, því hún hefur látið bóka sínar skoðanir mjög vel á fund- um (ein ,,tímaeyðslan“). Þar að auki er fátt um svör hjá þeim þó eftir þeim sé leitað, en það hef- ur verið gert ítrekað. Hvað fundi L-listans varðar, var, í hita leiksins ákveðið að halda þessa fundi, kvöldið fýrir sveitarstjórnarfund, en þegar ffá leið dvínaði þátttakan. Stundum voru menn boðað- ir, ef eitthvað sérstakt mál var á döfinni og var það þá yfirleitt Guðrún Jóna, sem gerði það. Það gerði hún t.d. mánu- dagskvöldið 10. nóvember, að hún boðaði listann á fund út af málefnum sem hún vildi koma á framfæri fýrir byggðaráðs- fund. Því var það að flestir reikn- uðu ekki með fundi þann 17. nóv, litu svo á að honum hefði verið flýtt. En þá mættu Bryn- dís og Þorsteinn, ásamt 1. varamanni L-listans. Það var nánast fýrir tilviljun að Guðrúnjóna frétti af því, en aðrir mættu ekki, utan sveitar- stjóri, og einn stuðningsmaður. Það var semsé á þessum fundi, að fram kom að „hún nyti ekki trausts“ til starfa fýrir sveitarfélagið. Þau „samherjar“ hennar, vora búin að ákveða það, hafa sjálfsagt ekki verið til viðræðna um neitt annað. Því var ekkert óeðlilegt að hún væri tilbúin með bókun kvöldið eftir, þegar þau lögðu fram þessa vantrauststillögu. Þau hefðu nú eiginlega átt að láta andstæðingana um það. Mennirnir era eins ólíkir og þeir era margir og því ekkert eðlilegra en að pólitískar skoð- anir þeirra séu það líka. En það á að beita málefna- legum vopnum á sviði stjórn- mála, en ekki leggja sig í líma, við að bregða fæti fýrir fólk í lífi og starfi eða sverta mannorð þess. Menn mega ekki fara svo offari að þeir gleymi öllum drengskap, og hvað það er, sem heldur samfélaginu saman. „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.“ Desember 2003 SnabjörgBjartmarsdóttir. Áfram stelpur! í Borgarnesi Kvennahreyfínffin í 40 ár Föstudaginn 9. janúar kl. 17 opnar borgarstjóri Reykjavíkur, Þórólfur Arnason, sýninguna „Áfram stelpur!“ í Safnahúsi Borgarfjarðar. Sýningin „Áffam stelpur!“ ferðast upp í Borgar- nes vegna samstarfs Borgar- skjalasafhs Reykjavíkur og Hér- aðsskjalasafns Borgarfjarðar. Sýning Héraðsskjalasafnsins um Hestamannafélagið Faxa fer af bæ í borg og verður sett upp hjá Borgarskjalasafni á næstu dögum, þar sem hún mun standa til 3. febrúar nk. Að sýningunni „Áfram stelp- ur!“ stendur Borgarskjalasafh Reykjavíkur og Kvennasögu- safn Islands í samvinnu við Feministafélag Islands, en hún var sett upp í Grófarhúsi í októ- ber síðastliðnum. Sýningin „Áfram stelpur!“ gefur innsýn í hvað konur hafa gert undanfarna áratugi til að leggja jafnréttisbaráttunni lið. A sýningunni er stiklað á stóru í umfjöllun um baráttuhópa og viðburði í sögu kvennahreyf- ingunnar og má þar sjá skjöl og umfjöllun um Uurnar, Rauð- sokkahreyfinguna, Kvennafrí- daginn 1975, kvennaframboð og loks Bríeturnar og nýtt fem- inistafélag. Aðeins fáeinir mán- uðir era síðan Femínistafélag Islands var stofnað, en það hef- ur þegar vakið mikla athygli al- mennings og komið af stað um- ræðu um kynjamisrétti hvers- konar. Svo virðist sem margir hafi gleymt gömlu kvenna- hreyfingunum og aðrir telja að ekki sé lengur þörf fýrir slíka umræðu. Sýningin er til húsa í Safha- húsi Borgarfjarðar, Bjarnar- braut 4-6, Borgarnesi, og verð- ur opin frá 13-18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Aðgang- ur er ókeypis. Eins og fýrr segir, opnar borgarstjóri Reykjavíkur, Þórólfur Árnason, sýninguna föstudaginn 9. janúar nk. kl. 17.00 og boðið verður upp á léttar veitingar. Sýningin stendur til 28. janú- ar nk. Siggi litli var á gangi úti á götu einn góðan veðurdag þegar bíl var ekið upp að honum. Okumaðurinn skrúfaði niður rúðuna og kallar: „Ef þú kemur inní bílinn, þá skal ég gefa þér 100 kall og stóran brjóst- sykur.“ Siggi litli neitar og gengur áfram. Stuttu seinna rennir maðurinn aftur upp að Sigga og seg- ir: „En ef þú færð 200 krónur og tvo sleiki- pinna?“ Drengurinn sagði manninum að láta sig í friði og hélt áfram göngu sinni. Neðar í götunni stoppaði maðurinn aftur. „Okei!“ sagði hann, „þetta er síðasti séns. Ég skal gefa þér 500 krónur og allt það sælgæti sem þú getur í þig látið ef þú kemur inn í bíl- inn.“ Siggi litli stoppaði, gekk að bílnum og hallaði sér að glugganum. „Sko,“ sagði hann „þú keyptir Skóda, pabbi, og nú skalt þú bara taka afleiðingunum.“ Eldri hjón eru að borða á fínu veitingahúsi til að fagna 50 ára brúðkaupsaf- mæli þeirra. Maðurinn hallar sér fram á borðið og segir blíðlega við konu sína: „Elskan, það er svo- lítið sem mig langar að spyrja þig um. Það hefur alltaf angrað mig hvað átt- unda barnið okkar er ólíkt hinum börnunum. Núna þegar ég horfi til baka þessi 50 yndislegu ár veit ég að svar þitt getur engu breytt. En ég verð að vita hvort áttunda barnið okkar á annan föður en hin?“ Konan lítur niður til að þurfa ekki að horfa til mannsins síns og segir: ,Já, það er rétt.“ Gamla manninum er brugðið og með tárin í augunum segir hann: „Hver? Hver er hann? Hver er faðir áttunda barnsins okkar?“ Aftur laut konan höfði og sagði ekkert í fyrstu en á- kveður svo að sannleikur- inn er bestur og segir að lokun: „Þú ert faðir átt- unda barnsins.“ Hjón eru að horfa að horfa á sjónvarpið kvöld eitt þegar konan segir við manninn: „Ég fer frá þér ef þú hættir ekki að drekka.“„ Maðurinn lyftir glasinu og segir: „Skál lýr- ir því!“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.