Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 2004 9 Framkvæmdir við FVA Nú er verið að grafa grunn fyrir nýrri byggingu við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Um er að ræða 2ja hæða bygg- ingu Vallholts- megin sem mun hýsa 10 kennslustofur og tengjast svokölluðu Ar- mannshúsi. Viðburðaskipti milli norrænna sveitarfélaga Héraðsnefnd Snæfellinga, á- samt Isaíjarðarbæ og fleiri aðil- um eru þátttakendur í nýju verkefni um svökölluð við- burðaskipti sem ber nafnið „Usevenue“ og er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópu- sambandsins. Auk íslensku þátttakendanna eru sveitarfélögin Storuman í Svíþjóð, Aviemore i Skotlandi og Hyrynsalmi í Finnlandi aðil- ar að verkefninu. en þaðan er hugmyndin að verkefiiinu kom- in. Rúnar Oli Karlsson, ferða- málafúlltrúi Isafjarðarbæjar og Asthildur Sturludóttir, atvinnu- ráðgjafi á Vesturlandi, segja æd- unina að miðla á rnilli svæðanna viðburðum sem reynst hafi vel á hverjum stað og fara í samstarf um þróun nýrra viðburða. Auk þess sé markmið verkefnisins m.a. að auka þekkingu á skipu- lagningu viðburða og byggja upp jákvæða ímynd íbúa af sín- um heimabyggðum. Allar byggðirnar eru fremur smáar og þær eiga við svipuð vandamál að stríða m.a. stutt ferðamannatímabil og fjarlægð frá markaði. Því fylgi að fjár- festingar séu illa nýttar stóran hluta ársins. Vinna megi gegn þessu með því að byggja upp viðburði á jaðartímum ferða- þjónustunnar. Fjölmargir árlegir viðburðir eru haldnir í ísafjarðarbæ og Snæfellsnesi og hafa sveitarfé- lögin því upp á margt að bjóða í samstarfinu. Einnig er fjöldi annarra viðburða sem eiga möguleika á að vaxa með réttri kynningu og skipulagningu. Asthildur Sturludóttir, at- vinnuráðgjafi á Vesturlandi, seg- ir marga viðburði á svæðinu ekki þurfa svo mikla aukningu í að- sókn til að geta orðið sjálfbærir. „Þessu verkefni er ætlað að kynna viðburði, aðstoða heima- menn við markaðssetningu og þróunarstarf auk þess að effa nú- verandi viðburði í gegnum al- þjóðlegt samstarfsnet. Þar kem- ur fjöldi fagmanna að með hug- myndir og miðla af sinni reynslu, enda sjá betur augu en auga“. Það er Roftorka hf. í Borgarnesi sem sér um að reisa nýju bygg- inguna og sameina við gamla- húsið með nýju þaki. Uppsteyp- unni á að vera lokið fýrir næsta haust. Á vordögum verður svo innanhússfrágangur boðinn út en gert er ráð fyrir að 5 nýjar kennslustofur verði teknar í gagnið að ári liðnu en byggingin verið fullkláruð vorið 2006. Gert er ráð fyrir að kostnaður við verkið sé um 240 mkr. þar af greiða sveitarfélögin tæpar 80 mkr. Þessar nýju skólastofur mun leysa af hólmi 6 lausar stofur sem eru til húsa í 3 timburhúsum við Vallholt. Við þessa breytingu verður talsverð aukning á bíla- stæðum við Fjölbrautaskólann en bílastæðaskortur virðist vera eitt helsta vandamál við ffam- haldsskóla landsins nú á dögum. Kaupfélag- ið byggir Kaupfélag Borgfirðinga hefur á teikniborðinu tvö ný hús undir verslunarstarfsemi. Annarsvegar er um að ræða nýtt verslunarhúsnæði í Grundarfirði undir verslun- ina Grundaval sem kaupfé- lagið hefur rekið þar í rúman mánuð og hinsvegar við- byggingu við nýja bygginga- vöruverslun við vegamót Snæfellsnesvegar. Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri segir að þessar fýrirætlanir séu háðar því að það takist að fjármagna framkvæmdirnar. „Þessir staðir á landsbyggð- inni eru hinsvegar ekki hátt skrifaðir til fjármögnunar af bankastofnunum landsins," segir Guðsteinn. Akraneskaupstaður Auglýsinp um deiliskipulag a Akranesi Breyting á deiliskipulagi Flatahverfis, klasi 1 og 2, Brúarflöt 2, Akranesi Áfundi bæjarstjórnar Akraness sem haldinn var þann 25. nóvember 2003, var samþykkt deiliskipulagsbreyting í klasa 1 og 2 í Flatahverfi vegna lóðarinnar nr. 2 vió Búrarflöt á Akranesi. Breytinqin felst í að stigahús verba tvö í stað þriggja og ná þau 75 cm út fyrir bindandi byggingarlínu til norburs. Fariö var með deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- oq byqqinqarlaqa nr. 73/1997 oq hefur málið hlotið þá mebferð sem lögin mæla fyrir um. Deiluskipulagsbreytingin tekur þegar gildi. Akranesi 6. janúar 2004 Ólöf Gubný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi Akraness JShziíjls tötjUis taiifl Skessuhorn leitar nú starfsmanns í / blandað skrifstofustarf á Akranesi. I starfinu felast mikil samskipti við viðskiptavini; auglýsendur og áskrifendur. Starfshlutfall 60-80%. Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja reynslu af sölustörfum, góða samskiptahæfileika og jákvætt viðmót. Einnig er tölvuþekking nauðsynleg. Ahugasamir sendi umsóknir á netfangið m2@m2.is fyrir 15. janúar nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 894-8998. ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: Hitaveita Munaðarnesi - dælustöð og miðlunargeymir Verkið felst í því að reisa 50 m2 dælustöð, timburhús á steyptum grunni og 250 m3 einangraðan og klæddan stálgeymi á steyptum grunni. Smíða skal og setja upp gasskilju, leggja einangraða pípulögn í álkápu og setja upp raf- og stjórnbúnað fyrir veituna í dælustöðinni. Útboðsgögn verða seld hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi i, 110 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 23. desember 2003 kl. 13:00. Verð útboðsgagna er kr. 5.000 Tilboð verða opnuð í fundarsal á 5. hæð í vesturhúsi miðvikudaginn 14. janúar 2004 kl. 11.00 Orkuveita Reykjavíkur - Bæjarhálsi I ■ 110 Reykjavík Sími 516 6000 - Fax 516 7008 www.or.is/utbod V_________________________________________________________________________J

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.