Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Qupperneq 5

Skessuhorn - 11.02.2004, Qupperneq 5
jnlL3ðlJtlUi». MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 Nýtt skipulag fyrir gamlan bæjarhluta Næstkomandi fimmtudag mun vinnuhópur á vegum Borg- arbyggðar kynna hugmyndir að nýju skipulagi íyrir gamla bæinn í Borgamesi sem unnið er af Ríkharði Briem, arkitekt, í sam- vinnu við vinnuhópinn. Svæðið sem um ræðir er svokallað Rauða torg þar sem timburplan Kaupfélagsins var þangað til síð- asta sumar og næsta nágrenni þess, þ.e. svæðið í kringum Búð- arklett og bílaplan Egilsgötu 11 þar sem verslun KB var til húsa en hefur nú verið breytt í íbúðir. Samkvæmt tillögu Ríkharðs er gert ráð fyrir íbúða og þjón- ustubyggð á svæðinu með allt að 80 íbúðum í tveggja og þriggja hæða húsum. Miðað er við að í einhverjum húsanna geti verið verslanir eða þjónustufyrirtæki á jarðhæð að sögn Helgu Hall- dórsdóttur formanns vinnu- hópsins. Sem kunnugt er hefúr verslun og þjónusta að mestu færst úr gamla miðbænum í Borgarnesi að Brúartorgi og má segja að Borg- firðingar berjast Eins og frani hefur komið í Skessuhorni hafa tveir borg- firsldr bændur tilkynnt að þeir muni sækjast eftir kjöri til formanns Bændasamtaka Islands á Búnaðarþingi sem haldið verður í mars n.k. Þetta eru þeir Haraldur Benediktsson á Vestri - Reyni og Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka. Ekki hafa komið fram fleiri framboð og sam- kvæmt upplýsingum Skessu- horns er síður búist við að svo verði. Framboðsfrestur rennur þó ekki út fyrr en á þinginu sjálíú og þess má geta að þegar Ari Teitsson var kosinn á sínum tíma kom hans framboð ekki fyrr en á síðustu stundu. ^rn ,T Verður haldið á Vatnshamravatni sunnudaginn 15. febrúar. Keppni hefst kl 13. Skráning á staðnum (Keppnin verður færð í Borgarnes ef illa viðrar) Hestamannafélögin Faxi og Skuggi þannig hafi skapast nýr miðbær við Þjóð- veg 1. Með þessu nýja skipulagi þéttist byggðin til muna í gamla miðbænum og kallar það hugsanlega á einhverja þjónustu að nýju. Helga segir að bú- ist sé við að mikil eft- irspurn verði eftir nýju lóðun- um. „Þetta verður rólegt og gott svæði og þarna er stutt í grunn- skólann en það er kostur sem margir sækjast eftir. Það hefur verið fjölgun í bænum og við erum viss um að það sé þörf fyr- ir þennan valkost en þær lóðir sem við eigum eru alveg í hinum enda bæjarins.“ Helga bendir hinsvegar á að enn sem komið er sé eingöngu um tillögur að ræða en þær verða kynntar á opnum fundi á Hótel Borgarnesi á fimmtudag. GE 'Blám, kaiifekt ag <sætar gjafir líanda ekkimni þimii í tilefiú dag&iná iSlámafuMÍð - almru blániahúð Opið mrkos daga kl. 10-18 \ kl. 10-16 - Siumud. kl. 13-16 Þjónustufulftrúi með aðsetur í Borgarnesi VÍS óskar eftir þjónustufulltrúa í Borgarnesi og æskilegt er að viðkomandi hafi aðsetur í Borgarnesi. Starfssvið: Viðkomandi sér um öll störf sem tengjast þjónustuskrifstofunni, s.s. tryggingasölu, ráðgjöf, útgáfu skírteina, meðferð tjóna og afgreiðslu þeirra, innheimtu, bændaþjónustu og samskipti við fyrirtæki á starfssvæðinu svo og aðra starfsemi sem kann að tengjast verksviði þjónustuskrifstofunnar. Starfssvæði: Vesturland. Æskilegur aldur er 30-50 ára og viðkomandi þarf að leggja til bifreið sjálfur. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að sækja um hjá Ráðningarþjónustunni á slóðinni www.radning.is. Nánari upplýsingar veitir Jón Gunnlaugsson umdæmisstjóri VÍS á Vesturlandi, í síma 560 5075 eða 660 5072. Hjá VÍS starfa um 275 manns á þjónustuskrifstofum félagsins um allt land. Það er stefna VÍS að hafa ávallt á að skipa vel menntuðu starfsfólki með haldgóða þekkingu á vátryggingamálum. Félagið leggur áherslu á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita góða þjónustu. Félagið vill fela starfsfólki störf við hæfi þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni. w VATRYGGIIXGAFELAG ISLANDS HF Vátryggingafélag íslands • Ármúla 3 • 108 Reykjavík • Sími 560 5000 • www.vis.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.