Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Qupperneq 10

Skessuhorn - 11.02.2004, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 Til vamar gamla Mjólkursamlagshúsinu I morgunblðinu þann 9. febrúar gat að líta ágæta frétt af nýju skipulagi gamla miðbæj- arins. Ekki er annað að sjá en að þarna séu uppi góðar hug- myndir um mannvæna byggð á fallegum stað í tengslum við elstu húsin í Borgarnesi og þá jaínframt atvinnusöguna. Fráleitar finnst mér þó þær ráðagerðir að ætla að brjóta niður gamla Mjólkursamlags- húsið. Eins og kemur fram í viðtal- inu við Helgu Halldórsdóttur er þetta hús teiknað af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi Húsa- meistara ríkisins. Guðjón var, eins og alþjóð veit einn okkar fremsti listamaður á sviði byggingarlistar og ætti það eitt að nægja til varðveislu hússins. Það ætti ekki að vera flókið mál að fella það inn í áðurnefnt skipulag. I Borgarnesi vantar menn- ingarhús. Þetta hús gæti hent- að ágætlega til slíkrar starfsemi. Eg vil minna á sýn- ingu sem var þarna síðastliðið haust, „Auður í krafd kvenna" sem féll mjög vel inn í rýmið og sannaði ágæti hússins til listsýninga. Þá má benda á að Leikfélagið Skallagrímur í Borgarnesi, sem hefur haldið viðamiklar leiksýningar und- anfarna vetur, er á hrakhólum með húsnæði. Starf þess myndi eflaust eflast fengi það fastan samastað við góðar aðstæður. Einnig mætti hugsanlega tengja húsið fyrirhuguðu Landnámssetri í Borgarnesi sem Kjartan Ragnarsson vinn- ur nú við að koma á laggirnar og jafnvel Safhahúsinu á ein- hvern hátt, svo fátt eitt sé upp- talið um hugsanlegt notagildi. Það má að sjálfsögðu ekki gera lítið úr því sem það kostar að gera við og reka þetta hús, ekki síst með tilliti til þess að sú starfsemi sem kæmi til að vera þar skilar litlu í kassann en á móti kemur að þarna myndi menning blómstra sem íbúar Borgarbyggðar yrðu stoltir af. Varðandi fjármögnun hljót- um við að líta til þess að á síð- ustu fjárlögum var veitt allt að 250.000.000 á ári næstu fjögur árin til eins ákveðins byggða- lags vegna menningarmála. Því skyldum við ekki fá eitt- hvað hliðstætt í okkar hlut? Nú þykist ég vita að sveitarfé- lagið er ekki tilbúið til að fara í þessar endurbætur nú í dag en við getum gefið húsinu tíma og gert viðgerðaráætlun til næstu ára. Það má benda á að þegar húsið var byggt ( 1933-1939) voru krepputímar á Islandi en menn létu það greinilega ekki standa í vegi stórra verka. Einnig má benda á að það kostar líka peninga að brjóta það niður og fjarlægja það. Stefáii M. Olafsson, Litlu Brekku. Jtttssunu... Mannasiðir Eitt sinn þegar Guðmundur kom úr kirkju bar hann glóðarauga. Þegar hann var spurður hvað gerst hafði sagði hann: Eg var bara í messu og þegar við stóðum upp fyrir lofgjörðarversinu sá ég hvar stór og myndarleg kona í pilsi stóð íyrir framan mig. Pilsið hennar hafði klemmst á milli rasskinna hennar svo eg tosaði aðeins í það til að laga það. Þá snéri hún sér við og gammér einn á hann... Næsta sunnudag fór Guðmundur bóndi aftur til messu og aftur kom hann lemstraður til baka... Hvað gerðist núna? Nú sko, svaraði Guðmundur. Eg lenti fyrir aftan konuna aftur og þegar við stóðum upp fyrir lofgjörðinni þá sá ég hvar pilsið var ekkert klemmt svo ég ýtti því inn aftur.. l/Tui/ihe>wud Heiðrum minni Hannesar Af einhverj- um einkenni- legum ástæð- um rifjaðist nýlega upp fyrir mér vísa Haraldar frá Kambi: Nú fer ég að lesa lög, lœra svik og hrekki, lítið dugar höndin hög -og heiðarleikinn ekki. Stundum er talað um að yfirmenn fjármálaheimsins hugsi fyrst og fremst um tölur og þá helst háar tölur en leggi minni áherslu á hina mannlegu hlið fjármálanna. Ekki veit ég hvað sá ágæti bankastjóri var hátt settur sem fékk þessa einkunn hjá Jóhanni Eyjólfssyni í Sveinatungu, líklega hefur hann verið hærra settur en venjulegur útibússtjóri: Ekki er við oss gœfan gjöful gremjan eykst í þankanum að hafa þennan danska djöful að dingla með í hankanum. Klemens Samúelsson í Gröf orti um mann sem honufit þótti leggja óþarf- lega illt til mála að nauðsynjalausu: Eg vil hneygja að því spá og illum segja þrjóti að örlög beygja ýta þá sem aðra ífleygja grjóti. Júlíus Jónsson í Hítarnesi hafði þetta sjónarhom á hlutina: Að lifa ífriði og fullri sátt flesta gerir betri það hafa löngum ýmsir átt ofmikið afvetri. Sá gamli og góði Hallgrímur Péturs- son orti margskonar heilræðavísur sem ýmsar eiga fullan rétt á sér enn, enda Homo Sapiens jafnan sjálfum sér líkur: Auðtrúa þú aldrei sért, aldrei tala um hug þinn þvert, það má kalla hyggins hátt að heyra margt en skrafa fátt. Tak þitt œ í tíma ráð, tekst þó ei sé lundin bráð. Vin þinn skaltu velja þér sem vitur og þar með tryggur er. Nú að undanförnu hefur tíðin verið frekar rysjótt og ekki úr vegi að rifja aðeins upp vísur sem tengjast tíðarfari. Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum orti einhverntíma seinnihluta vetrar þegar hann var að moka snjó frá fjós- dyrum svo konur kæmust til mjalta: Nœðirfönn um beran búk, byltist skafl að hreysi tunglið yfir Hekluhnjúk hangir í reiðuleysi. Guðmundur Helgason í Stangar- holti var prýðilegur hagyrðingur og á- gætar vísur til eftir hann þó þær séu vissulega misjafnar eins og öll mann- anna verk. Eftirfarandi vísa gæti vel verið ort í norðanáhlaupi en einnig mætti lesa milli línanna því ekki var líf hans alltaf dans á rósum: Fer á kostum kuldinn hár, kveður með rosta norðanfár kvíða ég lostinn er í ár með auknu frosti hvítnar skjár. Einhver ágætur maður sem ég veit því miður engin deili á hefur vafalaust verið búinn að reyna sitthvað á lífs- brautinni þegar hann orti: Hvernig sem að högumfer heims um víðar álfur getur enginn gefið sér gæfulánið sjálfur. Stundum rekst ég á eldgamlar vísur sem mér virðast eiga svo vel við líðandi stund að því er líkast að þær séu glæ- nýjar af nálinni. Ólína Jónasdóttir orti af einhverju tilefhi: Stjórnin vakir viskuslyng við að semja ótal höft tœpast eftir þetta þing þjóðina vantar axarsköft. Og af öðru tilefni kvað Sveinn ffá Elivogum í brag sínum um starfsstétt- irnar: Þingmenn heygja þrœturnar þunnar teygja rœðurnar sóma fleygja í sölurnar sér til eigin framdráttar. Nýlega rak til mín gamla blaðaúr- klippu með vísum merktum P.S. og veit ég ekki nánar um höfundinn nema hann gæti hafa verið blaðamaður eða ritstjóri en þar á meðal er þetta: Köld er þessi veröld vor, veitir mörgum hjartasár, fennir ört ífreðin spor, frýs á auga sollið tár. Nokkur umræða varð fyrir stuttu um hundrað ára afrnæli heimastjórnar og gleymsku ráðamanna í því sam- bandi. Satt að segja man ég ekki til að gert hafi verið mikið með þau 99 af- mæli sem á undan hafa farið svo kannske er ekkert undarlegt þó fleirum en mér hafi ekki verið þetta efst í huga. 1. febrúar var í æsku minni bindindis- dagur í skólum og haldnar innblásnar ræður yfir 10 til 12 ára krökkum og út- býtt bæklingum með skýringarmynd- um af lífi manna ef þeim yrði það á að bragða áfengi. Síðan hafa öfgar farið í taugarnar á mér í hvaða máli sem er. Annað viðhorf gilti að sjálfsögðu um þá sem komnir voru í menntaskóla að ekki sé talað um háskóla. Rósberg Snædal orti, líklega 1964: Oft til þrautar þjórað var, þarfórst margur slyngur, þú ert fyrsti febrúar flöskuandstœðingur. Hjálmar Freysteinsson hafði hins- vegar þessa hugmynd um hlutverk fyrsta febrúar í framtíðinni: Heiðrum minni Hannesar hratt þó tíminn líði, fyrsta dag í febrúar förum öll á skíði. Vegna fuglainflúensunnar sem nú er að stinga sér niður í „úttlandinu“ er rétt að leggja endurnýjaða áherslu á orð Haraldar Briem sóttvamarlæknis bundin í stuðla af Kristjáni Stefánssyni frá Gilhaga: Efþiðfarið út í heim í einum grœnum. Elskurnar! -1 öllum bœnum! Ekkifara að klappa hœnum! Að endingu er rétt að geta þess að vísan „ Blótaðu ekki Bjarni minn“ sem ég eignaði Ragnari Asgeirssyni er að líkindum eftir Skúla Guðmundsson en ekki Ragnar. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.