Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Qupperneq 11

Skessuhorn - 11.02.2004, Qupperneq 11
an£S3Unu>.. MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 11 Sparisjóður Mýra- sýslu er ekki til sölu Þessi orð Gísla Kjartans- sonar í íjölmiðlum, yljuðu mér og vonandi fleiri ein- staklingum í Borgarfirðin- um. Það hefur verið fremur hljótt hér innan héraðs um sviptingar í fjármálaheimin- um. Þeir eru allavega ekki margir sem hafa látið til sín heyra á opinberum vettvangi. Þó heyri ég að margir hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála. Eg ákvað því að stinga niður penna þó aðrir séu ef- laust til þess hæfari. Eg hef átt viðskipti við sparisjóðinn okkar í nær fjörutíu ár og þau viðskipti hafa öll verið á eina lund: Traust og heiðarleiki stjórn- enda í fyrirrúmi. Samskiptin við annað starfsfólk fá sömu einkunn. Þó þessum línum sé eng- an vegin ætlað að kasta rýrð á aðrar slíkar stofhanir, þá hrýs mér hugur við því að yfir- stjórn fjármálastofhana í hér- aðinu verði fluttar til Reykja- víkur. Stjórn og starfsfólk Spari- sjóðs Mýrasýslu hefur staðið vel að málum og stutt við at- vinnusköpun , menningu og listir í héraði. Síðast en ekki síst einstaklinginn. Þe tta fólk hefur verið með puttann á púlsinum, og gert þessa stofnun að þeim horn- steini í héraði sem hann er í dag. Eg er þess fullviss, að peningagróðasjónarmið hafa ekki ávallt verið í fýrirrúmi við ákvarðanatöku stjórnar S.M. heldur önnur verð- mæti. Það er nefninlega svo, að peningarnir vaxa kannski mest þegar þeim er breytt í slík. Eg óska Sparisjóði Mýra- sýslu gæfu og gengis um ó- komin ár. Stjórn og starfsfólk hvet ég eindregið til að hvika hvergi frá settri stefhu. Borgfirðinga, nærsveita- menn svo og viðskiptavini vítt og breitt um landið hvet ég til að sýna stuðning í orði og verki. Lifið heil. Þorvaldur Jónsson Brekkukoti Landsbankinn með kynningu í Borgamesi Landsbanki Islands mun kynna þjónustu sína í Borgar- nesi dagana 16.-17. febrúar nk. í verslunar- og þjónstuhúsnæði við Brúartorg 4. Þar verður veitt ráðgjöf um alla helstu þjónustuþætti bankans og af því tilefhi verður í gangi sérstakt tilboð fyrir nýja viðskiptavini. Búi Orlygsson, sérffæðingur í einstaklingsviðskiptum hjá Landsbankanum segir áð bank- inn reki mjög víðtækt útibúanet og útibú bankans séu nokkuð jafnt dreifð um landið. Margir hafi bæst í hóp viðskiptavina bankans um allt land undanfar- ið. Bankinn á fjölmarga góða viðskiptavini í Borgarnesi og næsta nágrenni. Bendir hann á að meirihluti viðskiptamanna nýti sér nú Einkabankann á Netinu eða Þjónustuver, auk þess sem vinsældir greiðslu- þjónustu séu miklar. Því er mjög auðvelt fyrir Borgnesinga að eiga viðskipti við bankann, þótt útibú sé ekki til staðar í allra næsta nágrenni. Heitt verður á könnunni og fólk hvatt til þess að kynna sér það sem Landsbankinn hefur upp á að bjóða. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í síðasta tölublaði var sagt frá því að Gunnar Sigurðsson, formaður Meistaraflokksráðs IA var heiðraður af KSÍ fyrir vel unnin störf, íslenskri knattspyrnu til heilla. Því miður fór blaðamaður málmavillt og talaði um silfurkross en hið rétta var að Gunnar var sæmdur Ileiðurskrossi, KSI, sem er úr gulli og æðsta viðurkenning sem KSI veitir. Aðeins hafa f i m m Islendingar hlotið þessa viðurkenningu áður og er Gunnar annar Skagamaðurinn sem hlýtur Heiðurskrossinn, hinn er Ríkharður Jónsson. HVANNDALSBRÆÐUR Halda afbragðstónleika fóstudaginn 13. febrúar kl. 22.00 í Búðarkletti Borgarnesi 1.000 kall inn. T r ndur athuLÍð! Vantar kýr og naut Norðlenska á Akureyri vantar kýr og naut til slátrunar nú þegar. Þeir sem hafa gripi geta pantað slátrun í síma 460-8850 eða svalas@nordlenska.is NORÐIENSKA

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.