Skessuhorn - 23.06.2004, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004
15
Tæplega 30 hross af Vesturlandi á Landsmót
Hestaræktendur og -sýnend-
ur á Vesturlandi hafa haft í
mörg horn að líta undanfarið,
enda Landsmót framundan, en
það fer fram á Hellu um næstu
mánaðamót. Mörg hross sem
fædd eru á Vesturlandi voru
sýnd í kynbótadómum í vor og
sumar og er árangur dómanna
ágætur. Aldrei áður hafa jafn-
mörg hross náð lágmörkum til
þátttöku á Landsmóti hesta-
manna. Alls munu þau verða 29,
þar af 7 stóðhestar. A þessum
lista hefur Mýra- og Borgar-
fjarðarsýsla vinninginn hvað
varðar íjölda en þaðan koma alls
22 hross. Snæfellsnes- og
Hnappadalssýsla kemur næst
með 5 og 2 eru úr Dalasýslu.
Nær öll þessara hrossa eru
undan 1. verðlauna stóðhestum
og langflest undan 1. verðlauna
hryssum. Ekki er að efa að
þarna er m.a. að skila árangri
markvisst kynbótastarf sem
Hrossaræktarsamböndin á
Vesturlandi hafa staðið að síð-
astliðinn aldarþórðung eða svo.
Þau hross sem náð hafa lág-
mörkum á Landsmót (Birt með
fyrirvara um að listinn sé tæm-
andi, enda eru hross leidd fyrir
dómara víða um land):
Fjögurra vetra:
Sólonfrá Skáney
Metingur frá V-Leirárgörðum
Harpafrá Borgamesi
Vakafrá Hellubœ
Blikafrá Nýjabæ
Ork frá Akranesi
Deilirfrá Hrappsstöðam
Aldafrá Brautarholti
Tildrafrá Sigmundarstöðum
Fimm vetra:
Aðallfrá Nýjabæ
Gulltoppur frá Húsanesi
Elkafrá Efri-Hrepp
Björkfrá Akranesi
Flauta frá Stóra-Asi
Valey frá Sigmundarstöðum
Röstfrá Hvanneyri
Sex vetra:
Blærfrá Hesti
Akkurfrá Brautarholti
Listfrá Skáney
Lyftingfrá Hofsstöðum
Sjöfnfrá Akranesi
Kyljafrá Stangarholti
Hestar og menn í Reykholtsdal.
Sjö vetra og eldri:
Glettafra Neðri-Hrepp
Nóttfrá Oddsstóðum
Sunnafrá Grundatfirði
Slemmafrá Eskiholti II
Ekra frá Gullberastöðum
Golafrá Grundarfrrði
Snótfrá Tungu
Fjórðungsmót
næsta ár
Það er ljóst að í mörg horn
verður að líta hjá hestamönnum
næstu vikurnar og árið því á-
kveðið hefur verið að Fjórð-
ungsmót Vesturlands verði hald-
ið á Kaldármelum 29. júní til 3.
júlí á næsta ári. Vonandi halda
þannig tamningar áfram með
miklum krafti fyrir næsta ár en
það er ljóst að hross eru í góðum
uppvexti á Vesturlandi um þess-
ar mundir, undan mörgum af
bestu stóðhestum landsins og
verðlaunahryssum.
MM
Páll Hafþór Pálsson félagi í
stuðningsmannafélaginu Gul-
um og glöðum, færði í liðinni
viku unglingadeild knatt-
spyrnufélags IA 100 þúsund
króna styrk sem ætlaður er fyr-
ir knattspyrnuskóla UKÍA. Það
var Magnús Oskarsson formað-
ur félagsins sem veitti styrknum
viðtöku. Með á myndinni er
Þór Hinriksson yfirþjálfari
unglinganefhdarinnar. Magnús
Oskarsson vildi koma á fram-
færi sérstöku þakklæti til Gulra
og glaðra fyrir rausnarlegan
styrk. MM
Borgfirskar husmæaur i orlof
Um síðustu helgi brugðu húsmæður í Borgamesi og Borgarfirði sér í
langþráð húsmæðraorlof. Farin varferð á Suðurland og haldið til á Hótel
Selfossi. Þaðan var síðan farið í skoðunarferðir og ýmislegt flcira sér til
gamans gert í karllausri ferð. Þessi hluti hópsins fór ekki í skoðunarferð
sem skipulögð var á sama thna og kvennahlaupið fór fram á Selfossi, enda
voru þær staðráðnar í að taka þátt í því. Vilja þær koma á framfæri
þakklæti til sunnlenskra samhlaupara sinna.
Besti leikur sumarsins hjá ÍA
-en uppskeran þó aðeins eitt stig!
wm,Á
i I
Það er óhætt að full-
yrða að leikurinn gegn
FH á miðvikudag hafi
verið besti leikur Skaga-
manna í Úrvalsdeildinni í
sumar ef ekki besti leik-
ur deildarinnar það sem
af er. Það var mikið í húfi
fyrir bæði lið enda hefur
hvorugt þeirra byrjað í
samræmi við væntingar
og því var nú að duga eða
drepast. Leikurinn bar enda
keim af því frá upphafi, hörð
barátta hjá báðum liðum, góður
sóknarbolti og leikmenn á
hlaupum sem er því miður
meira en hægt hefur verið að
segja um suma leiki deildarinn-
ar það sem af er sumri.
Fyrsta marktækifæri Skaga-
manna kom á 2. mínútu þegar
Julian Johnson átti ágætan
skalla að marki eftir sendingu
frá Haraldi Ingólfssyni. Skaga-
menn héldu áfram að sækja
næstu mínúturnar en á þeirri
sjöundu fengu FH ingar dauða-
færi þegar Ármann Smári
Björnsson fékk stungusend-
ingu inn fyrir vörn Skaga-
mannna en Þórður Þórðarson í
marki ÍA kom vel út á móti hon-
um og varði meistaralega. Ár-
mann Smári var aftur á ferðinni
á 13. mínútu í samskonar að-
stöðu og þá gerði hann engin
mistök og kom FH ingum yfir.
Þetta mark dugði ekki til að
slá Skagamenn útaf laginu því
aðeins fjórum mínútum síðar
átti Kári Steinn Reynisson góða
sendingu fyrir mark FH inga.
Stefán Þórðarson stökk þar
manna hæst og skallaði út til
hægri á Harald Ingólfsson sem
tók boltann viðstöðulaust og
skoraði með þrumuskoti.
Skagamann voru heldur frískari
en gestirnir það sem eftir lifði
hálfleiksins en náðu ekki að
skora. Kári Steinn átti meðal
annars góðan skalla að marki
FH inga en inn vildi boltinn ekki.
Síðari hálfleikur byrjaði með
sömu látunum og fyrr og hvor-
ugt liðið á því að gefa neitt eftir.
Skagamenn sóttu stíft og áttu
meðal annars fjórar hornspyrn-
ur í sömu sókninni snemma í
hálfleiknum. FH-ingar léku
hinsvegar sama leikinn og í
upphafi leiks og á 13. mínútu
síðari hálfleiks fengu þeir auka-
spyru á vinstri kantinum sem
Jón Þorgrímur Stefánsson tók
en Tommy Nilsen kom á sigl-
ingu og kom boltanum í netið,
með hendinni vildu Skagamenn
meina, en Kristinn Jakobsson
dómari dæmdi markið gilt.
Skagamenn efldust heldur
við mótlætið og uppskáru eftir
því en á 68. mínútu náðu þeir
að jafna í annað sinn þegar
Pálmi Haraldsson tók auka-
spyrnu á miðjum vellinum og
sendi inn í teig þar sem Julian
skallaði fyrir og Gunnlaugur
Jónsson, fyrirliði, gerði sér lítið
fyrir og skoraði með hjólhesta-
spyrnu. Bæði lið áttu nokkur
hættuleg færi eftir þetta en fleiri
urðu mörkin ekki og enn eitt
jafnteflið niðurstaðan hjá
Skagamönnum.
Súrt með
dómaramistökin
Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA
sagðist í samtali við Skessu-
horn eftir leikinn ekki vera sátt-
ur við úrslitin en hafði lítið út á
leik sinna manna að setja. „-
Þetta var án efa besti leikur
tímabilsins hingað til og við vor-
um að leika mjög vel en hefðum
átt að setja hann oftar. Síðan
liggur það Ijóst fyrir að Tommy
Nilsen skorar seinna mark FH
inga með hendinni og það er að
sjálfsögðu súrt að tapa á dóm-
aramistökum."
ÍA liðið var sem fyrr segir að
leika Ijómandi vel en að öðrum
ólöstuðum þá voru þeir Harald-
ur Ingólfsson, Hjálmur Dór
Hjálmsson og Kári Steinn
Reynisson bestu menn vallar-
ins.