Skessuhorn - 01.09.2004, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004
^■i£saunu^
Til mtnnis
Við minnum á opna Al-
berts-Einars öldungamót-
ið. kl 9.00 á Hamarsvelli
í Borgarnesi Laugardag-
inn 4. september.
Vedtirhorfwr
Jæja, til að vega upp á
móti þurrkinum sem
herjaði á okkur í ágúst
verður rok og rigning alla
helgina. Þó birtir aðeins til
á sunnudag á sunnan-
verðu Vesturlandi.
Hvers eiga Norömenn
oð gjalda Páll???
Norðmenn
eiga allt
gott skilið
og hér með
eru þeir
einmitt að
fá það sem þeir eiga skil-
ið!
l’áll S Brynjarsson bœj-
arstjórí Borgarbyggðar.
Tuttugu bœjarstjórar og
sveitarstjórnarmenn af
Vesturlandi héldu í nótt af
landi brott í áttina til Nor-
egs þar sem þeir cetla að
kynna sér hvernig sveitum
er stjórnað þar í landi.
Spnrninc) vihiAnnar
Breiðafjörður
flottastur
í síðustu viku var spurt
hver væri helsta nátt-
úruperla landsins.
Sigurvegarinn er sjálfur
Breiðafjörðurinn með
23,1% atkvæða, Hraun-
fossar fengu 16,9%,
Dimmuborgir 15,4%
Snæfellsjökull 13,8%,
Gullfoss 12,3%, Geysir
10,8%, Kárahnjúkar
6,2% og Dritvík 1,5%.
í þessari viku spyrjum
við: Eiga grunnskóla-
kennarar að fara í verk-
fall ef ekki verður farið að
þeirra helstu kröfum?
Svarðu fljótt og vel á
skessuhorn.is.
VestlendinjtVr
vih^nnar
Eru útgerðarmenn af
Snæfellsnesi sem færðu
Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga rausnargjöf við
fyrstu skólasetninguna,
eitt stykki flygil.
Ferskar afurðir:
Bændur tapa stórfé
Skiptastjóri Ferskra afurða á
Elvammstanga, Sveinn Andri
Sveinsson hrk, hefur staðfest
að ekkert muni koma upp í al-
mennar kröfur í þrotabúi
Ferskra afurða á Hvamms-
tanga. Það litla af eignum fé-
lagsins, sem ekki voru veðsett-
ar, rennur í greiðslu for-
gangskrafna. Margir bændur á
Vesturlandi voru meða! inn-
leggjenda hjá Ferskum afurð-
um og er í nokkrum tilfellum
um að ræða tjón sem telur
mörg hundruð þúsund krónur.
Bændum er skv. frétt á
bondi.is, óhætt að afskrifa að
fúllu allar kröfúr vegna naut-
gripa- og hrossakjöts sem þeir
áttu inni hjá fyrirtækinu. Ríkis-
skattsstjóra hefur verið sent er-
indi vegna meðferðar á kröfum
vegna sauðfjárinnleggs. Vonir
standa til að svar fáist einhvern
næstu daga um hvort, og þá
hve mikið, megi afskrifa kröfur
vegna sauðfjárinnleggs. Sam-
kvæmt áætlun Félagssviðs
Bændasamtaka íslands bendir
flest til að a.m.k. 74% af þeim
kröfum hafi tapast, eins og seg-
ir á vef Bændasamtaka Islands.
MM
Við Fossatún er einn sendir Nepal staðsettur.
Nepal býður háhraða
nettengingar um örbylgju
Nepal hugbúnaður ehf. í
Borgarnesi hefur hafið upp-
byggingu á örbylgjudreifxkerfi
sem býður þeim sem ná merki
þess háhraða internettengingu.
Dreifikerfið nær um Lundar-
reykjadal allan, Bæjarsveit og
nágrenni, Stafholtstungur að
mestu leyti og til allra annarra
sem hafa sjónlínu af þaki sínu
til Fossatúns.
Þór Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins seg-
ir að upphaflega hafi dreifi-
kerfinu einungis verið ætlað að
þekja Lundarreykjadal og ná-
grenni, þó aðrir sem vinna að
uppbyggingu sambærilegra
dreifikerfa hafi lýst því yfir að
ekki svaraði kostnaði að dreifa
merki um dalinn. „Þegar
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins hafði samband við okkur
og leitaði eftir möguleikum á
því að ná tilraunabúinu á Hesti
inn í dreifikerfið brugðumst
við að sjálfsögðu vel við og
bættum við einum sendi uppi á
melbrúninni ofan við bæinn
Fossatún og fyrir vikið stækk-
aði dreifikerfið nokkuð.“
Þór segir dreifikerfið
þannig byggt upp að hver ein-
asti bær og sumarbústaður í
Lundarreykjadal nái merki
kerfisins, enda sé það að hans
mati skylda þeirra sem standa
að uppbyggingu dreifikerfa af
þessu tagi að þekja hvert byggt
ból á viðkomandi svæði. „Sá
sem er fyrstur til að bjóða
þjónustu sem þessa í dreifðri
byggð svo sem í Lundarreykja-
dal útilokar í raun aðra frá því
að byggja upp svipað dreifi-
kerfi á því svæði og því er það
skylda þeirra sem fyrstir koma
að útiloka engan frá þjónust-
unni.“
Slátrun í
Búðardal
Eins og fram kom í síðasta
fréttabréfi Dalalambs hefur
stjóm félagsins tekið ákvörð-
un um að slátra haustið 2004.
Gert hefur verið samkomulag
um sölu á öllum afurðum fé-
lagsins. Stefnt er að því að
slátra allt að 25.000 lömbum
auk fullorðins fjár. Guð-
mundur Vxðarsson í Skálakoti
hefur verið ráðinn sláturhús-
stjóri hjá Dalalambi. GE
Bónus við
Brúartorg
Bæjarráð Borgarbyggðar
hefur samþykkt að úthluta
Þyrpingu hf. lóðinni við
Digranesgötu 6 í Borgarnesi
en lóðin stendur á uppfyll-
ingunni við Brúartorg. Þyrp-
ing ædar að byggja þar nýtt
húsnæði fyrir verslun Bónuss
í Borgarnesi og er ædunin að
húsið verði tilbúið næsta vor.
Þá hefur bæjarráð einnig
samþykkt að úthluta Eðal-
fangi ehf. lóðinni við Sól-
bakka 4 en Eðalfang fram-
leiðir laxaafurðir undir vöm-
merkinu Eðalfiskur. GE
Samið við Svan
Samið hefur verið við
Hópferðabíla Svans í Snæ-
fellsbæ um allan akstur á
milli skólanna tveggja sem
mynda Grurmskóla Snæfells-
bæjar, þ.e. í Olafsvik og Hell-
issandi. Að sögn Kristins
Jónassonar bæjarstjóra Snæ-
fellsbæjar var endumýjaður
samningur við fyrirtækið en
síðustu ár hafa börn á Hell-
issandi sótt íþróttakennslu í
Olafsvík. „Það er þvf ekki um
mikla kostnaðaraukningu að
ræða en hinsvegar mun betri
nýtíngu á bílunum,“ segir
Kristínn. GE
Skuta fórst
Einn maður dmkknaði en
öðrum var bjargað um borð í
þyrlu Landhelgisgæslunnar
þegar kanadísk skúta sökk
suðvestur af Malarrifi á Snæ-
fellsnesi á mánudag. Aftaka-
veður var þegar skútan fórst
og ölduhæð allt að fimm
metrar. Maðurinn sem bjarg-
aðist hafði verið einn og hálf-
an tíma í sjónum þegar þyrla
Landhelgisgæslunnar fann
hann og hafði hann haldið
hinum látna á floti. Hann var
orðinn kaldur og hrakinn
þegar hann náðist uin borð í
þyrluna en náði sér fljótt
samkvæmt upplýsingum
Skessuhorns. __
Það er ekki á hverjum degi sem flugvélar lenda við bensínstöð og taka bensín eins og hver önnur ökutæki.
Nokkrar léttbyggðar vélar eða fis lentu þó nýverið við verslunina Bauluna í Stafholtstungum. Flugmenn
fengur pylsu og kók en vélarnar áfyllingu en sfðan var flogið af stað. MM
mi -|ÍhÉ>