Skessuhorn - 01.09.2004, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR L SEPTEMBER 2004
»n£saums>~.
Vinur nágranna móðurbróður míns
Er munur á landsbyggðaifólki og borgarbúum?
Þegar ég var lítil var Akranes
I miðpunktur alheimsins í mínum
huga. Eg velti bæjarfélaginu lítið
fyrir mér í samhengi við aðra
staði á landinu og spáði allra síst
í sambandi höfuðborgarsvæðis-
ins og landsbyggðarinnar. Akra-
nes var bara Akranes og ekkert
meira um það að segja.
Eg var hins vegar fljót að gera
I mér grein fyrir eftirfarandi
„staðreyndum" þegar ég flutti
loks suður og fór í Háskólann:
Skagamenn eru landsbyggðar-
I búar. Það er langt út á land - líka
upp á Akranes. Landsbyggðin er
öðravísi en Reykjavík. Lands-
byggðin er sveit.
Magga með grá augu
Fyrr en varði höfðu reykvískir
I viðmælendur mínir látið mig
bera kennsl á ótal Jóna og Gunn-
ur, Möggur og Sigga sem vora
vinir foreldra þeirra, frændfólk
og kunningjar eða skólafélagar
vina þeirra og bjuggu á Akranesi.
Allir þekktu einhvern, sem
þekkti einhvern, sem þekkti ein-
| hvern.
„Þú hlýtur að þekkja hana,
I hún er ffekar stór, skolhærð...
vinnur einhvers staðar, ég man
ekki hvar. Er með grá augu. A
barn. Veistu ekki hver þetta er?“
Þegar ég benti viðkomandi
kurteislega á að á Skaga byggju
yfir fimm þúsund manns og að
ég þekkti ekki helminginn með
nafni var viðkvæðið ævinlega:
„Nei, hvað segirðu, erað þið
fimm þúsund þarna?! En gam-
ti.“
Mig sló alltaf jafn hljóða.
Gaman? Og kom mér upp útspili
sem virkaði alltaf: „En þú hlýtur
að þekkja vin nágranna móður-
bróður míns. Hann heitir Jón og
býr í Breiðholtinu. Dökkhærð-
ur.“ Og klikkti út með: „Ha,
veistu ekki hver hann er, mað-
ur?“
Brotist til mennta
íbúafjöldinn var ekki það eina
sem menn voru undrandi yfir.
„Nei, hvað ertu að segja? Eruð
þið með fjölbrautaskóla?!“ sögðu
þeir með breiðu brosi. „Það er
svo gaman að þessum skólum úti
á landi.“ Gaman? Aftur varð ég
jafn hissa.
Að heyra að skólinn þjónaði
öllu Vesturlandi varð til þess að
bros manna breikkuðu. Flestir
fengu blik í auga og ég gat lesið
úr svip þeirra að þeim fannst
eitthvað ævintýralegt við þetta
fólk úti á landi sent bjó í litlum
þorpum og bæjum og þurfti að
halda að heiman til að brjótast til
framhaldsmenntunar. Þetta fólk
var nær náttúranni og í meiri
tengslum við landið en það sjálft.
Það var óspilltara og í því var
samankominn dugur og þor, á-
ræðni og athafnasemi. Fólkið,
fiskurinn, fjárbúskapurinn og
fjallkonan rannu saman í eitt.
Og menn byrjuðu að skamm-
ast sín fyrir að fara aldrei norðar
en í Mosfellsbæ, þekkja ekki mun
á fjárhúsi og flór og hafa tekið
strætó í MH, meðan þeir bjuggu
heima hjá mömmu og pabba.
Brosið á vöram þeirra minnkaði
og augnaráðið varð fjarrænt.
Sannleikur málsins
Þegar ég sá að hugrenningar
manna vora komnar á þetta stig
benti ég þeim góðfúslega á að ég
gæti seint talist náttúrubarn þótt
ég hefði verið í Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi. Að ég
hefði aldrei dvalið í sveit. Að á
framhaldsskólaárum mínum
hefði ég búið í foreldrahúsum al-
veg við skólann. Að ég tæki ham-
borgara fram yfir svið.
Ef viðkomandi var sérlega
þjakaður af því hvað hann var
mikið borgarbarn hvíslaði ég að
honum í laumi að ég þekkti satt
best að segja hvorki haus né
sporð á kúm og kindurn og hefði
aldrei verið sérlega sjóhraust í
Akraborginni heitinni. Hugsan-
lega væru skólafélagar mínir sem
komu úr „alvöru sveit“ þessi
hreinu náttúrubörn og dugnað-
arforkar en ég væri eiginlega
hálfgert borgarbarn.
En rökfærsla mín dugði ekki
til. Ég var utan af landi og ég var
í meiri tengslum við náttúruna,
hvað sem hver segði.
Hlaupið um haga
I framhaldi af því var náttúru-
barnið undantekningarlaust
spurt hvernig það hefði verið að
búa úti á landi. Svarsins var beð-
ið með eftirvæntingu og dular-
fullu brosi. Eg sá í hendi mér að
nú átti ég að lýsa því hvernig ég
hefði, sem barn, leikið mér að
heimatilbúnum tréleikföngum í
stað Barbídúkkna. Hvernig við
krakkarnir höfðum ekki verið
mötuð á leikjatölvum og sjón-
varpi heldur orðið að finna upp á
okkar eigin leikjum. Hvernig
bæjarbúar réra út, allir sem einn,
og veiddu fisk í soðið eftir að
hafa týnt egg í fjallinu. Hvernig
menn hlypu léttir í spori út um
haga og hóla. Hvernig menn
saumuðu undantekningarlaust
fatnað sinn, sultuðu og tækju
slátur.
En þetta var ekki það sem ég
sagði, enda töluvert úr takt við
veraleikann. Svo ég sagði mönn-
um frá æsku minni, sem hefði á-
byggilega verið lík bernskuáram
þeirra hinum megin við Flóann.
Að vísu hefði aldrei þurft að
skutla mér neitt því ég hefði bara
getað gengið það eða hjólað. Og
svo hefði ég mátt leika mér í úti-
leikjum snemma á kvöldin án
þess að neinn þyrfti að hafa á-
hyggjur.
Sjö hárgreiðslustofur
Það síðastnefnda kallaði fram
svip á viðmælendum mínum sem
ég sá strax í gegnum. Þetta var
svona „sagði-ég-þér-ekki,-þið-
landsbyggðarfólkið-eruð-svo-
frjáls-þarna-í-sveitinni - svipur“.
Við þetta hljóp í mig hundur
og ég benti mönnum með hálf-
gerðum þjósti á að þrátt fyrir að
Skaginn hefði hvorki Kringlu né
Smáralind og að þar væra bara
ein umferðarljós og einn strætó,
væri það síður en svo einhver
sveit - með fúllri virðingu fyrir
sveitum vors lands! Á Akranesi
væra þrír pítsustaðir, sjö hár-
greiðslustofur, tvær vídeóleigur,
fjórar matvöruverslanir og jafh-
margar sjoppur. Hægt væri að
fara á pöbbarölt og svo væri
Skaginn þekktur fyrir sérlega
mikinn og öflugan rúnt. Hana
Laminn með
skójámi
Þegar þessi ofsi var hlaupinn í
mig mundu menn iðulega eftir
því sem þeir höfðu heyrt um
Skagamenn, að þeir væru tölu-
vert ofstopafúllir. Margir þekktu
einhvern sem hafði verið laminn
á Skaganum, einn hafði verið
nefbrotinn, annar rotaður og
frænka annars hafði heyrt um
mann, sem var barinn með skó-
járni.
„Kannski það séu þessi nánu
tengsl manna við náttúrana sem
valda þessu,“ ískraði í mér. En
viti menn: Þetta tóku menn sem
haldgóða skýringu. Og í ffarn-
haldi af því var rifjað upp: Höfðu
ekki Hólmarar alltaf verið álitnir
í meira lagi hættulegir? Voru
Olsarar ekki upp til hópa hreinir
brjálæðingar, Sauðkrækingar
stórvarasamir og Keflvíkingar
ofstopafullir með eindæmum?
Var ekki almennt gríðarlegur
munur á landsbyggðarfólki og
„hinum“? Lífsbaráttan úti á landi
varð augljóslega til þess að menn
urðu harðgerðari en ella. Utan
amsturs og menningar höfuð-
borgarinnar var lífið einfaldara.
Þar braust hinn óheflaði maður
fram.
Glíma og
fimmundarsöngur
„Þið erað sem sé að segja að
höfúðborgarbúar séu siðmennt-
aðari en fólkið úti á landi, ha?
Eitthvað fágaðari en þessir þarna
landsbyggðardurgar?!“ hrein í
mér. Þá kom fát á flesta og því
kjörið að leggja fram næsta út-
spil: Að spyrja menn hversu
langan tíma þeir teldu að það
tæki að aka upp á Akranes.
„Ha? Ji, ég veit það ekki.
Klukkutíma? Einn og hálfan?"
Meira að segja svör þeirra, sem
höfðu ekið leiðina í eigin per-
sónu og oftar en einu sinni og
tvisvar, vora í ætt við þetta. Sig-
urviss benti ég á hversu miklu
styttra það væri oft fyrir lands-
byggðarfólk að aka til höfuð-
borgarinnar en fyrir borgarbúa
að fara út á land.
Og bætti við: „Ef þið komið
einhvern tímann með mér á
Skagann getum við prjónað sam-
an, stigið íslenska glímu og sam-
einast í fimmundarsöng með
öðram Skagamönnum. Við get-
um síðan kannski tekið vídeó,
pantað pitsu og farið á rúntinn
eftir á.“
Sigríður Víðis Jónsdóttir
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi
Inga Sigurðardóttir veitir Símenntunarmiðstöð Vestur-
lands forstöðu.
Símenntunarmiðstöðin á Vest-
urlandi býður að vanda upp á fjöl-
breytta námsmöguleika í haust og
vetur. I ágúst sl. var Ingibjörg Stef-
ánsdóttir, stjórnsýslu- og mennt-
unarfræðingur, ráðin í nýtt hluta-
starf hjá Símennmnarmiðstöðinni
og mun sjá um þjónustu við fyrir-
tæki, en áætlað er að auka þann
þátt í starfseminni veralega. Ingi-
björg hefur umsjón með þarfa-
greiningu og símenntunarmálum
innan fyrirtækja og notar til þess
þarfagreiningatækið Markviss,
sem er sérstaklega hannað til notk-
unar í fyrirtækjum. Með því að
nýta sér þessa þjónustu eiga fyrir-
tæki möguleika á því að gera sí-
menntun starfsfólks mun mark-
vissari og öflugri.
I haust hvarf Helga Björk
Bjarnadóttir skrifstofutjóri frá
störfum til þess að fara í nám en
við starfi hennar tók Svava Svav-
arsdóttir sem framvegis mun hafa
umsjón með skráningu, tekur þátt
í skipulagningu námskeiða auk
hefðbundinna skrifstofustarfa.
Fjarnám á háskólastigi, sem Sí-
menntunarmiðstöðin hefur um-
sjón með, hefur verið vel sótt und-
anfarin ár. Námsver hafa verið
starfrækt á Akranesi, Hellissandi,
Borgarnesi og Stykkishólmi. í vet-
ur fara 16 hjúkranarfræðinemar á
Akranesi inn á annað ár, 11 verða á
sama stað á þriðja ári í leikskóla-
fræðum og 9 manns í Stykkishólmi
leggja stund á annars árs nám í
rekstrarfræði. Allir þessir hópar
stunda nám ffá Háskólanum á Ak-
ureyri. Nú í haust verður tekið í
notkun nýtt námsver í Búðardal og
munu 9 nemendur helja þar nám í
rekstrarfræðum, einnig frá Há-
skólanum á Akureyri. Auk þessa
stunda 3 einstaklingar nám i ís-
lensku frá Háskóla Islands ýmist í
Borgamesi eða á Akranesi. Inga
Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
Símenntunarmiðstövarinnar, segir
það sérstaklega ánægjulegt hversu
mikinn metnað sveitarfélög á
Vesturlandi leggi í að gera náms-
verin vel úr garði og það skili sér í
góðri nýtingu.
Samstarf við Fjölbrautaskóla
Vesturlands um kvöldskóla heldur
áfram og nemendur á rafsuðu-
braut sem hófu nám í fyrra mæta
einbeittir til leiks á ný. I tengslum
við rafsuðu-
brautina verð-
ur boðið upp
á áfanga í
grunnteikn-
ingu sem er
um leið opinn
öllum sem
vilja þjálfa sig
í að gera og
lesa vinnu-
teikningar. I
vetur verður
einnig brydd-
að upp á þeirri nýjung að halda
enskunámskeið fyrir byrjendur í
fjarkennslu, þ.e. blöndu af stað-
bundnum lotum og tölvustuddu
námi. Nemendur af öllu þjónustu-
svæði Símenntunarmiðstöðvar-
innar eiga því greiðan aðgang að
þessu námskeiði sem er sérstaklega
lagað að þörfum byrjenda.
Starfsmönnum í félags- og heil-
brigðisþjónustu verður boðið upp
á námskeið í samvinnu við Fram-
vegis, sem fer með símenntunar-
mál fólks í heilbrigðisgeiranum.
Til dæmis námskeið um geðræn
vandamál barna og unglinga og
námskeið um sorg og sorgarvið-
brögð.
Af námskeiðum fyrir almenning
er af nógu að taka. Má þar nefna
tölvunámskeið víða um svæðið,
jólkakorta- og kransagerð á Snæ-
fellsnesi, skrautskrift í Búðardal og
á Akranesi, gerð myndbanda á
Hvanneyri og fleira og fleira.
Upplýsingar um námskeiðin era
að tínast inn á vef Símenntunar-
miðstövarinnar simenntun.is, en
námsvísir verður borinn í hús í
byrjun september. Rétt er að taka
fram að þó námskeið séu staðsett
og dagsett er sá möguleiki alltaf
fyrir hendi að halda námskeið þeg-
ar og þar sem skilyrði skapast.
ALS