Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2004, Page 16

Skessuhorn - 01.09.2004, Page 16
allur pakkinn POSTURINN HÁHRAÐA INTERNET TIL SJÁVAR 06 SVEITA Þráðlausar netlausnir fyrir heimili og fyrirtæki Sími 544 4454 QL^USQNDtNN SÍMi 894 4980 $$ www.spm ,is Osammála kærunefiidirmi í síðasta tölublaði Skessu- horns var sagt að Byggðasam- lagi Varmalandsskóla hefði ver- ið gert að greiða Sindra Sigur- geirssyni skaðabætur vegna út- boðs á skólaakstri. Þar voru niðurstöður kærunefndar út- boðsmála ekki túlkaðar rétt þar sem nefhdin tók ekki afstöðu til skaðabóta. Byggðasamlaginu var hinsvegar gert að greiða sinda 200 þúsund krónur vegna kostnaðar við að hafa kæruna uppi. Helga Halldórsdóttir for- maður skóla- og rekstrarnefnd- ar Varmalandsskóla sagðist al- gerlega ósammála þeirri niður- stöðu kærunefndar útboðsmála að Sindri hafi verið með gilt til- boð við opnun tilboða. Það væri margt í úrskurðinum sem kæmi verulega á óvart. Mat þeirra þriggja aðila sent Byggðasamlagið leitaði ráða hjá þ.e.a.s. lögmanns Borgar- byggðar, lögfræðings hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga og verkefnisstjóra hjá Ríkiskaup- um var einróma um það að sú leið sem við fórum væri eðlileg. Það vantaði gögn hjá öllum að- ilum og því eðlilegt að kalla eft- ir því sem á vantaði. „Það er hinsvegar áhyggju- efni þegar skoðuð eru öll þau tilboð sem bárust í skólaakstur á Varmalandi og í Borgarnesi að í öll tilboðin vantar gögn. Mikil vinna var lögð í það af hálfu starfsmanna Borgar- byggðar og Byggðasamlags Varmalandsskóla að gera út- boðsgögn vel úr garði enda komu engar athugasemdir á auglýsingatímanum eða við opnun tilboða um útboðsgögn- in sjálf. Það eru hinsvegar til- boðin sjálf sem uppfylltu ekki þær kröfur sem gerðar voru. Það er mikilvægt fyrir þá sem gera tilboð að vandað sé til allra verka og öll gögn fylgi. Með því má forða miklum tíma og kostnaði eins og fram er að koma,“ segir Helga. GE Hátt í 200 þúsund plöntur í reitnum Vegfarendur uin Skil- mannahrepp hafa margir tekið eftir hversu gróskumikið skógrækt- arsvæðið við Fannahlíð er orðið og áberandi í landslaginu. Þar hefur áratuga samstillt átak sveitunganna skilað ríkulegum árangri sem glöggt má sjá þegar ekið er um þjóðveginn. Ræktunin er í eigu Skógræktarfélags Skil- mannahrepps sem stofn- að var árið 1939 og hef- ur verið starfandi æ síð- an. Landið er hinsvegar í eigu Skilmannahrepps sem stutt hefur dyggilega við starfsemi félagsins alla tíð. Oddur Sigurðsson bóndi á Litlu Fellsöxl hefur verið for- maður Skógræktarfélagins um árabil og tvímælalaust ein helsta driffjöðrin í starfseminni. Sjálf- ur gekk Oddur í félagið árið 1947 og hefur setið í stjórn þess lengi, eða „lengur en ég þori að hugsa um,“ eins og hann komst sjálfur að orði. Handan við Akranesafleggjarann ræktar Oddur sjálfur sinn eigin skóg á 25 ha svæði í landi Litlu Fell- Félag skógarbænda á Vesturlandi auk starfsmanna Vesturlandsskóga heim- sóttu skógræktina hjá Oddi á Litlu Fellsöxl fyrr í sumar. Oddur er sjálfur hægra megin við miðja mynd með húfu. saxlar. En hann er einn af þeim sem náð hefur hvað bestum ár- angri bænda sem rækta skóg á vettvangi Vesturlandsskóga. I samtali við Skessuhorn sagði Oddur að byrjað hafi ver- ið að planta í svæðið við Fanna- hlíð árið 1941, eða nokkru áður en félagsheimilið var byggt, en skógræktargirðingin hafi verið stækkuð nokkrum sinnum frá þeim tíma. „Nú er svæðið í heild um 80 ha að flatarmáli og við áætlum að búið sé að planta hátt á annað hundrað þúsund skógarplöntum í það“. Fyrst og fremst eru það sjálfboðaliðar úr félaginu og sveitinni sem komið hafa að verkinu, plöntun og umhirðu en einnig segir Oddur að félagið njóti aðstoðar frá vinnuskólanum sem rekinn er á vegum sveitarfélaganna fjög- urra sunnan Skarðsheiðar. Síð- astliðinn laugardag var skógar- dagur við Fannahlíð þar sem á- hugasömum gestum gafst kost- ur á að ganga um svæðið og þiggja veitingar. MM

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.