Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2004, Page 3

Skessuhorn - 15.09.2004, Page 3
jntðaiinu.- MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 3 Bíræfið og alvarlegt brot Kveikt í bílskur og skemmdarverk unnin á bíl Grunur er um íkveikju og skemmdarverk við íbúðarhúsið á bænum Brekku II í Hvalfirði sl. mánudagsmorgun. Húsið er lítið timburhús, byggt árið 1972 og stendur á steyptum sökkli og er bílskúr undir því. Einn maður var í húsinu þegar eldurinn kom upp og hringdi hann í Neyðarlínuna og leitaði jafnframt aðstoðar nágranna sinna á Bjarteyjarsandi við að hefta útbreyðslu eldsins. Lög- reglan í Borgarnesi og Slökkvilið Akraness fóru á vettvang ásamt sjúkraflutn- ingamönnum frá Akranesi. Maðurinn slapp ómeiddur, en skemmdir á húsinu urðu tölu- verðar bæði af völdum hita, reyks og vatns og sviðnaði t.d. framhlið þess mikið svo ein- ungis var tímaspursmál að eld- urinn læsti sig í húsið áður en slökkvistarf hófst. Eldurinn kom upp í bílskúr á neðri hæð hússins og barst í pallbifreið sem brann til kaldra kola. „Við skúrinn stóð einnig fólksbifreið sem brann ekki, en á henni höfðu verið unnin töluverð skemmdarverk. Við rannsókn málsins urðum við einnig fljótt varir við að kveikt hafði verið í bílskúrnum," sagði Theodór Þórðarson, yf- irlögregluþjónn í Borgarnesi, en embætti hans fer með rann- sókn málsins. Theodór segir að enginn hafi enn verið hand- tekinn vegna brunans og skemmdarverkanna. „Hér er um mjög bíræfið og alvarlegt brot að ræða einkanlega þar sem maður var staddur í hús- inu þegar skemmdarverkin voru framin og kveikt var í húsinu," sagði Theodór í sam- tali við Skessuhorn. MM Skipulagsnemar kanna aðgengi að eigin raun: Ferðast um húsa- kynni í hjólastólum A morgun, 16. september, setjast nemendur á umhverfis- skipulagsbraut við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri í hjólastól til að kanna aðgengi fatlaðra að húsakynnum skól- ans. Frumkvæði að þessu verk- efni á Þórunn Edda Bjarnadótt- ir, einn þessara nemenda og er verkefnið unnið í samstarfi við skólann. Eins og geta má er það mikilvægur eiginleiki góðs hönnuðar þ.m.t. landslagsarki- tekts að geta sett sig í spor við- skiptavina sinna. Meðal annars þarf að huga að þörfum þeirra sem eru í hjólastól því ekki eiga allir jafn auðvelt um gang. Markmiðið með þessu óvenju- lega verkefni er að nemendur sem koma til með að hanna úti- vistarsvæði og umhverfi bygg- inga geri sér betur grein fyrir hvað þarf til að gera svæði að- gengileg. Dagskráin þann 16. septem- ber byrjar með fyrirlestri ffá Guðmundi Magnússyni leikara, sem unnið hefur m.a. að úttekt á aðgengi á ýmsum stöðum í samstarfi við Sjálfsbjörg. Eftir fyrirlesturinn fara nemendur í starfshópum um Hvanneyri og taka út aðgengi fyrir fatlaða að skólabyggingum og öðrum stöðum sem nemendur þurfa að umgangast. Hver hópur fær hjólastól til umráða og skiptast nemendur á um að sitja í stóln- um. Þannig fá allir skýra til- finningu fyrir þörfum hins fatl- aða. Að lokum eru niðurstöður teknar saman og opin kynning haldin á þeim í mötuneyti skól- ans kl. 14.30 þann 20. septem- ber. Fyrir utan tilstilli hugmynda- smiðarins og skólans sjálfs koma eftirtaldir aðilar að fjár- mögnun og ýmsum stuðningi við þetta verkefhi: Sparisjóður Mýrasýslu, PJ byggingar, Sjálfsbjörg og Búvélasafhið á Hvanneyri. MM f \ Auglýsing um starfsleyfi Samkvæmt ákvæðum 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að starfsleyfi fyrir alifuglasláturhús Mosa ehf. að Stiklum, Hvalfjarðarstrandarhreppi. Starfsleyfistillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarstrandarhrepps að Hlöðum og hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands að Stillholti 16-18 Akranesi og Borgarbraut 13 , Borgarnesi, á tímabilinu 17. september til 15. október 2004. I Skriflegum athugasemdum skal skila á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 1 að Borgarbraut 13, 310 Borgarnesi, fyrir 18. október 20004. Heilbrigðisnefnd Vesturlands Akraneskaupstaður Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla - Esjubraut 47 Með vísan til 1. málsgr., 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiIiskipuíagi Smiðjuvalla - lóðinni Esjubraut 47. Um er að ræða breytingu á deiIiskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Esjubraut sem felst í stækkun byggingarreits á umræddri lóð. Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi, frá 22. sept. 2004 til og með 20. okt. 2004. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemair. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. nóv. 2004 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 14. sept. 2004, Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar Akraneskaupstaður Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Tillaga að deiliskipulagi Vallarselsreitar Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiIiskipulagi fyrir raðhúsalóðir við Vallarbraut. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir íbúoalóðir og lóð fyrir leikskóla. Svæðið afmarkast af Skarðsbraut, Vallarbraut og göngustíg norðan Garðabrautar. Innan deiliskipulagssvæðisins eru lóðirnar Skarðsbraut 6 (lóð leikskólans Vallarsels) og raðhúsalóðirnar Vallarbraut 2, 4, 6, 8, 10, 12 og 14. Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi, frá 22. sept. 2004 til og með 20. okt. 2004. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemair. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. nóv. 2004 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaoar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 14. sept. 2004, Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar iiMtrtiBit Akraneskaupstaður Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Akraness 1992-2012 Með vísan til 21. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með óskað eftir athugasemdum við tillögu að breytingu a aðaTskipulagi Akraness 1992-2012. Svæðið sem breytingin nær til markast af Þjóðbraut, Akranesvegi (þjóðvegur), skógræktarsvæðinu Garðalundi, Safnasvæði, Garðagrund og Innnesvegi. Breytingin felst annars vegar í javí að breyta landnotkun fyrir þjónustu, verslun og athafnasvæði í íbúðarsvæði að þvi undanskilau að lóð á horni Innnesvegar og Þjóðbrautar verður alfarið fyrir verslun og þjónustu og hins vegar að fella niður safnbraut sem liggja átti milli Garoagrundar og Akranesvegar (þjóðvegar). j Tillagan ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi frá og með 22. sept. 2004 til og með 20. okt. 2004. ; Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar i athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn atnugasemdum er til 3. nóv. 2004 j ogskulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16- 18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 14. sept. 2004 Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.