Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2004, Side 9

Skessuhorn - 15.09.2004, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 9 oivt33Ltlu».. Menningarhópur fyrir ungt fólk: Ten Sing í Hvíta húsinu á Akranesi i M 1 I ■ 1 - L 1 Hluti hópsins sem taka mun þátt í Ten Sing verkefninu á Akranesi. Starfsemi Hvíta hússins, menningarhúss ungs fólks á Akranesi, er nú komin á fulla ferð eftir sumarfrí. Eitt af stóru verkefnunum framundan er Ten Sing á Akranesi, menningar- hópur fyrir ungt fólk á aldrinum 15-22 ára. Markmið verkefnis- ins er meðal annars að dýpka menningarvitund ungs fólk og virkja þau í söng og leik, hvetja unglinga til að vera skapandi og taka þátt í að móta unglinga- menninguna á Akranesi og brúa bilið milli gnmnskóla og fram- haldsskóla með því að hleypa grunnskólanemum í hópinn og veita þeim um leið aðgang að Hvíta húsinu við sérstök tilefni. Þannig er verkefnið samþætting ólíkra aldurshópa, er þroskandi og ekki síst mótandi fyrir ungt fólk á tímamótum. Tilraunaverkeftii til 16 mánaða Ten Sing er tilraunaverkefni til 16 mánaða, unnið í samvinnu tómstunda- og forvarnasviðs Akraneskaupstaðar, Hvíta húss- ins, Skagaleikflokksins, Fjöl- brautaskóla Vesturlands, Brekkubæjarskóla, Grunda- skóla, Arnardals og Bíóhallar- innar. Ellý Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta húss- ins, er verkefnisstjóri og segir hún fyrirmynd verkefnisins sótta til Evrópu þar sem Ten Sing hópar hafa verið við líði um langt skeið. Starfandi eru al- þjóðleg regnhlífarsamtök, Ten Sing World og Ten Sing E- urope, sem auðveldar aðgengi að efni og reynslu sem nýtist vel við stofnun hópsins á Akranesi. I byrjun október verður farið á Semi 1, námskeið sem haldið er í Sviss í samvinnu við þarlendan Ten Sing hóp og segir Ellý markmiðið með þessu nám- skeiði að þjálfa upp hópstjóra sem geta svo haldið utan um starfið hér heima. A námskeiðið mætir fólk víðsvegar að úr Evr- ópu til að miðla reynslu sinni. Ekki allir sem finna sig í íþróttum Aðdragandann að stofnun hópsins á Akranesi má rekja til þess að Aðalsteinn Hjartarson, sviðsstjóri tómstunda- og for- varnarsviðs, bjó í Sviss og var verkefnisstjóri Ten Sing hóps þar í tæp þrjú ár. Þegar Aðal- steinn bryddaði upp á þeirri hugmynd að hleypa slíku verk- efni af stokkunum á Akranesi var ákveðið að slá til. „I raun- inni er þetta einmitt það sem vantaði hér,“ segir Ellý. „A Akranesi er rík hefð fyrir í- þróttaiðkun og mikið í boði fyr- ir þá sem finna sig þar. Þetta er gott með íþróttunum og það sem hefur vantað fyrir þá sem hafa meiri áhuga á menningu, listum, sköpun og öðru því tengdu." Skipulagið Grunneining Ten Sing er kór sem allir eru meðlimir í en sam- hliða honum starfa sjö hópar; Teymið, sem er stjórn kórsins og samanstendur af stjórnend- um allra hópanna. Leiklistarhópur sem reglulega heldur námskeið í leiklist, fram- sögn og leikstjórnun í samvinnu við Skagaleikflokkin. Tónlist- arhópur hefur það hlutverk að útsetja og æfa lög með kórnum og kórstjórnanda. Hljómsveit- in æfir lögin og spilar með kórnum á sýningum. Tækni- hópurinn heldur úti námskeið- um um tæknileg málefni, svo sem nýjungar í ljósa- og hljóð- tækni. Hópurinn heldur auk þess utan um tæknihliðina á sýningum. Hönnunarhópur heldur reglulega námskeið þar sem myndlistarmenn eða aðrir hönnuðir koma í heimsókn. Farið verður í vefsíðu- og aug- lýsingagerð. Utvarpshópur heldur úti útvarpi og sendir reglulega út þætti á FM 95,0 í samvinnu við Bíóhöllina á Akranesi. Markmiðið að gera hópinn sjálfiim sér nógan Sem fyrr segir er það Ellý Halldórsdóttir sem heldur utan um starfið en ráðinn hefur ver- ið kórstjóri til sex mánaða, Sig- ríður Elliðadóttir söngkennari í Tónlistarskóla Akraness. Verk- efni Sigríðar felst ekki síst í því Eilý Halldórsdóttir veitir Hvíta húsinu á Akranesi forstöðu. Það verður í nógu að snúast hjá henni á næstunni. að gera kórinn sjálfbjarga og þegar ffam líða stundir kemur hópurinn til með að stjórna sér að mestu sjálfur. „Við leggjum áherslu á að fá krakkana til að taka ábyrgð og stjórn í eigin hendur. Við ætlum ekki að mat- reiða ofan í þau heldur verður þetta þeirra veisla.“ Þegar hafa 37 ungmenni skráð sig til leiks, en hópurinn hittist í fyrsta sinn þarm 6. september. Ellý leggur þó áherslu á að ný andlit eru alltaf velkomin því hóparnir eru ekki lokaðir og vonast hún til að sjá sem flesta. „Verkefhið hefur reynst vel þar sem það hefur verið keyrt og ef allir leggjast á eitt verður það sama uppi á ten- ingnum hjá okkur,“ segir Ellý og er rokin til að vinna í því að koma útvarpinu í gagnið á efri hæð Hvíta hússins. ALS £tun*ra»tofa Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson Munnur skáldsins: Um vanda þess að vera listrænn og framagjarn Islendingur í útlöndum Priðjudagskvöldið 21. september kl. 20:30flytur Armann I Jdkobsson norrœnufrœðingur fyrirlestur i tilefni af 1 fceðingardegi Snorra Sturlusonar í bókhlöðu Snorrastofu. Aðgangseyrir 500 kr. Allir velkomnir! í tilefni 50 ára afrnödis AA samtakanna á Islandi, sem \>ar í \)or, \>erður haldinn sérstakur afmcelisfundur. Funclurinn er öllum opinn og Oeröur hann haldinn föstudagsköölclið 17. september kl. 20:00 í Jónsbúð, Akursbraut 13, Akranesi. Fundurinn stendur í eina klukkustund. Húsið opnar klukkan 19:30. Að funcli loknum óerður boðið upp á kaffióeitingar. Allir AA félagar, aðstanclenclur og Oelunnarar eru höattir til að meeta og eiga saman góða stund. Fjárhagsáætlun 2005 Undirbúningur er hafinn. Styrkumsóknir þurfa aö berast fyrir 5. október nk. Umsóknum skal skila á skrifstofu Borgarfjarðarsveitar, Litla-Hvammi, pósthólf 60, 320 Reykholt eba í tölvupósti á netfang: sveitarstjori@borgarfjordur.is Sveitarstjóri

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.