Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2004, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.09.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 ^ntssunu^ Vesturlandsmót kvenna í golfi 2004 Fríður flokkur þátttökukvenna. Fyrstu helgina í september hefur það tíðkast að golfkonur á Vesturlandi hittast, spila golf og eiga saman ánægjulegan dag. Laugardaginn 4. septem- ber var komið að félagskonum í golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði að halda mótið. Var það jafnframt 10. árið sem Vesturlandsmót kvenna í golfi fer fram. Rík hefð hefur mynd- ast í kringum þetta mót og í ár mættu 43 konur til leiks í blíð- skaparveðri. Morguninn hófst á því að Vestarrkonur buðu til morgunverðar í samkomuhús- inu, þar safnaðist hópurinn saman. Að morgunverði lokn- um var haldið á völliinn þar sem þeir Palli, Guðni, Þórður og Stefán tóku við stjórninni. Ræst var út af öllum teigum og spilaðar voru 18 holur. Eftir mótið var þátttakendum boðið í sund og slökun í heitu pottunum áður en haldið var á Kaffi 59 þar sem snæddur var kvöldverður. Eftir borðhald voru verðlaun afhent og að lokum var stiginn dans við undirleik Tríósins Feyk. Flelstu úrslit á mótinu urðu þau að Vestarrkonur unnu sveitakeppnina í fyrsta sinn með 137 punktum. Sveitin var skipuð þeim Pauline J. Haftka, Hugrúnu Elísdóttur, Katrínu El- ísdóttir og Dóru Hendriksdótt- ur. í öðru sæti var Golfklúbbur- inn Leynir, Akranesi með 132 punkta og í þriðja sæti var Golfklúbbur Borganess með 128 punkta. MM/KE Önnur úrslit urður þannig: I punktum: 1. sæti Pauline J. Haftka, GVG með 42 punkta 2. sæti Sara Jóhannsdóttir, GMS með 37 punkta 3. sæti Karín Herta Hafsteinsdóttir, GMS með 36 punkta 4. sæti Júlíana Jónsdóttir, GB með 35 punkta 5. sæti Guðrún R. Kristjánsdóttir, GB með 35 punkta í höggleik: 1. sætiArna Magnúsdóttir, GL með 83 högg 2. sæti Karín Herta Hafsteinsdóttir, GMS með 84 högg Sigursveitin úr golfklúbbnum Vestarr. Annað stærsta íþrótta- mót landsins Síðastliðinn fimmtudag fór fram í Borgarnesi sund- og frjálsíþróttamót á vegum svo- kallaðra samstarfsskóla á Vesturlandi en þeir eru auk Grunnskólans í Borgarnesi; Andakílsskóli, Kleppjárns- reykjaskóli, Heiðarskóli, Varmalandsskóli, Laugagerð- isskóli, Lýsuhólsskóli, Búðar- dalsskóli, Grunnskólinn í Tjarnarlundi og Reykhóla- skóli. Mótið tókst í alla staði vel og þáttakendur voru sæl- ir og áhugasamir þrátt fyrir eilitla rigningu endrum og sinnum. Mótið mun á landsvísu vera annað stærsta í- þróttamót sem hald- ið hefur verið á þessu ári. Þáttak- endur voru tæplega 400 og eingöngu Landsmót ung- mennafélaganna á Sauðárkróki getur státað af fleiri þátt- takendum það sem af er þessu ári. MM/Ljósm: GE og Guðjón Torfi LANDSBANKA DEILDIN AKRANES VÖLLUR IA - IBV c,?VR^, m sunnudaginn 19. sept. kl. 16:00 ALLIR Á 1/ÖLLIIMIU u VISA —— HB IDI Œ ■ Knattspyrnufálag IA ■ w fær 5 kr. af hverjum w seldum lítra af C0KE á Akranesi KB BANKI Kaupir þú bíl frá B&L hjá Bílás - nýjan eða notaðan ■ styrkir þú Knattspyrnufélag ÍA Norrænt unglinga mót Þessa dagana stendur yfir á Akranesi norrænt unglingamót þar sem 16 unglingar frá vina- bæjum Akraness á Norður- löndunum dveljast hjá jafn- öldrum sínum og sækja með þeim skóla. Krakkarnir dreifast á milli skólanna þriggja, þ.e. Brekkuþæjarskóla, Grunda- skóla og Fjölbrautaskólans. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.