Skessuhorn - 15.09.2004, Síða 15
^iassunuiK.
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004
15
Helgi Pétur skaut Skagamönnum í
þriðja sætið með sinni fyrstu þrennu
Skagamenn voru í hlutverki
kattarins en Víkingar léku
músina þegar liðin mættust á
heimavelli hinna síðarnefndu í
Víkinni á sunnudag. Fyrir leik-
inn voru Skagamenn í fjórða
sæti og höfðu enn raunhæfa
möguleika á Evrópusæti en til
þess þurftu þeir að sigra Vík-
ingana. Skagamenn mættu
grimmir til leiks og sóttu stíft
frá fyrstu mínútu. Til að byrja
með virtist sem sama gamla
vandamálið væri til staðar,
lánleysi upp við mark and-
stæðinganna, enda vantaði
svolítið broddinn í sóknirnar.
Það átti þó eftir að lagast um
leið og þeir gulu voru búnir að
finna taktinn almennilega.
Þrjár breytingar voru gerðar
á liðinu frá því í leiknum gegn
Keflavík í 16. umferðinni, eða
öllu heldur fjórar því Ólafur
Þórðarson þjálfari sat upp í
stúku þar sem hann var í leik-
banni en Alexander Högnason
stjórnaði liðinu í hans stað. Þá
voru þeir Haraldur Ingólfsson,
Andri Karvelsson og Julian
Johnson ekki í byrjunarliðinu
að þessu sinni. í þeirra stað
komu Stefán Þórðarson,
Hjálmur Dór Hjálmsson og
Unnar Valgeirsson en hann
þakkaði fyrir tækifærið með
því að koma Skagamönnum
yfir eftir 26 mínútna leik. Fjór-
um mínútum síðar bætti Helgi
Pétur Magnússon öðru marki
við fyrir ÍA og hann var bara
rétt að byrja. Fram að því
höfðu Skagamenn ráðið lcg-
um og lofum á vellinum og
Víkingar ekki átt skot á mark-
ið. Síðustu mínútur hálfleiks-
ins voru hinsvegar eign Vík-
inga sem náðu aðeins að bíta
frá sér fyrir leikhlé. Þeir áttu
tvær hættulegar sóknir og upp
úr þeirri fyrri bjargaði Þórður
Þórðarson með glæsilegri
markvörslu og skömmu síðar
björguðu varnarmenn ÍA á
marklínu.
Skagamenn byrjuðu síðari
hálfleikinn af sama krafti og
þann fyrri og sóttu stíft. Eftir
sjö mínútna leik uppskáru þeir
á ný og þar var Helgi Pétur
aftur á ferðinni með eitt glæsi-
legasta mark sumarsins.
Gunnlaugur Jónsson átti
skalla á mark Víkinga en
Marko Trancík sló boltann frá
en þá kom Helgi Pétur á mik-
illi siglingu, fleygði sérfram og
hreinlega stangaði boltann í
markið, 3-0 fyrir ÍA.
Eftir þriðja mark ÍA jafnaðist
leikurinn nokkuð, Skagamenn
gátu andað léttar og slakað á.
Víkingar nýttu sér það og
Grétar Sigfinnur Sigurðsson
náði að minnka muninn með
frekar lausum skalla sem
Þórður hefði átt að verja.
Óvenjuleg mistök hjá þessum
snjalla markverði. Undir lok
leiksins var það síðan Helgi
Pétur sem gulltryggði sigur
Skagamanna og nældi sér um
leið í sína fyrstu þrennu þegar
hann skoraði af stuttu færi eft-
ir góðan undirbúning Guðjóns
Sveinssonar.
Skagamenn áttu virkilega
góðan leik og að öðrum ólöst-
uðum var Helgi Pétur maður
leiksins. Reynir Leósson og
Gunnlaugur Jónsson voru að
vanda traustir í vörninni og
Kári Steinn var vel ógnandi í
fremstu víglínu.
GE
Fimm marka
Markahæstur eftir tvo leiki
sigur nauðsyn
Skagastúlkur með annan
fótinn í úrvalsdeild
Stórsigur á Þór/KA/KS fyrir norðan í fyrri leiknum í
umspili um Úrvalsdeildarsæti
Til að Skagamenn nái 2.
sætinu í úrvalsdeild í ár og þar
með sæti í Evrópukeppni að
ári þurfa þeir að sigra ÍBV á
Akranesvelli með minnstfimm
marka mun næstkomandi
sunnudag. Það er ekki auð-
velt verkefni og því má telja
næsta víst að Skagamenn
endi í því þriðja að þessu sinni
sem vissulega er ekki slæmur
árangur en samt lakari en
margir höfðu vænst.
GE
Helgi Pétur Magnússon
Skagastúlkur unnu glæstan
sigur á Úrvalsdeildarliði
Þór/KA/KS á Akureyrarvelli á
laugardag í fyrri leik liðanna í
umspili um sæti í Úrvalsdeild
að ári. Norðanstúlkur urðu í
næst-neðsta sæti deildarinnar
en ÍA stúlkur í öðru sæti fyrstu
deildar og því er það þessara
liða að kljást um síðasta lausa
sætið í deildinni en Keflavík
komst sem kunnugt er beint
upp úr þeirri fyrstu. Úrslitin
leiksins á Akureyri urðu 6 - 1
Skagastúlkum í vil og standa
þær því býsna vel að vígi fyrir
síðari leikinn sem fram fer á
Akranesvelli í kvöld.
Það voru að vísu Norðan-
stúlkur sem byrjuðu betur en
reyndar voru það Skagastelp-
urnar sem skoruðu fyrsta
markið en því miður í eigið
mark, strax á 9. mínútu leiks-
ins. Norðanstúlkur voru hins-
vegar varla búnar að fagna
marki þegar Hallbera Guðný
Gísladóttir jafnaði fyrir (A og
hún átti eftir að koma mikið við
sögu í leiknum. Magnea Guð-
laugsdóttir bætti öðru marki
Skagakvenna við á 24. mínútu
og undir lok fyrri hálfleiksins
var aftur komið að þætti Hall-
beru. Hún skoraði þá tvö mörk
með tveggja mínútna millibili
og lagði þar með grunninn að
glæstum sigri ÍA. Það varsíðan
Áslaug Ragna Ákadóttir sem
gulltryggði sigurinn með
tveimur mörkum í síðari háfl-
leik og Skagastúlkur eru nú
þegar komnar með annan fót-
inn í Úrvalsdeildina þar sem
þær léku óslitið þar til þær
drógu meistaraflokkinn úr
keppni fyrir þremur árum. Allt
getur hinsvegar gerst og því er
nauðsynlegt að stuðnings-
menn ÍA fjölmenni á völlinn í
kvöld og hvetji þær gulu til
dáða enda er mikið í húfi. Leik-
urinn hefst á Akranesvelli kl.
17.30. GE
Helgi Pétur Magnússon
hefur aðeins fengið tvö tæki-
færi í byrjunarliði Skaga-
manna í sumar og er óhætt að
segja að hann hafi nýtt þau
vel. Hann lék á miðjunni gegn
Keflvíkingum í síðustu umferð
og skoraði þá sigurmarkið. í
leiknum gegn Víkingum bætti
hann um betur og skoraði þrjú
mörk og virðist algjörlega ó-
stöðvandi um þessar mundir.
„Þetta var kærkomið tækifæri
og ég var staðráðinn í að nýta
það vel. Þetta var virkilega
sætt gaman þegar allt gengur
upp með þessum hætti,“ seg-
ir hinn tvítugi Borgnesingur
sem virðist vera að blómstra
með Skagaliðinu um þessar
mundir.
Þess má geta að Helgi er
núna markahæstur í ÍA, ásamt
Haraldi Ingólfssyni, hvor
þeirra hefur gert fjögur mörk í
sumar. GE
Óli áfram?
Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA.
Samningur Ólafs
Þórðarsonar þjálfara
við Knattspyrnufélag
ÍA rennur út nú í
haust og eru menn
því þegar farnir að
velta fyrir sér hvað
tekur við eftir tímabil-
ið þótt mótið sé ekki
búið. Ýmsar getgátur
hafa verið uppi og
meðal annars sú að
Sigurður Jónsson
þjálfari Víkings og
fyrrum leikmaður ÍA
muni taka við. Sig-
urður sagði eftir leik
Vfkings og ÍA á
sunnudag að ekkert slíkt hefði
verið rætt og hafnaði því alfar-
ið að hann væri á leiðinni upp
á Skaga, a.m.k. eins og stað-
an væri í dag. Einnig hefur
nafn Alexanders Víglundsson-
ar verið nefnt í þessu sam-
bandi en hann gerði sem
kunnugt er ÍA að íslandsmeist-
urum 2. flokks fyrir skemmstu.
Þá hefur hann verið hægri
hönd Ólafs og stýrði ÍA til sig-
urs gegn Víkingi þar sem Ólaf-
ur var í leikbanni. Samkvæmt
upplýsingum Skessuhorns
hefur Ólafur hug á því sjálfur
að halda áfram með liðið en
stjórn rekstrarfélags Meistara-
flokks og 2. flokks ÍA hefur
ekkert gefið út um hvort samið
verði við Ólaf áfram eða leitað
að nýjum þjálfara. Búast má
við að þau mál skýrist fljótlega
eftir að mótinu lýkur um næstu
helgi. Samkvæmt upplýsing-
um Skessuhorns eru flestir á
því að Ólafur verði áfram með
liðið en árangur hans hefur
verið afbragðs góður, tveir bik-
armeistaratitlar, einn íslands-
meistaratitill og einu sinni hafa
Skagamenn unnið deildarbik-
arinn undir hans stjórn.
GE