Skessuhorn - 16.03.2005, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2005
Fermingarböm í Gmndarfirði læra um lífið framundan í fermingarfræðslunni
Frábært að fá bömin á þessum tímapunkti
segir Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Grundarfirði
Fermingarfræðsla snýst ekld bara
um að læra faðirvorið og fáein
sálmavers. Kannski hefar það ein-
hvemtíma verið þannig og kannski
er það þannig í einhverjum tilfellmn
en allavega ekki hjá Elínborgu
Sturludóttur sóknarpresti í Grund-
arfirði, eins og blaðamaður Skessu-
homs komst að þegar hann ræddi
við hana um uppffæðslu þeirra tutt-
ugu og tveggja fermingarbama sem
komast í fullorðinna manna tölu í
Grundarfjarðarkirkju síðasta sunnu-
dag í apríl og á hvítasunnudag. „Það
er auðvitað ákveðin þekking sem
fermingarbörnin þurfa að tileinka
sér en þetta er ekki kveralærdómur
eingöngu, alls ekki,“ segir Elínborg.
„Eg ht á þetta sem ffábært tæláfæri
fyrir kirkjima til að nálgast bömin
þegar þau em að fara út í umbrota-
skeið unglingsáranna og minna þau
á hvers virði þau era, hvað þau skipta
miklu máfi og hvaða ábyrgð þau
bera í samfélaginu. Það er mikið álag
á unglingunum á þessu æviskeiði,
sjálfsmyndin er að mótast og þau era
að skilgreina sig upp á nýtt. A þeim
tímapunkti er mikilvægt að þau viti
að Guð elskar þau eins og þau em.
Meginþemað er það að „allt sem þér
viljið að aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra“ og ef þau
læra þetta stef þá hafa þau gott vega-
nesd fýrir lífið.“
Einmitt vegna þess að bömin læra
ýmislegt um lífið og tilverana í
fermingarffæðslunni þá hefur Elín-
borg kosið að hafa kynjaskiptingu í
fermingarffæðslunni. ,Já við tökum
þetta ekki eftir hefðbundinni stund-
arskrá. Við tökum tamir í ferming-
arffæðslunni og þá koma þau til mín
daglega, strákamir sér og stelpurnar
sér. Astæðan fyrir því er að krakkar
era misþroskuð á þessum aldri og
kynin era að glíma við ólíka hluti.
Það hefur komið mjög vel út að
mínu mati að skipta þessu svona.“
Ograndi verkefiii
Elínborg segir að þvert á það sem
margir haldi þá taki flestir ungling-
amir fermingarffæðsluna alvarlega.
„Auðvitað eru þessir krakkar mis-
móttækilegir eins og krakkar hafa
alltaf verið en það er samt vanmetið
hvað mörg þeirra eru að taka þetta
alvarlega og pæla í Kfinu og tilver-
urrni. Þessvegna er frábært að fá þau
til kirkjunnar á þessum tímapunkti.
Mörg þeirra eru að endurskoða sína
barnatrú en partur af trúnni er
einmitt að glíma við efann. Það
fleytir þeim áfram í að takast á við
trúna svo hún verði djúp og sönn og
raunverulegt afl. Sum þeirra taka
þetta vissulega ekki alvarlega og
það er mjög ögrandi verkefni að
mæta því og leiða þau í gegnum
þetta ferli.
Mildð breyst
EKnborg fermdist sjálf árið 1982
og segir margt hafa breyst síðan þá.
„Þjóðfélagið hefur breyst og ég held
að það sé erfiðara að vera ungur í
dag. Við höfðum tækifæri til að
vinna fyrir okkur á þessum árum og
gerðum okkur grein fyrir því að það
þyrffi að vinna hörðum höndtun til
að eignast hluti. I dag er hinsvegar
látið í veðri vaka við bömin að þau
geti eignast allt strax og það skipti
engu máh að steypa sér í skuldir. Það
er því mikilvægt að hjálpa þeim að
skilja að þau eigi valkost á öðru en að
kaupa sér hamingju en það eru auð-
vitað ævafom sannindi.“
Stórleikur í kristílegu
knattspymunni
Indriði og Þómý í vöminni. Takið eftir hattinmn hjá Indriða, sennilega settur upp til að
hafa truflandi áhrif á andstœðingana.
Séra Eðvarð í kröppum dansi.
Á mánudaginn var fór ffam stór-
leikur í kristilegu knattspymunni
þegar lið Séra Eðvarðs Ingólfsson-
ar, sóknarprests á Akranesi og
fermingarbörn öttu kappi á Merk-
urtúni. Allir mættu einbeittir til
leiks en það var fyrst og ffemst spil-
agleði og kærleikur sem einkenndu
leikinn og þess vegna skiptir ekki
öllu máli hver sigraði og hver tap-
aði. Enda er það svo þegar upp er
staðið að allir spila fótboltagarp-
arnir í sama liðinu og hlíta leiðsögn
eins og sama leikstjómandans. Eins
og meðfylgjandi myndir bera með
sér var öllum í mun að standa sig í
leiknum og skila sínu svo sómi væri
að. Als
Elínborg með fermingarbömum í Gnmdarfjarðarkirkju sl. ár. Ljósm: Sverrir.
Synt á móti straumnum
Það er vinsælt umræðuefni að
fermingar snúist í dag eingöngu tun
gjafimar. Elínborg segir það alls ekki
vera. „Þegar maður er 13 eða 14 ára
þá skipta gjafimar auðvitað máli.
Þama kemur tækifæri til að eignast
hluti sem mann hefur dreymt um en
þama er líka tímaskeið þar sem
tímabært er að unglingamir eignist
sjálf ákveðna hluti þegar þau em t.d.
orðin það stór að þau geta ekki leng-
ur sofið á gamla beddanum og þurfa
því nýtt rúm. Foreldrar nota þá off
tækifærið til að kaupa hluti sem mik-
ilvægt er að krakkarnir eignist.
Hinsvegar getur þetta keyrt úr hófi
en fólk verður að meta það sjálff
hvað það vill gera. Samfélagið er allt
undirlagt undir neysluhyggju og það
er mjög auðvelt að fara ffam úr sér í
þeim efhum. Þessvegna er það mik-
ilvægur hluti í fermingarffæðslunni
að gera bömunum grein fyrir að það
þurfi ekki alKr að vera eins. Að það
sé allt í lagi að keyra tun á gömlu
dmslunni í staðinn fyrir að steypa
sér í skuldafen fyrir nýjan jeppa. Það
þarf mjög sterk bein til að synda á
móti straumnum en trúin getur okk-
ur styrk í því eins og öðm,“ segir El-
ínborg Sturludóttir sóknarprestur í
Grundarfirði. GE
Hver er hvað?
Á Hárhúsi Kötlu á Akranesi starfa fimm konur sem vita
betur en flestir að tímarnir breytast og hártískan með. Hér
fyrir neðan eru myndir af þessum konum eins og þær líta
út í dag og fermingarmyndir sem teknar voru þegar þær
náðu þeim áfanga í lífinu að verða teknar í fullorðinna
manna tölu. En hver er hvað? Lesendur Skessuhorns geta
spreytt sig á því að tengja saman myndir af hverri og einni
þeirra þá og nú.