Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Qupperneq 6

Skessuhorn - 06.04.2005, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2005 ..riilih... , Deiliskipulagstillaga Krosslands lögð fyrir sveitarstjóm Innri Akraneshrepps: I fyrsta áfanga gert ráð fyrir 500 manna byggð Hreppsnefnd Innri Akranes- hrepps hefur nú fengið í hendur drög að nýju deiliskipulagi að íbúðabyggð í Krosslandi en hug- myndir þar að lútandi hafa áður verið kynntar á íbúafundum í sveit- arfélaginu og fyrir oddvitum sveit- arfélaganna sunnan Skarðsheiðar. Krossland er við Leyni og liggur milli Innnesvegar og strandar, alls 13,7 hektarar að stærð. Segja má að landið sé í bláenda sveitarfélagsins, þétt upp við landamerkin að Akra- nesi þannig að tilvonandi byggð verður í beinu ffamhaldi byggðar á Akranesi til austurs meðffam Inn- nesvegi. Samkvæmt deiliskipulags- tillögunum er gert ráð fyrir að landið sem um ræðir verði skipulagt í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn nær yfir 6,8 hektara og er þar gert ráð fyrir 124 íbúðum á 24 lóðum fyrir einbýlishús og 7 lóðum fyrir sambýlishús. Það er fyrirtækið Stafha á milli sem keypti árið 2003 Krossland en deiliskipulagið er unnið af Glámu-Kím - Arkitektum að Laugavegi 164 ehf. í samráði við Landslag ehf og Verkffæðistofuna Línuhönntm. Tvímælalaust er um spennandi byggingarland að ræða og segir í tillögunum að markmiðið sé að leggja grunn að fallegu og vel byggðu hverfi, í fögru umhverfi. Nái áform Stafna á milli ffam að ganga má gera ráð fyrir að í fyrsta áfanga byggðar á Krosslandi rísi á næstu árum 500 manna byggð sem þýddi að íbúafjöldi Innri Akranes- hrepps fjórfaldaðist, en þar bjuggu 1. desember sl. 117 manns. Jafn- framt jaffigilti þessi fjölgun nær tvöföldun íbúafjölda í væntanlegu, sameinuðu sveitarfélagi sunnan Skarðsheiðar. Gert ráð fyrir byggð í svæðisskipulagi Deiliskipulag fyrir íbúðabyggð að Krossi byggir annars vegar á því að í staðfestu svæðisskipulagi sveit- arfélaga sunnan Skarðsheiðar 1992- Kross liggur aö bœjarmörktim Akraness við Leynisvog og meifram Innnesvegi. 2012 er svæðið merkt sem „íbúðar- svæði, þéttbýfi, byggðarkjarni“ og að í tillögu að aðalskipulagi Innri Akraneshrepps 2002-2014 er svæð- ið skilgreint sem þéttbýli. Aðspurð segir Asa Helgadóttir, oddviti Innri Akraneshrepps að framlagt deifiskipulag sé bæði vel tmnið og ffamsetning þess sé til fyr- irmyndar. „I því hefur verið komið til móts við sjónarmið íbúa og á- kvæði aðalskipulags um að viðkom- andi byggð verði ekki háreistari en sem nemur tveggja hæða íbúðar- húsnæði að hámarki. Ibúar hafa hafnað hærri byggingum á þessum fallega byggingarstað," segir Asa. Hún segir að tillögur Stafna á milli um að byggja á Krosslandi hafi ver- ið kynntar íbúum í sveitarfélaginu við misjafnar undirtektir. „Svæðis- skipulag 1992-2012 gerir ráð fyrir byggð á þessu landi og á þeim for- sendum kaupir Stafna á milli þetta land. Við tökum erindið fyrir á fundi hreppsnefndar n.k. miðviku- dagskvöld [í kvöld] og þá kemur í ljós hvort hreppsnefnd veitir deiliskipulagstillögunni brautar- gengi.“ I ljósi þess að ákveðið hefur verið að sameina sveitarfélögin fjögur stmnan Skarðsheiðar segir Asa að núverandi sveitarstjórnir þurfi allar að vera meðvitaðar um væntanlega íbúðabyggð, enda verði líklega um slíkan fjölda íbúa að ræða í þessum enda hins nýja sveitarfélags, að það muni hafa áhrif m.a. varðandi á- kvörðum um ffamtíðar fyrirkomu- lag skólahalds í sveitarfélaginu.“ MM Mynd til heegri: Áfangi eitt í deiliskipu- lagi Krosslands gerir ráðfyrir 124 íbúð- um en áœtla má aö þar muni um 100 manns búa þegarfram líöa stundir. PISTILL GISLA Fischer ogfleiri Að öllu eðlilegu er það fátt sem getur raskað næturró minni enda er það svo að þegar ég tek það að mér á annað borð að sofa þá geri ég það vel. Þegar ég hef náð því takmarki mínu að hverfa á vit draumalandanna, hvort sem það er með hjálp íslenskra eða rússneskra bíómynda eða útffá al- deilis ágætum en alltof löngum ritverkum Hall- gríms Helgasonar, þá verð ég ekki hrifinn þaðan svo glatt. Hvorki eldgos, jarðskjálftar né börnin mín blessuð geta komið í veg fyrir að ég sofi svefhi hinna réttlátu, saklausu og smáffíðu. Þó bar svo við nótt eina fyrir ekki svo ýkja mjög löngu að alsendis óforvarendis hrökk ég upp með andfælum ógurlegum í kjölfar hinnar hroðaleg- ustu martraðar. Mig dreymdi sumsé að Bobby Fischer væri orðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins með stuðningi mikils meirihluta kardinála kaþ- ólsku kirkjunnar. Um morguninn komst ég reyndar að því að hvorugt af þessu átti við nein rök að styðjast þar sem hvorki var minnst á það í morgunfréttum út- varps né Morgunblaðinu. Engu að síður voru það þessir miðlar ásamt öðrum slíkum hérlendum sem báru ábyrgð á þessum mínum draumförum þar sem misráðnir fréttastjórar og Fischer hafa skipt fféttatímum og fféttasíðum bróðurlega á milli sín. I hálfleik hafa síðan verið stakar fréttir af veikindum Páfans og íslensku krónunnar. Samkvæmt nýjustu fréttum er krónan enn að veikjast og það hastarlega. Páf- inn er hinsvegar látinn, blessuð sé minnig hans. Það er ekki hlaupið að því að ógna veldi þessara einvalda fféttatímanna og því ekki skrítið þótt menn grípi jafhvel til örþrifa ráða til að fá að smeygja táxmi inn í eins og einn lítinn fféttatíma. Ritstjóra tímarits sem kemur út annað slagið tókst þetta reyndar með því að smeygja fíkniefhum í handsápuna sína áður en hann rölti í gegnum tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli. Það þurfti reyndar allsherjarútkall fíkniefhalögreglunnar til áður en hann sagði allt í plati og útskýrði sitt mál hátt og snjallt í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Hann er nefnilega að skrifa bók um ljóta kalla, einhverskonar sápuinnflytjendur og aðra ffkni- efnasmyglara og í tengslum við það þurfti rit- stjórinn með sápuna að prófa sjálfur að smygla fíkniefhum. An þess að ég ætli að fara að skipta mér af því þá þætti mér ágætlega við hæfi að ritsjórinn notaði sápuna í annað þótt vissulega fengi hann ekki eins góða auglýsingu fýrir bókina sína góðu og gæti örugglega ekki skrifað hana eins vel. Ég er hinsvegar þakklátur fyrir það að hann valdi sér ekki enn verri bandíta en fikniefiia- smyglara til að skrifa um og líkja eftir. Hann má líka vera þakklátur fýrir það sjálfur að vera ekki ritstjóri Bændablaðsins svo dæmi sé tekið. Því ef hann ætlaði að setja sig í spor allra sem þar er skrifað um, og það jafhvel um háfengitímann, þá gæti verið að hann þyrfd á sápunni að halda. Gísli Einarsson, með rhartröð.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.