Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Qupperneq 13

Skessuhorn - 06.04.2005, Qupperneq 13
I ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2005 13 Axarkast á Indriðastöðum. Súrheystumaklifur og axarkast Einelti í Dalabyggð Á Indriðastöðum í Skorradal hefur verið byggð upp nokkurs- konar afþreyingarmiðstöð í tengsl- um við aðra ferðaþjónustu á bæn- um. Inger Helgadóttir rekur inn- fangsmikla ferðaþjónustu á Ind- riðastöðum sem byggir m.a. á sölu sumarhúsalóða og údeigu á sumar- húsrnn en í samstarfi við útivistar- fyrirtækið Eskimos og Safaríhjól hefur hún á undanfömum misser- tun í auknum mæli farið út í ýmis- konar afþreyingu fyrir sumarhúsa- gesti í Skorradal og aðra ferða- menn. Um nokkurt skeið hefur ver- ið boðið upp á fjórhjólaferðir fyrir smærri og stærri hópa og em það ekld síst starfsmannafélög sem hafa nýtt sér þá þjónustu. Þá er boðið upp á fjölbreytta leikjadagskrá fyrir gestina þar sem gömlu útihúsin á Indriðastöðum hafa nýst ágædega. Sem dæmi um „öðmvísi afþrey- ingu“ á Indriðastöðum má nefha axarkast og dmmbakast sem nýtur vinsælda hjá gestum og gangandi. Gamla hlaðan á Indriðastöðum er orðin að fyrsta flokks félagsheim- ili og í fjósinu er vísir að kaffihúsi. Það nýjasta var síðan kynnt um páskana en það er gamli súrheys- mminn sem hefur fengið nýtt hlut- verk, þ.e. að vera staðgengill fjalls, hvorki meira né minna. Utan á turninum er búið að koma fyrir klif- urbúnaði og geta ungir sem aldnir spreytt sig á því að príla upp snar- brattan vegg tumsins undir leið- sögn fagmanna. Ingólfur Stefánsson hjá Safarí- hjólum og Eskimós segist bjartsýnn á að þessi nýjasta viðbót við afþrey- ingarflóruna á Indriðastöðum eigi eftir að njóta vinsælda enda sé þetta eitthvað sem getí hentað nánast öll- um, tmgum sem öldnum. Blaða- maður, sem er með þeim lofhrædd- ari héma megin Alpafjalla, getur reyndar vottað að það hentar ör- ugglega nánast öllum því hann fór bæði upp og niður og Hfði það af! GE Við, stuðningsmenn Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur, getum ekki orða bundist lengur og fordæmum það einelti sem meirihluti sveitar- stjórnar Dalabyggðar viðhefur gagnvart henni. Það er S - listi og tvö af L - Hsta sem S - listd náði að kaupa til sín og sviku þar með kjós- endur sína (enda njóta þau ekki trausts þeirra lengur). Fyrst byrja þau að undirlagi illra afla innan sveitarstjórnar að bera upp á hana lognar ávirðingar til að hrekja hana úr starfi hjá Heilsugæslunni í Búð- ardal. Ávirðingar sem vom svo fá- ránlegar og augljós tilbúningur að allir dómstólar vísuðu því ffá (enda bara samsæri gegn henni). Þá fara þau þá leið að vísa henni úr öllum nefndum og ráðum á veg- um sveitarfélagsins og rökstyðja með sömu lygi og þau notuðu í heilsugæslunni. Þegar það dugar ekki til er hún lögð í þvílíkt einelti á sveitarstjómarfundum að áheyr- endum hefur alveg blöskrað. Henni er neitað um að bóka það sem hún vill láta bóka sem allir vita að er brot á sveitarstjórnarlögum. Henni er svarað með útúrsnúningi, skæt- ingi og ruddaskap, fundarsköp era þverbrotin og henni er sagt að hún geti þá bara sent stjórnsýslukæm, þau viti hvernig þær fari (ekki vant- ar hrokann). Þá samþykkja þau á hana vítur fyrir að mæta ekki á fundi. Sumir hafa þó mætt sjaldnar en hún og ekki verið víttir fyrir. Það mega víst ekki nema sumir sveitar- stjómarmenn veikjast. Hefur hún þó mætt úr Reykjavík í slíkri færð að sumir sveitarstjórnarmenn þorðu sig ekki að hreyfa innan hér- aðs og vom þó á jeppum með drifi á öllum hjólum en hún á litlum einsdrifs fólksbfl. Síðasta útspil þeirra er að nú ætla þeir að kæra hana út úr sveitarfé- laginu vegna þess að hún er í námi í Reykjavík og vinnur ekki í sveitar- félaginu. (Allir vita þó hverjum það er að kenna þetta með vinnuna). Er það okkur verulegt áhyggju- efni ef núverandi meirihluti ætiar að stjórna því hverjir mega eiga heima í Dalabyggð og reynir að hrekja alla þá burt sem ekki era sammála þeim. Samt hefur sveitarstjóri og meiri- hlutinn vælt yfir því hvað mikið tekjutap það er fyrir sveitarfélagið þeir 20 íbúar sem fluttu burt á síð- asta ári. En hvað reyna þau ekki til að sóa fé skattborgaranna í vonlaus fyrirtæki? (Og lýsum við fullri á- byrgð á hendur stjórnarmanna þeirra sem gætu orðið skaðabóta- skyldir gagnvart tapi þeirra ár eftir ár). Og í lögffæðinga vegna eigin afglapa án þess að nokkur andmæli því. Og ef þeim tekst að flæma Guð- rúnu burt á þeim forsendum sem áður vora taldar mun vera hægt að kæra burt rúmlega 100 íbúa til við- bótar og er meira en helmingur þeirra ekki einu sinni námsfólk heldur fólk í fullri vinnu sem sést sjaldan og sumt aldrei í Dalabyggð en á þar sitt lögheimili og borgar þar sína skatta og kýs þar. Hefur meirihluti sveitarstjórnar reiknað það út hvað mikið tekjutap það yrði fyrir sveitarfélagið ef allir yrðu þeir kærðir burt? K.S Be.G. FRÁBÆR NÝJUNG í AUGLÝSINGUM Á BÍLA Við prentum auglýsingar á segul með logo og öllum þeim upplýsingum sem þú villt um fyrirtækið þitt í öllum þeim litum sem þú villt, jafnvel Ijósmynd af sjálfum/sjálfri þér líka, allt innifalið. Einfaldara getur það ekki verið. Þú skellir þessari auglýsingu á bílinn þinn þegar þér hentar (t.d. á morgnana), og tekur hana aftur af þegar þér hentar (t.d. á kvöldin). Þessi segulflötur þolir vatn, vind og sól og skemmir ekki lakkið á bílnum þínum. LÁTTU FYRIRTÆKIÐ ÞITT SJÁST í UMFERÐINNI með þessari skemmtilegu auglýsinganýjung, það mun borga sig. Myndvís S: 847-3843

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.