Skessuhorn - 06.04.2005, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2005
Stúdíó í Stúkuhúsið?
Eins og margir vita bættist nýtt
hús í þá þyrpingu gamalla húsa
sem er að finna á Safnasvæðinu að
Görðum á síðasta ári þegar Stúku-
húsið svokallaða var flutt þangað af
Háteignum á Akranesi. Jón Allans-
son, forstöðumaður Byggðasafns
Akraness og nærsveita, segir að
endurbætur á húsinu séu hafnar og
telur hann líklegt að það verði tek-
ið í notkun á næsta eða þarnæsta
ári, það fari þó allt eftir því fjár-
magni sem varið verði til fram-
kvæmdanna. Ekki hefur verið tek-
in endaleg ákvörðun um hvaða
starfsemi verður í húsinu en verið
er að skoða ýmsa möguleika. Síð-
ustu dagana á Háteignum þjónaði
húsið sem stúdíó þar sem Orri
Harðarson stjórnaði m.a. upptök-
um á plötu Skagatrúbadorsins
Geirs Harðarsonar, enda þykir
húsið henta einstaklega vel til
slíkrar starfsemi. Orri segir mikla
ásókn hafa verið í upptökuverið og
færri komist að en vildu, til að
mynda varð að neita þeim Magn-
úsi Eiríkssyni og KK um að taka
þar upp nýja plötu.
Draumur Orra Harðarsonar var
að halda áfram upptökum í húsinu
og sendi hann inn formlegt erindi
þess efnis til bæjarstjórnar sem
hann segir hafa hlotið jákvæðar
viðtökur, þó ekki hafi verið tekin
endanleg ákvörðun enn. A meðan
Orri bíður eftir því að húsið kom-
ist í stand og erindi hans verði
svarað, flytur hann norður til Ak-
ureyrar og gengur til liðs við
Kristján Edelstein sem á og rekur
hljóðverið Hljóðhamar. Verkefnin
eru næg en Orri vill þó ekki úti-
loka þann möguleika að hljóðverið
í Stúkuhúsinu komist í gagnið. „-
Þetta hús er kjörið undir þessa
starfsemi og ég útiloka ekki neitt í
þessum efhum,“ segir Orri og bæt-
ir við: „Ef ákvörðun verður tekin
um að slá til mun ekki standa á mér
að taka þátt í að skapa þarna fyrir-
taks upptökuver." ALS
Sementsverksmiðjan á Akranesi:
Tilraunir með umhverfisvænni rekstur
Sementsverksmiðjustrompurinn, veðurviti Skagamanna.
Tæknideild Sementsverksmiðj-
unnar hf. og fyrirtældð Iðntækni ehf.
vinna um þessar mundir að þróunar-
verkefrú sem felst í því að finna leið-
ir til þess að endumýta efnamassa
sem til fellur við ffamleiðslu á sem-
entsgjalli í Sementsverksmiðjunni.
Gjallffamleiðslan fer ffam í 100
metra gjallbrennsluofni og við
brennslu hráefha verður til töluvert
af ryki sem leitt er ffá ofhinum með
afgasi. Gunnar H. Sigurðsson, for-
stöðumaður tæknisviðs segir að á
fýrstu rekstrarárum verksmiðjunnar
hafi hluti af þessu ryki verið endur-
nýtt með sérstökum búnaði en því
var hætt þar sem endurnýtingin
hafði í för með sér ákveðið óhagræði
auk þess sem alkalíinnihald gjallsins
hækkaði. Þá var flutningsbúnaður
flókinn og erfiður í viðhaldi.
„Þegar endumýtingu var hætt var
rykið blandað miklu magni af vatni
og dælt til sjávar. Rykið er eingöngu
samansett úr náttúrlegum efhurn og
því hafði þessi leið til förgunar enga
umhverfismengun í för með sér,“
segir Gunnar.
„Ibúum á Akranesi þótti þó sjón-
mengun af þessu þar sem rykið litar
sjóinn brúnan og það þótti ekki sam-
ræmast áformum um uppbyggingu
Langasands sem útivistarsvæðis.
Þessari rykdælingu var því hætt á 9.
áratugnum og ný lausn fundin með
því að útbúa setþrær úti á skelja-
sandsþró verksmiðjunnar. Vams-
blandað ryk var leitt í þessar þrær og
þar settust allar efnisagnir til botns
en tært vam með uppleystum söltum
rann til sjávar. Þræmar em tæmdar
reglulega og hefur hluti þess efiiis
sem fallið hefur til með þessum
hætti verið nýttur til uppfýllingar og
að hluta til hefur því verið komið
fýrir í gamalli líparímámu sem verið
er að loka og ganga frá,“ segir
Gunnar.
Hann segir að nýlega hafi farið
ff am ítarlegar rannsóknir sem leiddu
í ljós að mikill munur er á efhainni-
haldi ryksins háð því hvar í efnaferl-
inu pmfur em teknar. „Þannig hefur
komið í Ijós að setefhið í þrónum er
að mörgu leyti með sambærilega
efnisuppbyggingu og hráefnisleðjan
sem dælt er inn í ofhinn. Oheppileg
alkah'sölt sem þó hafa engin skaðleg
áhrif í náttúrunni hafa
skolast burt þannig að
eftir stendur efhismassi
sem heppilegur er til
gjallframleiðslu. Sá
hængur er þó á að harm
er ákaflega erfiður í
flutningi, en takist að
leysa það vandamál er
líklegt að endurnýta
megi allt efhið sem til
fellur.“
Þróunarverkefnið
sem nú er í vinnslu felst
í því að finna lausn á
hvemig hægt sé að flytja
efhismassann undir
stýrðum aðstæðum aft-
ur inn í ofhinn. „Til að
byrja með er stefht að
því að setja upp bráða-
birgðabúnað sem not-
aður yrði við tilrauna-
keyrslu. Endanlegur
búnaður yrði síðan hannaður og
smíðaður ef allt gengur að óskum.“
Takist það segir Gunnar ljóst að slá
megi tvær flugur í einu höggi þar
sem bæði skapist af þessu verulegur
fjárhagslegur ávinningur auk þess
sem endumýtingin yrði stórt skref í
þá átt að gera starfsemi verksmiðj-
unnar umhverfisvænni en hún er í
dag. ALS
Ferðasaga körfiiboltafólks til Danmerkur
Mánudaginn 21. mars hélt hópur
unglinga af Akranesi í körfubolta-
ferð til Arhus í Danmörku. Var
þetta unglingaflokkur kvenna ásamt
II. flokki karla og þjálfurunum
þeim Birma og Jóni Þór. Hér á eft-
ir er stutt ferðasaga hópsins rituð af
þeim Astu og Valdísi.
Við lögðum af stað klukkan 4
suður á Keflavíkurflugvöll. Klukk-
an 8 fórum við í loftið og leiðin lá
til Danaveldis. Þegar til Kaup-
mannahafhar var komið áttum við í
ansi miklum erfiðleikum með að
finna gististaðinn en á endanum
fundum við hann eftir mikla og erf-
iða leit. Eitt gott orð yfir gististað-
inn er: „sérstakt!“ Þegar allir vom
búnir að koma sér fyrir ákváðum
við að eyða restinni af deginum á
Strikinu eða „pá Stroget" á góðri
dönsku. A Strikinu nutu stelpumar
sín alveg út í ystu æsar og eflaust
strákarnir líka. Svo komum við öll
saman og fengum okkur pizzur að
borða á ágætum stað á Strikinu.
Lukum svo kvöldinu á gististaðnum
okkar.
A þriðjudeginum fengum við að
sofa aðeins út. Síðan skelltu allir sér
í sund, þar sem allir skemmtu sér
konunglega á öllum stökkpöllunum
sem í boði vora. Restinni af degin-
um var svo eytt á Strikinu. Þegar
allir höfðu grandskoðað búðimar
var ákveðið að hittast á einu torginu
þar sem Binni og Jón Þór ákváðu að
sýna listdr sínar og byrjaði Jón Þór
að „jöggla“ og Binni að sýna ýmsar
Hstir eins og að „breika" og fleira.
En eftir frekar misheppnað „show“
fórum við öll saman á Hard Rock
og borðuðum þar. Svo var lagt af
stað á gististaðinn og var kvöldinu
varið þar.
A miðvikudeginum var svo vakn-
að snemma því að við þurftum að
koma okkur upp á Kastrap til að
taka rútuna til Árhus. Rútuferðin
tók 3 tíma og svo voram við í 1 tíma
í ferju. Þegar til Árhus var komið
tók það sama við og í Kaupmanna-
höfh, að finna staðinn þar sem gista
átti. Það gekk erfiðlega en eftir
mikið labb og strætóferðir fundum
við loksins þetta RISASTÓRA í-
þróttahús þar sem mótið fór fram.
Við tókum stutta æfingu á aðalvell-
inum þegar við höfðum komið okk-
ur fyrir og síðan farið út að borða.
Um kvöldið var skemmt sér mikið.
Nokkrir strákar fóra í „rapp-
keppni“ og vora þeir nokkuð góðir.
Og kom ein góð setning sem hljóð-
aði svo: „Þú heldur að þú sért rapp-
ari en ert bara stappari." Þegar leið
á kvöldið vora allir orðnir mjög
þreyttir eftir erfiðan dag og sofh-
uðu fljótt.
Á fimmtudeginum byrjaði mótið.
Stelpurnar áttu tvo leiki þennan
dag og líka strákamir sem unnu
báða sína leiki þennan daginn.
Stelpurnar stóðu sig mjög vel í því
að styðja strákana á meðan þeir
kepptu en strákamir vora hinsvegar
ekki eins duglegir að gera hið sama
á móti. Um kvöldið var frjálst.
Sumir léku sér í körfubolta en aðr-
ið blönduðu geði við hina krakkana.
Á föstudeginum kepptu strákarnir
tvo leiki og stelpurnar einn leik en
seinna um daginn kom svo í ljós að
þær vora komnar í undanúrslit og
áttu þá að keppa einn leik til við-
bóta þann daginn og það á aðalvell-
inum. En það vildi svo óheppilega
til að þær töpuðu honum. Strákarn-
ir unnu einn leik og töpuðu öðrum.
Um kvöldið var svo diskótek. Það
stóð nú samt ekki lengur til en
svona 11 um kvöldið en þá fór IA-
hðið bara sjálft að skemmta sér og
tókum við uppá því að fara í smá
Idol-keppni. Binni ogjón Þór riðu
á vaðið og tilþrifin vora ekki af
verri endanum. Svo á eftir þeim tók
einn strákanna lagið „Eye of the ti-
ger.“ En hann komst nú ekki lengra
en hálft lagið því að þá kom þjálfar-
inn úr liðinu sem var í herberginu
við hliðin og sagði okkur að lækka
niðrí okkur. Við gerðum það og
fóram að sofa.
Laugardagurinn var síðasti dagur
mótsins og kepptu strákarnir þá á
aðalvellinum við besta liðið í sínum
flokki og unnu þá auðveldlega.
Stelpurnar áttu líka sirm síðasta leik
á þessu móti og var þá keppt um 3.-
4. sætið og lentum þær í því 4. Síð-
asti leikur strákanna var hins vegar
við sama lið og þeir kepptu við um
morguninn og ekki fór eins vel þá,
þeir töpuðu leiknum en lentu samt
sem áður í 2. sæti sem er mjög góð-
ur árangur. Strákarnir tóku við við-
urkenningu seinna um daginn og
vora mjög svo stoltir. Um kvöldið
var svo haldið í miðbæ Árhus og
fengið sér pizzu. Síðan fengum við
tækifæri til að ganga aðeins þar um
og fórum svo bara heim að sofa því
að langt ferðalag var fýrir höndum
daginn eftir. Sunnudagurinn var
svo síðasti dagur þessarar skemmti-
legu ferðar. Við lögðum af stað
snemma upp á rútustöð þar sem við
tókum rútuna á Kastrap þar sem
við þurftum að bíða í 5 tíma þang-
að til að vélin færi til íslands.
Þessi ferð var ólýsanlega
skemmtileg og eflaust langar öllum
að fara aftur að ári.
Valdís og Asta
Úr glasi eða rídd
Þessi gullvæga setning
heyrðist við kvöldmatarborð
ffá einni stúlku á leikskólaaldri
nýverið.
Þar spurði dóttirin: „Var ég
búin til í glasi, ættleidd eða
rídd?“
Þessar hugleiðingar urðu til-
efiii þess að ort var í hennar
orðastað:
Ur bvaða efni er e'g smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Eg vita það vil
því víst er ég til.
Er ég attleidd, úr glasi eða
rídd?
Spurningu barnsins svarar
pabbinn á þessa leið:
Ur ágœtis efn ’ ertu snídd
og kostunum bestu ertu prýdd.
En eitt máttu vita
ég vann mér til hita,
því á gamaldags hátt varstu rídd
S
Oskimar tvær
Þegar Guð hafði skapað
Adam og Evu sagði hann:
„Nú á ég tvær gjafir eftir
handa ykkur, kúnstina að
pissa standandi og..“ „Hana
vil ég fá,“ hrópaði Adam. Eva
kinkaði kolli játandi og Adam
fékk gjöfina. Adam skríkti af
kæti, hljóp um allan lysti-
garðinn, pissaði á trén upp og
niður, þaut niður á strönd og
pissaði allskyns munstur í
sandinn. Guð og Eva fýlgdust
kímin með hamingju Adams
og Eva spurði: „Hver er hin
gjöfin?“ Guð svaraði: „Heil-
inn, Eva, heilinn!“
Ojabjakk
Italskur ferðamaður, sem
var staddur í Madrid á Spáni,
fékk skyndilega þá hugdettu
að skella sé á nautaat sem átti
að vera í nágrenninu síðar um
daginn. Hann skemmtd sér
konunglega og dáðist að því
við vin sinn hvað nautabaninn
fór létt með að stúta nautinu.
Um kvöldmatarleytið fer
hann svo inn á nálægan veit-
ingastað og biður þjóninn um
rétt dagsins og vín hússins.
Hann hafði ekki beðið lengi
þegar þjónninn kemur með
veitingarnar. Þegar hann
þakkar þjóninum fýrir ffá-
bæran mat, spyr hann þjóninn
að því hvað þessi indæli réttur
heiti. „Hann heitir ojabjakk,“
svarar þjónninn um hæl.
Hvaða hráefni er notað í
svonna góðan mat, spyr ítal-
inn aftur. Það eru eistu nauts-
ins sem féll í hringnum í dag.
ítalinn sætti sig við þetta og
þakkaði fýrir sig og kvaddi.
Daginn eftir kemur Italinn
aftur og pantar sama rétt og
kvöldið áður. Þegar hann hef-
ur lokið við matinn, spyr
hann þjóninn af hverju
skammturinn hafi verið svona
lítill, því hann hafi verið svo
vel útilátinn deginum áður.
„Það er út af því að nautið
tapar ekki alltaf,“ svaraði
þjónninn um hæl.