Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Page 15

Skessuhorn - 06.04.2005, Page 15
rr ..r^nih. ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2005 15 Þessir tóku við viðurkenningum vegna Islandsmeitstartitils ífyrst sinn. F.v. Ólafur Helgason fyrir körfuhnattleiksdeild Skallagríms, Amar Hrafn Snorrason, Islandsmeistari í hástökki, Bergþór Jóhannesson íslandsmeistari í kúluvarpi. A myndina vantar Bjarka Þór Gunnarsson íslandsmeistara í badminton. Sambandsþing UMSB Attugasta og þriðja sambands- þing Ungmennasambands Borgar- fjarðar var haldið í Grunnskólanum í Borgarnesi fimmtudaginn 31. mars síðastliðinn. Helstu mál þingsins voru flutningur á skrif- stofu sambandsins ffá Borgarbraut 61 að Skallagrímsgötu 7, breytt skipulag og verksvið íþróttanefnd- anna, breytingar á verklagi við kjör á íþróttamanni Borgarfjarðar og aðgerðir til að glæða lífi í óvirk ungmennafélög. Einnig voru sam- þykktar ályktanir vun eflingu dans- íþróttarinnar, umhverfismál og þátttöku í gönguverkefnum UMFI. Tveir stjórnarmenn, þau Axel Vatnsdal og Helga Karlsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu og í stað þeirra voru Guðríður Ebba Pálsdóttir og Júlíus Jónsson kosin. Fjórar viðurkenningar voru veitt- ar nýjum Islandsmeisturum. Þær fengu Arnar Hrafn Snorrason, Bergþór Jóhannesson, Bjarki Þór Gunnarsson og Ólafur Helgason fyrir hönd körfuknattleiksdeildar Umf. Skallagríms. GS i Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015, vegna deiliskipulags "nor&urgarðs" í Grunarfirði Með vísaní 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 erhérmeð auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 - 2015. Breytingin felst í um 8.000 m2 stækkun hafnarsvæðis með landfyllingu við Norðurgarð. Núverandi iðnaðarsvæði á höfninni er fellt inn í halharsvæðið. Uppdráttur ásamt greinargerð með frekari upplýsingum, liggur frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 13. apríl n.k. til 11. maí 2005. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefmn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 25. maí 2005. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins ffests, teljast vera samþykkir henni. Grundarfirði, apríl 2005 Jökull Helgason, Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfiarðar Auglýsing um deiliskipulag: "Norburgar&ur" í Grundarfirbi Með vísan í 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu “Norðurgarðs” í Grundarfirði. Deiliskipulagstillagan tekur til hafnarsvæðis á Norðurgarði (Stórubryggju) og landfyllingu við hann. Skipulagssvæðið er 2,4 ha að stærð og afmarkast af Nesvegi 4 og 4a í vestri en liggur annars að sjó. Tillagan gerir ráð fyrir lóðum fyrir hafhsækna starfsemi á landfýllingu norðan við Stórubryggju. Gildandi deiliskipulag fyrir austurhluta Stórubryggju er fellt inn í skipulagstillöguna. Uppdráttur ásamt greinargerð með frekari upplýsingum, liggur frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 13. apríl n.k. til 11. maí 2005. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefínn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir ef einhveijar eru skulu vera sknflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 25. maí 2005. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir henni. Grundarfirði, apríl 2005 Jökull Helgason, Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfiarðar skessuhorn.is Akumeskt hugverk flutt austur á land Leikfélag Seyðisfjarðar vinnur um þessar nmndir að uppsemingu á söngleiknum í Tívolí sem saminn var af Steingrími Guðjónssyni, for- manni Skagaleikflokksins, Guðjóni Sigvaldasyni leikstjóra og leik- hópnum sem stóð að uppsetningu á verkinu sem samið var í kringum tónlist af samnefndri plötu Stuð- manna og ffumsýnt á Akranesi árið 1998 undir tónlistarstjórn Flosa Einarssonar. Guðjón sér einnig um leikstjórn á Seyðisfirði en um tón- listarstjórn sér María Gaskell og er frumsýning áætluð um mánaða- mótin apríl/maí. Lilja Kristinsdótt- ir, formaður Leikfélags Seyðis- fjarðar, segir leikhópinn hafa lang- að til að setja upp söngleik og I Tívolí hentaði ákaflega vel fyrir þann 25 manna hóp sem að upp- setningunni stendur, en stór hópur nemenda úr Grunnskóla Seyðis- fjarðar tekur þátt í uppfærslunni. Eigi Skagamenn eða aðrir Vest- lendingar erindi austur á firði um næstu mánaðamót hvetur Lilja þá eindregið til að kíkja á þessa nýju uppfærslu á vesdensku hugverki. ALS LATTU 0KKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1930 r Akraneskaupstaður 1 Bæjarstjórn Akraness Útvarpað er fra bæjarstjórnarfundum á FM 95,0 992. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnxnn, Stillholti 16-18, 3.hæð, þriðjudaginn 12. apríl 2005 og hefst hann kl. 17:00. Bœjarmálafundir stjórnmálaflokkanna verða sem hér segir: Akraneslistinn í Hvíta húsinu, Skólabraut 9, mánudaginn 11. apríl 2005 kl. 18:00. Framsóknarflokkurinn í Framsóknarhúsinu, . Sunnubraut 21, mánudaginn 11. apríl 2005 kl. 20:00. o Sjálfstæðisflokkurinn í Sjálfstæðissalnum, Stillholti 16-18, laugardaginn 9. apríl 2005 kl. 10:30. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Bœjarstjórí. INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGN í B0RGARNESI ÞÓRÐARGATA 24 Raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr samtals 180 ferm. Á neðri hæð er forstofa og hol flísalagt, góður skápur í holi. Eitt herbergi parketlagt. Snyrting öll flísalögð, sturta. Þvottahús. Á effi hæð er hol, stofa og fjögur herbergi parketlagt. Eldhús með korkflísum á gólfi, eldri viðarinnrétting. Baðherbergi allt flísalagt, ljós innr. Nýlegir gluggar og gler á suðurhlið, sem er nýlega klædd með áli. Nýjar þakrennur og þakkantur. Gott útsýni og góð staðsetning. I Verð: 19.000.000 • | Allar nánari upplýsingar á skrifstofu | Ingi Tryggvason hdl. I löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 4371700, 860 2181, fax 4371017, netfang: lit@simnetis - veffang: simnetis/lit \__________________________________________________J I

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.