Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Side 18

Skessuhorn - 06.04.2005, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 2005 ^tttasunu.. Hinjullkomna litasamsetning firndin? Slitrur úr dagbók listamanns Föstudagurinn langi: Dagurinn var langur og ljúfur, en svo byrjuðu ósköpin upp úr mið- nætti, þegar frúin kom heim og ætl- aði að leggja bflnum, það lá við að hún ylli stórslysi, því hún var næst- um búin að keyra niður 2 mýgandi karlmenn á bak við húsið okkar, það tók mig langan tíma að róa frúna niður og koma okkur í svefn. Upp úr klukkan 2 vaknaði ég svo við fagrar kvenmannsraddir, ég náttúrulega glaðvaknaði og viti menn, það voru 5 yngismeyjar fyrir utan svefnherbergisgluggann minn, þær töluðu hátt og allar í einu, komnar á trúnaðarstigið, þama bak við húsið mitt. Núna var ég fyrst glaðvaknaður, en því miður vaknaði frúin líka og öll bömin í húsinu, æ, æ, og ég sem var að komast að miklu leyndarmáli sem DV hefði verið fengur að. Frúin rauk út í glugga og rak þær í burtu með harðri hendi, orðin ansi örg. Eg ædaði aldrei að geta sofnað aftur, orðinn svo spenntur yfir leyndarmálum yngismeyjanna. Svo upp úr klukkan 4 byrjaði svo djammið fyrir alvöm þegar öldur- húsinu í hverfinu mínu var lokað. Það var mikið öskrað, talað hátt, slagsmál og læti, já mikið rosalega hlýtur að vera gaman. Um morguninn þegar ég fór út að viðra hundinn blasi við mér „dá- fögur sjón,“ þvflík litasamseming sem ljómaði á stéttinni við útidyrn- ar hjá mér! Eg sem hef lengi verið að reyna að ná þessum lita- tónum í myndun- um mínum, en aldrei tekist að ná þessari fullkomn- un á striga: Rauð- ir tónar, appel- sínugulir, brúnir og purpuralitaðir, þetta er í anda ex- pressionismans, þ.e. taumlaus tjáning tilfirming- anna. Þegar betur var að gáð þá hafði gerandinn greinilega ekki mggið matinn vel, því að þetta var ómelt og tannafarið í gulrótunum og skinkunni er greinilegt, hakkið ffekar illa steikt. Nú vora góð ráð dýr. Eg varð að passa hundinn, hann var svo spenntur fyrir þessu. Eg mátti til með að sýna frúnni listaverkið, hún trompaðist og fékk taugaáfall, svo ég snaraðist í regngalla og náði í háþrýstidæluna og smúlaði dýrðina í burm. Kann að vera að ég panti mér ekki pizzu með hakki, gulrótum og skinku í bráð. Og óskandi væri að menn fengju expressijóniskum þörfum sínum fullnægt annarsstað- ar en við útidyrnar mínar. Bjami Þór, myndlistarmaður Skólabraut 22, Akranesi. Ambögumálfar Þegar olíukóngarnir urðu upp- vísir að ólöglegu samráði á síðasta ári var málinu vísað til stofhunar sem ber nafhið Samkeppnisstofh- un. Orðið hefur forskeyti og er samsett úr tveimur orðstofnum. Um samsett orð gilda reglurnar að fýrri hlutinn skal vera stofh orðsins, eignarfall eintölu eða eignarfall fleirtölu. Orðið keppni er óbeygj- anlegt kvenkynsorð sem endar á i og er ekki til í fleirtölu nema hjá þeim allra hörðusm. Við höfum fullt af svona kvenkynsorðum sem enda á i og era óbeygjanleg. Dæmi: Gleði, heppni, samheldni, bjart- sýni, leikfimi, elli, hlýðni, hnýsni, fyndni, reiði. Þegar þessi orð koma sem fýrri hluti samsetts orðs, verð- ur sá hluti óbreytmr. Dæmi: Gleði- söngur, heppnisigur, bjartsýnikast, leikfimihús, elliglöp, reiðikast. Samkeppnisstofnun á því að heita Samkeppnistofnun. Þér finnst orðin í upptalningunni hér á undan líklega mismunandi kunnugleg. Það stafar af því að þetta auka s hefur ekki enn náð að troða sér inn í samskeytin í öllum orðunum. Við eram vön „essinu“ í sumum orðum en ekki í öðram sem bemr fer. Hendum „essinu" út þar sem það á ekki heima. Hvernig stendur á því að við höfum troðið „essinu" inn í samskeytin á nokkram samsetrnm orðum þar sem það á ekki að vera? Astæðan er vafalítið að við eigum allmörg hvoragkynsorð sem bæta við sig s í eignarfalli eintölu og þar sem slíkt orð er fýrri hluti í sam- ésái settu orði og eignarfall orðsins not- að kemur „essið“ sjálfkrafa og á þarna heima með rétm. Við höfum gleymt að taka mið af þessum mun. Pössum okkur á óbeygjanlegu kvenkynsorðunum í fyrri hluta samsetts orðs. Ekki setja s þar inn. I dag höfum við í málinu orðin ráðunautur og ráðtmeyti. Ef við skoðum aftur reglurnar um samsett orð, kemur í ljós að „ráðu“ á ekki rétt á sér. Stofninn er ráð, eignar- fall eintölu ráðs og eignarfall fleir- tölu ráða. I ritverki frá næstsíðustu aldamótum er talað um ráðanauta. Ráðaneyti hef ég ekki fundið en eins og allir geta séð passar „ráðu“ ekki eftir reglunum. Hreinsum frekar en sóða út. Þorsteinn Pétursson, Arbergi 3, 320 Reykholt. Þitt val - þínframtíð aðið og verða þeir haldnir á næstu dögum. En um hvað snýst samein- ing sveitarfélaga? Hver er þessi sífellda þörf á að efla þau og stækka? Sveitarfélögin era annað af tveimur stjórnsýslustigum landsins og hafa sem slík margar lögbundnar skyldur. Þær lúta að skólamálum, skipulagsmálum og félags- málum svo nokkur séu nefnd. Þeim ber lögum skv. að annast um ákveðna þjón- ustu við íbúana og hafa eft- irlit með öðram. Lítil sveit- arfélög ráða illa við að sinna þessum skyldum sínum ein og sér. Það hvað sveitarfélög á Islandi hafa verið lítil hef- ur gert það að verkum að ríkið sinnir og ræður alltof stóram hluta þeirrar þjónustu sem íbúar vilja fá. Ef við viljum raun- veralega efla þjónustu í heima- byggð og hafa eitthvað að segja um hvernig hún er veitt þá verðum við að ráða henni. Við getum auðvitað haft þetta óbreytt en þá heldur valdið áfram að safnast á fárra hendur fýrir sunnan. Því hefur verið haldið fram í mín eyra að sameining við Borgarnes færi allt vald þangað. Hvaða vald spyr ég? Hversu mikið höfum við að segja um okkar mál þegar megnið af valdinu er í Reykjavík? Ég hef þá bjargföstu trú að þeir sem vilja halda valdinu heima, þeir era í raun sameiningarsinnar því þá fyrst eram við að tala um eitt- hvað vald og einhverja getu til að stjórna okkar málum. í litlum sveitarfélögum er stoðkerfið ekk- ert og mörg dæmi um að þar starfi ekki aðrar nefndir en sveitarstjórn. Hvernig á sveitarstjórn að geta sinnt öllum þeim ótal mörgu og flóknu málaflokkum og sérfræði- þjónustu sem íbúar óska? Hún í rúm tvö ár hefur nú verið unn- ið að því að greina kosti þess og galla að sameina sveitarfélög í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar og á seinni stigum kom Kolbeins- staðahreppur inn í þær viðræður. Nú liggur fyrir málefhaskrá þar sem sameiningarnefhd leggur til að þessi sveitarfélög verði samein- uð og sveitarstjórnir hafa afgreitt málið fýrir sitt leiti. Kosningin um sameininguna fer fram 23. aprfl nk. Það er stór ákvörðun að sameina þessi sveitarfélög og nauðsynlegt að allir íbúar kynni sér málið og skoði þau gögn sem hafa verið unnin áður en þeir gera upp hug sinn til sameiningar. Við eigum ekki að þegja okkur í gegnum þá daga sem eftir era fram að kosn- ingum heldur ganga í málið og skoða um hvað þetta snýst. Mikið af upplýsingum hefur verið sent á hvert heimili, enn meira af upplýs- ingum má finna á vef sameiningar- nefndar www.sameining.is og meira kemup af gögnum nú næstu daga. Þá er búið að boða 6 fundi um sameiningarmálið vítt um hér- getur það ekki og kaupir hana að eða vinnur í samvinnu við önnur sveitarfélög og er þá ekki búið að flytja valdið burt þar sem hver sveitararstjórn framselur vald sitt til byggðasamlaga? Hættum að telja sjálfum okkur trú um að við séum að missa eitthvað vald með sameiningu sveitarfélaga. Við eram miklu frekar að öðlast það. Það er fróðlegt að fýlgjast með þeirri miklu uppbyggingu sem nú á sér stað víða um land. Skyldi það vera tilviljun að það er sérstaklega að gerast þar sem sveitarfélög hafa verið sameinuð? Ég held ekki. Þetta sýnir fýrst og fremst að þar hafa orðið til einingar sem veita í- búum og atvinnulífi góða þjónustu og þar vill fólkið búa. Við skulum ekki missa af því tækifæri að gera Borgarfjörð og Kolbeinsstaða- hrepp að slíku svæði. Kosning um sameiningu sveitarfélaga snýst ekki um það hvort Kolhreppingar geta áfram verið Kolhreppingar, Mýra- menn eða Borgfirðingar eins og helst mátti skilja á grein í Morgun- blaðinu nú nýlega. Sameining sveitarfélaga snýst um að mynda öfluga einingu utan um sameigin- legt atvinnu- og þjónustusvæði. Það skulum við gera. Sveinbjöm Eyjólfsson, oddviti Borgarjjarðarsveitar

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.