Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Page 23

Skessuhorn - 06.04.2005, Page 23
^iunu^ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2005 23 Staðan í einvíginu er jöfn eftir fyrstu tvo leikina Slök byrjun í fyrri leiknum Það er ekki hægt að segja að Snæfellingar hafi byrjað úrslita- einvígið um fslandsmeistaratitilinn jafn vel og síðasta vor þegar þeir unnu Keflvíkinga í fyrsta leiknum. Þá voru Snæfellingar á heimavelli en núna hafði dæmið snúist við og Keflvíkingar mættu grimmir til leiks og ætluðu greinilega að taka einvígið með trompi. Snæfellingar voru skammt undan í fyrsta leik- hluta og að honum loknum skildu aðeins tvö stig. í hálfleik höfðu heimamenn sex stiga forystu og það breyttist reyndar lítið þar til í síðasta leikhlutanum þegar Kefl- víkingar sýndu hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur 90 - 75. Snæfellingar voru fjarri sínu besta og svo dæmi sé tekið aði enginn leikmaður meira stig sem er býsna óvenju- legt á þeim bænum. Varnarleikurinn, sem hef- ur verið aðalsmerki Hólmara, var heldur ekki upp á svo mjög marga fiska að þessu sinni og Ijóst að það þarf að gera mun betur til að landa sigri í Keflavík en hjá því skor- verður ekki komist á leiðinni að en 15 íslandsmeistaratitlinum. Tölurnar - Snæfell Nr Nafn Mín HF STOSTIG 4 Hlynur E Bæringsson 31 23 4 10 5 Ingvaldur M Hafstein 22 6 1 12 8 Pálmi F Sigurgeirsso 34 4 8 9 9 Gunnlaugur Smárason 2 1 0 0 10 Michael Ames 27 4 0 15 11 Sigurður Á Þorvaldss 37 7 1 13 13 Helgi R Guðmundsson 20 2 2 6 14 Calvin Clemmons 27 11 2 10 Heimamenn jöfnuðu met- in í Hólmin- um Eftir slæmt tap í fyrsta leik úr- slitaeinvígisins gegn Keflvíking- um náðu Snæfellingar að jafna metin á heimavelli sínum í Hólm- inum á mánudagskvöldið. Það var þó fjarri því að vera létt verk og löðurmannlegt enda ekki við því að búast þegar Keflavíkurstór- veldið er annars vegar. Snæfellingar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik og voru lengst af einni körfu framar en andstæðingarnir en síð- an snerist taflið við í síð- ari hálfleik og Keflvíkingar virtust vera að ná undirtökunum í lok þriðja leikhluta. f hálfleik var staðan 44 - 42 fyrir heimamenn en í lok þriðja leikhluta höfðu Keflvíkingar yfir 68-71. Keflvík- ingar komust hinsvegar aldrei í meira en sjö stiga forystu og Snæfellingar sýndu fádæma góða baráttu á lokasprettinum en á síðustu tveimur mínútum leiksins náðu þeir að snúa dæm- inu sér í vil og lönduðu góðum sigri 97 - 93. Það voru bandarísku leik- Tölurnar - Snæfell Nr Nafn Mín HF STOSTIG 4 Hlynur E Bæringsson 34 8 18 5 Ingvaldur M Hafstein 29 3 1 9 8 Pálmi F Sigurgeirsson 27 5 3 11 9 Gunnlaugur Smárason 2 0 0 0 10 Michael Ames 32 0 8 22 11 Sigurður Á Þorvaldss 25 5 1 15 13 Helgi R Guðmundsson 21 2 0 2 14 Calvin Clemmons 30 10 1 20 r ^ Sðlin 16. apríl Taktu daginn frð! Hlynur Baringsson í kröppun dansi í leik við Skallagrím fyrr á tímabilinu. mennimir Calvin Clemmons og Mike Ames sem voru bestu menn Snæfellinga í þetta skiptið þrátt fyrir að aðrir hafi átt góða spretti. Sigurður Þorvaldsson sást að vísu óvenju lítið í leiknum enda klipptu Keflvíkingar hann út eftir bestu getu. Hann kom hins- vegar inn á krítískum augnablik- um og hreif þá aðra með sér. Hlynur barðist hinsvegar eins og Ijón allan tímann en var mistæk- ur í skotum sínum. Það breytir ekki því að sá baráttuandi sem drengurinn býr yfir verðskuldar einn og sér íslandsmeistaratitil. Þriðji leikurinn í viðuregin Snæfells og Keflavík verður í Keflavík á fimmtudagskvöld og þrátt fyrir að Keflvíkingar séu ekki þekktir fyrir að gefa mikið eftir á sínum heimavelli þá er Ijóst að allt getur gerst þegar all- ir leikmenn Snæfells eru í topp- formi. GE Til sölu fasteignir á Akranesi Vesturgata 153 Einbýlishús, kjallari hæð og ris. 198 m2. 4-5 svefhherbergi og mögul- á tveimur í viðbót í kjallara. Stór, tvískipt stofa. Þakjám, endum. hluti glugga, rafmagnsheimtaug. Stuttur afhendingartími. Vesturgata 145 Einbýlishús, kjallari, hæð og ris, 164 m2 3 svefhherbergi í risi og 1 í kjallara. Töluvert endum. eign. s.s. eldhúsinnrétting (örbylgjuofh, ísskápur og uppþvottavél fýlgja), gólfefni, ofhalagnir, raflagnir og tafla, skolplögn, neysluvamslagnir og gler og gluggar að hluta. Húsinu fylgir geymsluskúr ca. 10 m2. Vallarbraut 1 Tveggja herbergja íbúð á annarri hæð. 59 m2 auk sér geymslu í kjallara. Falleg íbúð í góðu ástandi, ss. ný eldhúsinnrétting. Þxjár hliðar hússins em klæddar með sléttu steni, þakjám endum. 2004. Viðhaldslétt eign. Garðabraut 45 Fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð 114 m2 (sér geymsla í kjallar innifalin í m2) Sér inngangur í íbúðina af svölum. Nýjar innréttingar á baðherbergi. Einigrund 8 Þriggja herbergja íbúð á annarri hæð 90 m2 auk sér geymslu í kjallara, parket og dúkur á gólfum. Sameiginlegt þvottaherbergi, þvottavél og þurrkari. Fasteignamiðlun Vesturlands ehf. Kirkjubraut 40, 300 Akranes Sími 431 4144 Bréfsími 431 4244 GSM 896 2497 Soffi'a S. Magnúsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.