Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 11
^sunu^. MIÐYIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 11 Fjölskyldumaður fyrst og fremst Rætt við Þórð Guðjónsson um ferilinn, framtíðina og heimkomu fjölskyldunnar Eftir 12 ára atvinnumennsku í fótbolta er Þórður Guðjónsson, á- samt konu sinni Önnu Lilju Vals- dóttur og þremur dætrum; Valdísi Marselíu, Veronicu Líf og Victoríu Þórey, á leið heim til Islands. Þórð- ur hefur nú undirritað þriggja ára samning við IA og mun ganga til liðs við gamla heimalið sitt kom- andi sumar. Blaðamaður Skessu- hom hafði samband við Þórð sem þá var nýkominn út til fjölskyldu sinnar eftir stutta viðdvöl á Islandi í liðinni viku. Líkaði best í Belgíu Haustið 1993 skrifaði Þórður Guðjónsson undir samning við fót- boltaliðið Bochum í Þýskalandi og þar með var ferill atvinnumennsk- unnar erlendis hafinn. Þar spilaði hjá Bochum þrátt fyrir meiðsli fyrstu 2 árin. Hann segir að þessi meiðsli hafi kennt sér að takast á við ýmislegt mótlæti en síðastliðin 10 ár hafi hann lukkulega verið frír við óhöpp og meiðsli almennt. „Eg hef upplifað stórar og góðar stund- ir en líka stórar sveiflur niður á við. Förin til Spánar var mikill vendi- punktur fýrir mig sem og alla fjöl- skylduna. Þar var ég keyptur fýrir mikinn pening og sem dýr leikmað- ur voru settar á mig miklar kröfur og þessvegna átti ég líka erfitt með að komast þaðan aftur, tók 2 ár. Okkur líkaði aldrei á Spáni, ég var kominn með nóg eftir 3 mánuði,“ útskýrir Þórður og bætir við; „en árin 3 í Belgíu var okkar besti tími, minn í fótboltanum og stelpunum mínum líkaði best þar.“ laust við að tilhlökkunar gæti í röddinni. Þegar fféttist af heimkomu Þórð- ur barst fljótt sá rómur að Islands- meistarar FH vildu fá hann til liðs við sig. En nú hefur Þórður skrifað undir þriggja ára samning við heimalið sitt, IA. Hann segist mjög sáttur við samninginn og er afar spenntur að ganga aftur til liðs við sitt gamla lið og hlakkar til að taka þátt í því starfi og þeirri uppbygg- ingu sem þar á sér stað. Þegar hann er spurður hvað hafi ráðið endan- legri ákvörðun sinni um að ganga til liðs við IA eru svör Þórðar ein- föld og skýr. „Eg gat ekki hugsað mér neitt annað en að vera á Akra- nesi og spila með IA. Það var skringileg sú tilhugsun að spila með öðru liði. Eg er afskaplega þakklát- ur þeim velvilja og hlýhug sem ég Þórður ogAnna Lilja með dœtwmar Vdldísi Marselíu t.v., Vtctoríu Þóreyju nýfiedda og Vermicu Lif. Þórður til sumars 1997 við gott gengi þó svo að hann þyrfti að kljást við meiðsli fyrstu 2 árin. 1997 er svo förinni heitið til Belgíu þar sem Þórður fór að spila með Genk. Frá Belgíu er hann seldur til Las Palmas á Spáni. Tvisvar á þeim tíma sem Þórður spilar fýrir Las Palmas er hann leigður til Eng- lands, fyrst til Derby síðar til Preston. I lok samningstímabils við Las Palmas fer hann aftur til Boch- um í Þýskalandi eða í lok janúar 2v 05. Nú býr fjölskyldan í Englandi og Þórður spilar með Stoke City. Aðspurður um ferilinn ffam til þessa segist Þórður vera mjög á- nægður og geti sáttur við tmað. „Eg hef upplifað flest það sem hægt er að sjá í þessari atvinnumennsku. Hef fagnað sigrum og upplifað töp. Hef spilað víða og með ólíkum lið- um,“ segir hann. „Eg er stoltur af landsleikjaferlinum mínum, vissu stökum sigrum, bikarmeistaratitli 1998 með Genk í Belgíu og að vera kosinn leikmaður ársins það tímabil í Belgíu stendur einna hæst,“ segir Þórður þegar hann er spurður hvað í hans huga standi uppúr á ferlin- um. Einhverjum fótboltaáhugamann- inum sem fýlgst hefur vel með ferli Þórðar kann að finnast ferill hans hafa verið risjóttur. Því er Þórður sammála, hann segir að sér hafi gengið strax vel að festa sig í sessi Stuðningur mikilvægur Þórður segir mikið samhengi vera milli þess hversu vel er hlúð að leikmönnum og gengi viðkomandi knattspyrnuliðs. Þá er hann ekki endilega að meina fjárhagslega heldur félagslega, líkamlega og ekki síst andlega. „Bara það að séð sé til þess að vel sé tekið á móti fjölskyld- unni og að hún geti komið sér vel fýrir skipti miklu máli,“ segir hann. En hvað varðar atvinnumennskuna segir Þórður að atvinnumaður þurfi að efla með sér mikinn stjtrk, ekki bara líkamlega heldur og ekki síst félagslega. ,Maður er mikið einn og nýtur ekki stuðnings annarra að- ila þó svo að leikurinn kallist hópí- þrótt, mig hlakkar mikið til að koma heim og spila í liðsheild og góðum anda, þar sem allir standa saman,“ útskýrir Þórður. Eitt skref í einu Aðspurður um framtíðina, fót- boltaferilinn og hvað hann ætli að taka sér fýrir hendur þegar heim er komið segir Þórður að spennandi tímar séu ffamundan. „Eg skil afar sáttur við feril minn í atvinnu- mennsku í fótbolta erlendis. Það hefur verið stefna okkar hjóna í þrjú ár að flytja heim sumarið 2006 og lítur allt út fýrir að það ætli að takast," segir Þórður og ekki er hef fengið og þá ekki bara frá IA heldur einnig bæjarbúum öllum og það einungis styrkti ákvörðun mína að koma aftur á Akranes. Hvað ég mun svo taka mér fyrir hendur þeg- ar líður á næsta haust kemur í ljós, við ætlum bara að taka eitt verkefni fyrir í einu. Fyrst að koma heim og koma okkur fyrir, spila yfir sumarið og svo kemur bara í ljós hvað ég geri. Kanski ég setjist bara á skóla- bekk aftur,“ bætir hann við. Fjölskyldan spennt Þórður segir fjölskyldu sína afar spennta fýrir flutningunum heim til Islands. „Dætur okkar Valdís og Veronica hafa alltaf talað um Island sem „heim“ þó að þær hafi aldrei búið þar. Við erum öll mjög spennt, sátt og ánægð með okkar hlut. Við búum að mikilli reynslu í dag, þessi tími hefur verið spennandi þó stundum hafi hann verið erfiður. A þessum tíma hefur verið mikið um flutninga, 4 mismunandi lönd, stelpurnar hafa lært 5 tungumál og oft þurft að aðlaga sig að nýjum og breyttum aðstæðum. Við höfum upplifað margt á þessum stutta tíma sem margir upplifa varla á einni ævi. Fótboltinn verður áfram stór partur af mínu lífi en nú hlakka ég bara til að setjast að heima því ég er fjölskyldumaður fyrst og fremst," segir Þórður Guðjónsson að lok- um. BG Getum við aðstoðað þig? 4 Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Vinnunótur, reikningar & eyðublöð á sjálfkalkierandi pappír Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes 437 2360 - 893 2361 olgeirhelgi@islandia.is Tilboð óskast Oskað er eftir tilboði í fasteignina Vesturbraut 22, Dalabyggð, sem er 136,4 m2 vélaverkstæði. Lóðarstærð 5.508 m2. Einnig er á lóðinni 54 m2 gámahús. Búið er að taka inn heitt vatn og á staðnum er 3ja fasa rafmagn. Tilboð óskast skilað að Vesturbraut 22 í Búðardal fyrir 25. nóv. nk. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefa: Jóhann A. Gudlaugsson í síma 892-3333 eða Gunnbjörn Oli Jóhannsson í síma 893-2223 on Nettó Akranesi óskar að'ráða verslunarstjóra Starfssvið: Ábyrgð á rekstrí verslunar Dagleg stjórnun Starfsmannahald Samskipti við viðskiptavini Birgðahald og önnur tilfallandi störf Menntun og hæfniskröfur: Góð aLmenn grunnmenntun Reynsla af verslunarstörfum Reynsla afstjórnun og rekstrí Góðir skipuLagshæfileikar ReynsLa í starfsmannahaLdi Rík þjónustulund Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi, samstarfsfúsum og sjálfstæðum. Umsóknir óskast fyUtar út á www.hagvangur.is Jyrír ló.nóvember nk. Númer starfs er 4953 m m UppLýsingar veita: M ^ Þórír Þorvarðarson og nexio Ai%7- atitaf gott ■ aiitaf ódýrt thorir@Lwgvangur.is og arí @hagvangur. is ° HoTeL ° Sími 431 4240 Jólahlaðborð ío. og 17. des. Fordrykkur - Forréttir - Aðalréttir - Eftirréttir - Kaffi og konfekt Svarta nótan og frábæra söngkonan Rúna Stefánsdóttir leika undir borðhaldi og fram eftir kvöldi. Frítt inn eftir borðhald. Mikill matur og góð skemmtun ling. Verð aðeins kr 2.450

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.