Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 24
Nýtt og öflugt fcf I Ivl Cfcf 1 i tíl íbúðakaupa 'VN> Ibúðalán.is wvsn«,midalanj* PÓSTURiNN Miðsvæði Borgar- ness sldpulagt Bæjarráð Borgarbyggðar ákvað nýverið að láta deiliskipuleggja miðsvæðið í Borgamesi en þá er átt við svæðið firá gatnamótum Borg- arbrautar og Böðvarsgötu og upp fyrir Vírnetshúsin. „Það vantar heildarskipulag fyrir þetta svæði og hefur talsverð umræða átt sér stað um að skipuleggja þurfi svæðið ekki síst vegna þess að mikil ásókn er frá fyrirtækjum og þjónustuaðilum að vera með starfsemi á þessu svæði. Það má t.d. nefna að fyrirhugað er að nýr menntaskóli rísi innan þessa svæðis og einnig era fyrirhugaðar breytingar á gömlu Essólóðinni. Við gerum ráð fyrir að þessari skipulagsvinnu verði lokið snemma á næsta ári og erum í viðræðum við VA - arkitekta um að taka skipulag- ið að sér,“ segir Páll S Brynjarsson bæjarstjóri. MM Hagur Skagamanna getur vænkast við komu Bónuss Hagur Skagamanna getur vænkast mjög þegar Bónus mun opna verslun sína ef marka má verðkönnun sem ASI lét gera í maí á þessu ári. Könnunin náði til versl- ana víða um land og helsta niður- staða hennar var sú að verslanir Bónus voru með lægsta verðið í þeirri 20 vörutegunda körfu sem könnuð var. Einnig kom fram að verslanir Bónus vora með nánast sama verðið um allt land. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefúr Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus staðfest að sú stefna verði áfram. Þegar áðurnefnd könnun var Arshátíð Arshátíð Stykkishólmsbæjar var haldin sl. laugardag á Hótel Stykk- ishólmi. Undirbúningsnefhd hátíð- arinnar var skipuð fulltrúum ffá hverri stofnun og er það mál manna að nefndinni hafi tekist vel til við skipulagningu árshátíðarinnar í ár. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri, setti hátíðina formlega og sendi keflið að því loknu til veislustjóra kvöldsins, sem í ár var Daði Þór Einarsson, fyrrverandi skólastjóri og kennari við Tónlistarskóla Stykkishólms. Matseðill kvöldsins gerð kostaði 20 vörutegunda karfan 2.128 krónur í Bónus á Isafirði. Á sama tíma kostaði slík karfa 3.605 krónur í Nettó á Akranesi eða 69% hærra en í Bónus, 4.345 krónur í Skagaver á Akranesi eða 104% hærra en í Bónus og 4.865 krónur í Samkaup Strax á Akranesi eða 128% hærra en í Bónus. Rétt er að ítreka að umrædd könnun var gerð í maí á þessu ári en þá var grimmi- leg samkeppni á milli lágvöruverðs- verslana. I október vann ASI nýja könnun á höfuðborgarsvæðinu og þá kostaði karfa með 35 vöruteg- undum 5.896 krónur í Bónus, í Nettó kostaði sama karfa 6.579 krónur eða 11,6% hærra og í Sam- kaup kostaði karfan 7.871 krónur eða 33,5% hærra en í Bónus. Rétt er að taka ffam að þarna er um að ræða verslanir í Reykjavík. Af þessu má sjá að töluverðar sveiflur eru á verði í verslunum og því varasamt að slá því föstu að við- líka verðmunur sé nú á milli þessara verslana en þó má ljóst þykja að opnun verslunar Bónus mun tryggja íbúum Akraness aðgang að verslun sem ávallt hefur reynst með lægsta vöruverð í verðkönnunum síðustu ára. HJ Stykkishólmsbæjar var þríréttaður hátíðarseðill sem var listilega ffamreiddur af starfs- fólki hótelsins og að loknu borð- haldi tóku svo við skemmtiatriði sem undirbúin höfðu verið af starfsfólki stofnana bæjarins. Nokkrar af fámennari stofnunum bæjarins tóku sig saman í skemmti- atriðum í ár og lukkaðist það vel. Starfsfólkið sýndi á sér fjölbreyttar og nýjar hliðar og greinilegt að það er fleiri kostum gætt en þeim sem þarf tdl að sinna reglulegum störf- um hjá stofnunum bæjarins. Að loknum skemmtiatriðum steig hljómsveitin Stuðbandalagið á stokk og hélt hún uppi stuðinu frameffir nóttu. Af stykkisholmur.is 9 rétta jólamatseðill 18., 25., 26. nóv, 2., 3., 9., 10., 16. og 17. des. Forréttir: Kryddlegnar rjúpur með marineruðum gráfíkjum og peru. Bláberjagrafinn lax með hunangskexi og ristuðum furuhnetum. Jarðarberja- og mintusorbet. Aðalréttir, val um einn aðalrétt: Andabringa með hindberjagljáa, kanillegnum kartöflum og púrtvínslagðri hindberjasoðsósu. Smjörsteikt smálúða með pistasíum og rósapipar, borinfram með maker kartöflum og kampavínslagaðri saffransósu. Lambahryggjarvöðvi með rósmarin engifer, borinfram með rauðlaukssultu og kartöflu-sveppa “sauté”. Eftirréttahlaðborð: Riz a Vamande, alvöru súkkulaðiterta með hindberjasósu, berjaterta, kransakökutoppar, ávaxtafoss með vanillukremi. kr. 5.500 a mamt Efþú vilt leggja þig eftir matinnfœrðu gistingu, kvöldverð og morgunverð á kr. 9.900 á mann. Borðapantanir í síma 433 6600 eða í tölvupósti hamar@icehotels.is Hótel Hamar - Borgarnesi - símt 433 6600 - hamar@icehotels.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.