Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005
attUSUItuU
Hippatíminn endurvakinn í f)örugu
leik- og söngverki:
Hunangsflugur
og Villikettir
Það er óhætt að segja að það hafi
verið stór stund í sögu Grundaskóla
á Akranesi sl. laugardag þegar
frumsýning á söngleiknum Hun-
angsflugum og villiköttum fór þar
ffam fyrir troðfullu húsi. Enn á ný
sönnuðu nemendur og starfsfólk
með ótvíræðum hætti hversu feik-
iöflugur skóli þetta er. Sýningin var
í alla staði ffábær hvort heldur sem
um er að ræða handrit, tónlist, leik-
stjórn, leikræna tilburði eða sam-
þættingu allra þessara þátta.
Söngleikurinn er í fullri lengd,
miðað við sýningar áhugaleikhópa
almennt, en með hléi tók hún tæp-
ar tvær klukkustundir. Leikgleði
krakkanna var mikil og á stokk stigu
margir ungir og efnilegir leik- og
söngvarar sem vafalaust eiga eftir
að gera það gott í ffamtíðinni. Ekki
eina sekúndu fékk áhorfandinn á
tilfinninguna að eitthvað væri ekki
að ganga sem skildi, þannig að úr
varð ein besta áhugaleikhússýning
sem undirritaður hefur séð, jafnvel
án þess að horft sé til aldurs leikara.
Leikstjórn er í höndum Einars
Viðarssonar en tónlistarstjóri er
Flosi Einarsson. Þeir félagar sömdu
jafnframt handrit og lög ásamt
Gunnari Sturlu Hervarssyni fyrrum
kennara við skólann sem á nokkur
þeirra 13 laga og texta sem flutt eru.
Þeir Einar og Flosi hafa lagt allt sitt
í verkið og í raun miklu meira en
Villikettimir finna hér sjórekinn sptra sem þeir hygg/ast nota til aí fiármagna hljóífæra-
kaup sín. Margtfer öðruvísi en til stóð og voru þeirfyrir vikið nánast bannfœrðir af
Stúkunni.
Leikurum og öðrum aðstandendum sýningarinnar var vel tekið í frumsýningarlok.
hægt er að ætlast til að einstakir
starfsmenn nokkurs skóla geri. Eiga
þeir sérstakan heiður skilinn fyrir
ffamlag sitt.
Söngleikurinn Hunangsflugur og
Villikettir fjallar um unglinga á
Akranesi í kringum 1970. I bænum
eru tvö gengi sem eiga í stöðugri
baráttu um völd, ffægð og ffama og
líkt og svo oft í annan tíma er ljóst
að aðfluttir einstaklingar sitja ekki
við sama borð og innfæddir í þeirri
baráttu. Þessi barátta er háð í götu-
bardögum, á fótboltavellinum í
gegnum félagsstarf og í skólanum.
Aðalsögupersónan Elvar er nýflutt-
ur í bæinn frá Hljómabænum
Keflavík, sonur bandarísks her-
manns sem féll í Víetnamstríðinu.
Við komu sína í bæinn leiðir Bóbó
frændi hans hann til fundar við Effi
Skagaklíkuna, piltana sem eiga sér
einlægan draum um frægð og frama
á hljómsveitarsviðinu og stofha þeir
bandið Villikettina þar sem Elvar er
fljótlega skipaður söngvari. Piltarn-
ir í Villiköttunum eiga í stöðugum
erjum við Halla og fína gengið hans
af Neðri Skaganum. Ekki bamar á-
standið þegar Elvar hrífst af Júlíu,
sætu stelpunni sem er næsmm því
kærasta Halla aðalgæjans í Neðri
Skaga klíkunni og söngvara í
hljómsveitinni Hunangsflugunum.
Báðar hlómsveitirnar eiga þann
draum heitastan að spila á stóra
stúkuballinu enda felst í því mikil
félagsleg virðing meðal unglinga í
bænum. Verkið fjallar síðan um ör-
lög krakkanna á bak við þessar
hljómsveitir þar sem ástin, valda-
barátta, landafundur í fjörunni við
Ytri Hólm og ýmislegt annað kem-
ur við sögu.
I Hunangsflugum og Villikötmm
tekst höfundunum að tengja í góðu
flæði söguþráð í texta og tónum. I
verkinu koma mgir nemenda af
unglingastigi Grundaskóla við
sögu. Það er erfitt og í raun ósann-
gjarnt að draga einhverja einstaka
leik- og söngvara ffam í dagsljósið
umfram aðra því ALLIR ungling-
arnir í þessari sýningu sem og hún
Sigurbjörg Ragna stóðu sig með
mikilli prýði. A þetta jafht við um
aðalleikarana, þau Arnþór Inga
Kristinsson, Huldu Halldórsdótmr,
Olaf Helga Halldórsson og Krist-
inn Agúst Þórsson og þá sem voru í
öðrum hlutverkum eða í verkefnum
baksviðs. Þó má segja að undirrit-
aður verði mest spennmr þegar
fram líða stundir að fylgjast með ár-
angri Arnþórs Inga, sérstaklega á
tónlistarsviðinu. Aðrir félagar í
Neðri- og Effi Skagaklíkunum skil-
uðu sínum hlutverkum með sóma
sem og þeir sem í smærri hlutverk-
um voru. Veikur hlekkur var þar
hvergi. Aðrir þættir svo sem sviðs-
mynd, hljóð, lýsing og búningar,
allt átti þetta sinn þátt í að skapa
heildstæða sýningu og átti áhorf-
andinn afskaplega auðvelt með að
lifa sig inn í hippatímann í dæmi-
gerðum íslenskum útgerðarbæ þar
sem stöðug barátta er um völd,
ffægð og frama.
Þess má geta að gefinn hefur ver-
ið út hljómdiskur með tónlist Hun-
angsfluga og Villikatta og hefur
hann að geyma mörg ágæt lög í
anda tímabilins. Lög þessi er gaman
að hlusta á aftur og aftur og leynast
þar inn á milli ágætar perlur sem
vonandi eiga eftir að hljóma á öld-
um ljósvakans næstu misserin.
Ekki er nokkur vafi að hér er á
ferðinni leikverk sem á mikið erindi
jafnt til fullorðinna, sem endurlifa
vilja gamla hippatímann, sem yngra
fólks. Eg trúi ekki öðru en bæjarbú-
ar, margir hópar af unglingastigi
grunnskólanna á Vesturlandi sem
og aðrir áhugasamir um góð áhuga-
leikverk muni fjölmenna á sýningu
nemenda Grundaskóla. Framundan
er nokkuð stíft sýningarplan í nóv-
ember og gera aðstandendur ráð
fyrir því að söngleikinn sjái ekki
færri en 3 þúsund manns. Enginn
þeirra verður svikinn. Til hamingju
Grundaskóli!
Magniís Magmtsson.
ifauOMMt Skyldi drottinn skammast sín? - Hann skapaði mig svona.
Einhverntíman
meban getnab-
arvarnir voru
ekki eins ab-
gengilegar ungu
fólki og nú er, var
kvebib og þætti
mér fengur í ef
einhver vissi um
höfund meb því öryggi ab eftir vœri hafandi:
Barnib kenndi barni barn,
- barnib barnar varla!
Ab halda ab barnib barni barn
barnaskap má kalla.
Mabur nokkur kom þar ab sem strákur um
fermingu var ab fljúgast á vib fulltíba stúlku
og stakk eftirfarandi ab húsrábanda:
lllt er ab varast ungvibin
þó af þeim lítib kembi.
Saumabu fyrir sumrunginn
svo hann ekki lembi.
Þab var haft eftir jökuldœlingum ab þab
væri allt ílagi meb tímann, þab kæmi meira
af honum. Þetta er hinsvegar spurning um
nýtingu eba samnýtingu á fyrirbærinu.
Sigurbur j. Císlason frá Skarbsá var spurbur
ab því hvort hann hefbi ekkert ort nýlega og
svarabi:
Þótt ég geri stöku stöku stöku sinni.
lítt ég því ab sinni sinni,
sinni bara vinnu minni.
Eilífbarmálin hafa löngum verib mönnum
hugleikin og Bjarni frá Cröf hafbi þetta ab
segja þar um:
Þó líkaminn sé lúka af mold
og líklega brenni í víti sálin,
finnst mér gott ab hafa hold
- þab hressir upp á kvennamálin.
Þegar ein af okkar œgifögru fegurbar-
drottningum var send til fegurbarmats í útt-
landinu var talab eitthvab um kostnab í því
sambandi. Varb þab Braga Björnssyni tilefni
eftirfarandi:
Farinn veg í frægbar pub
fórst ótreg úr landi,
þín er fegurb - þab veit Gub-
þjóbhagslegur vandi.
Eftir Sigurb j. Gíslason er hinsvegar þessi
hugleibing:
Hvab er leir í líki manns?
Leikfang einhvers meistarans,
eba skáldverk skaparans
til skemmtilestrar englum hans.
Ekki taldi Káinn gamli sig til stórskálda þó
vísur hans hafi lifab betur mebal fólks en
margt þab sem á sínum tíma þótti merki-
legra. Einhverntíman lýsti hann kvebskap
sínum á þessa leib:
Mín eru Ijób ei merkileg
mínir kæru vinir
en oft og tíbum yrki ég
öbruvísi en hinir.
Elis Thorvaldsson kaupmabur var í síman-
um þegar mabur kom inn og hafbi svo hátt
ab Elis sá sig tilneyddan til ab hasta á hann
meb þessum orbum: Go to hell! Keep quiet!
Varb þab Káinn tilefni þessarar hugleibing-
ar:
Meistari Elis á nú bágt
öllum vel ab þjóna.
„Go to hell" en hafbu lágt,
hann er ab „telefóna."
Og um Ióhannes lækni kvab Káinn:
Um sig hljótt þó hafi stundum
hugar rótt meb þel,
léttasótt íljúfum sprundum
læknar fljótt og vel.
Þab er nú svo meb þessa blessaba létta-
sótt ab hún læknast oft meb lítilli hjálp þó
aubvitab geti út af því borib en þrálát virb-
ist hún vera mannkyninu eba kannske frekar
kvenkyninu. Þorbjörg Eiríksdóttir frá Ásgeirs-
stöbum lýsti sjálfri sér svo:
Er ég fyrir ást og vín
enda blóbheit kona.
Skyldi drottinn skammast sín?
- Hann skapabi mig svona!
Hér ábur var algengt ab heita á kirkjur og
helga menn (eba jafnvel óhelga) til ab eitt-
hvab gengi mönnum ab óskum. Ekki var þó
Kristján Runólfsson á Saubárkróki mjög hall-
ur undir þessi fræbi:
Áheit voru uppgötvub
af ágirnd klerka.
En varla þarf ab ginna Gub
til góbra verka.
Eitthvab hefur Þormóbi Eiríkssyni þótt
ímynd þrenningarinnar vera farin ab láta á
sjá þegar hann orti:
ímynd Krists menn engu fórna,
engir hlýba á prestaraus.
Heiminum Gub er hættur ab stjórna,
heilagur andi getulaus.
Þab er kannske ekki vert ab hella sér út í
miklar umræbur um getu eba getuleysi en
58 ár mun vera þab lengsta sem ég man til
ab hafa heyrt um á milli samfebra hálfsystk-
ina og ekki er ég þó fjölfróbastur manna um
þau mál. Stefán Vagnson orti um roskinn
mann sem þó hefur verib furbu ern:
Flogib hingab hefir sá
hávær orbasveimur,
ab Þorsteinn gamalsaldri á
átt hafi börn meb tveimur.
Hlabinn gikt sem drjúgum dró
dug og kjark úr honum,
þetta gat sá gamli þó
gert meb fjósverkonum.
Eftir Hrönn jónsdóttur er þessi ágæta limra
um tilurb eins ímyndabs íslendings sem eftir
verklýsingu ab dæma hefur væntanlega ver-
ib Strandamabur:
Kyntröllib Þórarinn Þorn
íþarabing vestur vib Horn.
Varb fabir ab barni
bjáninn sá arni,
því verjan var fúin og forn.
Annars getur verib tryggara ab fara var-
lega í sakirnar þegar ellin færist yfir. Sigurb-
ur Ó. Pálsson lýsti svo lífshlaupi eins framá-
manns í þjóblífinu:
Hann byrjabi ungur sem baráttufrík
og barst þannig inn í pólitík,
komst inn á þing,
varb þjóbhetja slyng.
Áttrœbur dó hann - úr erótík.
í síbasta þætti birti ég vísu Teits Hartmann
um Eskifjarbarbúa og er því ekki nema rétt-
látt ab hér komi svarvísa Péturs B. jónssonar
og látum vib þar meb þessum þætti lokib:
Sitt þá mokar sálarfjós
signor Teitur fíni,
hann sitt andans lætur Ijós
loga í brennivíni.
Meb þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöbum 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@hvippinn.is