Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005
§BaESS'0IMOl2KI
1 pMM: Hí ' ’ M
i n fr l w t i
Skallagiimur áfram í
A-riðli 7. flokks
Um síðustu helgi var leikin 2.
umferð í A-riðli 7. flokks drengja í
körfuknattleik. Leikið var í Borgar-
nesi og var lið Skallagríms eitt
fimm liða riðilsins. Er það í fyrsta
skipti sem þessi hópur drengja leik-
ur í A-riðli og var því búist við erf-
iðum leikjum. Sú varð og raunin en
segja verður að drengirnir ungu í
Borgarnesi hafi staðist álagið því
þeir héldu sæti sínum í riðlinum.
Önnur félög í riðlinum voru
Breiðablik, Keflavík, Njarðvík og
Fjölnir sem varð neðst að stigum. A
meðfylgjandi mynd má sjá þá
Skallagrímsdrengi.
HJ.
Orri með nýjan
hljómdisk
Út er komin íjórða plata Skaga-
mannsins Orra Harðarsonar. Plat-
an ber nafnið Trú og er plata vik-
unnar á Rás 2. Trú inniheldur tíu
lög af grípandi gæðapoppi með
innihaldsríkum textum og nýtur
Orri liðsinnis margra afbragðs tón-
listarmanna. Þeirra á meðal eru
KK, Pálmi Gunnarsson, Arnbjörg
Hlíf Valsdóttir, Róbert Þórhalls-
son, Agnar Már Magnússon, Krist-
ján Edelstein og þýski munnhörpu-
snillingurinn Marc Breitfelder.
Platan er gefin út til styrktar
Daufblindrafélagi íslands en Sena
dreifir.
MM
Þjálfararáðstefna KÞÍ í samvinnu við KSÍ
Knattspyrnuþjálfarafélag íslands - KÞÍ, í samvinnu við KSÍ, heldur
ráðstefnu fyrir knattspyrnuþjálfara og áhugamenn um knattspyrnu
laugardaginn 12. nóvember næstk. á Grand Hótel við Sigtún kl. 10:30.
Dagskrá:
10:30 Ávarp
Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ.
10:40 Framtíðarhugmyndir landsliðsþjálfarans
Eyjólfur Sverrísson, þjálfari A-landsliðs karla.
11:30 Reynslan af þátttöku Vals í Evrópukeppni kvenna
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari mfl. kvenna hjá Val.
11:55 Að búa til sigurvegara
Ólafur Jóhannesson, þjálfari mfl. karla hjá FH.
12:30 Hádegisverður á Grand Hótel
13:15 Reynslan á leið heim
Teitur Þórðarson, yfírþjálfari KR og þjálfari mfl. karla hjá KR, UEFA-Pro þjálfari
14:15 Félagslegt umhverfi knattspyrnuþjálfarans
Viðar Halldórsson, lektor í íþróttafræðum við KÍ, íþróttafræðasetrið á
Laugarvatni.
15:00 Aðalfundur KÞÍ
Venjuleg aðalfundarstörf.
Þjálfarar ársins.
Heiðursviðurkenningar.
Ráðstefnustjóri: Jörundur Áki Sveinsson.
Þátttaka og upplýsingar
Verð kr. 2.500 fyrir félagsmenn KÞf, kr. 5.000 fyrir ófélagsbundna.
Matur og kaffiveitingar innrfaldar.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á kthi@isl.is eða í síma -
Sigurður Þórir 861 9401, Njáll 862 5616, Úlfar 862 3204, Ómar 844 3252,
Jörundur Áki 821 9294, Jóhann 822 2026 Þórir 896 4980 eða hjá KS( í síma
510 2900 fyrir kl. 15:00 föstudaginn 11. nóvember.
Smalahundar keppa
Smalahundadeild
Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu hélt sína árlegu
smalahundakeppni 22.
október sl. að Mýrdal í
Kolbeinsstaðahreppi.
Agætis mæting var en
alls tóku 11 hundar þátt
í keppninni að þessu
sinni. Veður var stillt og
gott en ansi kalt svo það
var vel þegið að komast í
heitt kakó og með því
hjá húsffeyjunni í Mýr-
dal eftir keppni. Aðstæð-
ur í Mýrdal fyrir fjár-
hundakepppni eru mjög
góðar og kindurnar voru
alveg til fyrirmyndar,
létu vel af stjórn þegar
hundarnir fóru rétt að
en refsuðu þeim fyrir
mistök. Dómari keppn-
innar var Eggert Kjart-
ansson frá Hofsstöðum
og stóð hann sig með
stakri prýði. Vill Smala-
hundafélagið þakka
Sparisjóði Mýrasýslu,
Sláturfélagi Suðurlands
og KB Búrekstrardeild
fyrir veittan stuðning.
ÞSK
Sigurvegarar íA flokki. F.v. Svanur Gubnundsson meí Skessu og Vask sem lenti í öðru s<eti og í
þriðja s<eti urðu Kristbjöm Steinarsson með Dögg.
Sigurvegarar í Bflokki. F.v. Gísli Öm Matthíasson með Míu, Gísli Þórðarson mei Skerplu og
Gunnar Guðmundsson með Týru.
Urslit
A flokkur:
1. sæti Skessa og Svanur Guðmundsson 81 stig.
2. sæti Vaskur og Svanur Guðmundsson 74 stig.
3. sæd Dögg og Kristbjöm Steinarsson 70 stig.
Aðrir sem tóku þátt vora Skotta og Valgeir Magnússon og Spóla og Gísli Þórðarson.
B flokkur:
1. sæti Mía og Gísli Örn Matthíasson 51 stig.
2. sæti Skerpla og Gísli Þórðarson 36 stig.
3. sæti Týra og Gunnar Guðmundsson 25 stig.
Aðrir sem tóku þátt voru Flóki og Kristbjöm Steinsrsson og Tinna og Þórður Gíslason.
Unghundar:
1. sæti Assa og Svanur Guðmundsson 43 stig.
Stdl í X-inu í Stykldshólmi
Sigurliðið; Sunna Rós, Ellen Alfa og Guðrún Erla.
Síðastliðið þriðjudagskvöld fór
ffam í félagsmiðstöðinni X-inu í
Stykkishólmi imdankeppni í Stíl
2005. Stíll er keppni félagsmið-
stöðva þar sem keppt er í hár-
greiðslu, förðun og fatahönnun.
Hver félagsmiðstöð má senda eitt
lið til keppninar og má það vera
skipað 2-4 einstaklingum þar af
einu módeli. Þrjú lið tóku úr Stykk-
ishólmi þátt að þessu sinni, eitt úr
8. bekk, eitt úr 9. bekk og eitt úr 10.
bekk, og var keppnin hörð og erfitt
að gera upp á milli liðanna að sögn
dómnefndar. Þema keppninnar í ár
er RUSL og áttu liðin að vinna út
ffá því. Sigurliðið í ár skipa þrjár
stúlkur úr 8. bekk þær Sunna Rós
Arnarsdóttir, Guðrún Erla Ólafs-
dóttir og módelið þeirra Ellen Alfa
Högnadóttir. Þær fara í lokakeppn-
ina sem haldin verður 26. nóvem-
ber nk. í íþróttahúsi Digranesskóla
í Kópavogi á milli kl. 15:00 og
18:00.
Greinilegt var á keppninni að
krakkarnir lögðu mikið á sig til að
gera kvöldið sem glæsilegast og
voru þær stöllur Inga Dalla og Guf-
fy þeim til fulltingis. X-ið var
skreytt frá toppi til táar í takt við
þema kvöldsins, útbúinn hafði ver-
ið göngupallur og var mikil stemn-
ing fyrir kvöldinu.
Formaður nemendaráðs, Sunna
Guðný Högnadóttir, setti kvöldið
og minnti á góðan árangur okkar
fólks í keppninni á síðasta ári, þeg-
ar fúlltrúar X-ins urðu í 3. sæti í
lokakeppninni. Við keflinu tólcu
síðan kynnar kvöldsins, Jþau Heiða
María Elfarsdóttir og Ivar Sindri
Karvelsson og stóðu þau sig með
stakri prýði og skipti Ivar um föt í
hálfleik eins og kynnar gera á stór-
viðburðum sem þessum.
Hljómsveit skipuð þremur stúlk-
um úr 10. bekk, þeim Gunnhildi
Gunnarsdóttur, Maríu Björnsdótt-
ur og Sigrúnu Björk Sævarsdóttur,
steig svo á stokk og söng eitt lag og
að því loknu komu módelin fram.
Gleðisveit Sigurvins spilaði svo
fyrir áhorfendur á meðan dóm-
nefndin gerði upp hug sinn en
sveitina skipa Sigurvin Sveinsson,
Ágúst Ingi Guðmundsson, Jón Við-
ar Pálsson og Martin Markvoll.
Tónlistarfólkið eru nemendur við
Tónlistarskólann í Stykkishólmi
nema Martin sem er kennari við
skólann.
Dómnefndina í ár skipuðu þær
Bjarndís Emilsdóttir, Katrín Gísla-
dóttir, María Guðmundsdóttir og
Steinunn Helgadóttir og tilkynntu
þær úrslit kvöldsins.
I þriðja sæti var Helga Kristín
Sigurðardóttir og módelið hennar
Agnes María Magnúsdóttir, báðar
úr 10. bekk. I öðru sæti urðu Lilja
Margrét Riedel, Rakel Svansdóttir
og módelið þeirra Helga Hjördís
Björgvinsdóttir, allar úr 9. bekk.
(Byggt áfréttavef
Stykkishólmsbæjar)