Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005
amgSSMHWQBH
Innbrot
upplýst
AKRANES: Á aðfararnótt
föstudags var brotist inn í heima-
hús við Heiðargerði á Akranesi
og þaðan stolið fartölvu, pening-
um, síma, tölvuskjá og fleiru.
Innbrotsþjófurinn eða þjófamir
höfðu spennt upp glugga og fór
inn um íbúð á neðri hæð. Efdr að
hafa tekið þaðan ýmislegt fémætt
lá leiðin í íbúð á effi hæð þar sem
greipar voru látnar sópa. Rann-
sókn lögreglu beindi grun að á-
kveðnum manni sem var svo
handtekinn á heimili sínu í
morgunsárið. Við húsleit hjá
honum fundust munirnir sem
stohð hafði verið fyrr um nóttina
auk þess sem þar fundust munir
sem stolið hafði verið úr biffeið á
Akranesi fyrr á þessu ári. Sá sem
handtekinn var hefur gengist við
báðum innbrotunum og bendir
allt til þess að hann hafi verið
einn að verki. Málin teljast upp-
lýst. -bg
Fjárveitingar
til skipulags-
verkefitia
AKRANES: Skipulags- og um-
hverfisnefiid Akraness samþykkti
á fundi á mánudag tillögu að fjár-
hagsáætlun ársins 2006 og er þar
gert ráð fyrir að varið verði 11,4
milljónum króna til skipulags-
verkefna í bæjarfélaginu. Til end-
urskoðunar aðalskipulags skal
verja 400 þúsund krónum, í
deiliskipulag Akratorgsreits og
Amardalsreits var samþykkt að
verja 2 milljónum króna í hvort
verkefni. Til útfærslu á
deiliskipulagi Akratorgs verður
varið 1,5 milljónum króna og
sömu upphæð verður varið í ó-
skilgreind verkefni svo og til
rammaskipulags í Kalmansvík.
Þá er einnig lagt til að varið verði
2,5 milljónum króna til
deiliskipulags nýs byggingar-
svæðis. -hj
Kvenfélagið 55
ára
ÓLAFSVÍK: Kvenfélag Ólafs-
víkur hélt þann 7. október hátíð-
lega uppá 55 ára afmæli félagsins.
Affnælisdagur félagsins er á
kvenréttindadaginn 19. júní.
Kvenfélagið hefur, svo sem kven-
félaga er háttur, komið að mörg-
um framfaramálum í sínu samfé-
lagi. Má þar nefna að félagið hóf
á sínum tíma rekstur gæsluvallar
í bænum og stofnaði síðar leik-
skólann. Þá gaf félagið alla bekki
í ldrkjuna í Ólafsvík. Félagið hef-
ur einnig styrkt ýmsa starfsemi
svo sem heilsugæsluna og grunn-
skólann.
Þá hafa félagskonur komið að
undirbúningi þorrablóts bæjar-
búa í gegnum tíðina og fyrir
nokkrum árum komu þær á fót
aðventuhátíð og hefur ágóði af
þeirri hátíð runnið til safnaðar-
heimilisins í Ólafsvík. -hj
Amalíuborg í Stykkishóbni
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
fagnaði 65 ára afmæli sínu með því
að fara í hópferð í Stykkishólm. Fé-
lagið er eitt af elstu starfsmannafé-
lögum landsins. I ferðinni var
glæsilegt orlofshús félagsins tekið
formlega í notkun og því gefið
nafnið „Amalíuborg.“ Húsið er eitt
af húsum þeim sem Skipavík ehf í
Stykkishólmi hefur reist rétt ofan
við Stykkishólm, við Nesvog á
mjög fallegum stað. Er það búið
öllum þægindum, svo sem heitum
potti.
Fjölmenntu Hafnfirðingamir og
vom kátir með húsið sitt og stað-
setninguna. Fannst þeim nafhið vel
við hæfi miðað við danskan blæ
Stykkishólms. Svo nú eiga Hólmar-
ar sína Amalíuborg. DSH
Félagar úr Starfsmannafélagi Hafnar-
jjarðar skoöa nýja húsið við Nesveg.
Dekurstofa á Akranesi
Nýlega var opnuð ný snyrtistofa
á Akranesi og nefnist hún Dekur-
stofan. Þar býður Sigríður Marta
Valsdóttir uppá dekur af ýmsu tagi.
Hjá henni er hægt að ná sólarlanda-
brúnkunni á 3 sekúndum, fá 1-3
daga airbrush tattoo, 2-5 ára varan-
legt (tattoo), förðun, gervineglur
og naglaskraut ásamt því að fá göt í
eyrun. Dekurstofan er til húsa að
Vesturgötu 133, í snyrtilegri og
bjartri aðstöðu. Sigríður Marta er
nýflutt, ásamt börnum sínum Gísla
Val og Hönnu Margréti, aftur á
Akranes. Sjálf er hún fædd og upp-
alin í Keflavík en bjó áður á Akra-
nesi frá árinu 1989 til 1997. Árið
2003 hóf Sigríður nám við naglaá-
setningu og varð ári seinna Islands-
meistari nema í því fagi. Síðan þá
hefur áhuginn leitt hana lengra
inná braut snyritgeirans og nú hef-
ur hún einnig að baki nám í air-
brushtækni (skraut á neglur og
brúnka á líkama), og varanlegri
förðun með jurtalitum. Sigríður
segir tattooin hafa verið vinsæl jóla-
gjöf í fyrra þar sem þau era ekki
varanleg. I apríl á þessu ári fjárfesti
hún svo í „instant tan“ brúnku-
spreyklefa sem með skaðlausu efni
spreyjar líkamann allann á 3 sek-
úndum. „Þetta er eins og frískandi
vatnsúði," út-
skýrir Sigríð-
ur, „sem svo
er látinn
þorna. Það er
svo þetta efiii
sem virkjar
melanínið í
húðinni til að
f r a m 1 e i ð a
brúnan lit,
sömu áhrif og
sólin bara
engir útíjólu-
bláir geislar,“
segir hún.
Sigríður segir
móttökur fólks við stofunni vera
góðar og fólk almennt áhugasamt
um þessar nýjungar sem í boði era.
Þetta sé spennandi verkefni og
hlakki mikið til komandi tíma. Hún
bendir bara öllum á að líta við eða
hringja og kynna sér málið frekar.
BG
Sigríður Marta ásamt syni sínum Gísla Val.
Lögreglustöðin hverfur
Síðasthðinn mánudag
hófust starfsmenn
Dodds ehf. handa við að
rífa gömlu lögreglu-
stöðina í Grundarfirði.
Húsið stóð við Grund-
argötu 33 í miðjum
bænum og því vænleg
byggingarlóð. Húsið
var byggt árið 1945 og
var rúmir 67 fermetrar
að stærð. Auk lögregl-
unnar höfðu Olíufélgið
Esso og Verslun Ragn-
ars Kristjánssonar að-
stöðu í húsinu og síðast
var Gallerí Grúsk þar til
húsa. Grundarfjarðar-
bær eignaðist húsið fyr-
ir nokkrum árum.
Samið var við Dodds
ehf. um niðurrif hússins
eftir útboð þar sem þrjú
tilboð bárust.
HJ/ Ljósm: SK
Friðþjófur bæjarlistamaður
Friðþjófur Helgason ljósmyndari
hefur verið úmefndur bæjarlista-
maður Akraness. Frá þessu var
greint þegar menningarhátíðin
Vökudagar var formlega sett á
föstudaginn í Tónlistarskólanum á
Akranesi.
Friðþjófur er Akurnesingur og
hóf störf sem blaðaljósmyndari árið
1973 og síðar sem kvikmyndatöku-
maður hjá Ríkissjónvarpinu. Átrnd-
anförnum árum hefur hann starfað
við kvikmyndagerð ásamt Páli
Steingrímssyni. Þrátt fyrir að Frið-
þjófur hafi á síðari árum verið bú-
settur syðra hefur hugur hans verið
nátengdur Akranesi og í því sam-
bandi má minnast þess að fyrsta
framlag til Ljósmyndasafns Akra-
ness kom ffá Friðþjófi og föður
hans Helga Daníelssyni. Afhenm
þeir feðgar safninu hluta af ljós-
myndaverkum sínum jafúframt sem
undirritað var samkomulag um að
þeir afhenm safninu allar ljósmynd-
ir sínar og filmur í
fyllingu tímans.
Við sömu at-
höfú voru veittar
viðurkenningar
fyrir framlag til
tónlistarmála á
Akranesi. Annars
vegar voru það fé-
lagarnir úr hljóm-
sveitinni góð-
kunnu Dúmbó og
Steina sem fengu
viðurkenningu og
hins vegar fékk
Fríða Lárusdóttir
tónlistarkennari
viðurkenningu fyrir ffamlag sitt til.
Afið athöfnina léku og sungu
nemendur úr Tónlistarskóla Akra-
ness. HJ
Friðþjófitr Helgason, bœjarlistamaður ásamt Guðmundi Páli
Jónssyni, biejarsfióra.
Sjálfkjörið í
stjóm VLFA
AKRANES: Sjálfkjörið er í
stjóm Verkalýðsfélags Akraness
til næsm tveggja ára. Þetta kom í
ljós þegar ffamboðsffestur rann
út þann 5. nóvember. Aðeins
einn listi barst, hsti stjórnar og
trúnaðarráðs og er hann því sjálf-
kjörinn. Formaður er sem fyrr
Vilhjálmur Birgisson. Auk hans
sitja í stjóminni Auður Ásgeirs-
dóttir, Bryndís O. Guðjónsdóttir,
Guðmtmdur Rúnar Davíðsson,
Þórarinn Helgason og Svavar S.
Guðmundsson. Eina breytingin
var sú að Sigurgeir R. Sigurðsson
ritari hætti í stjóm en í hans stað
kom Guðmundur Rúnar nýr inn.
-hj
Kona fyrir bíl
AKRANES: Á miðvikudaginn
fyrir viku var ekið á gangandi
vegfaranda á Skagabraut, til móts
við Einarsbúð. Þar hafði eldri
kona komið út úr Einarsbúð og
gengið út á akbrautina og í veg
fyrir biffeið sem ekið var ausmr
Skagabrautina. Konan lenti uppi
á vélarhlíf biffeiðarinnar og skall
síðan harkalega niður í götuna og
missti meðvitund. Hún var flutt
með sjúkrabiffeið á SHA og
reyndist hún vera mjaðmagrind-
arbrotin og með skurð á höfði.
Samkvæmt ffamburði vitna og
ökumanns bifreiðarinnar bendir
allt til þess að biffeiðinni hafi
verið ekið á lítdlli ferð þegar slys-
ið átti sér stað. -bg
Tengibygging
BORGARNES: Búið er að
ganga frá verksamningi milli
Borgarbyggðar og Sólfells um
byggingu tengibyggingar milli
Gamla pakkhússins og Búðar-
kletts í Borgamesi sem hýsa mun
starfsemi Landnámssemrs.
Framkvæmdir fara af stað á
næstu dögum og er ráðgert að
þeim verði lokið eigi síðar en um
miðjan apríl nk. Samningur um
verkið hljóðar upp á tæpar 24
milljónir króna. Páll S Brynjars-
son, bæjarstjóri sagði í samtali
við Skessuhorn að nokkrir verk-
þættir hafi breyst, miðað við
upphafleg útboðsgögn, og er því
verkið ódýrara en útlit var fyrir.
-mm
Sjálfstæðisdag-
ur Pólverja
SNÆFELLSBÆR: Pólverjar
búsettir í Snæfellsbæ halda á
laugardaginn hátíðlegan sjálf-
stæðisdag Pólverja. Sjálfstæðis-
dagurinn er 11. nóvember en
þann dag árið 1918 hlaut landið
sjálfstæði. Um 80 Pólverjar eru
búsettir í Snæfellsbæ og ætla þeir
að minnast dagsins með hátíðar-
höldum laugardaginn 12. nóv-
ember kl. 20. Margt verður til
gamans gert meðal annars verður
söngur, dans, tónhst og einnig
verða sýndar ljósmyndir ffá Pól-
landi. Að sjálfsögðu verður
einnig á boðstólunum pólskur
matur. -hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þribjudögum. Auglýsendum er bent á a& panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þri&judögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og f
lausasölu.
Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánu&i en krónur 900
sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritarar: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is
Ófeigur Gestsson 892 4383 sf@simnet.is
Augl. og dreifing: Iris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún StOlgeir Helgi 437 1677 gudrun@skessuhorn.is