Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 15
■»..L
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005
15
Orkan fylgir
Bónusi til Akraness
Við undirritun samninga milli
Akraneskaupstaðar, Bónuss og SS
verktaka um úthlutun lóðar undir
starfsemi Bónuss á Akranesi sagði
Jóhannes Jónsson kaupmaður að
Orkan myndi opna bensínstöð á
lóð verslunarinnar. Reiknað er með
að verslunin opni vorið 2007. Að
lokinni undirritun samninga lýsti
Jóhannes Jónsson ánægju sinni
með að nú styttist í að hægt yrði að
opna verslun á Akranesi. Sagði
hann að embættismaður hjá bæn-
um hefði látdð þau orð falla að eng-
inn væri bærinn án Bónuss. Sem
kunnugt er hefur Bónus boðið
sama verð í verslunum sínum um
land allt. Aðspurður sagði Jóhann-
es engar hugmyndir uppi um
breytingar á þeirri stefnu. Stefnan
væri að bjóða ávallt lægsta verðið.
Guðmtmdur Páll Jónsson bæjar-
stjóri bauð Bónus velkominn í bæ-
inn og óskaði fyrirtækinu alls hins
besta.
Hin nýja verslun Bónus mun rísa
á horni Þjóðbrautar og þjóðvegar-
ins inn í bæinn. Það eru SS verk-
takar sem sjá munu um byggingu
hússins sem verður um 2.000 fer-
metrar að stærð.
HJ
OR kynnir starfsemi
sína í Grundarfirði
Orkuveita Reykjavíkur kynnti á
dögunum starfsemi sína fýrir íbú-
um Grundarfjarðar. Sem kunnugt
er festi Orkuveitan kaup á Vatos-
veitu Grundarfjarðar og tekur við
rekstri hennar um næstu áramót.
Samhliða kaupum á vatosveitunni
var gerður samningur um byggingu
hitaveito í Grundarfirði. Þegar
starfsemi hefst í Grundarfirði verð-
ur Orkuveitan með starfsemi í 22
sveitarfélögum. Að sögn Bjargar A-
gústsdóttur var fundurinn afar
gagnlegur íbúum enda mætin góð.
Hjf/Ljósm: SK
Störf auglýst við nýjan
leikskóla í Borgamesi
Borgarbyggð hefur auglýst eftir
leikskólastjóra og leikskólakennur-
um á nýjan leikskóla sem byggja á í
Borgarnesi. Að sögn Asthildar
Magnúsdóttur, forstöðumanns
ffæðslu- og menningarsviðs er ætl-
unin að opna nýjan tveggja til
þriggja deilda leikskóla á næsta ári.
„Fyrst um sinn verður starfrækt ein
deild, fyrir 2ja til 3ja ára börn, í
bráðabirgðahúsnæði á meðan nýtt
húsnæði sem reisa á í Stöðulsholti
er í hönnun og byggingu. Deildin
verður opnuð í janúar 2006 og á-
formað er að nýja húsnæðið verði
tekið í notkun um ári síðar,“ segir
Ásthildur.
í síðustu viku auglýsti Borgar-
byggð stöðu leikskólastjóra í fullt
starf frá og með 1. janúar nk. Með-
al verkefna hans fyrsta árið er að
taka þátt í undirbúningi og hönnun
húsnæðis og innra starfs hins nýja
leikskóla auk þess að stjórna leik-
skóladeild í bráðabirgðahúsnæði.
Einnig eru auglýstar stöður leik-
skólakennara ffá næstu áramótum
við nýja skólann. I allar stöðurnar
er óskað eftir því að faglært fólk
sæki um, en ef ekki fást leikskóla-
kennarar til starfa áskilur sveitarfé-
lagið sér rétt til að ráða starfsmenn
með aðra uppeldismenntun og/eða
reynslu. MM
Söngdagskrá í Tónlist-
arskóla Borgaríjarðar
I tilefni af Degi ís-
lenskrar tungu munu
nemendur söngdeildar
Tónlistarskóla Borgar-
fjarðar flytja íslensk
sönglög í sal skólans að
Borgarbraut 23 í Borgar-
nesi þriðjudaginn 15. nóv-
ember nk. Dagskráin hefst
kl. 20 og er öllum velkom-
ið að koma og hlusta á ís-
lensk sönglög eftir ýmsa
höfunda. Kaffi verður á
könnunni.
Hvítasunnusöfhuðurinn á Akra-
nesi hefur fest kaup á húseigninni
Skagabraut 6 á Akranesi og verður
húsið kirkja safnaðarins. Húsið var
reist árið 1981 og er tveggja hæða,
samtals tæpir 309 fermetrar að
stærð. Brunabótamat hússins er
rúmar 33 milljónir króna. Hjalti
Glúmsson, forstöðumaður saffiað-
arins segir kaupin ætluð til að efla
starfsemi saffiarðarins, sem var
endurreistur fyrir um fjórum árum
síðan. I dag eru meðlimir um 20
talsins. Hjalti vildi ekki gefa kaup-
verð hússins upp en ekki er óvarlegt
að áætla að það hafi verið nokkuð á
þriðja tog milljóna. Aðspurður
hvort ekki sé mikið í ráðist fyrir fá-
mennan söfeuð segir Hjalti svo
auðvitað vera. „Við stöndnm ekki
ein í þessu því aðrir söffiuðir koma
að þessum kaupum með okkur og
við erum sannfærð um að starf okk-
ar eigi eftir að eflast á komandi
árum,“ segir Hjalti.
Söffiuðurinn heffir þegar tekið
neðri hæð hússins í notkun fýrir
starfsemi sína og á sunndaginn
kemur verður vígsluathöffi. Effi
hæð hússins verður áfram í údeigu,
um sinn að minnsta kostí, en þar er
nú rekið rafmagnsverkstæði.
HJ
MÁ LINGA RDA GA R
Hvítasunnusöfiiuðurinn
kaupir Skagabraut 6
Slippfélagið
LITALAND
30%
afsláttur af hágæða
íslenskri innimálningu
'
H IANDVERKSBAKARÍ
Digraríesgotu 6 - Borgarnesi - sinu :%S7 ,20t20*Wr
©tSuíSaÍffBajflfeBteDíte)