Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Qupperneq 9

Skessuhorn - 18.01.2006, Qupperneq 9
SHÉSsuiiöíæj MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006 9 Mótun fjölskyldustefnu í Grundarfirði komin á fiillt Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er nú unnið að mótun fjölskyldustefnu í Grundarfirði. Stýrihópur hefur verið að störfum og á íbúaþingi í mars 2005 komu fram margar gagnlegar ábending- ar og á fjölmennum og góðum fundi í lok nóvember var enn bætt við. I kvöld, miðvikudag verður haldinn fundur þar sem vinnuhóp- ar hefja störf. Þegar hafa um þrjá- tíu manns skráð sig í vinnuhópa. Hver vinnuhópur fjallar um mál- efni fjölskyldu og samfélags út frá ákveðnum aldurshópi. Fyrir hverj- um hópi fara tveir hópstjórar, sem þegar hafa verið fengnir til starfans. Hóparnir verða fimm og skiptingin er þannig: 0-14 ára, 14- 20 ára, 20-40 ára, 40-60 ára og 60 ára og eldri. Hver hópur tekur fyrir þarfir einstaklinga á viðkom- andi aldri og hans nánustu. Horft verður á ýmsa málaflokka, t.d. at- vinnu, umhverfi, þjónustu, félags- líf og fleira. í raun er allt til um- ræðu sem íbúar vilja að komi fram í fjölskyldustefnu. Stefnt er að því að hver hópur fundi fjóruni sinn- um á fjórum eða fimm vikum og síðan er stefnt að opnum fundi í lok febrúar þar sem hóparnir skila niðurstöðum. Þá tekur stýrihópur við þræðinum og vinnur drög að fjölskyldustefnu sem bæjarstjórn tekur fyrir í mars. Sem dæmi um það sem upp kom á nóvemberfundinum má nefna: „Ekkert fjölskyldulíf án atvinnu!" „Hér vantar enn meira af íbúðar- húsnæði." „Námskeið eru æskileg í íslensku og um réttindi og skyld- ur, fyrir erlenda íbúa.“ „Skólar hafi sveigjanleika til að takast á við ólíkar þarfir.“ I frétt ffá stýrihópn- um kemur fram að vonast sé til að sem flestir taki þátt í þessari um- ræðu, sem miðar að því að gera gott mannlíf í Grundarfirði enn betra. MM Þreksalur opnaður á Vamialandi í íþróttahúsinu á Varmalandi í Stafholtstungum opnaði sl. mánu- dag þreksalur með tveimur hlaupa- brettum, fjölþættri þrekstöð og handlóðum. Salurinn verður opinn ffá klukkan 12:30 til 14:30 mánu- daga, miðvikudaga og fimmtudaga. Leiðbeinandi verður til staðar seinni hluta dags í þreksalnum frá kl. 16:30 til 19:30 mánudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga og eru byrjendur hvattir til að mæta og fá tilsögn sem hæfir hverjum og ein- um til að ekki verði farið of geyst af stað. Leiðbeinandi er Davíð Orvar Olafsson, íþróttakennari. Einnig er hægt að panta tíma fyrir hópa sem vilja taka sig saman og fara í rækt- ina fyrir utan auglýstan opnunar- tíma skv. samkomulagi með því að hringja í síma 699 0639, 420 1520 eða 840 1522. MM Frá undirritun samninganna. Frá vinstri: Magnús Oddsson, ráðgjafi verksmiíjunnar í rafmagnsmálum; Gunnar Fí. Sigurösson, framkvcemdasljóri Sementsverksmiðjunar hfi Þorsteinn Sigurjónsson, aðst. framkvœmdastjóri sölusviðs OR, Ingihjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri markaðsdeildar OR og Rúnar Sv. Svavarsson, deildarstjóri Dreifingar-raf- magn OR. Nýir rafbrkusaiiiningar SV imdirritaðir Nýverið voru undirritaðir nýir samningar um rafmagnskaup Sem- entsverksmiðjunnar hf. I samræmi við ný raforkulög voru gerðir tveir aðskildir samningar. Annar um flutning og dreifingu raforkunnar við dreifisvið Orkuveitunnar. Hinn um kaup á raforkunni við sölusvið Orkuveimnnar. Sementsverksmiðj- an notar mjög mikið raffnagn. Fyr- ir daga stóriðjunnar var verksmiðj- an um langt ára bil stærsti einstaki rafmagnsnotandi landsins. Raf- magnið er m.a. notað til að mala hráefhi sementsins og blanda því saman. Eftir að blandan hefur ver- ið brennd í ofhi verksmiðjunnar er einnig notað mikið raffnagn til að mala sementsgjallið. Verksmiðjan hefur á undanförnum árum keypt frá 11- 19 GWh af raforku á ári og fer notkunin eftir því hve fram- leiðslan er mikil. Aðalfundir deilda Verkalýðsfélags Akraness verða haldnir eftirfarandi daga: Opinber deild Matvæladeild Iðnsveinadeild Stóriðjudeild Almenn deild - Mánud. 23. jan. að Sunnubraut 13 kl. 20:00 - Þriðjud. 24. jan. að Sunnubraut 13. kl. 20:00 - Miðvikud. 25. jan. að Sunnubraut 13. kl. 20.00 - Fimmtud. 26. jan. að Kirkjubraut 40, 3. hæð. kl. 20:15 - Föstudaginn 27. jan. að Sunnubraut 13. kl. 20:00 Dagskrá aðalfundanna er eftirfarandi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Onnur mál. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Verkalýðsfélag Akraness • Sunnubraut 13 • sími 430-9900 w w w . v I f a Trésmiðjan Akur byggir tvö parhús við Sóttún 14a-14b og 16a-16b á Hvanneyri. Húsin afhendast fulibúin að utan með grótjafnaðri ióð og óeinangruð að innan. Áætlað er að afhenda húsin í maí 2006. Allar nánarí upplýsingar og sölubækling er hægt að fá á skrífstofu Akurs. Trésmiðjan AKUR ehf. \ Smiðjuvölitim 9 * 300 Akranes * Simi; 430 6600 • Fax: 430 6601 Netfang: akur@akur.is • Veffang: www.akur.is v; j BORGARBYGGÐ ^ x Borgarbyggb, f.h. Orkuveitu Reykjavikur, Simans og Rarik, óskar eftir tilboöum í verkib: Gatnagerð og lagnir í Borgarnesi Gamli mibbær Verkið erfólgiö í lagnavinnu og gatnagerð. Fyrir Borgarbyggb skal jarbvegsskipta í byggingareitum húsa og leggja götur. Fyrir Orkuveitu Reykjavíkur skal leggja holræsi, vatnslagnir, einfalt dreifikerfi hitaveitu og ídráttarrörfyrir Ijósleibara. Fyrir Símann skal leggja plaströr og strengi í sameiginlega skurði. Fyrir Rarik skal sjá um jarövinnu í sameiginlegum lagnaskurbum. Helstu magntölur eru: Gröftur.................................................. 14.500 m3 Fyllingar................................................ 15.000 m3 Holræsalagnir............................................... 600 m Vatnslagnir................................................. 700 m Skurðir fyrir hitaveitu, fjarskiptalagnir og rafstrengi. 460 m Hitaveiturör DN20-DN100..................................... 460 m Fjarskiptarör ol 2-50.................................. 1.020 m Símalagnir, stofnrör 0 75................................... 500 m Símalagnir, strengir...................................... 2.200 m Malbik.................................................... 3.800 m2 Skiladagar verksins eru tveir, 1. áfanga skal lokið 20. aprfl 2006 og verkinu í heild skal skila eigi síbar en 1. júlí 2006. Útbobsgögn verba seld á skrifstofu Borgarbyggbar, 310 Borgarnesi. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilbob verba opnub á sama stab, þriöjudaginn 2. febrúar 2006, kl. 14:00 Bœjarverkfrœbingur Borgarbyggöar. MM

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.