Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Page 19

Skessuhorn - 18.01.2006, Page 19
§KESSUii©I2RI MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006 19 Endurskoða samþykktir GRUNDARFJÖRÐUR: Bæj- arstjóm Grundarfjarðar hefur samþykkt tillögu Sigríðar Finsen forseta bæjarstjórnar um að hafin verði endurskoðun á samþykkt- um bæjarfélagsins og að þeirri vinnu verði lokið eigi síðar en í maí í vor. Var bæjarráði falið að annast endurskoðtmina. -hj Enga hunda á Sólvelli GRUNDARFJÖRÐUR: Sam- kvæmt reglum um htmdahald í Grundarfirði er bannað að fara með hunda inn á lóð Leikskólans Sólvalla. Undanfarið hefur starfsfólk leikskólans orðið vart við áþreyfanleg ummerki efdr ferðir hunda á lóðinni. I tilkynn- ingu frá Gmndarfjarðarbæ era hundaeigendur beðnir um að virða þessar reglur og fara ekki með hunda sína inn á lóðina. -mm Óhapp í hálkunni BORGARFJÖRÐUR: Síðast- liðinn sunnudag var bifreið ekið útaf veginum í Stafholtstungum og hafnaði þar á hvolfi. Ekki urðu meiðsl á fólki. Bifreiðin er hinsvegar mikið skemmd og þurfri kranabíl til að fjarlægja hana. Nokkuð mikill snjór er víða um héraðið og færð því slæm; hálka og snjór. Full ástæða er því til að hvetja ökumenn til að aka varlega, hafa ljósabúnað í lagi og vel hreinsaðan og hjólbarða í lagi miðað við færð. -mm VífilfeU Fulltrúi Vífilfells hf., ffamleið- andi Coke á Islandi, afhenti í gær fulltrúum rekstrarfélaga meistara- flokks karla, kvenna og yngri flokka IA styrk að upphæð tæplega sjöhundrað þúsund krónur. Styrk- ur þessi er kominn til vegna samn- ings milli þessara aðila í þá veru að 5 krónur af hverjum seldum lítra af gosdrykkjunum Coca cola og Coke light, sem seljast á Akranesi, renni til rekstrarfélaganna. Um er að ræða sölu drykkjanna á meðan keppnistímabilið stendur. Samn- ingur þessi er nú útranninn en all- ir aðilar samningsins hafa lýst yfir áhuga á ffamlengingu hans. HJ s afhendir styrk til IA Skipulagsvinna vegna vatnsátöppunarverksmiðju Á góðviðrisdegi í liðinni viku fór ffam undirbún- ingur að skipulagsvinnu á vegum Snæfellsbæjar vegna vatnsátöppunar- verksmiðju sem fyrirhugað er að reisa í Rifi, og greint hefur verið frá' hér í blað- inu. Mikil skipulagsvinna er framundan enda gert ráð fyrir stórum húsum vegna starfseminnar. Jafn- ffamt fer af stað skipulags- vinna vegna j stækkunar hafnarinnar þár sem gert er ráð fyrir að stór flutn- ingaskip geti lagst að bryggju vegna framleiðslu verksmiðjunnar. MM/ Afsnb.is. Annasöm vika AKRANES: Lögreglan á Akra- nesi sinnti alls 129 verkefnum af ýmsum toga í vikunni sem leið. Bifreið var ekið útaf vegi og ofan í skurð. Hafnaði hún á hliðinni og þurfti kranabifreið til að ná henni upp aftur. Bif- reiðin var þó lítið skemmd og ökumaður ómeiddur. Snjór er yfir öllu og hafa nokkrir vélsleðamenn freistast til að nýta sér gott færi innan bæjar- markanna á Akranesi. Lögregla hefur haft af þeim tal og gert grein fyrir að akstur þessara tækja er óheimill innanbæjar. Þrátt fyrir að hálka hafi verið meira og minna alla vikuna á Akranesi vora til þess að gera fá umferðaróhöpp. Að sögn Jóns Ólafssonar, yfirlögregluþjóns verður að teljast vel sloppið, sérstaklega í ljósi þess að götur eru hvorki saltaðar eða sand- bornar, að óhöpp urðu ekki fleiri. -mm Ljós og snjó- hreinsun skoðuð SUÐVESTURLAND: Lög- regluliðin á suðvesturhorninu stóðu fyrir átaki í vikunni sem leið. Athyglinni var beint að ljósabúnaði ökutækja ásamt því að fýlgjast með því að ökumenn hreinsuðu snjó og ís af rúðum bifreiða. Þannig hafði lögreglan á Akranesi afskipti af 30 ökumönn- um vegna þessa. 25 umráðamenn ökutækja sem ekki höfðu sinnt því að færa ökutæki sín til skoð- tmar, fengu áminningu frá lög- reglu og var gert að færa ökutæk- in á skoðunarstöð hið bráðasta. -mm I byggingu eru tvö einbýlishús og tvö parhús (4 íbúðir) við Stöðulsholt nr 1, 2-4 og 6-8 í Borgarnesi: Húsin eru boðin til sölu á byggingarstiginu: Fullbúin að utan með gróljafnaðri lóð. Að innan: Tilbúin undir málningu og með milliveggjum, raf-og hitalögnum. Afhendingartími á ofangreindu byggingarstigi er mars 2006. Allar nánari upplýsingar hjá Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar sími 4371700 Söluaðili: Lögfræðistofa Inga Tryggvasonar Framkvæmdaaðili: Hönnun: Byggingaraðili: M2 Ráðgjöf Nýhönnun Hús og Hönnun ehf.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.