Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 22
22 ^«usunu^.; MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006 Súrmátur tengist í hugum margra fyrst og fremst þorranum og þorrablótum en aðrir borða súrmat allt árið, t.d. súran blóð- mör eðá lifrarpylsu með hafra- graut eða grjónagraut, Súrsun var einhver helsta geymsluaðferð á mat á Islandi frá fornu fari, þar sem saltskortúr var hér mikill, og var notuð gerjuð mysa til súrsun- arinnar. Ekki voru Islendingar einir um að súrsa mat en ekki er vitað til þess að annars staðar hafi tíðkast að ráði að geyma mat í mjólkursúr til langframa. Soðinn matur geymist vel í súrri mysu og tiltölulega lítið tapast af næringarefnum úr honum - jafn- vel er talið að næringarefni berist inn í hann úr mysunni - en bragð- ið breytist mjög við geymsluna. Nú er súrmatur oft súrsaður í ed- iksblandaðri rhysu en ekki sýru og þykir ýmsum það þunnur þrett- ándi. En þar sem rúgmjöl fer að gerjast og mynda sýru ef það er geymt í vatni þarf ekki endilega að setja mysu á blóðmör og lifrar- pylsu - sýran myndast af sjálfu sér. Þess þarf að gæta að ílátið sem notað er við súrsunina sé vel hreint og svo þarf að fylgjast með súrnum og hirða ílátið vel. Það þarf að standa á köldum stað en má ekki frjósa. Bitarnir mega ekki standa upp úr mysunni. Það eru samt ekki nema um 50 ár síðan að við hófum þorramat- inn til vegs og virðingar á ný. Þorramaturinn hefur verið súrsað- ur, reykmr, kæsmr eða þurrkaður. Hér eru nokkur dæmi um vin- sælan þorramat Hákarl Hákarlinn er fyrst kasaður. Nú á tímum er honum staflað í plastkör þar sem hann gerjast. Hákarlinn er síðan hengdur upp í hjall og lát- ið lofta um hann.Margir eru smeykir við að bragða á hákarli því af honum er sterk, og að sumra mati vond lykt. Flestum fxnnst há- karl í fyrstu vera mjög vondur en eftir nokkra bita bragðast hann sem sælgæti. Þetta er einkennilegt.Reyndar er til fólk sem fellir sig aldrei við hákarlinn, fmnst hann hreinlega ógeðslegur. Svið Flestir hafa prófað að borða svið. Hausar kindanna eru sviðnir þ.e. allt hár er brennt af þeim. Þeir eru síðan þvegnir og soðnir. Sviðasultan er gerð á þann hátt að soðið kjötið er skafið af beinun- um, sett í form og pressað. Hlaup er sett í formið og síðan er þetta látið kólna. Hrútspungar Hrútspungar eru í raun rang- nefni því í dag snæða menn ein- ungis eismn. I gamla daga voru þau hins vegar geymd í pungunum sem höfðu verið rakaðir, sviðnir eða skafnir. Oft var einhverju feit- meti troðið ofan í punginn því eistun era fimsnauð. Síðan var saumað fyrir og pungarnir soðnir, sett á þá farg, súrsaðir og skornir í sneiðar. Mynstrið er hringlaga og voru þeir oft kallaðir gler- augnapylsur. Bringukollar Bringur kindanna eru nú til dags hlutaðar í tvennt, soðnar og settar í mysu. Lundabaggar I hefðbundnum lundaböggum er lundunum innan úr hryggjum kindanna vafið inn í hreinsaða risda og þindin saumuð utan um. Þetta var soðið, farg sett á og sett í súr. I dag era síðurnar af kind- inni notaðar í baggana og þeir því feitari fyrir vikið. Hangikjöt Allir þekkja hangikjöt. Hangi- kjötið er borðað allt árið um kring en þó einkum á jólunum.Hangikjötið er verkað á þann hátt að fyrst er útbúinn salt- pækill sem kjötið er látið liggja í. Að því loknu er kjötið reykt í reykhúsi. Það er hengt upp og reykur af hrossataði, birki og ýmsu öðra er látið leika um kjötið. Lifrarpylsa Lifrarpylsa er að mesm búin til úr kindalifur og rúgmjöli. Söxuð- um mör skepnunnar er blandað út í. Þessi grautur er svo setmr í keppi, sem sniðnir hafa verið úr vömb kindarinnar, og soðinn. Lifrarpylsa er oftast nú á dögum snædd soðin en smndum er hún sett í súr eins og hún var geymd í gamla daga. Blóðmör Blóðmörinn er gerður úr kinda- blóði og mjöli og mör setmr út í eins og nafnið bendir til. Graumr- inn er svo settur í keppi eins og lifrarpylsan saumað fyrir og hann svo soðinn. I gamla daga var blóð- mörinn setmr í súr til geymslu en þannig er hann enn í dag algengur í þorramat. Hann er líka snæddur nýr eða steikmr á pönnu. Magáll Kviðvöðvar kindarinnar eru soðnir í smtta stund og síðan sett- ir undir farg og pressaðir. Því næst er vöðvunum komið fyrir í grisju og þeir hengdir upp og reyktir í reykhúsi. Súrsunin: Súrsun er mjög gömul varð- veisluaðferð. Hún hefur verið okkur Islendingum mjög mikilvæg um aldir, saltskormr var í landinu og aðalmatvælaframleiðslan fór fram á haustin og þurfti að geyma fæðuna ( dýraafurðir með lítið geymsluþol) mikinn hluta ársins. Aðrar varðveisluaðferðir leystu sýrana af hólmi þegar salt fór að berast í stóram stíl til landsins á ofanverðri 19 öld og síðar frysting og niðursuða. Súrsun eykur hollusm matvæl- anna. Vítamín úr mysu síast inn í þau og sýran verndar ýmis bæti- efni. Sýran gerir kjötið meyrara, leysir beinin smám saman upp og eykur þannig meltanleika og nær- ingargildi fæðunnar. Súrsunin byggist á því að soðin matvæli eru sett í súrsunarmysu (skyrmysu) í ákveðinn tíma, 3-6 mánuði eftir því hve súr mamrinn á að vera. Mikilvægt er að hrein- læti sé mjög gott og kæling góð og matvælin á kafi í mysunni. Einnig þarf að passa að sýrastigið í mys- unni hækki ekki, t.d. vegna vams úr hrútspungunum. Mysan á ekki að fara (mikið) yfir pH 4,0 til þess að varan verkist rétt og mygla nái sér ekki á strik. Nauðsynlegt er að hafa rúgmjöl (sem er í blóðmör og lifrarpylsu) með í súrnum vegna þess að kolvetnin í mjölinu eru nauðsynleg fyrir mjólkursýragerl- ana til að viðhalda sýranni. Þegar sýrastigið í matvælunum er komið niður í pH 4-4,5 geta sjúkdómsvaldandi örverur ekki fjölgað sér og maturinn verður því öraggur til neyslu. Sýrastigið er lengi að komast niður í þetta pH í miðju stórra stykkja t.d. lundabagga, hrútspunga og sláturkeppa. Aður en sýrastigið nær að lækka nægilega geta bakteríugró (sem lifa af suðu) spírað og myndað eit- ur þ.e. ef kæling er ekki næg. Eit- urefnin eyðileggjast ekki þó bakt- eríurnar drepist við það að sýra- stigið lækkar áfram. Geymsla: Nú á tímum er orðið algengara að léttsýra matinn, enda er fólk ekki eins hrifið af súra bragðinu og áður. Þá telst hann ekki lengur súrmatur í þeim skilningi að geymsluþolið sé tryggt með sýranni. Við geymslu á súrmat í verslun- um eða á heimilum er mikilvægt að geyma hann í mysu í kæli. Ef búið er að opna ílátið og taka af matnum og það á að geyma hann í einhverjar vikur er betra að skipta um mysu (súrsunarmysu) því óhreinindi sem berast með hönd- um eða áhöldum stytta geymslu- þolið. Varasamt getur verið að geyma blöndu af sýrðum mat og öðram ósýrðum, flatkökum, harðfiski eins og gert er á þorrabakka nema ca l-2daga. Ef þorrabakkarnir era geymdir lengur skapast vaxtarskil- yrði fyrir myglu og er hún mjög fljót að ná sér á strik. Verði ykkur að góðu! Tilkynning til atvinnurekenda á Akranesi Frá og með 1. febrúar 2006 bera rekstraraðilar á Akranesi ábyrgð á hirðu og förgun rekstrarúrgangs sem til fellur í starfsemi þeirra og bera af honum allan kostnað. Felur þetta í sér að Akraneskaupstaður sér ekki lengur um sorphirðu hjá rekstraraðilum heldur þurfa þeir sjálfir að sjá um að rekstrarúrgangi sé skilað til viðurkenndrar móttökustöðvar. Allar nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður sorpmála á Akranesi í síma 431 5555. Ákraneskaupstaður Vesfurlandsiiðin enn jöfn Á morgun, fimmtudag, fara fram tveir leikir í lceland Express deildinni í körfunni. Þá taka Snæ- fellingar á móti ÍR í Stykkishólmi og Skallagrímur á móti Keflavík í Borgarnesi. Baráttan er hörö í deildinni og sigur fyrir bæði liðin mikilvægur. Enn standa þau jöfn að stigum með 14 stig hvort lið eftir 12 leiki, Snæfell þó með fleiri skoraðar körfur. Bæði liðin unnu fyrsta leik sinn á þessu ári þann 5. janúar síðast- liðinn í Express deildinni. Snæfell lagði Hamar Selfossi að velli með 96 stigum gegn 63 í deildinni. Skallagrímur skoraði 96 stig gegn 78 stigum Njarðvíkinga í stórieik sama dag. Skallagrímsmenn fóru á kostum í leiknum og sýndu ein- dæma leikgleði og baráttuhug gegn sterku liði Njarðvíkinga sem sitja í efsta sæti deildarinnar. BG Tap hjá ÍA í fyrsta æfingaleik ársins Skagamenn léku sinn fyrsta æfingaleik á þessu ári við lið HK í síðustu viku. Leikurinn fór fram í Fífunni í Kópavogi. Vonandi á máltækið „fall er faraheill" við þennan fyrsta leik ÍA á árinu því leiknum lauk með sigri HK sem skoraði tvö mörk gegn einu marki ÍA. Arnar Gunnlaugsson kom Skagamönnum yfir í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoruðu Jóhann Björnsson og Brynjar Vífilsson fyrir HK. Á heimasíðu ÍA kemur fram að þessi leikur var fjórði tapleikur- inn gegn HK í síðustu fimm leikj- um liðanna. Tapleikirnir hafa allir farið fram í Kópavogi en sigur- leikurinn fór fram á æfingasvæð- inu á Akranesvelli í fyrravor. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.