Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2006, Side 1

Skessuhorn - 08.03.2006, Side 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettð alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ ÁVESTURLANDI 10. tbl. 9. árg. 8. mars 2006 - Kr. 300 í lausasöiu Hættaað flagga í hálfa Síðastliðinn fimmtudag komu sam- an fulltrúar nokkurra fyrirtækja og stofnana í Borgarnesi, ásamt sóknar- prestinum Sr. Þorbirni Hlyni Arna- syni, til að ræða fánamál. Nokkur umræða hefur verið um það að und- anförnu í bænum að varla líði sá dag- ur að ekki sé flaggað í hálfa stöng í Borgarnesi. Fram kom að menn hefðu fullan skilning á því að fólk vildi sýna hinum látnu virðingu sína en á móti kæmi að það félli kannski um sjálft sig þegar fáninn væri fast að því ofnotaður í þessu skini. Venja er fyrir því í Borgarnesi að flaggað sé í hálfa stöng bæði þegar einstaklingur fellur frá og einnig þegar viðkomandi er jarðsettur. Telja málsaðilar að nú væri svo komið að fleiri þúsund bílar færu í gegnum Borgarnes á hverjum degi og að þegar fjöldi fána væri dreginn í hálfa stöng við þjóðveginn þá gæfi það þá mynd að allur bærinn væri í stöðugri sorg. A fundinum kom upp sú hugmynd að minnka flöggunina um helming með því að flagga aðeins við jarðar- farir. Að lokum var hinsvegar ákveðið að þau fyrirtæki sem áttu fulltrúa á fundinum myndu alfarið hætta að flagga vegna andláts og jarðarfara. Þar er Dvalarheimilið í Borgarnesi undanskilið en fundarmönnum fannst öilum eðlilegt að þar yrði áfram flaggað vegna andláts vistmanna. Einnig verður áfram flaggað við kirkjurnar í Borgarnesi og á Borg vegna andláts og jarðarfara. Þau fyrirtæki og stofnanir sem áttu fulltrúa á fundinum voru Sparisjóður Mýrasýslu, Verkalýðsfélag Borgar- ness, Hyrnutorg, Dvalarheimilið, Hyrnan, Vegagerðin, Límtré - Vír- net, Sýslumaðurinn í Borgarnesi, Sjó- vá, Borgarbyggð og Olís. I ályktun sem send var frá fundin- um kemur fram að það sé von þessara fyrirtækja að fólk hafi skilning á fyrr- nefhdri ákvörðun. GE ATLANTSOLIA Dísel «Faxabraut 9. Öskudagur var sl. miSvikudag, en bann er upphafsdagur löngufdstu, miSvikudagurinn í 7. vikufýrir páska. Frí er víSa í grunnskólum afþessu tilefni og er löng hefSjýrir þvt aí böm klæðist búningum afýmsu tagi, arki ífyrirtœki, syngi ogfái nammi aó launum. Aberandi var aS á öskudeginum í ár er einn búningur lang-algengastur, en það var aS sjálfsögSu gervi Sylvíu Nætur - söngkonunnar geysivinsœlu. I óformlegri könnun sem gerð var á Akranesi á öskudagsmorgun kom í Ijós að yftr helmingur stúlkna kleeddist gervi hennar. Ógisslega töff- skilurru! Ljósm: MM Dalabyggð og Saurbæjar- hreppur sameinast Sveitarstjórn Saurbæjarhrepps samþykkti á þriðjudag í liðinni viku tillögu um sameiningu við Dalabyggð. Tillagan var sam- þykkt með fjórum samhljóða at- kvæðum en einn sat hjá. Sveitar- stjórn Dalabyggðar samþykkti sameininguna með sjö samhljóða atkvæðum þann 2L febrúar. Sameining tekur gildi við sveit- arstjórnarkosningar í vor og mun hið nýja sveitarfélag heita Dalabyggð. I sameiningarkosningum sem haldnar voru í október sam- þykktu íbúar sveitarfélaganna tveggja sameiningu við Reyk- hólahrepp. Sú sameining gekk ekki í gegn þar sem tillagan var felld í Reykhólahreppi. I kjölfar kosninganna hófust viðræður milli sveitarfélaganna sem leitt hafa til þessarar niðurstöðu. Meðal annars hafa viðræður átt sér stað við ráðgjafanefnd Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga og varð niðurstaða þeirra viðræðna sú að Jöfnunarsjóðurinn kemur að sameiningunni með margvísleg- um hætti. Má þar nefna að sjóð- urinn leggur fram tæpar 1,9 milljónir króna vegna undirbún- ings sameiningarinnar, þá kemur til sérstakt framlag vegna skulda- jöfnunar þegar ársreikningar sveitarfélaganna fyrir síðasta ár liggja fyrir. Þá mun sjóðurinn leggja til tæpar 18,4 milljónir króna vegna framkvæmda við Grunnskólann í Búðardal, tæpar 28 milljónir króna vegna bygg- ingar nýs leikskóla í Búðardal, vegna endurskipulagningu þjón- ustu og stjórnsýslu kemur fram- lag að upphæð 30 milljónir króna sem greiðist á tveimur árum. Á sameiginlegum fundi sveit- arstjórnanna sem haldinn var 20. febrúar var samþykkt að leggja sameininguna til en auk þess var samþykkt að nafn hins nýja sveit- arfélags verði Dalabyggð og að fulltrúar í sveitarstjórn verði sjö. Þá samþykktu sveitarstjórnirnar hvor um sig að 30 milljónum króna verði varið til áframhald- andi reksturs Grunnskólans Tjarnarlundi næstu þrjú árin að minnsta kosti. „Að þeim tíma liðnum verði tekin ákvörðun um framtíð skólans og tíminn þar til nýttur til endurskipulagningar skólamála sameinaðs sveitarfé- lags“ eins og segir orðrétt í sam- þykktinni. Haraldur L. Haraldsson sveit- arstjóri Dalabyggðar sagði í sam- tali við Skessuhorn að með sam- einingunni væri stigið gott skref til styrktar byggð á svæðinu. Sæmundur Kristjánsson odd- viti Saurbæjarhrepps segir sam- eininguna eðlilegt skref í fram- haldi af sameiningarkosningun- um í haust. Hann segir samein- inguna hafa verið vel kynnta í hreppnum meðal annars með kynningarfundi á mánudags- kvöldið sem hefði verið vel sótt- ur. Þar hafi að sjálfsögðu komið upp skiptar skoðanir en í heild- ina væri fólk þokkalega sátt við þetta skref sem nú hefur verið stigið. (\lrUtiini) (Aánúru) S» Melónur gular Borgarnesbjúgu ucrVfll Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaðir • Hafnarfjörður • Húsavík • ísafjörður • Neskaupsstaður • Njarðvík • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 2. - 5 . mars

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.