Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2006, Síða 6

Skessuhorn - 08.03.2006, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 SKESSUiiOliæi Eindreginn vilji til framboðs J-lista SNÆFELLSBÆR: Á fundi sem Bæjarmálasamtök Snæ- fellsbæjar boðuðu til í Olafsvík á dögunum kom fram eindreg- inn vilji fundarmanna um að listi samtakanna, J-listi, yrði boðinn fram að nýju við bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Kosin var uppstillingarnefnd og hana skipa Ragnhildur Sigurð- ardóttir, Drífa Skúladóttir og Vilborg Lilja Stefánsdóttir. Mun nefndin vinna með stjórn samtakanna að uppstillingu lista. I síðustu bæjarstjórnar- kosningum hlaut J-listinn þrjá menn kjörna í bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar en listi Sjálfstæðis- flokks hlaut fjóra menn kjörna og hreinan meirihluta. -hj S j álfstæðismenn skipa uppstill- ingameftid SNÆFELLSBÆR: Sjálfstæð- isflokkurinn í Snæfellsbæ hefur skipað uppstillingarnefnd sem skila skal tillögu um skipan framboðslista flokksins við bæj- arstjórnarkosningarnar í vor. Formaður nefndarinnar er Björn Arnaldsson en aðrir nefndarmenn eru Jóhannes O- lafsson, Jensína Guðmunds- dóttir og Eyjólfur Gunnarsson. Sjálstæðisflokkurinn er nú með hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Snæfellsbæjar. -hj Gjaldtaka í námum GRUNDARFJÖRÐU: Bæjar- ráð Grundarfjarðar hefur sam- þykkt tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins um að hafm verði gjaldtaka fyrir fyllingarefni úr námum bæjar- ins. Var fulltrúanum falin ffam- kvæmd málsins. -hj Forstöðumaður Rannsóknaseturs um lífrdd Breiðaljarðar Kristinn Jónasson, hæjarstjóri bauð Erlu Björk velkomna til staifaf.h. undirbúnings- hópsins. Dr. Erla Björk Örnólfsdóttir hef- til starfa í júlí í sumar. Hlutverk ur verið ráðin í stöðu forstöðu- rannsóknasetursins er að efla rann- manns við fyrirhugað rannsókna- sóknir á lífríki sjávar í víðasta skiln- setur við Breiðafjörð og tekur hún ingi, með megináherslur á vistkerf- ið í Breiðafirði, til þess að auka þekkingu á vistkerfinu í þeim til- gangi að auka nýtingu auðlindar- innar og arðsemi. Erla Björk lauk mastersprófi í líf- ffæði frá Háskóla Islands árið 1994 og doktorsprófi í sjárvarlíffræði ffá Texas A&M University árið 2002.Undanfarin misseri hefur hún starfað í Bandaríkjunum við rann- sóknir á samfélögum svifþörunga og veira er þá síkja. Um tíma starf- aði Erla sem sérfræðingur á Reykja- víkurdeild Veiðimálastofnunar. Gengið var ffá ráðningu Erlu á fundi með undirbúningsnefnd þann 2. mars sl. Stefnt er að formlegri stofnun rannsóknasetursins í apríl næstkomandi. Að því standa hags- munaðilar í sjávarútvegi við Breiða- fjörð og víðar. MM Undirbúningshópur um stofmm Rannsóknaseturs um lífríki Breiðajjaróar. Menningarráð kynnir verkeftiastyrki 2006 Stjórn Menningarráðs Vestur- lands hefur ákveðið og auglýst út- hlutunarreglur verkefnastyrkja sem ráðið hefur til úthlutunar árið 2006. Eins og ítarlega hefur verið kynnt í Skessuhorni var Menningarráð stofnað sl. haust í kjölfar samnings milli Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi, Menntamálaráðuneytis og Samgönguráðuneytis þar sem þess- ar stofnanir hafa árlega næstu 3 árin um 26 milljóna króna til ráðstöfun- ar til að efla menningarstarf á Vest- urlandi. Sambærilegur samningur hefúr t.d. verið við Austfirðinga frá árinu 2001 og hefur þar gefið góða raun. „Við í stjórn Menningarráðs Vesturlands höfðum úthlutunar- reglur Austfirðinga til hliðsjónar við smíði þeirra reglna sem gilda munu við úthlutun styrkja þetta árið. Úthlutunarreglurnar í heild sinni eru í 10 liðum og erum við að leggja nokkra áherslu á nýsköpun- arþáttinn í menningarstarfi. Við ákvörðun um hvaða verkefni hljóta styrki er horft til þess að þau upp- fylli eitt eða fleiri fimm skilyrða: I fýrsta lagi að um samstarf tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina verði að ræða. I öðru lagi horfum við til nýsköpunar á sviði lista eða menningarstarfs og hugs- anlegri ijölgunar starfa í landshlut- anum því samhliða. I þriðja lagi verður reynt að hvetja ungt fólk til aðkomu að listum og menningar- starfi hverskonar og sérstaklega þeim sem lokið hafa listnámi eða stunda það. I fjórða lagi viljum við gjarnan sjá umsókirir um verkefni sem hvetja til þess að dregin sé fram sérstaða hvers svæðis í landshlutan- um og loks verður litið til menn- ingartengdrar ferðaþjónustu á Vest- urlandi sem gæti laðað hingað ferðamenn,“ sagði Helga Halldórs- dóttir, formaður Menningarráðs í samtali við Skessuhorn. Úthlutunarreglur Menningar- ráðs eru nokkuð skýrar og kemur þar m.a. ótvírætt fram að þau verk- efhi sem flokkast undir atvinnu- starfsemi hvers konar eða falla und- ir hefðbundið menningarstarf hljóta síður stuðning en þau verk- efni sem efla nýsköpun og fela í sér ótvírætt nýnæmi. Úthlutunarregl- urnar í heild sinni má finna á vef- slóðinni: www.ssv.is Umsóknar- frestur um styrki er til 27. mars nk. og mun úthlutun Menningarráðs- ins liggja fyrir síðari hluta apríl- mánaðar. Fulltrúar Menningarráðs munu í Helga Halldórsdóttir, formaður Menn- ingarráðs Vesturlands. næstu viku hafa viðverutíma á fjór- um stöðum í landshlutanum þar sem væntanlegir umsækjendur geta átt við þá orð. Fundirnir verða haldnir í Grundarfirði, Búðardal, Borgarnesi og á Akranesi. MM PISTILL GISLA Faraldur Flestir hafa heyrt af þeim óvæntu viðbrögðum sem brutust út í Bandaríkja- hreppi á sínum tíma þegar leikrit Orson Wells, „War of the Worlds“ var fyrst leikið í útvarpi. Verkið fjailar sem kunnugt er um innrás grænleitra geimvera frá Mars eða nálægum sveitarfélögum. Mikill fjöldi fólks hélt að þarna væri á ferðinni fréttaút- sending frá raunveruleg- um atburðum en ekki út- varpsleikrit eins og reynd- in var. Ofsahræðsla greip um sig og allt ætlaði um koll að keyra. Ef minnið svíkur mig ekki þá voru það einhverjir sem sviptu sig lífi frekar en að lenda í klónum á meintum geim- verum. Slíkur er máttur fjöl- miðla og það sýnir sig aft- ur og aftur. Núna síðast í kjölfarið af miklum frétta- flutningi af yfirvofandi fuglaflensu. Sem betur fer hafa áhrifin ekki orðið eins yfirgengileg og af útvarps- leikriti Orsons heitins en fyrr má líka aldeilis fyrr- vera. Samt sem áður hafa margir tekið þessar fréttir inn á sig og í sumum til- fellum jaðrar það við móð- ursýki eða allavega móður- systursýki svo ekki séu notuð of sterk orð. Þessi viðbrögð gilda jafnt um fullorðið fólk og börn og unglinga sem jafnvel forð- ast sveitina og alheilbrigð húsdýr af ótta við ein- hverja óværu. Eg hef meira að segja heyrt af því sögur að menn noti óttann við yfirvofandi flensuskít til að búa til afsakanir við hinu og þessu. Meðal annars heyrði ég sögu af veitinga- stað einum á Vesturlandi þar sem hættan á því að fuglaflensa bæri til lands- ins var nefnd sem skýring á því að matseðill staðarins væri með eindæmum fá- tæklegur. Nokkuð langsótt reyndar en engu að síður var þetta borið á borð fyr- ir viðskiptavini. Þrátt fyrir allar upphróp- anirnar í fjölmiðlum þá ber að geta þess að þótt það sé vissulega hörmulegt að fólk hafi látist vegna fuglaflensu þá eru þeir ekki svo margir miðað við þann fjölda sem deyr vegna margra annarra sjúkdóma sem ekki komast jafn oft í fréttir. Eg ætla ekki að gera lítið úr því þótt menn stígi var- lega til jarðar og hafi var- ann á gagnvært hugsanleg- um sjúkdómum og öðrum hættum. Því það er jú vissulega lífshættulegt að vera til. Eg trúi því hinsvegar og treysti að fuglaflensan leggist ekki á furðufugla og tel mig því óhultan. Gísli Einarsson, furðufugl án flensu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.