Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2006, Síða 7

Skessuhorn - 08.03.2006, Síða 7
„niisaumÁS: MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 7 Floti Vestlendinga breytist lítið Á síðasta ári fækkaði fiskiskipum á Vesturlandi úr 310 í 305. í brúttó- tonnum talið stækkaði flotinn hins- vegar úr 21.233 tonnum í 21.333 tonn og afl aðalvéla flotans jókst úr 74.952 kW í 75.648 kW. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag- stofu Islands. Nokkur breyting varð hins vegar á fjölda í einstökum flokkum fiskiskipa. Þannig fækkaði opnum fiskibátum úr 171 í 159 í fyrra en vélskipum fjölgaði úr 132 í 140. Þá fækkaði togurum á Vestur- landi um einn í fyrra. Þeir voru 7 árið 2004 en 6 í fyrra. Meðalaldur fiskiskipastólsins á Vesturlandi er nokkuð hár. Hann hækkaði á milli ára úr 20 árum í 21 ár í fyrra. Hæstur er meðalaldur togaraflotans, eða 24 ár. HJ Erfiðara verði að selja Orkuveitxina Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt fyrir sitt leyti tillögu þar sem gert er ráð fyrir að aukinn meiri- hluta þurfi til þess að samþykkja breytingar á samþykktum Orkuveitu Reykjavíkur, selja félagið eða ein- staka hluta þess út fyrir eigendahóp. Það verður hins vegar bæjarstjóm sem tekur endanlega afstöðu til málsins. Það var Sigrún Elsa Smáradóttir sem lagði tillöguna ffam á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þann 20. febrúar. Stjórnin sam- þykkti að vísa tillögunni til meðferð- ar eigenda. I tillögu Sigrúnar Elsu er lagt til að óskað verði efrir því við Alþingi að breytt verði lögum um fyrirtækið í þá átt sem áður sagði. I greinargerð með tillögunni segir að með þessum breytingum verði lög um Orkuveituna sambærileg við lög um hlutafélög. Einnig segir í grein- argerðinni að samþykkt tillögunnar geri ekki ómögulegt að selja fyrir- tækið eða hluta þess en hún tryggi að víðtæk sátt yrði um hugsanlega sölu „þar sem hagsmunir eigenda væru tryggðir," segir orðrétt í grein- argerðinni. HJ Mikil efiiistaka úr Hvalfirði Á undanförnum ámm hefur að líkindum um 3,5 milljónir rúmmetra af jarðefhum verið dælt upp af botni Hvalfjarðar síðan efn- istaka þar var leyfð. Þetta kemur ffam í svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Guðjóns A. Kristjánssonar. Það var í ágúst 1990 sem iðnaðar- ráðherra gaf út leyfi til Björgunar ehf. til efnistöku úr firðinum. Þá kemur ffam í svarinu að af hálfu opinberra aðila hefur ekki far- ið ffam vistffæðilegt eftirlit með efnistökusvæðinu í Hvalfirði því leyfi Björgunar frá árinu 1990 var eingöngu háð því að fyrirtækið gerði nauðsynlegar ráðstafanir til að forðast mengun og spillingu á lífríki láðs og lagar vegna efiiistök- unnar. Ekld var nánar kveðið á um með hvaða hætti það skyldi gert. Þörf fyrir slíkar rannsóknir hafi margoff verið rædd hjá Haffann- sóknastofnuninni og Lífffæðistofh- un Háskóla Islands, enda brýn nauðsyn talin á því að þær fari ffam, en fjárskortur hafi hamlað verkinu. Starfsmenn Haffannsóknastofhun- arinnar hafa hins vegar farið með dæluskipum út á efiiistökusvæðin og séð lifandi skeljar og dýr í því seti sem dælt var upp. HJ Loðnuvertíð að líkindum loldð Loðnuvertíðinni er að öllum lík- indum að ljúka þar sem ekkert hef- ur spurst til svokallaðrar vestur- göngu og því verður ekki bætt við aflakvótann. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur undanfarna daga leitað vesturgöngu við Vestur- land og Vestfirði en ekki orðið var. Samkvæmt upplýsingum ffá Akra- neshöfh hefur ríflega 12 þúsund tonnum verið landað á Akranesi undanfarna daga. Eins og fram hef- ur komið í fréttum hefur hrogna- vinnsla staðið yfir hjá HB Granda og hefur frysting þeirra farið fram um borð í Engey RE-1 sem legið hefur í Akraneshöfn. Að sögn Jóns Helgasonar sölustjóra HB Granda er hrognafrystingu nú lokið og heldur Engey úr Akraneshöfh í dag. Alls hafa síðustu daga verið fryst milli 8-900 tonn af loðnuhrognum og því hafa rúm 11 þúsund tonn farið til bræðslu. HJ Stórfelld aukning í hraðakstursbrotum Lögreglan á Akranesi hefur að undanförnu haff óvenju mikið að segja af ökumönnum vegna hraðaksturs. Til dæmis voru í lið- inni vilcu alls 22 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Akranesi. Okumaður á þrítugs- aldri var stöðvaður eftir að ökuhraði hans hafði verið mældur 140 km/klst það sem hámarkshraði er 90. Okumaður tjáði sig lítið um brotið en sagði sjálfur réttilega að þessi hraði væri óafsakanlegur. I mánuðunum janúar og febrúar hefur verið óvenju mikið um hraða- akstursbrot. Alls voru á tímabilinu kærðir 122 ökumenn á starfssvæði lögreglunnar á Akranesi. Á sama tíma árið 2005 voru 51 kærðir og árið 2004 voru þeir 49. Ber þetta saman við fréttir frá öðrum lög- regluliðum í landinu og nægir að nefna frétt ffá lögreglunni á Selfossi í þessu sambandi, þar sem ffam kom að á þessu sama tímabili voru 341 ökumenn kærðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2006 samanborið við 103 árið 2005 og 147 árið 2004. Lögreglumenn hafa verið að mæla óvenju mikinn hraða að undanförnu og er þess skemmst að minnast að lögreglan á Akranesi mældi hraða ökutækis 170 km/klst í febrúar. „Ekki er gott að segja með neinni vissu hvað veldur en líklegt er að gott tíðarfar og árvekni lögreglu- manna eigi drjúgan þátt í þessari aukningu auk þess að nýr búnaður til hraðamælinga gerir vinnuna rnirn skilvirkari,“ sagði Jón S Olason, yf- irlögregluþjónn á Akranesi í samtali við Skessuhorn. MM SKATTFRAMTÖL j VIÐSKIPTAWÓNUSTA'WA ! AKRANESSinf 'Wk Stillholti 23 - Akranesi Sími 431 3099 VESTURLANDS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími 433 7550 Árshátíð Brekkubæjarskóla Sýnmgar Miðasala hefst hálftíma fyrir sýningu Miðav. kr. 500 fyrir fullorðna kr. 200 fyrir börn Dúndrandi fjör á öllum sýningum Brekkubæjarskóla: Þriðjudag 14. mars kl. 17:30 og 20:00 Miðvikudag 15. mars kl. 17:30 og 20:00 ATH! Foreldrar sem eiga börn á fleiri en einni sýningu borga aðeins fyrir einn miða BREKKUBÆJARSKÓLI Starf í Brekkubæjarskóla Laust er starf skólaliða í Brekkubæjarskóla. Um er að ræða 50% starf og er vinnutími frá 12:00- 16:00. 1 Upplýsingar veita aðstoðarskólastjóri og ritarar í síma 433 1300. Umsóknarfrestur er til 16. mars. MODSL STILLHOLT116*18 • AKRANESI SÍMI 431 3333 ■ model.ak®*lmnot.l9 BOBaARBYQQO Auqlýsinq Tillaga aö breytingum á deiliskipulagi Gamla miöbæjarins í Borgarnesi Bæjarstjórn Borgarbyggbar auglýsir hér með tillögu að breytingum á deiliskipulagi í Gamla miðbænum í Borgarnesi skv.1 ,mgr.26.gr.skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997. Breytingar felast m.a í eftirfarandi: Götuheiti og húsnúmer sett inn á uppdrátt, ný lóð nr.2 við Skúlagötu afmörkuðfyrirfyrrum mjólkursamlagshús, breytingar á bflastæðum og aðkomuleiðum, á lóðinni Brákarbraut 8 er gert ráð fyrir húsi með 8.íbúðum með heimild fyrir atvinnurekstur á jarðhæð og fækkar þá íðbúðum sem því nemur, aðkomu að bílskúr við lóð nr.17 við Egilsgötu breytt jafnframt því sem heimilaður er bílskúrvið lóð nr. 15 við Egilsgötu, skipulag nýbygginga sunnan Skúlagötu og vestan Brákarbrautar breytist m.t.t I lóða, byggingarreita og götustæðis. I Breytingartillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu I Borgarbyggðar frá 8.03.2006 til 5.04.2006 Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 19.04.2006 og skulu þærvera skriflegar. Borgarnesi 3.03.2006 Bœjarverkfrœbingur Borgarbyggöar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.