Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2006, Síða 8

Skessuhorn - 08.03.2006, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 áSESSUÍIöBM í Menningarráð með hlutkesti DALIR: Sveitarstjórn Dala- byggðar hefur kjörið Þrúði Krist- jánsdóttur sem varamann í Menn- ingarráð Vesturlands. Draga þurfri milli tveggja tillagna því á fundinum lagði Guðrún Jóna Gunnarsdóttir til að Þorgrímur Guðbjartsson yrði kjörinn vara- maður í ráðið. I ffamhaldi af því lagði Sigurður Rúnar Friðjónsson til að Þrúður yrði kjörin til starfans. Fór ffarn skrifleg at- kvæðagreiðsla og hlutu bæði þrjú atkvæði en einn seðill var auður. Því var atkvæðagreiðslan endur- tekdn en hún fór á sama veg. Var því dregið á milli tillagnanna og kom nafri Þrúðar upp og er hún því réttkjörinn varamaður í Menningarráð Vesturlands. -hj Starfshópur um Ljósmyndasafh AKRANES: Guðni Hannesson hefur verið skipaður formaður starfshóps sem hefur það verkefrii að útbúa starfsreglur og sam- þykktir fyrir Ljósmyndasafri Akra- ness. Aðrir í starfshópnum eru Friðþjófur Helgason og Jón Gunnlaugsson og einnig starfar Halldóra Jónsdóttir forstöðumað- ur bókasafrisins með starfshópn- um. Það var bæjarráð Akraness sem skipaði hópinn. Eins og ffam hefrir komið í fféttum Skessu- horns gerði Menningarmála- og safrianefrid tillögu til bæjarráðs um að umræddur hópur yrði sett- ur á fót. Taldi nefndin eðlilegt að unnin verði heildstæð stefna fyrir safriið, meðal annars formlegar samþykktir, hvers konar myndum safriið safriar, hverrúg taka skuh við safhmunum og hvernig þeir verði skráðir og varðveittir. -hj Pæjur og póU- tískt plott BORGARNES: Kvennahreyfing Samfylkingarinnar er nú á funda- ferð um allt land tmdir yfirskrift- inni pæjur og pólitískt plott og mæta jafrian a.m.k. tvær þingkon- ur á hvern fund. I Hyrnuna í Borgamesi munu mæta laugar- daginn 11. mars klukkan 11:00 þær Anna Kristíri Gunnarsdóttir, Guðrún Ogmundsdóttir og Katrín Júlíusdóttir. A þessum fundum verður sérstaklega lögð áhersla á undirbúning sveitar- stjómakosningarma en það er m.a. eitt af markmiðum kvennahreyf- ingarinnar að styðja, hvetja og virkja konur til þátttöku í stjóm- málum. A fundinum geta konur fengið sér súpu og átt notalega stund saman, að sögn Bryndísar Friðgeirsdóttur formanns Kvennahreyfingar Samfylkingar- innar. -mm íbúafundur um skipulagsmál BORGARNES: Síðastliðið mánudagskvöldið var haldinn íbúafundur á Hótel Borgamesi þar sem kynntar vom hugmyndir að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Borgamess. A fundinum kynnti Richard Briem arkitekt hugmynd- ir að deiliskipulagi sem arkitekta- stofan VA-arkitektar hefur unnið varðandi áðurnefrit svæði. Svæðið nær yfir Digranesgötu, Brúartorg, hluta Kjartansgötu, hluta Kveld- úlfsgötu og ffá Borgarbraut 50 að Borgarbraut 72. -mm Nautastöð á sauðnárræktarbúið á Hesti? Á yfirstandandi Búnaðarþingi er meðal annars til umræðu að sam- eina Nautastöð Bændasamtaka Is- lands á Hvanneyri og uppeldisstöð samtakanna sem staðsett er á Þor- leifsstöðum á Suðurlandi. Ef það verður niðurstaðan er hugmyndin að byggja nýja nautastöð á Hesti í Borgarfirði þar sem Landbúnaðar- háskóli Islands rekur tilrauna- og kennslubú í sauðfjárrækt. Þar með yrðu ær og kýr orðnar ær og kýr Hestsbúsins, svo rökrétt sem það kann að virðast, þar að auki í Anda-kíl! Að sögn Haraldar Benediktsson- ar formanns Bændasamtaka Is- lands er ástæðan sú að bæði Nautastöðin á Hvanneyri og upp- eldisstöðin á Þorleifsstöðum era í gömlu húsnæði sem þarfnast end- urnýjunar. Aðspurður segir Har- aldur að ekki sé eining um þessar fyrirætlanir og hafi hugmyndin mætt nokkurri andstöðu Sunn- lendinga. Haraldur kveðst hafa skilning á þeirra sjónarmiðum en hinsvegar verði í þessu máli að hugsa útfyrir landshlutagirðingar. GE Nokkrir hluthafanna í Rauðamel ehf. slaka hér á milli verka. Frá vinstri: Sigurður í Hraunholtum, Gestur á Kaldárhakka, Andrés á Ystu-G'áríum, Albert á Heggstöðum og Björgvin á Ystu-Görðum. Sumarhúsabyggð á Syðri Rauðamel a nefu Síðustu daga hefrir verið unnið á fullum krafti við að leggja raf- magns,- hita- og kaldavatnslagnir að sumarbústaðalóðum á Syðri - Rauðamel í Kolbeinsstaðahreppi. Síðastliðið vor seldi Kolbeins- staðahreppur jörðina Syðri - Rauðamel einkahlutafélaginu Rauðamel ehf. en eigendur eru hópur íbúa í Kolbeinsstaðahreppi. Félagið heldur áfram með þær framkvæmdir sem hreppurinn var byrjaður á með skipulagningu á sumarbústaðalóðum. Nú er auk þess verið að skipulegga nýtt svæði fyrir sumarbústaði á jörðinni. Áætlað er að sumarbústaðareig- endur fái svo heitt vam og raf- magn í haust. ÞSK Frítt í sund í Snæfellsbæ Bæjarstjórn Snæfellsbæjar sam- þykkti í gær að frítt verði í sund- laug Snæfellsbæjar í Olafsvík í til- raunaskyni ffam til 31. maí 2006. Það vom bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sem lögðu upphaflega fram tillögu um að ffítt yrði í sund frá 1. september til maíloka ár hvert. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir tekjur bæjarins af aðgangseyri séu mjög litlar yfir veturinn og því hafi meirihlutinn viljað freista þess að auka áhuga fólks á sundi meðal annars í ljósi þess að fátt sé almenn- ingi hollara en sund. Hann segir að minnihluti bæjarstjórnar hafi ekki viljað stíga jafn stórt skref að þessu sinni og meirihlutinn og því hafi niðurstaðan orðið sú að hafa þetta í tilraunaskyni til loka maí á þessu ári. I bókun með tillögunni segir að tekjur bæjarins af aðgangseyri á tímabilinu janúar til maí á síðasta ári hafi aðeins verið 184.800 krón- ur. Þá segir að nauðsynlegt sé að hvetja fólk til þess að stunda sund þar sem það sé holl og góð hreyfing sem geri öllum gott. Með því að bjóða ókeypis aðgang sé stuðlað að betri nýtingu þessa mannvirkis og auknu heilbrigði fólks á öllum aldri. HJ Jarðhitaleit undir- búin í Snæfellsbæ Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ und- irbúa nú átak í heitavatnsleit í bæj- arfélaginu og bíða nú ákvörðunar Orkusjóðs um hugsanlega styrk- veitingu til verkefnisins. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum árum hafi margar svokallaðar hitastigulsholur verið boraðar vegna jarðhitaleitar. Hol- urnar veita upplýsingar í um 800 metra radíus og á næstunni er ætl- unin að þétta þetta net borhola í þéttbýli í sveitarfélaginu. Kristinn segir ekki miklar líkur á að árangur náist en nauðsynlegt sé hins vegar að klára þetta verkefrii þannig að sem mestar upplýsingar liggi fyrir áður en ákvörðun um næstu skref verður tekin. Á Lýsuhóli er hins vegar til stað- ar 54°C heitt vam sem nú er nýtt til upphitunar skólans á staðnum og einbýlishúss. Fyrir dymm stendur að kanna möguleika á þessu svæði frekar og ganga úr skugga um hvort með borunum megi finna þar meira vatn eða meiri hita. Takist það gætu skapast líkur á því að leggja hitaveitu í sveitina í kring. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir hlaupa á milljónum króna og óvíst um árangur. Því hefur sveitarfélagið óskað eftir styrk frá Orkusjóði til verksins og vonast Kristinn til þess að ákvörðun sjóðs- ins liggi fyrir fljótlega. Verði það svar jákvætt munu framkvæmdir geta hafist mjög fljótlega. HJ S amstarfssam n ingnr Björgunarfélags og bæjar á Akranesi Björgunarfélag Akraness og Akraneskaupstaður hafa gert með sér samstarfssamning til fimm ára sem tryggir Björgunarfélaginu á annan tug milljóna króna í tekjur á samningstímanum og Akranes- kaupstaður tryggir með samningn- um að bæjarfélagið njóti þjónustu björgunarfélags í fremstu röð. I samningnum, sem gildir ffá 1. janúar 2006 til 31. desember 2010, fær Björgunarfélagið frá bænum eina milljón króna í ffamlag árlega til reksturs félagsins og eina milljón króna árlega vegna sérstaks átaks í húsnæðis- og tækjamálum. Þá greiðir bærinn árlega 100 þúsund krónur til þess að mæta kostnaði við námskeið og ffæðslu félags- manna. Þessar fjárhæðir taka hækk- unum í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs. Einnig greiðir bærinn árlega ffamlag sem nemur álögðum fasteignasköttum á fast- eignir í eigu félagsins. Þá mrm bær- inn á samningstímanum greiða styrk til félagsins sem nemur gama- gerðargjöldum af allt að 400 fer- metra viðbótarbyggingu sem félag- ið hyggst reisa. Björgunarfélagið tilnefnir tvo menn til setu í almannavarnar- nefrid Akraness að loknum sveitar- stjórnarkosningum. Þá er félagið reiðubúið til að aðstoða kaupstað- inn við ýmis verk eftir því sem ósk- að verður effir svo sem við gæslu vegna kosninga, á 17. júní, á sjó- mannadaginn og önnur tækifæri. Skal hverju sinni semja um umfang aðstoðarinnar og endurgjald fyrir hana. Eins og áður sagði er samningur- inn til fimm ára. Hann ffamlengist síðan um tvö ár í senn verði honum ekki sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við áramót. HJ IÞROTTABANMLAG AKRANESS '*SAMBAND ;;vnds Ragnheiður, Helgi og Kristín, eiginkona Þórólfs með heiðursmerkin. Með þeim á mynd- inni er Benedikt Sigurðsson, fráfarandi formaður SSI. Þrír Skagamenn heiðraðir á sundþingi SSÍ Sundþing Sundsambands íslands var haldið á Akranesi á dögunum og þótti það vel heppnað. Á þing- inu var meðal annars rætt um fjár- skort Sundsambandsins og þátt- töku erlendra ríkisborgara á sund- mótum hérlendis, ásamt því að ný stjórn var kosin, en þess má geta að Júlíus V. Guðnason ritari Sundsam- bands Akraness var kosinn í stjórn SSI til tveggja ára. Hörður Odd- fríðarson mun þá taka við af Bene- dikt Sigurðssyni sem formaður sambandsins. Skagamenn vom áberandi á þinginu því þrír þeirra fengu afhentar viðurkenningar SSI fyrir ffamlag sitt til sundíþróttar- innar. Það vom Helgi Hannesson og Þórólfur Ævar Sigurðsson sem báðir hlutu gullmerki Sundsam- bandsins fyrir þátttöku þeirra í uppbyggingu íþróttarinnar á Akra- nesi. Þá fékk Ragnheiður Gísla- dóttir silfurmerki SSI fyrir stuðn- ing sinn við sundið um árabil. KÓÓ

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.