Skessuhorn - 08.03.2006, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006
^niissunu^.
Stéttaskipting, tónlistarmyndbönd,
hvít húð og pálmatré
Eva ásamt Avitit, Miss Indlandi.
Skagamærin og fyrirsætan Eva
Eiríksdóttir er reynslunni ríkari eft-
ir að hafa búið og starfað sem fyrir-
sæta í borginni Bombay á Indlandi í
rúma fjóra mánuði síðastliðinn vet-
ur. Eva er aðeins 18 ára gömul en
hún er komin heim og hefur hafið
nám að nýju þaðan sem frá var
horfið í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands. Hún sagði Skessuhorni frá
ævintýralegri dvöl sinni.
„Eg þurfti ekki að hugsa mig
tvisvar um þegar Bjarney hjá
Eskimo models hringdi í mig og
spurði mig hvort ég hefði áhuga á
að fara til Indlands og starfa þar í
einhvern tíma,“ segir Eva aðspurð
um tilkomu ferðarinnar, en Eskimo
hafði þá nýlega opnað umboðsskrif-
stofu fyrir fyrirsætur þar í landi.
Eva dvaldist á Indlandi í rúma fjóra
mánuði og fékk næg verkefm. „Mér
gekk bara alveg ágætlega. Eg var
mest í því að gera sjónvarpsauglýs-
ingar sem er mjög sérstök vinna í
Asíu og allt öðruvísi en hérna
heima. Það var engu að síður bæði
skemmtilegt og reynsluríkt. Svo sat
ég líka fyrir á myndum fyrir ýmis
vörumerki. Það er kallað „prints"
og myndirnar birtast t.d. í tímarit-
um.“
Dansaði í tónlistar-
myndbandi
Eva hlær þegar hún er spurð að
því hvort hún hafi lent í einhverjum
óvenjulegum verkefhum. ,Já, þar er
úr nægu að velja! Eg gerði til dæm-
is eitt tónlistarmyndband. Þetta var
svokallað Punjabi myndband en
punjabi er fjölmenn trú á Indlandi
og tónlistinni má líkja saman við
rapp í Bandaríkjunum. Eg var sem-
sagt einhvers konar „gogo dansari“
og hristi rassinn framan í aðal-
söngvarann sem var hrikalega sorg-
legur maður á fimmtugsaldri með
ljósar strípur og plokkaðar auga-
brúnir. Dansararnir sem voru í
þessu með mér voru allir strangtrú-
aðir og höfðu nánast aldrei séð
hvíta stelpu. Þeim fannst ótrúlegt
að ég gæti farið aftur í skólann hér
heima eftir áramótin en þarna á
Indlandi er nánast ómögulegt að
taka sér frí frá námi. Eins fannst
þeim með ólíkindum að foreldrum
mínum skyldi hafa dottið í hug að
leyfa mér að þvælast um svona einni
án þess að hafa siðgæðisvörð," segir
Eva og hlær við endurminninguna.
Vilja hvíta húð, blá augu
og dökkt hár
Indland er afar fátækt ríki en Eva
segir að erlendar fyrirsætur hafi
þrátt fyrir það góða tekjumögu-
leika. „Indverjar hafa mjög ákveðn-
ar hugmyndir um fegurð; hvít húð,
blá augu og dökkt hár,“
segir Eva sem var fengin
til þess að lita ljóst hár sitt
dökkt áður en hún hélt af
stað. „Islensk fyrirsæta á
þess vegna frekar auðvelt
með að fá vinnu. Þeir
borga jafnvel allt að helm-
ingi meira fyrir hvíta húð.
A Indlandi er mikil stétta-
skipting og fordómar
gagnvart þeim sem eru
með dökka húð hafa vafa-
laust eitthvað með þetta
að gera. Margar ind-
verskar fyrirsætur sem ég
kynntist úti hvíttuðu
reglulega á sér húðina á
sama hátt og við notum
brúnkukrem - frekar öf-
ugsnúið.
En ég græddi svo miklu meira en
peninga í þessari ferð. Það er stór-
kostlegt tækifæri að fá að ferðast til
Asíu, sjá heiminn og standa á eigin
fótum - sérstaklega fyrir einstakling
á mínum aldri. Þetta var alveg ótrú-
leg reynsla,“ segir Eva sem varð 18
ára í febrúar síðastliðnum.
Skemmtilegar frístundir
Eva bjó í íbúð ásamt tveimur öðr-
um íslenskum fyrirsætum, þeim
Tinnu Bergsdóttur og Heiðu Rún
Sigurðardóttur. Þær létu sér ekki
leiðast þegar þær áttu frí. „Við fór-
um mikið út að versla eða stálumst
í sundlaugina á einhverju lúxushót-
elanna. Skemmtanalífið í Bombay
er líka mjög öflugt og við fórum
mikið á veitingastaði eða út á lífið.
Við eignuðumst marga vini þarna af
allskonar þjóðernum; indverska,
evrópska, bandaríska og ástralska
þannig að það var alltaf nóg að
gera.
Gott fólk og fallegt land
„Indland er gullfallegt land en
því miður fór ég ekki jafhmikið út
úr borginni eins og ég hefði viljað,"
segir Eva. „Þeir staðir sem ég náði
að heimsækja voru ótrúlega fallegir;
hvítar strendur, pálmatré, risastórir
fjallgarðar og skógar. Auk þess eru
Indverjar yndislegt fólk, gestrisið
og hjálpsamt. Þú getur gengið upp
að hvaða manneskju sem er, byrjað
að spjalla og það er alveg bókað mál
að hún mun bjóða þér heim í mat
innan 10 mínútna.“
Eva segir ekki loku fyrir það
skotið að hún fari aftur til Indlands.
„Eg hafði meira að segja hugsað
mér að fara aftur strax eftir áramót
en svo ákvað ég að vera aðeins með
fjölskyldu og vinum. Mér liggur
ekkert á,“ segir Eva og brosir.
Eskimo mynd afEvu Eiríksdóttur.
Dagana 1. til 3. mars stóð Fjöl-
brautaskóli Vesturlands á Akranesi
fyrir opnum dögum þar sem nem-
endum bauðst ýmis konar afþreying
og upplifun. Meðal þess sem hægt
var að gera var t.d. gítar,- golf- og
dansnámskeið, sumir hekluðu eða
gripu í skák, aðrir fóru í skoðunar-
ferðir eða í heimsókn á Alþingi.
Nemendur á sjúkraliðabraut buðu
Opnir daga hjá FVA
gestum og gangandi upp á blóð-
þrýstingsmælingu sem og mælingar
á blóðsykri og kólesteróli gegn
vægu gjaldi. Þá notuðu nemendur í
tréiðnaðardeild skólans tækifærið
og reistu sumarhús en undirbún-
ingurinn og smíðin hefur staðið yfir
síðan um miðjan janúar. Húsið, sem
stendur fyrir utan verknámshús
deildarinnar við Vesturgötu, er
komið vel á veg en gert er ráð fyrir
að húsið verði fokhelt fyrir sumar-
ið.
Opnir dagar eru alltaf haldnir í
sömu viku og árshátíð Nemendafé-
lagsins en hún var haldin í sal skól-
ans 2. mars. Um 230 gestir mættu í
þriggja rétta máltíð ffá veitingahús-
inu Galito en seinna um kvöldið
þegar ballið hófst voru gestir orðn-
ir um 400. Vestlendingurinn frægi,
Gísli Einarsson var í hlutverki
veislustjóra, eins og oft áður, en
skemmitaðriði voru mörg og góð.
Steinn Armann Magnússon var
með uppistand og Rakel Pálsdóttir
nemandi við skólann söng af stakri
snilld fyrir veislugesti. Leynigestir
kvöldsins voru svo Björn Jörundur
Friðbjörnsson og Eyjólfur Krist-
jánsson sem að sjálfsögðu tóku
nokkur vel þekkt lög við mikinn
fögnuð viðstaddra. Þá var hinn eini
sanni Páll Oskar Hjálmtýsson feng-
inn til að þeyta skífur og syngja til
að halda fjörinu í hámarki á ballinu
sem stóð fram eftir nóttu.
KÓÓ
Ljósm: KÓ, Gunnar og
Jóhanna Gíslaböm.
Mikil aisókn var í Freestyle námskeiö undir leiðsögn
Stellu Hilmarsdóttur en þvt miður var þar enga
drengi að sjá.
Nemendur í húsasmíði að reisa sumarhústað á opnum
dögum.
Þessar stúlkur lærðu undirstöðuatriðin í hekli sem
þ<er notuðu síðan til aðfi-amleiða ýmislegt, t.d. húfur,
sjöl og teppi.
Myndarlegir strákar úr FVA.
Dalíla, Ester og Viðar meðjóni Arna í skoðunarferð
um Þingvelli.
Gyða Kristjánsdóttir og Guðmundur Guðmundsson
voru í sínufínasta pússi.
Hörður Helgason, skólameistari notaði tœkifœrið og
lét mæla í sér hlóðþrýstinginn.
Una, Svava og Stefán skemmtu sér konunglega eins
og sjá má.