Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2006, Qupperneq 18

Skessuhorn - 08.03.2006, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 ^atssvnu>.: *- Byggt með vinnu- og fjárframlögum góðra manna Um skátaskálann í Borgarnesi sem Svannasveitin Fjólur lét reisa árið 1972 % Svannasveitin Fjólur, eldri kven- skátar í Borgarnesi hafa síðan sveit- in var stofhuð árið 1962 unnið að hinurn ýmsu verkefnum til stuðn- ings starfi Skátafélags Borgarness. Eitt stærsta verkefhi þeirra er bygg- ing og kostun húss sem hýst hefur starfsemi Skátafélagsins og Svanna- sveitarinnar ffá því 1972. Skáli þessi var fluttur í jaðar Skallagrímsgarðs- ins til móts við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi á síðastliðnu ári og má með sanni segja að þar sómi húsið sér vel. Nú hefur húsið verið endur- byggt og við það byggður sólpallur sem fellur vel inn í fallegt umhverf- ið. Til að fræðast betur um tilkomu og sögu þessa merka húss ræddi blaðamaður Skessuhorns við Ingi- björgu Hargrave sem verið hefur virkur félagi í Svannasveitinni Fjól- unum í fjölda ára. Bakhjarl skátastarfsins „Helsta markmið Svannasveitar- innar er að hlúa að skátastarfi bæj- laginu vantaði húsnæði. Starfsemin hafði þurft að færa sig úr einu her- berginu í annað innan bæjarins á milli vetra. Olli þetta miklu rótleysi og óöryggi innan starfseminnar. Þá lagið Sigríður Jónsdóttir meðlimur í Svannasveitinni fram þá hugmynd að sveitin myndi standa fyrir því að byggður yrði skáli. I framhaldi af því ræddi sveitin um að koma upp 30 til 40 fermetra skála þar sem Svannasveitin fengi aðstöðu fyrir starfsemi sína en einnig myndu yngri börn fá þar aðstöðu undir skátastarf sitt. Fullvíst var að slík aðstaða gæti orðið lyftistöng fyrir starfsemi skátahreyfingarinnar í þorpinu almennt. En Svannasveitin var ekki nógu fjáð til að reisa slíkan skála án hjálpar og vissi að til þyrfti vinnu og peningaframlag einstak- linga til að verkið ætti að takast,“ sagði Ingibjörg um tilurð þess að ráðist var í byggingu hússins. Hún sagði að Svannasveitin hafi samið bréf með undirskriftalista og Skátahúsið ktmiií á nýjan stað, endurgert og bætt ífallegu umhverfi íjaðri Skallap-ímsgarösins. Undirskriftalistinn þar sem bæjarbúar lofiiðu vinnu- eða fjárframlagi til byggingar hússins. arins, að vera bakhjarl þess á allan þann hátt sem sveitin mögulega getur. Arið 1972 hafði skátastarfið verið í lægð í nokkurn tíma því fé- óskað eftir því að ef til framkvæmd- anna kæmi þá myndi sá sem undir listann skrifaði gefa hálft dagsverk í vinnu við að reisa slíkan skála. Fjöldi manns skrifaði sig á listann og gaf það ýmist vinnu sína eða fjármuni að andvirði hálfs til heils dagsverks, eða um 500 til 1000 krónur, jafnvel 2000. Húsið reist „Bærinn gaf Svannasveitinni lóð undir skálann sem var bakvið „Uti- búið“ svokallaða sem ffam til ársins 2004 stóð við Borgarbraut. Þar hafði áður staðið fjárhús og hlaða en í dag er verið að leggja loka hönd á nýtt fjölbýlishús á lóðinni. Það skilyrði fylgdi þó lóðinni á sínum tíma að húsið yrði flutt ef það yrði fyrir skipulagi bæjarins og yrði því að byggjast á súlum. Þá var ráðist í byggingu hússins sem reist var af þeim góðhjörtuðu mönnum sem lögðu til tíma eða fjármuni til verksins. Svannasveitin borgaði allt efni í húsið en fékk þó aðstoð víða að og eitt skemmtilegt dæmi er hægt að nefna þegar kaupa átti nagla hjá Vírneti. Þá lagði fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins til að sveitin borgaði fyrir naglana með vísu. Vísuna fékk hann stuttu seinna og naglarnir fengust í byggingu hússins.“ Kökusala til fjáröflunar Til þess að borga efnið í húsið þá tóku konurnar í Svannasveitinni lán sem þær voru persónulega ábyrgar fyrir. Til að borga lánið seldu þær svo kaffi á sumardaginn fyrsta og þegar handverkssýning barnanna var í grunnskólanum. Margar kökur þurftu í ofhinn fyrir þennan við- burð sem varð sí vinsælli hjá bæjar- búum. Segir Ingibjörg það frægt þegar ein kvennanna þurfti að hlaupa heim og taka köku sem ætl- uð var fjölskyldunni í kaffitímanum og koma með hana í söluna þar sem langt var gengið á flest bakkelsið. Utúr þessu hafði sveitin dálitlar tekjur og náði með því að borga hægt og rólega upp lánið sem tekið hafði verið fyrir byggingu hússins svo aldrei þurfti að sækja um neina styrki. Skátastarfið í blóma Síðan húsið var byggt hefur það staðið fyrir sínu en starfsemi skát- anna hefur verið í toppum og lægð- um eins og gengur. Ingibjörg segir það bitna á starfseminni að unga fólkið þurfi að fara úr bænum til að sækja menntaskóla og því erfitt að halda sveita- og flokksforingjum. Hún segir það alls ótækt að ekki sé virkt skátastarf í bæjarfélaginu því það séu alltaf einhverjir sem ekki vilja eða geta tekið þátt í íþróttum. Fyrir þremur árum segir Ingibjörg að starfsemi skátanna hafi verið í lægð og þá hafi Svannasveitin ráðist í það að athuga hvort ekki vildi ein- hver verða flokksforingi. Svanna- sveitin bauðst til að starfa þeim við hlið sem bakhjarl. Þá fékkst til starfsins María Guðmundsdóttir og hefur hún staðið sig mjög vel. Til fiðs með Maríu fengust Olöf Krist- ín Daníelsdóttir og Sonja Stefáns- dóttir til að verða sveitaforingjar og hafa þær einnig staðið sig frábær- lega. I dag eru um 60 krakkar í Skátafélaginu og ná foringjarnir að vera vel vakandi og halda góðu lífi í sveitastarfinu. Ingibjörg segir krakkana hafa staðið sig mjög vel og til að mynda fengu þau fjölda verð- launa á síðasta landsmóti Skáta. Nú stefha nokkrir meðlimir sveitarinn- ar á alheimsmót skáta, svokallað Jamborí. Húsið flutt í Skallagrímsgarðinn Á síðastliðnu ári kom að því að flytja þurftí húsið af þeirri lóð sem það var byggt á upphaflega. Ekki voru allir sammála hvert ætti að flytja það og var Kjartansgata og nágrenni tjaldsvæðisins ofarlega í umræðunni. Einnig var kominn tími á að gera húsið upp þar sem það var komið til ára sinna. Til að mynda var járnið utan á því sem og aðrir hlutir orðnir frekar slitnir. „Svannasveitinni hugnaðist best að húsið yrði sem næst íþróttamið- stöðinni þar sem stefna bæjarfélags- ins sé sú að gera skóladaga barn- anna samfellda og þá er mikilvægt að öll íþrótta- og félagsstarfsemi sé á sama svæðinu. Þó svo að ekki væru allir sáttir við tilkomu skáta- skálans við Iþróttamiðstöðina, svona eins og gengur, varð það of- aná. Bærinn flutti húsið, byggði undirstöðurnar og setti það niður til móts við Iþróttamiðstöðina í jaðri Skallagrímsgarðsins. Svanna- sveitin fékk Gísla Sumarliðason til að annast verkefnið fyrir sína hönd. Eiginmaður Maríu sveitaforingja og bróðir hennar hafa svo unnið stórverk við enduruppbyggingu skálans og bætt við hann sólpalli. Þá er kominn aðgangur fyrir fatlaða að skálanum sem ekki var áður. Nú er svo komið að húsið sómir sér með prýði á nýja staðnum og sinnir vel hinu vaxandi starfi sveitarinnar. BG

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.