Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2006, Page 19

Skessuhorn - 08.03.2006, Page 19
gSBSSgiHftBlS MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 19 Framkvæmdastjóri Nótastöðvarmnar ber bæjarráð þimgum sökum -bæjarstjóri vísar ummælum hans á bug Magnús Sólmundsson, fram- kvæmdastjóri Nótastöðvarinnar á Akranesi ber bæjarráð Akraness þungum sökum í bréfi sem hann sendi ráðinu vegna lóðarumsóknar sem verið hefur til umíjöllunar £ bæjarkerfinu. Þrátt fyrir þessar þungu ásakanir í garð kjörinna full- trúa vill framkvæmdastjórinn ekki ræða málið við fjölmiðla. Bæjar- stjóri vísar ásökunum Magnúsar á bug. Forsaga málsins er sú að í janúar óskaði Nótastöðin eftir stækkun lóðarinnar að Faxabraut 7 - 7a um 15 metra í átt að hafnarhúsi. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 26. janúar og þar óskaði ráðið eftir frekari gögnum um lóðamörk frá sviðsstjóra tækni- og umhverfis- sviðs. Bæjarstjóri lagði þessi viðbót- argögn fyrir fund bæjarráðs 23. febrúar og í framhaldi af því bókaði ráðið að á grundvelli nýsamþykkts aðalskipulags geti bæjarráð ekki orðið við erindinu. A fundi bæjarráðs í síðustu viku var svo lagt ffam bréf ffá Magnúsi Sólmundssyni, framkvæmdastjóra Nótastöðvarinnar og er ljóst að honum er ekki skemmt yfir af- greiðslu bæjarráðs. I bréfinu segist hann hafa beðið um þau „viðbótar- gögn“ sem lögð voru fyrir bæjarráð. I ljós hafi komið að þar var um að ræða eina afstöðumynd þar sem sést hvaða afleiðingar stækkun lóðar- innar hefði á lóðirnar að Faxabraut 3 og 5. Magnús mótmælir af- greiðslu bæjarráðs því það vanti rökstuðning fyrir henni. Hann telur að í aðalskipulagi eigi að fjalla um nýtingu svæða í stórum dráttum en ekki um einstök lóðamörk. Svæði það sem Nótastöðin sótti um sé skilgreint fyrir hafnsækna starfsemi „og það er nýlunda, ef starfsemi Nótastöðvarinnar fellur ekki undir þá skilgreiningu,“ segir í bréfinu. Þá telur Magnús augljóst að ráð- ið hafi verið að vinna með deiliskipulag af svæðinu án þess að gefa hagsmunaaðilum tækifæri til að koma að málinu. Þá segir orðrétt Sjö stofnmælingar á loðnu á liðinni vertíð Skip Hafrannsóknarstofnunar gerðu sjö mælingar á stofnstærð loðnunnar á vertíð þeirri sem nú virðist lokið. Þetta kemur fram í svari Einars Kristins Guðfinnsson- ar sjávarútvegsráðherra á Alþingi við fyrirspurn Magnúsar Þórs Haf- steinssonar. I svari ráðherra kemur fram að fram til 20. janúar hafi ver- ið farnar þrjár yfirferðir yfir göngusvæði loðnunnar en lítið hafi sést til loðnu. Þann 26. janúar hafi fjórða yfirferðin hafist sem gaf þá mælingu sem fyrir liggur og var grundvöllur ráðgjafar um heildar- veiði úr stofninum á vertíðinni. I febrúar hafi verið gerðar þrjár mæl- ingar fyrir Suðurlandi, allar á hluta veiðistofiisins þegar göngur bárust inn á grunnið í þéttum torfum. Samkvæmt mælingu var stofn- stærð loðnu 614 þúsund tonn þar sem reiknað er með 21,3 g meðal- þyngd og mest hafi verið um þriggja ára hrygningarloðnu. I svari ráðherra kemur fram að mælingin sé talin eins áreiðanleg og loðnu- mælingar geta verið á þessum árs- tíma. Veður var viðunandi og loðn- an var dreifð og lítið um mjög þétt- ar lóðningar. HJ Hjartastuðtæld í Gnmnskóla Borgamess Rauða kross deildin í Borgarfirði færði Grunnskólanum í Borgarnesi í síðustu viku að gjöf hjartastuðtæki af fullkomnusm gerð. Starfsmenn fengu svo fræðslu um notkun tæk- isins. Tæki sem þetta er mikilvægt öryggistæki og fyrir svo stóran vinnustað eins og skólinn eykur tækið öryggiskennd starfsmanna, segir á heimasíðu skólans. Þar er Borgarfjarðardeild Rauða krossins færðar alúðarþakkir fyrir smðning- inn. MM í bréfinu: „Þessi málsmeðferð vekur upp grunsemdir um að bæjarráð hafi þegar tekið ákvörðun um að ráðstafa svæðinu til annarra aðila og að verið sé að vinna deiliskipulag utan starfsemi þeirra. Þessa máls- meðferð tel ég ekki löglega“. Magnús gefur einnig í skyn í bréfi sínu að ekki sé sóst eftir starf- semi fyrirtækja hans. Um það segir svo: „Eg get ekki skilið afstöðu bæj- arráðs öðruvísi en svo að þetta séu skýr skilaboð um að ekki sé sóst eft- ir starfsemi á vegum Nótastöðvar- innar og Verslunarþjónusmnnar í bæjarfélaginu, enda hef ég ítrekað bent á að félögunum er nauðsynlegt að fá meira athafnarými fyrir bygg- ingarnar.“ Bréf Magnúsar var lagt fyrir bæj- arráð en ekki afgreitt að öðru leyti. I samtali við Skessuhorn vildi Magnús ekkert um málið segja því það ætti ekki erindi við almenning. Aðpurður hvort þungar ásakanir hans á hendur kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn þörfnuðust ekki út- skýringar við sagði hann svo ekki vera. Mál þetta væri milli fyrirtæk- isins og bæjarráðs. Var hann ófáan- legur til þess að útskýra frekar við hvað hann á þegar hann segir í bréf- inu að grunsemdir væru um að þeg- ar hafi verið tekin ákvörðun um að úthluta svæðinu til annarra aðila. Guðmundur Páll Jónsson bæjar- stjóri segir afgreiðslu bæjarráðs á erindi Nótastöðvarinnar með eðli- legum hætti. Fyrirtækið hafi óskað eftir stækkun lóðar sinnar en á það hafi ekki verið hægt að fallast með- al annars vegna þess að það hefði minnkað aðrar lóðir við hliðina og um leið skert möguleika á upp- byggingu á því svæði. Guðmundur Páll vísar ásökunum framkvæmda- stjóra Nótastöðvarinnar á bug og segir leitt að framkvæmdastjóri fyr- irtækisins hafi kosið að beina mál- inu í þennan farveg. Faxaflóahafnir óskuðu fyrir nokkru eftir viðræðum við bæjaryf- irvöld um lóðamörk og nýtingu lóðar við Faxabraut og var bæjar- stjóra falið að taka upp viðræður um málið. Guðmundur Páll segir þær viðræður standa yfir en engin niðurstaða liggi fyrir. Ef marka má heimasíðu Verslun- arþjónustunnar ehf. á Nótastöðin hf. og rekur fasteignirnar að Faxa- braut 7 og 7a. I húsinu að Faxa- braut 7a hefur Verslunarþjónustan verið til húsa með starfsemi sína en í Faxabraut 7 hefur Hampiðjan rek- ið veiðarfæragerð og veiðarfæra- þjónustu. Fram hefur komið í fjöl- miðlum að starfsemi Hampiðjunn- ar verði hætt innan tíðar. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.