Skessuhorn - 08.03.2006, Qupperneq 22
22
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006
^o£99UÍivnj:
Spuming
vikunnar
Hefur þú trú á
að það verði
breytingar
í sveitarstjórn
í komandi
kosningum?
(Spurt í Olafsvík)
Sigrún Ólafsdóttir:
Nei, e'g hef ekki trú á því.
Þorgrímur Benjamínsson:
Já, e'g vona það.
Kristín Kjartansdótttir:
Já, e'g vil trúa því.
Margrét Vigfúsdóttir:
Það er erfitt að segja að svo
stöddu.
Þórarinn Steingrímsson:
Það verða einhverjar breyting-
ar.
Iþróttamaður ársins og
vinnuþjarkurinn hjá HSH
68. héraðsþing Héraðssam-
bands Snæfellsnes- og Hnappa-
dalssýslu, HSH, var haldið í félags-
heimilinu Klifi í Snæfellsbæ sl.
laugardag. Gestir þingsins voru
Sigríður Finsen formaður Héraðs-
nefndar Snæfellinga, Helga Guð-
rún Guðjónsdóttir varaformaður
UMFÍ, Stefán Konráðsson fram-
kvæmdastjóri ÍSl og Sigurður
Gíslason íþrótta- og æskulýðsfull-
trúi Snæfellsbæjar. Um þrjátíu
manns mættu á þingið sem var
starfssamt og málefnalegt og Ijóst
að mikið líf er í íþróttastarfinu á
Snæfellsnesi. Góðar umræður
áttu sér stað í nefndarstörfum
þingsins og meðal þess sem mest
var rætt á þinginu var umsókn um
unglingalandsmót í Grundarfirði
og Snæfellsbæ. Einnig voru lög
HSH yfirfarin.
íþróttafólk ársins
Á þinginu voru veitt tvö starfs-
merki UMFÍ til Maríu Ölmu Valdi-
marsdóttur Snæfelli og Sigrúnar
Ólafsdóttur Víkingi.
íþróttamenn HSH árið 2005
veittu viðurkenningum sínum við-
tökur en þeir eru eftirtaldir:
Frjálsíþróttamaður: Heiðar
Geirmundsson, UMFG
Hestamaður: Lárus Ástmar
Hannesson, Snæfellingi
íþróttamaður fatlaðra: Jón Odd-
ur Halldórsson, Reyni
Kylfingur: Hannes Marinó Ell-
ertsson, Jökli
Knattspyrnumaður: Einar Hjör-
leifsson, Víkingi
Körfuknattleiksmaður: Sigurður
Ágúst Þorvaldsson, Snæfelli
Sundmaður: Fadel A. Fadel Vík-
ingi.
íþróttamaður HSH 2005 var
kjörinn Jón Oddur Halldórsson
Ungmennafélaginu Reyni Hell-
issandi.
Vinnuþjarkurinn
Vinnuþjarksbikarinn er verð-
launagripur sem UMFÍ gaf HSH á
80 ára afmæli HSH árið 2002.
Bikarinn var afhentur í fyrsta
skipti á þinginu fyrir starfsárið
2005. Bikar þessi er farandbikar
sem táknar hvatningu og þakk-
læti sambandsins til einstaklinga
sem hafa skarað fram úr í upp-
byggingu íþróttagreinar og/eða
félagsstörfum hverskonar á sam-
Karatefélag
Akraness sigraði
unglingamótið í KATA
Karatefélag Akraness varð um
helgina unglingameistari félaga í
kata í fyrsta sinn í sögu félagsins.
íslandsmeistaramótið fór fram í
Smáranum sl. sunnudag og sigr-
aði Karatefélag Akraness með
miklum yfirburðum, eða 30 stig-
um. Breiðablik varð í öðru sæti
með 17 stig og Karatefélag
Reykjavíkur í því þriðja með 10
stig. Góð þátttaka var á mótinu og
voru alls 119 keppendur skráðir til
leiks frá öllum 10 karatefélögum
landsins. 14 keppendur frá Akra-
nesi höluðu inn meira en 2 stig
hver að meðaltali. Mikil uppsveifla
er í karateíþróttinni á Akranesi og
geta Skagamenn verið stoltir af
unglingunum sínum.
Þeir ungiingar sem náðu á verð-
launapall voru:
í flokki táninga f. 1992
1. Dagný Björk Egilsdóttir
2. Aðalheiður Rósa Harðardóttir
Kata pilta f. 1990-1991
1. Daníel Þorgeir Arnarson
Kata stúlkna f. 1990-1991
1. Ása Katrín Bjarnadóttir
Kata stúlkna f. 1986-1989
2. Guðrún Birna Ásgeirsdóttir
3. Eyrún Jóna Reynisdóttir
Hópkata táninga f. 1992-1993
3. Hafdís Erla, Hafdís og Vatgerður
Hópkata táninga f. 1989-1991
1. Ása, Dagný og Aðalheiður
2. Daníel, Tómas og Bergþóra
Hópkata juniora f. 1986-1988
2. Guðrún, Eyrún Jóna og Ingólfur
MM
Knattspyrnufélagið
Kári endurvakið
I síðastu viku var haldinn aðal-
fundur Boltafélagsins Bruna á
Akranesi, en félagið hefur nú leg-
ið í dvala um nokkurt skeið. Þar
voru teknar fyrir lagabreytingar
og var nafni félagsins breytt í
Knattspyrnufélagið Kári sem skír-
skotar til gamalla tíma. Þess má
geta að Knattspyrnufélagið Kári
var fyrsta formlega knattspyrnu-
félagið á Akranesi en það var
stofnað af nokkrum ungum
drengjum þann 26. maí 1922. Á
fundinum var Magnús Brandsson
kjörinn nýr formaður félagsins.
Markmið félagsins er að skapa
aukinn vettvang til knattspyrnu-
iðkunar á Akranesi og mun félag-
ið senda lið í 3. deild karla næst-
komandi sumar. Það verður því
spennandi að fylgjast með gengi
félagsins sem nú hefur verið end-
urvakið.
KÓÓ
Jón Oddur Halldórsson, íþróttamaður HSH 2005.
bandssvæðinu og er hann veittur
til eins árs í senn. Sá sem hlýtur
fyrstur útnefninguna „Vinnu-
þjarkur HSH“ er Viðar Gylfason
UMF. Reyni Hellissandi fyrir upp-
byggingu á krakkablakstarfi í
Snæfellsbæ. Þessi dugnaðar-
forkur hefur nú þegar komið upp
nýrri íþróttagrein á Snæfellsnesið
ásamt því að halda eitt stykki Is-
landsmót í krakkablaki, en að
sjálfsögðu eins og góðum stjórn-
anda sæmir hefur Viðar gott fólk
í kringum sig sem aðstoðar hann
eftir fremsta megni.
Formannsskipti
Guðmundur M. Sigurðsson gaf
ekki kost á sér til formannsstarfa á
þinginu vegna anna. Varaformaður
HSH, Garðar Svansson, tók við
formennskustarfinu í janúar sl. og
var kjörinn formaður HSH á þing-
inu. í lok þings var kosin 5 manna
stjórn HSH og skipað í 8 ráð.
Stjórn HSH 2006-2007 skipa
Garðar Svansson formaður, Eygló
Bára Jónsdóttir varaformaður,
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson
gjaldkeri, Fríða Sveinsdóttir ritari
og Freyr Jónsson meðstjórnandi.
MM
Meistaraflokkur
kvenna í körfuknatt-
leik f Stykkishólmi?
Uppi eru hugmyndir um stofn-
un meistaraflokks kvenna í
körfuknattleik hjá ungmennafé-
laginu Snæfelli í Stykkishólmi. í
það minnsta er það hugmynd
Hreins Þorkelssonar sem ritar um
þessa hugmynd í Stykkishólms-
póstinum í síðustu viku. Hreinn
segir í grein sinni að það gangi
ekki að 50% uppvaxins körfu-
boltafólks eigi ekki borð fyrir báru
í félaginu. Telur hann að stofna
eigi kvennaráð með sjálfstæðan
fjárhag og fá liðtækar „alvöru-
kraftaverkakonur" til verksins. Þá
telur hann að fyrsta verkefnið ætti
að vera að ráða Hildi Sigurðar-
dóttur til að spila fyrir lið sitt og
þá eigi meistaraflokksráðin sam-
eiginlega að semja við Sigurð
Ágúst Þorvaldsson og Öldu Leif
Jónsdóttur um að leika með lið-
um félagsins á næstu leiktíð.
„Umf. Snæfell hefur alið upp
óteljandi frábærar körfubolta-
stelpur (og er hvergi hætt), sumar
hverja búsettar hér heima og aðr-
ar sem ég tel víst að horfi heim.
Jæja félagar góðir, nú hef ég ýtt
hugmyndinni úr vör og fái hún já-
kvæð viðbrögð, er ekki annað fyr-
ir stjórn Snæfells að gera, en
boða til fundar og hrinda þessu í
framkvæmd," segir Hreinn að
lokum í grein sinni.
HJ
Skagamenn skutu
Víkinga í kaf
Lið ÍA tók Víkinga í bakaríið í
fjórða leik liðsins í deildarbikarn-
um í knattspyrnu er liðin mættust
í Egilshöll á sunnudagskvöld.
Leiknum lauk með fjórum mörk-
um Skagamanna án þess að Vík-
ingum tækist að svara fyrir sig.
Skagamenn höfðu mikla yfir-
burði í leiknum, sem var sá fyrsti
sem Bjarni Guðjónsson lék með
því eftir félagaskiptin á dögunum.
Fyrsta markið skoraði Arnar
Gunnlaugsson eftir góðan undir-
búning Þórðar Guðjónssonar og
Dean Martin og var þetta eina
mark fyrri hálfleiks.
Arnar Már Guðjónsson skoraði
annað markið með skalla eftir
hornspyrnu Arnars Gunnlaugs-
sonar. Þriðja markið skoraði Dean
Martin með skalla eftir sendingu
frá Guðjóni H. Sveinssyni. Andri
Júlíusson skoraði síðan það
fjórða eftir sendingu frá Dean
Martin. Fjögurra marka sigur
Skagamanna var staðreynd en
hefði með smá heppni getað ver-
ið mun stærri.
Lið ÍA er nú efst að stigum í riðli
2 í A deild deildarbikarkeppninn-
ar með átta stig að loknum fjórum
leikjum. Næsti leikur liðsins er
gegn erkifjendunum í KR þann
18. mars. HJ