Skessuhorn - 22.03.2006, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006
9
Verkalýðsfélag Borgamess hefur ekki staðiSfyrir kröjugöngu síðan 1. maí 1973 enístaðþess haldið myndarlega upp
á daginn innan húss stðan. Myndin erfrá síðustu kröfugöngunni.
Verkalýðsfélag Borgamess er
75 ára í dag
Rekstur Stykldshólmsbæjar
lakari en skuldir lægri
Verkalýðsfélag Borgarness var stofhað 22.
mars árið 1931 og er því 75 ára í dag. Stoínfélag-
ar voru 39 karlar. Um síðustu áramót voru fé-
lagsmenn hinsvegar orðnir 1299 og kynjahlutföll
hafa jafnast mikið frá stofndegi félagsins. Stjórn
félagsins hefur ákveðið að minnast þessara tíma-
móta fyrst og fremst á þann hátt að leggja fram
fyrirheit um verulega peningaupphæð af hálfu
félagsins til brýns samfélagslegs verkefrús á fé-
lagssvæðinu. Kemur þetta samfélagslega verkefhi
í stað viðamikilla veisluhalda. Verkefnið verður
kynnt á fulltrúaráðsfundi í kvöld og verður greint
frá því í næsta tölublaði Skessuhorns. Ennfremur
mun félagið bráðlega gefa út veglegt afrnæhsblað
og þess að auki er afmælisnefhdin með það í
skoðun að minnast þessara tímamóta sérstaklega
í tengslum við aðalfund félagsins sem halda ber
fyrir lok maí.
Rekstur Stykkishólmsbæjar og stofh-
ana hans var neikvæður um rúmar 53,5
milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur
fram í tilkynningu til Kauphallar Islands.
Er þessi niðurstaða talsvert verri en gert
var ráð fyrir í fjárhagsáætlun en þar var
gert ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð
um 13,2 milljónir króna.
Skatttekjur bæjarfélagsins námu tæp-
um 295 milljónum króna en voru 299
milljónir króna í áætlun. Framlög jöfriun-
arsjóðs voru tæpar 109 milljónir króna en
voru rúmar 84 milljónir króna í áætlun.
Aðrar tekjur voru rúmar 319 milljónir
króna en voru 285 milljónir króna í áætl-
un. Samtals voru rekstrartekjur því tæpar
723 milljónir króna í stað 668 milljóna
króna í áæltun. Rekstrartekjur voru því
rúmlega 8% hærri en áætlun gerði ráð
fyrir.
Laun og launatengd gjöld námu tæp-
um 307 milljónum króna í stað rúmra
293 milljóna í áætlun. Lífeyrisskuldbind-
ing hækkaði um rúmar 14 milljónir króna
en ekki var gert ráð fyrir þeirri hækkun í
fjárhagsáætlun. Annar rekstrarkosmaður
var hinsvegar tæpar 302 milljónir króna
sem er talsvert lægra en áætlun sagði til
um en þar var miðað við tæplega 320
milljónum króna. Þá voru afskriftir tæpar
51 milljón króna en í áætlun var gert ráð
fyrir rúmum 40 milljónum króna. Rekstr-
arniðurstaða án fjármagnskostnaðar var
því mun betri en áætlað var eða jákvæð
um rúmar 49 milljónir króna í stað tæpra
15 í áætlun.
Til niðurfærslu eigna er varið rúmum
3 7 milljónum króna og vegur þar þyngst
að lagðar eru til hliðar 30 milljónir króna
til niðurfærslu krafna hjá eigin fyrirtækj-
um bæjarfélagsins aðallega vegna Hótel-
félagsins Þórs. Ekki var gert ráð fyrir
þessari niðurfærslu í fjárhagsáætlun. Fjár-
magnskostnaður bæjarfélagsins var tæpar
66 milljónir króna í stað 28 milljóna
króna í áætlun.
I árslok 2005 námu hreinar skuldir
Stykkishólmsbæjar og stofnana hans
rúmum 573 milljónum króna og höfðu
lækkað úr tæpum 864 milljónum króna
eða um 291 milljón króna. Munar þar
mestu um sölu á Orkuveitu Stykkishólms
til Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 411 millj-
ónir króna. Söluhagnaður vegna viðskipt-
anna að fjárhæð 59 milljónir króna er
færður í ársreikninginn. HJ
MM
Umsóknarfrestur vegna styrkja til
menningarstarfs á Vesturlandi 2006
rennur út mánudaginn 27. mars nk.
Allar frekari upplýsingar á vefnum
www.ssv.is undir menningarráð.
Netfang: menning@vesturland.is
Menningarráð Vesturlands
SHM
Sjúkrahúsið og heilsugeEslustöðin á Akranesi
Merkigerði 9 • Akranesi • Simi 430 6000 • Fax 460 6002 • www.sha.is
Bókari
Staða bókara hjá SHA er laus til umsóknar. Um er ræða
fullt starf og er vinnutíminn frá kl. 8 til 16.
Leitað er eftir sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi.
Reynsla af bókhaldsvinnu er nauðsynleg, menntun á því sviði
er æskileg. Gert er ráð fyrir að umsækjandi búi yfir almennri,
góðri tölvukunnáttu. Bókari hefur umsjón með skráningu og
merkingu fylgiskjala, vinnu við uppgjör og ýmis reikningsskil.
Einnig mun viðkomandi sinna ýmsum verkefnum er varða
daglegan rekstur aðalskrifstofu.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Starfsmannaf. Akraness.
Umsóknum sem greini frá menntun, reynslu og fyrri störfum
skal skilað til skrifstofustjóra í síðasta lagi 3. apríl 2006. Öllum
umsóknum verður svarað.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
I Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Ásgeirsson skrifstofustjóri
§ í síma 430-6000.
Sjúkrahúsið og heilsugœslustöðin á Akranesi (SHA) veitir almenna og sérhœfða heilbrigðisþjónustu.
Lögð er áhersla á gœði og hagkvœmni þar sem velferð skjólstœðinga er höfð að leiðarljósi.
Sjúkrahúsið er deildaskipt sjúkrahús. Aðal upptökusvœðið er vestur- og norðvesturhluti landsins. Veitt
er fjölþœtt sérfrœðiþjónusta með viðbúnaði til móttöku og meðferðar bráðveikra allan sólarhringinn.
íbúum höfuðborgarsvœðisins og öðrum landsmönnum er í vaxandi mæli boðin sérfrœðiþjónusta í
tilteknum greinum.
Heilsugceslustöðin veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í heilsugœsluumdæmi Akraness og
hefur jafnframt forystuhlutverk varðandi heilsuvernd og forvarnarstarf.
SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri og
aðrar menntastofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins. SHA er reyklaus stofnun.
J
FAGMENNTAÐUR SLÁTRARl
Norðlenska leitar að fagmenntuðum og/eða reyndum siátrara
til verkstjórnar i sláturhúsi okkar i Dalabyggö,
Norðlenska matborðlð ehf. erstærstl siéturleyfíshafi landsins, Norðlenska ermeð
stórgripmláturhús é Akureyrí, sauðfjársláturhús á Húsavlk, á Hðfn I Homaflrðl og l Dalabyggð.
Æsklteg þekklng og htefni:
Slátraramonntun, hérlendis eða erlendis
Reynsla af störfum í sláturhúsi
Reynsla af verkstjórn er kostur
Jákvæðni og hæfni i mannlegu samsklptum
Gott vald á enskri tungu
Metnaðarfulllr slátrarar sem áhuga hafa á árstíðarbundlnnl eða framtlðarvinnu vinsamlegast
haflð samband við starfsmannastjóra, 1840 8805 eða Katrín@nordienska,is
Rafræn umsóknareyðublöð er aó fínna á heimasiðu Norðlenska, www.nordlenska.is.
Umsóknarfrestur er til 3. april n.k.
Öryggisgæsla í Borgarnesi
Securitas óskar að ráða menn og konur í hlutastörf öryggisvarða í
Borgarnesi. Reynsla af öryggisgæslu, skyndihjáip og meðferð
slökkvitækja er kostur. Krafa er gerð um hreint sakavottorð.
Leitað er að fólki sem býr yfir:
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Ríkri þjónustulund
• Öguðum vinnubrögðum
• Heiðarleika
Umsóknir:
Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Jóhannsson í síma 580 7000.
Umsækjendur geta einnig fyllt út umsóknir á vef fyrirtækisins
www.securitas.is. Umsóknarfrestur er til 31. mars. Farið verður með allar
umsóknir sem trúnaðarmál.
Siðumula 23 | 108 Reykjavik | 580 7000
IsECLRiTASj