Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.03.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 ^ttUsunuKi Samstarfssamningar Akraneskaupstaðar og nágrannasveitarfélaganna Viðræðuhópur um sameiginleg verkefni Akraneskaupstaðar og sveitarfélaganna stmnan Skarðsheið- ar heíur komist að sameiginlegri niðurstöðu í vinnu sinni og hefur sent sveitarstjómum drög að samn- ingum sem kveða á um viðamikið samstarf sveitarfélaganna. Einnig er tilbúin viljayfirlýsing um samstarf í öðrum málum. Samningamir fara nú til umræðu í sveitarstjómunum og er vonast tdl þess að þær taki af- stöðu til þeirra fyrir 15. apríl nk. Starfshópurinn var skipaður á sín- um tíma eftir að ljóst varð að fjögur sveitarfélög sunnan Skarðsheiðar yrðu sameinuð í eitt. Þau höfðu hvert um sig ýmsa samninga við Akraneskaupstað en hiutverk starfs- hópsins var að semja að nýju um samstarfið í heild. I starfshópnum vom Asa Helgadóttir og Jón Hauk- ur Hauksson ffá hrepptmum sunnan Skarðsheiðar og Guðmundur Páll Jónsson og Jón Pálmi Pálsson ffá Akraneskaupstað. Hópurinn hefur átt marga fundi, formlega og óform- lega, auk þess sem einstakir nefhdar- menn leystu ýmis verkefni á milh funda. Hópurinn hélt kynningar- fund fyrir sveitarstjórnir sveitarfé- laganna á laugardaginn þar sem samningadrögin vora kynnt. Brunamál Samkvæmt samningi um bruna- varnir og eldvarnaeftirlit munu sveitarfélögin reka í sameiningu Slökkvilið Akraness og búa það nauðsynlegum tækjakosti. Unnið skal að því að fólk kunni sem best skil á því hver viðbrögð séu vænleg- ust til bjargar ef eldsvoða ber að höndum. Slökkvilið Akraness skal sinna útköllum og bregðast við mengunarslysum í sveitarfélögun- um. Kosmaði við reksmr og fjárfest- ingu slökkviliðsins skal skipta á sveitarfélögin með tilliti til fast- eignamats í hverju sveitarfélagi, að undanteknum lóð Norðuráls hf. við Grundartanga og þeim mannvirkj- um sem þar era og em í eigu Norð- uráls. Komi til útkalla á iðnaðar- svæði Norðtnáls greiða sveitarfélög- in Akraneskaupstað fast gjald. Félags- og íþróttamál Samkvæmt samningi hafa starfs- menn félagslegrar heimaþjónusm sveitarfélaganna fjögurra aðgang að ffæðslu sem innt er af hendi fýrir starfsmenn þjónustunnar á Akranesi. Skiptist kostnaður effir fjölda þátt- takenda. Þá hafa íbúar sveitarfélag- anna aðgang að félagsstarfi unglinga sem ffam fer í Amardal og í Hvíta húsinu á Akranesi svo og aðgang að íþróttamannvirkjum fyrir almenning og íþróttafélög á Akranesi. FvTÍr þau afnot greiða sveitarfélögin 1.500.000 krónur árlega til Akraneskaupstaðar. Þá er einnig kveðið á um í samning- unum að íbúar sveitarfélaganna falh undir reglur þær er gilda um styrki vegna barna- og unglingastarfs á Akranesi. Skal uppgjör fara ffam með sérstökum hætti vegna þess máls. Rekstur tónlistarskóla Sveitarfélögin gera samning um að standa saman að rekstri Tónlist- arskólans á Akranesi og með samn- ingnum skal stefnt að eflingu tón- listarlífs meðal íbúa með því að gefa sem flestum kost á að sækja fjöl- breytt tónlistamám við Tónlistar- skólann. Auk Akraness er stefht að því að kennsla fari ffam í sameinuðu sveitarfélagi eftir nánari útfærslu skólastjórnenda. Árlegum kostnaði við rekstur skal skipt á sveitarfélögin í hlutfalli við íbúafjölda í hverju sveitarfélagi og er þess getið í samn- ingi að sérstakt tdlht skuli tekið til þeirra sem búa utan Akraness við rekstur skólans. Félagsstarf aldraðra Ibúar sameinaðs sveitarfélags sunnan Skarðsheiðar hafa aðgang að félagsstarfi fyrir íbúa 67 ára og eldri sem félagsmálaráð Akraness stendrur nú fyrir. Skal kosmaði skipt í hlut- falli við íbúafjölda þeirra. Meðferð og eyðing sorps Akraneskaupstaður tekur sam- kvæmt samningi við heimilissorpi á sorpmóttökustöð kaupstaðarins í Berjadalsnámu og er greitt fýrir þjónustuna samkvæmt sérstakri gjaldskrá. A sínum tíma greiddu sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar ffamlag vegna stofiikostnaðar sorp- móttökustöðvarinnar og komi til vemlegra endurbóta á stöðinni áskil- ur Akraneskaupstaður sér rétt til að taka upp viðræður við sveitarfélögin um viðbótarffamlag. B ókasafhsþj ónusta Bókasafn Akraness skal annast bókasafhsþjónustu við íbúa samein- aðs sveitarfélags sunnan Skarðsheið- ar og greiða sveitarfélögin fasta fjár- hæð á ári fýrir þjónustuna. I dag er sú upphæð 585 þúsund krónur. Dvalarheimilið Höfði Samkvæmt skipulagsskrá nær starfssvæði Dvalarheimilisins Höfða yfir Akraneskaupstað og sveitarfé- lögin sunnan Skarðsheiðar. Akranes- kaupstaður leggur heimilinu tdl 3 hektara lands og er eignarhlutur bæjarins 9/10 á móti 1/10 ffá hinum sveitarfélögunum. Stofnframlög skulu vera í samræmi við eignarhlut- föll. Sömu sögu er að segja af fram- lagi til rekstrar og ábyrgð á rekstri heimilisins. Stjóm Höfða skipa sam- kvæmt tillögunni fjórir aðilar, þrír ff á Akraneskaupstað og einn sem hin sveitarfélögin koma sér saman um. Bæjarstjóm Akraness tilnefhir for- mann stjórnarinnar sem fer með tvöfalt atkvæðavægi. Byggðasafinið í Görðum Starfssvæði Byggðasafhsins í Görðum er hið sama og Dvalar- heimilisins Höfða. Akraneskaup- staður leggur því til nauðsynlegt landrými og em sömu eignarhlutföh og í Höfða. Sömu sögu er að segja með rekstrarffamlag og stofnkostn- að. Skipan stjórnar er einnig sú sama. Onnur mál Auk ofangreindra samninga liggja fýrir drög að viljayfirlýsingu um ýmis önnur atriði. Skoða á hvort auka má samstarf við skipulagningu göngu-, hjólreiða- og reiðstíga geti verið til hagsbóta fyrir íbúa. Sömu sögu er að segja af samstarfi á sviði barnaverndarmála og félagsmála. Þá er til skoðunar hvort víðtækt sam- starf á sviði safhamála geti verið til hagsbóta og er þar nefnt samstarf um vörslu skjala og annarra gagna. Einnig að kannað verði hvort aukin samvinna á sviði skipulags- og bygg- ingarmála geti verið til hagsbóta sveitarfélögunum og íbúum þeirra. Hugsanlegt samstarf í vatnsmálum verður kannað. A það við um vatos- öfltm og vatosveitu fýrir íbúabyggð í dreifbýli, á Akranesi og iðnaðar- svæðisins á Grundartanga. Skólamál Skólamál em sá málaflokkur sem hvað viðkvæmastur er við samein- ingu og samstarf sveitarfélaga. Á íbúaþingi sem sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar efhdu til í vetur vora þau mál mjög til umræðu. Þar kom fram eindreginn vilji til þess að skólahaldi yrði haldið áffam í hinu nýja sveitarfélagi. I viljayfirlýsing- unni sem áður er getið segir að at- hugun fari ffam á því hvort auka megi samstarf sveitarfélaganna á sviði skólamála bæði leikskóla og grannskóla, „hvort sem er með meiri samvinnu skóla, nánari tengsl- um starfsfólks eða nemenda eða hugsanlega með samnýtingu hús- næðis að einhverju leyti. HJ PISTILL GISLA Her semfer Það hefur staðið til í nokk- ur misseri að dátarnir úr Bandaríkjahreppi snautuðu til síns heima. Samt kom það öllum í opna skjöldu, og aðr- ar góðar mjólkurkýr, þegar aðstoðarritari aðstoðar- manns aðstoðarvarnarmála- ráðherra Bandaríkjanna hringdi í íslenska stjórnar- ráðið í síðustu viku og sagði á lítalausri ensku. „We are going away with the Þyrls and the Þots. Have a plea- sant life, bæ-bæ.“ Islenska þjóðin var jafn snöggum harmi slegin og hún hefði fengið tilkynningu um andlát ættingja sem bú- inn var að liggja fyrir dauð- anum árum saman. Islenska þjóðin verður skilin eftir ein og yfirgefin, varnarlaus á skerinu og auð- vitað verða menn reiðir og sárir yfir þeim tíðindum. Jafnvel þeir sem hrópuðu herinn burt krefjast þess að herinn verði um kjurrt. Eini aðilinn sem ekki hefur látið í sér heyra vegna máls- ins og ætti þó mest að hafa um það að segja er Félag ástandskvenna. Enginn ætti að harma þetta ástand meira en félagskonur í þeim sam- tökum. Ef herinn fer þá fer sem fer. Það þýðir ekki að gráta það. A hinn bóginn er rétt að huga að því hvað getur kom- ið í staðinn. A Miðnesheiði er heill bær sem leggst í eyði og honum þarf að finna nýtt hlutverk. Ferðaþjónusta er klassísk lausn á byggðavanda sem hljómar ennþá vel á fundum. Suðurnesjamenn hafa það hvort eð er að markmiði að tryggja að erlendir ferða- menn sem koma til landsins þurfi ekki að fara lengra en rétt út fyrir flugstöðvar- bygginguna og geti síðan farið heim aftur. Þar er nú verið að byggja upp lands- námsþorp þótt enginn land- námsmaður hafi komið á Suðurnes, nema þeir sem komu með flugi. Það eina sem ferðamenn, erlendir, gætu þurft að sækja annað er Gullfoss og Geysir og ein- hverjir útlenskir pervertar hafa að sjálfsögðu áhuga á „Dirty Weekend" í Reykja- vík. Eg legg til að skrefið verði stigið til fulls. Innan varnar- liðsgirðingarinnar er að finna flugskýli sem er nógu stórt til að þar væri hægt að koma fýrir bæði Gullfoss og Geysi innanhúss og bæta þar með aðgengi að þessum náttúruperlum til muna. Síðan þarf að nýta aðra tóma húskofa einnig og því liggur beint við að flytja höfuð- borgina á Suðurnes. Þar með er hægt að sameina sjónar- mið þeirra sem vilja flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur og þeirra sem vilja að hann verði áfram í höfuðborginni með því ein- faldlega að flytja hann til Keflavíkur og hafa hann þar í höfuðborginni. Vandamál eru til að leysa þau. Gísli Einarsson, varnarmálasérfræðingur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.