Skessuhorn - 22.03.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006
Framboðlisti
Samfylkingar
AKRANES: Uppstillingamefhd
Samfylkingarinnar á Akranesi
stefnir að því að ljúka tillögu
sinni að skipan framboðslista
flokksins við bæjarstjómarkosn-
ingamar í vor á næstu dögum, að
sögn Guðlaugs Ketilssonar for-
marrns nefndarinnar. -hj
Fræðslufimdur
um heilabilun
AKRANES: Næstkomandi
mánudag verður í íþróttamið-
stöðinni að Jaðarsbökkum á
Akranesi haldinn ffæðslufundur
um heilabilun. Þar flytur Jón
Snædal öldrunarlæknir erindi og
Hanna Lára Steinsson félagsráð-
gjafi. Engin stórfjölskylda er til
hér á landi þar sem ekki finnst
einstaklingur sem glímir við
heilabilun af einhverju tagi.
Fundurinn er haldinn að tilstuðl-
an Lionshreyfingarinnar á Is-
landi og Lionsklúbbs Akraness
með stuðningi Akraneskaupstað-
ar, VLFA og STAK -mm
Hrafiihildur í frí
VESTURLAND: Hrafhhildur
Tryggvadóttir, sem verið hefur
allt í öllu ffá stofiiun Upplýsinga-
og kynnningarmiðstöðvar Vest-
urlands, er nú á leið í árs fæðing-
arorlof. Við starfi hennar á með-
an hefur tekið Andrea Marta
Vigfusdóttir. -mm
Rangsælis
í umferðinni
AKRANES: Lögreglan á Akra-
nesi kærði í liðinni viku 20 öku-
menn fyrir að aka of hratt. Þar af
einn sem mældist á 91 km/klst
hraða þar sem hámarkshraði er
50 km/klst. Einn ökumaður var
stöðvaður grunaður um ölvun
við akstur um helgina. Einn öku-
maður var stöðvaður eftir að
hann hafði ekið bifreið sinni
rangsæfis í hringtorgi. Brást hann
reiður við afekiptum lögreglunn-
ar og kvaðst „oft gera þetta til að
flýta fyrir sér,“ og rauk síðan á
braut öskuillur. Okumaðurinn
má búast við sekt vegna brotsins.
Þrír ökumenn þurftu að skila inn
ökuskírteinunum sínum í vikunni
vegna uppsafnaðrar slæmrar
hegðunar í umferðinni. Höfðu
þeir allir safnað það mörgum
punktum að komið var að því að
fela yfirvöldum tímabundið
vörslu ökuleyfanna. -mm
Bíll skemmdur
AKRANES: Brotist var inn í
Honda Civic biffeið sem stóð við
Grundartún á Akranesi rnn helg-
ina og hún skemmd mikið. Rúða
hafði verið brotin og úr henni
stolið Kenwood geislaspilara.
Auk þessa var biffeiðin stór-
skemmd með einhverju odd-
hvössu áhaldi. Djúpar rispur í
lakki á hurðum, vélarhlíf, brett-
um og stuðurum. tjónið er tals-
vert og biður lögregla þá sem
geta veitt einhverjar upplýsingar
um að hafa samband. -mm
Mildð líf og fjör við Akraneshöfn
Það er óhætt að segja að mikið
líf og fjör hafi verið við höfnina á
Akranesi sl. fimmtudag þegar
blaðamaður Skessuhorns var þar á
ferðinni. Mikið var af skipum við
bryggju og má nefna að Faxi RE 9
var nýbúinn að landa fullfermi af
kolmunna til bræðslu, um 1400
tonnum. Þá var Ingunn AK einnig
nýlega komin að landi með full-
fermi af kolmunna og stóð fyrir
dæling úr skipinu, alls á um 2000
tonnum en kolmunninn veiddist á
Rockhallsvæðinu. Nokkuð er síðan
kolmunna var síðast landað á
Akranesi en enginn slíkur barst
þangað á síðustu vertíð. Þá kom
Sunnubergið með 132 tonn til
löndunar á Akranesi á þriðjudag en
skipið kom að landi vegna bilunar
og voru starfsmenn Þ&E að vinna
við viðgerðir á því. Loks landaði
Sturlaugur H Böðvarsson 145
tonnum af ísfiski á miðvikudag. Að
sögn hafnarstarfsmanna er höftfin
á Akranesi fullnýtt þessa dagana og
mikið um bókaðar skipakomur
næstu daga. Ekki er einvörðungu
verið að landa fiski því bæði á að
landa áburði og hitaveiturörum og
von er á skipi til að sækja sement.
Þá stóð lestun á fiskimjöli einnig
yfir sl. fimmtudag.
MM
Leitað að nafiii á nýtt
sameinað sveitarféíag
Samhliða kosningum í samein-
uðu sveitarfélagi Borgarbyggðar,
Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðu-
hrepps og Kolbeinsstaðahrepps
þann 27. maí í vor verður kosið um
nafn á nýja sveitarfélaginu. Nefnd
hefur verið skipuð til að stýra
naftiavalinu en kosið verður um
nokkrar tillögur í kjörklefamun í
vor. I nefndinni eru Kristín Thor-
lacius í Borgarnesi sem jafnframt er
formaður, Agústa Þorvaldsdóttir á
Skarði, Ingibjörg Daníelsdóttir á
Fróðastöðum og Jónas Jóhannes-
son á Jörfa.
„Við ætlum að fiima þjált og fal-
legt nafn sem um leið hefur
sldrskotun í sögu og sérkenni hér-
aðsins og auglýsum því eftir tillög-
um ffá íbúum þessa nýja sveitarfé-
lags. Nefndin velur 3-5 nöfn úr
innsendum tillögum sem kosið
verður úr. Tillögum má skila til
mín á netfangið; krt@simnet.is eða
í pósti að Skúlagötu 23, 310 Borg-
arnesi. Gjama viljum við fá tillög-
umar sendar fyrir 1. apríl," sagði
Kristín Thorlacius í samtali við
Skessuhom.
MM
Samstaða í Grundarfirði
leggur firam lista
Samstaða - listi fólksins býður
fram eftirfarandi lista í Grundar-
firði í sveitarstjómarkosningunum
2006 undir listabókstafhum L:
1. Gísli Olafsson, framkvœmda-
stjóri
2. Una Yr Jörundardóttir, fram-
haldsskólakennari
3. Emil Sigurðsson, vélstjóri
4. Jóhanna von Schalkwyk, kenn-
ari
5. Sigurjón Fannar Jakobsson, út-
gerðarmaður
6. Sigurður Olafur Þorvarðar-
son, skipstjóri
7. Helena M Jónsd. Stolzenwald,
ræstitæknir / nemi
8. Sædís Alda Karlsdóttir, nemi
9. Ingi Hans Jónsson, sagnamað-
ur
10. Sœvör Þorðvarðardóttir, ritari
11. Dóra Aðalsteinsdóttir, leik-
skólaliði
12. Sólrún Guðjónsdóttir, kvik-
mynda- og leikhúsfræðingur
13. Oddur Hlynur Kristjdnsson,
sjómaður
Gunnar áfiram í fyrsta sæti
Gunnar Sigurðsson mtm áffarn
leiða lista Sjálfstæðisflokksins við
bæjarstjórnarkosningamar á Akra-
nesi í vor. Það var ákveðið á fundi
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í
gærkvöldi. Tillaga uppstillingar-
nefhdar flokksins var þar samþykkt
einróma. Listinn er þannig:
1. Gunnar Sigurðsson
2. Sæmundur Víglundsson
3. Eydts Aðalbjómsdóttir
4. Þórður Þ Þórðarson
5. Bjöm Elísson
6. Silvía Llorens
7. Haraldur Helgason
8. Olafur Helgi Haraldsson
9. Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
10. Ingþór Bermann Þórhallsson
11. Hallveig Skúladóttir
12. Vtlhjálmur Andrésson
13. Ingunn Viðarsdóttir
14. Haraldur Friðriksson
15. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
16. Hróðmar Halldórsson
17. Stefán Orri Olafsson
18. Þóra Björk Kristinsdóttir.
f síðustu kosningum hlaut flokk-
urinn fjóra bæjarfulltrúa kjöma og
era tveir þeirra í fjórum efstu sæt-
unum, það er Gunnar og Þórður.
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir gaf
ekki kost á sér til setu í efstu sætum
hstans. Fjórði bæjarfulltrúinn, Jón
Gunnlaugsson, er hins vegar eldd á
listanum. Benedikt Jónmundsson
formaður uppstillingarnefndar
sagði í samtali við Skessuhom að
ekki hefði verið gerð tillaga um Jón
á listanum en vildi að öðm leyti
ekki tjá sig um málið.
Þegar blaðamaður hafði samband
við Jón Gunnlaugsson hafði hann
að sögn ekki heyrt af skipan listans.
Aðspurður sagði hann að ekki hefði
verið leitað eftir því að hann tæki
sæti þar og við því væri í sjálfu sér
Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæöis-
manna á Akranesi.
ekkert að segja. Hann taldi að það
hefði hins vegar verið sjálfsögð
kurteisi að honum hefði verið skýrt
ffá því áður en listinn var borinn
upp að ekki væri sóst eftir setu hans
þar.
HJ
Hugmynd um
gönguleið að
golfvelli
BORGARNES: Bæjarráð Borg-
arbyggðar hefur ákveðið að kalla
bæjarverkfræðing, íþrótta- og
æskulýðsfulltrúa og verkstjóra
hjá Njarðtaki til næsta fundar
ráðsins en þar verða ræddar hug-
myndir Ebbu Pálsdóttur um
lagningu gönguleiðar ffá Bjargi
að Hamri þar sem golfvöllur
Borgnesinga er. Ebba sendi bæj-
arráði hugmyndir sínar í bréfi á
dögunum og þakkar ráðið henni
fyrir þann áhuga og frumkvæði
sem hún sýnir skipulagsmálum í
Borgarbyggð. Ebþa mim einnig
sitja fund ráðsins þar sem hug-
myndir hennar verða ræddar. -hj
Kau p á
slökkvibifreið
BORGARNES: Bæjarráð Borg-
arbyggðar hefur samþykkt að fela
bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi
að halda fund með slökkviliðs-
mönnum til undirbúnings á
kaupum á nýrri slökkvibifreið
fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar.
-hj
Bæta vatnsból
BORGARBYGGÐ: Bæjarráð
Borgarbyggðar hefur falið bæjar-
verkfræðingi að kanna í hvaða
framkvæmdir þarf að ráðast til að
lagfera vatnsból vatnsveitu fyrr-
um Álftaneshrepps. Þessi
ákvörðun var teldn í kjölfar bréfe
sem ráðinu barst frá Guðbrandi
Brynjúlfesyni þar sem hann vekur
athygli á bágbornum ffágangi
vatnsbóls veitunnar sem stendur
við neðanvert Hraundalshraun.
Telur Guðbrandur að ekki verði
hjá því komist lengur að gera
endurbætur á vatnsbólinu og
skorar á bæjaryfirvöld „að vinda
sér í það verk hið snarasta," eins
og segir orðrétt í bréfi hans. -hj
Snókur vill að
Grundartanga
GRUNDARTANGI: Snókur
ehf. í Vogatungu í Leirár- og
Melahreppi hefur sótt tun lóð
undir atvinnustarfsemi við
Grundartanga. Hafnarstjóm
Faxaflóahafna tók máfið fyrir en
treystir sér ekki til að taka af-
stöðu til erindisins fyrr en skipu-
lagning svæðisins hefur átt sér
stað. -hj
Ágústa hættir í
bæjarstjóm
AKRANES: Ágústa Friðriks-
dóttir, bæjarfulltrúi Akraneslist-
ans hefur ákveðið að gefa ekki
kost á sér til setu í bæjarstjóm á
komandi kjörtímabili. Ágústa
hefur verið bæjarfulltrúi í átta ár.
I samtali við Skessuhom segir
hún þessa ákvörðun tekna af per-
sónulegum ástæðum. Hún segist
þó full áhuga á málefiium bæjar-
félagsins og muni trúlega koma
að þeim máltun með einhverjum
hætti í framtíðinni. -hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi
Sfmi: 433 5500
Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla mi&vikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á a& panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Bla&ið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900
sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhom.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is